Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 Undirforystu Björns Ey- steinssonar hefur íslenska landsliðið í brids náð langt á alþjóðlegum vettvangi Ég féll fyrir bridsíþróttinni á einum vetri. Morgunblaðið/Emeiía eftir Kristínu Morju Baldursdóttur ÞEGAR íslenska Iandsliðið í brids fékk Björn Eysteinsson sem fyrirliða og þjálfara hættu þeir að vera einungis góðir og urðu bestir. Heimsmeistaratitillinn féll þeim í skaut í Yokohama 1991 og fyrir nokkrum vikum urðu þeir Norðurlandameistarar. Um aðferðir fyrirliðans hefur örlítið verið fjallað en minna um mann- inn bak við aðferðimar. En Björn fékk það veganesti frá hand- boltaþjálfara sínum í Hafnarfirði fyrr á ámm, að það væri að- eins sigur sem gilti. Annað væri ekki á dagskrá. Hjá útibússtjóranum í íslandsbanka er hins vegar ýmislegt á dag- skrá bæði í starfí og leik, að minnsta kosti í leik, því nú eru Ólympíumót framundan og þar setjast heimsmeistararnir aftur að bridsborðinu. Bjöm Eysteinsson sem er reyndar einvaldur í brids og velur í landslið karla, kvenna og unglinga, verður áfram fyrirliði og þjálfari liðsins. Þar sem hann situr gegnt mér hæglátur og bros- mildur að vanda, spyr ég hvort eitt- hvað hafí bent til þess á bemskuár- unum að hann yrði meistari í brids? „Nei ég var bara venjulegur drengur í Hafnarfirði. Að vísu hall- ur undir íþróttir, spilaði bæði fót- bolta og handbolta með FH og kynntist þar góðum árangri. Bæði eigin árangri og félaganna og sá hvemig menn verða meistarar. Þeg- ar metnaður er fyrir hendi og menn tilbúnir að æfa og leggja mikið á sig, eiga þeir að uppskera eftir því. í FH skynjaði ég þennan metnað. Nú ég var þarna í skugga meist- aranna, komst endrum og eins í lið, en það var nóg til þess að ég fékk „blod pá tanden". Eftirminnileg spenna ríkti á Hótel Loftléiðum þegar ís- lendingar urðu Norðurlandameist- arar í brids 1988. Björn segir að sá atburður einn hafi þó líklega ekki orðið til þess að vekja almenn- an áhuga á brids, ísleridingar hafí fundið mátt sinn á þessu sviði fyrir tíu árum. Árið 1984 tók landsliðið þátt á Ólympíumótinu í Seattle og 1986 á heimsmeistaramóti með ágætum árangri og 1987 náðu þeir 4-5 sæti á Evrópumóti sem er næst besti árangur frá upphafi, en árið 1950 höfðu íslendingar náð þriðja sæti á Evrópumóti. Árið 1991 urðu þeir svo í fjórða sæti á írlandi og öðluðust sæti á heimsmeistaramót- inu í Yokohama, þar sem þeir kom- ust í úrslit og gengu að lokum frá borði sem heimsmeistarar. Bjöm er sonur Þórunnar Bjöms- dóttur frá Reykjavík og Eysteins Einarssonar frá Siglufírði, og em þau fímm systkinin. Eftir stúdents- próf fór Bjöm í Háskólann í eitt ár en uppgötvaði síðan að hann hafði „athafnaþrá til annarra verka“. Hann var skrifstofustjóri hjá iðnfyrirtækinu Berki í 15 ár, varð síðan framkvæmdastjóri físk- vinnslufyrirtækis á Stokkseyri, en hafði aðeins verið þar í átta mán- uði þegar hann fékk stöðu útibús- stjóra í Útvegsbankanum í Hafnar- firði. í Garðabæ var hann útibús- stjóri í eitt ár, og er núna útibús- stjóri íslandsbanka í Reykjavík. Bjöm var rétt innan við tvítugt þegar hann byijaði að spila brids. „Pabbi var keppnismaður í brids og ég var svona að gjóa augum á borðið, fannst þetta geysiflókið spil. Það vom síðan félagar mínir sem drógu minn inn í þetta. Ég fékk feiknarlegan áhuga, fjölbreytileik- inn var ótæmandi og ég sá að stöð- ugt var hægt að bæta við sig og nema ný lönd. Það má segja að ég hafí fallið fyrir bridsinu á einum vetri. Síðan fór ég að skrapa botn- inn eins og aðrir byijendur hjá Bridsfélagi Hafnaríjarðar." Innan tveggja ára var Björn orð- inn formaður félagsins. Hann fór að færa sig út fyrir bæinn, taldi sig eiga erindi á landsvísu, eins og hann segir og tók þátt í íslandsmót- inu. Síðustu sex til átta árin hefur hann eingöngu spilað hjá Bridsfé- lagi Reykjavíkur, sem er talið vera sterkasta félagið. Arið 1974 fór svo lærisveinninn ásamt lærimeistara sínum Ólafí Valgeirssyni til Kanaríeyja á fyrsta erlenda mótið sitt,“ segir Bjöm. „Þetta var Ólympíumót í tví- menningi eins og það er kallað, og ég var með stjömur í augunum marga mánuði á eftir. Bæði aðbún- aður og opnunarhátíð með prins Juan Carlos í farabroddi vom heilt ævintýri út af fyrir sig. Þarna vom frægustu spilarar í heimi og maður spilaði við nokkra þeirra og skynj- aði frægðarljómann í kringum þá. Það má segja að þar hafi fræjunum verið sáð. Eg sá það fyrir mér allan tímann hversu gaman það mundi verða að öðlast frægð í brids, þótt ekki væri nema af einu spili." - Þú hefur mikinn metnað, er það ekki? „Jú, ég tel mig hafa fengið meiri skammt af honum en aðrir! Allt sem ég tek mér fyrir hendur verður að vera vel gert. Þetta er einhver full- komnunarárátta, hálfgert vanda- mál.“ - Heldurðu að metnaður sé meðfæddur? „Örugglega, ég held að þetta sé eitthvað sem menn fá í vöggugjöf. Kannski er hægt að þjálfa upp metnað að vissu marki, en þó held ég að hann verði einfaldlega að vera í genunum." Leiðir Bjöms og félaga hans sem kenndu honum brids skildi í kring- um 1976. Bjöm spilaði við ýmsa á þessum tíma og lærði mikið. Fór á Evrópumótið 1981 ásamt Þorgeiri Eyjólfssyni, á Ólympíumótið 1984 með Guðmundi Hermannssyni og á heimsmeistaramótið á Miami- 1986.„Á Miami uppgötvaði ég margt í sambandi við brids og má segja að ég hafí byggt þjálfun mína á reynslu minni þaðan og því sem ÞAÐER SJÁLFSAGT AÐ GREAJA OG BERJA í VIGGIW ÞEGAR MAÐ- 11TAPAR, EAÞADÁÞÓ EKKIAÐ IIAIA ÁIIRIl' ÁFRAM- HALDID ég varð áskynja. Ég sá að máttur okkar íslendinga var mikill, spurn- ingin var sú hvemig vinna ætti úr honum. Ég streðaði við að komast í lands- liðið á ámnum 1987 til 1990 en komst aðeins á þröskuldinn, aldrei innfyrir. Enda er slagurinn mikill, við eigum svo marga góða spilara að eflaust væri hægt að mynda eiri þijú landslið. Ég var í stjórn Brids- sambandsins af og til frá 1976 og þar sem ég þekkti mjög vel allt skipulag á mótum hér og erlendis og hafði auk þess reynslu sem spil- ari, píndi Helgi Jóhannsson mig til að taka við þjálfun landsliðsins í mars 1991.“ egar Bjöm tók við landsliðinu hafði hann ekki fastmótaðar hugmyndir um þjálfunaraðferðir, aðeins þá bjargföstu trú að ísland gæti náð miklu lengra á alþjóðleg- um vettvangi. „Ég trúði því allan tímann að við gætum náð lengra, en gerði mér einnig grein fyrir því að það vom fjölmargir hlutir sem ég þyrfti að skoða vel, hundrað atriði sem þyrfti að hlúa að. Til að leggja grunn að góðri þjálf- un lagði ég áherslu á þau atriði sem ég taldi hafa mest áhrif eins og til að mynda andlega hæfíleika, líkam- lega uppbyggingu, mataræði og meðferð á líkamanum öllum, ásamt framkomu á mótsstað. Allir þessir flokkar greinast svo í ótal smærri þætti. Við skiptumst oft á skoðun- um um landsliðið, ég og Hjalti Elías- son fyrrverandi þjálfari sem er vin- ur minn og bridsfélagi, og ræddum hinar ýmsu hugmyndir. Það er nú oft í meinlausum samtölum sem menn uppgötva að þeir hafa skoð- anir á hlutunum, og svo var einnig um mig. Ég hafði þá trú að það væri fyrst og fremst aðferðarfræðin, nálgunin sem hefði mest að segja í þjálfun- inni. Það að setja sér markmið, vera óhræddur að vilja mikið, og kynda síðan undir metnaðinum. I FH man ég vel hvernig Birgir Björnsson leikmaður og þjálfari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.