Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 < 4 □ 4-e e-i2 12-16 16-20 20-24 24-26 26-32 32-36 36-40 40-44 44-48 48-52 52-56 mffl 56-60 60-64 64-68 68-72 m 72-76 76-80 > 80 m Tveggja ára þorskur 1986 Tveggja éra þorskur 1987 26*0* 18*0' Langd Tveggja óra þorskur 1989 18*0’ Lsngd Langd Tveggja ára þorskur 1991 18*0* Lengd 18*0’ Longd Myndirnar hér að ofan sýna niðurstöður togararalls Hafrannsóknastofnunar á árunum 1986 til 1992 um útbreiðslu og magn tveggja ára þorsks. Tölurnar í dálkinum til vinstri sýna fjölda þorska miðað við hveija togmílu. Nýliðun þorskstofnsins lé- leg á undanförnum árum - segir Björn Ævar Steinarsson hjá Hafrannsóknastofnun BJÖRN Ævar Steinarsson, líffræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að niðurstöður togararalls undanfarinna ára gefi til kynna léfega nýliðun þorskstofnsins. Ástæða þess sé talin sú, að hrygn- ingarstofninn hafi verið í lágmarki og því miðist tillögur Hafrann- sóknastofnunar við að byggja hann upp. Björn Ævar segir að togararall- ið hafi verið stundað frá árinu 1985. Notaðir séu fímm togarar og togað á alls um 600 stöðum hringinn í kringum landið. Það eigi sér alltaf stað í mars og standi yfir í tvær til þtjár vikur. Alltaf sé togað á sömu stöðunum með sambærilegum veiðarfærum til að raunhæfur samanburður fáist. Hann segir að þegar litið sé til niðurstaðna togararallsins undan- farin ár komi vel fram hin lélega nýliðun í þorskstofninum. Árgang- arnir frá 1983 og 1984, sem fram hafi komið í mælingum 1985 og 1986, hafi verið sterkir, sem kom- ið hafi fram bæði í mikilli út- breiðslu og magni, en síðan hafi sigið á ógæfuhliðina. Að sögn Björns Ævars eru þessar mælingar grundvöllurinn fyrir spám Hafrannsóknastofnun- ar um nýliðun í stofninum og hin 22-a 1B-01 iw «ro' Lengd lélega nýliðun að undanförnu muni hafi úrslitaáhrif á veiðarnar næstu árin. Þessi þróun sé talín stafa af því að hrygningarstofninn hafi verið í lágmarki undanfarinn áratug og því miðist tillögur Haf- rannsóknastofnunar um leyfilegan heildarafla við að byggja hann upp. Grímsbær 20 ára: Hátíð á mánudag í tilefni afmælisins Morgunblaðið/KGA Steingrímur Bjarnason, fisksali og aðaleigandi Grímsbæjar, fyrir utan verslanamiðstöðina sem er 20 ára um þessar mundir. VERSLANAMIÐSTÖÐIN Grímsbær heldur upp á 20 ára afmæli mánudaginn 20. júlí nk. Bruninn í Ingólfskaffi: Kviknað í út frá eldavél NÚ ER talið að eldsvoðinn í Ingólfskaffi hafi orðið út frá eldavél í eldhúsi veitingahússins en eldavél þessi er alla jöfnu ekki í notkun. Jón Snorrason deildarstjóri hjá RLR segir að talið sé að fíktað hafí verið við eldavélina í ógáti óg eldsvoðinn því orðið vegna slysni. Sem kunnugt er af fréttum var eldurinn laus í Ingólfskaffi síðdeg- is á mánudag og skemmdist stað- urinn töluvert af þessum sökum. Enginn var á staðnum er eldsins varð vart. í tilefni dagsins verður efnt til afmælishátíðar í húsinu, flutt verður lifandi tónlist og boðið upp á veitingar. Eigandi hússins og börn hans tvö reka nú öll verslanir í húsinu. Steingrímur Bjarnason, fisksali og aðaleigandi Grímsbæjar, sagði í samtali við Morgunblaðið að framkvæmdir við verslanamið- stöðina hefðu hafíst í maí árið 1971 en húsið hefði verið tekið formlega í notkun 19. júlí 1972. Steingrímur hefur rekið fískbúð í Grímsbæ frá upphafi en auk hans starfa nú tvö af bömum hans í húsinu. Sonur hans, Þórhallur, rekur matvöruversiun og dóttir hans, Laufey, rekur söluturn ásamt eiginmanni sínum Hannesi Einarssyni. En í Grímsbæ eru nú reknar 13 verslunar- og þjónustu- fyrirtæki. Steingrímur sagði á þessum tímamótum að hann von- aði að verslunarhúsið lifði áfram og þjónaði sínu hlutverki um ókomin ár. í tilefni 20 ára afmælisins verð- ur afmælishátíð haldin í Grímsbæ á morgun, mánudaginn 20. júlí. Eftir hádegi þann dag verða mat- vöru- og snyrtivörukynningar, og afmælisafsláttur af ýmsum vörum í-sérverslunum. Söngtríó Jarþrúð- ar syngur létt þjóðleg lög kl. 15 og Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðluleikari, spilar sígilda tónlist kl. 16. Þá verður boðið upp á kaffi- veitingar og afmælistertu. Póstburð- armenn geta birt stefnur MEÐ lögunum um nýskipan dómsmála hérlendis sem öðl- uðust gildi um síðustu mán- aðamót geta póstburðar- menn nú birt stefnur og kom- ið fram sem stefnuvottar. Ákvæði þess efnis er að finna í 13. kafla einkamálalöggjaf- arinnar nýju en eftir sem áður munu stefnuvottar verða til staðar hjá sýslu- mannsembættunum. Friðgeir Björnsson dómstjóri héraðsdóms Reykjavíkur segir að hugmyndin á bak við það að póstburðarmenn geti verið stefnuvottar sé einkum vegna hagkvæmninnar. Um þetta gildi ákveðnar reglur og gerður hafi verið samningur milli dómsmálaráðuneytisins og póstmálastjórnar. Póstburðar- mennirnir bera stefnurnar út sem ábyrgðarbréf og votta að viðkomandi hafi fengið stefn- una í hendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.