Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 11 UNA BJÖRG ÓMARSDÓTTIR LAGANEMI FÓLK HRÆTT VID ATVINNULEYSI UNA BJORG Ómarsdóttir var atvinnulaus í vor í fyrsta skipti á ævinni. Þrátt fyrir að hún hæfi atvinnuleit í vetur, liðu tvær vikur frá því prófum lauk þar til hún fékk vinnu. Það starf er aðeins út júlí, en skólinn hefst ekki fyrr en í byrjun október. Una fer í haustpróf og reiknar tæpast með því að fá meira að gera. „Það er varla að ég leiði hugann að frekari vinnu, því það virðist fyrirfram vonlaust.“ SKRIFSTOFUSTÖRF Morgunblaðið/Þorkell Una Björg Omarsdóttir telur sig heppna að hafa fengið vinnu eftir tveggja vikna atvinnuleysi. Una vinnur á skrifstofu Gosan hf. Hún segir laganámið ekki nýtast í starfi en það geri hins vegar Verslunarskólaprófið. Þá hefur hún reynslu af skrif- stofustörfum, vann í þijú sumur í heild- og smásölu. Una hefur einnig unnið í byggingarvinnu, sem hefur ævinlega vakið mikla at- hygli. „Horfurnar voru mjög slæmar í vor, ég var atvinnu- laus í um tvær vikur. En ég tel mig hafa verið mjög heppna að fá vinnu þó þetta snemma," segir Una. Hún byijaði að leita sér að vinnu í mars og sótti mjög víða um en fékk alls staðar neitun, þar sem aðeins yrði ráðið fólk sem hefði unnið í fyrirtækjunum áður. „Ég fann vel hvað fólk var hrætt, það voru allir byijaðir að sækja um. Alls staðar þar sem ég sótti um voru bunkar af umsóknareyðublöðum, margir höfðu hætt að taka við umsóknum í febrúar. Fyrir nokkrum árum fór maður af stað í atvinnuleit í febrúar-mars og þá var hlegið að manni fyrir að vera svo snemma á ferð.“ Una segir það mjög óþægilegt að taka próf vitandi það að ekki er vísa vinnu aðhafa. „Ég var sífellt að hugsa um þetta og svo bættu ekki úr skák breytingarnar á námslánunum. Þar sem þau verða ekki greidd út fyrr en í lok annar, skiptir ennþá meira máli en fyrr að fá vel launaða vinnu. Þetta var alls ekki ánægjulegt vor, ég hef aldrei þurft að hafa áhyggjur af því að fá vinnu áður.“ HELGI H. HELGASON LÆKNANEMI MEIRAPRÓFIÐ BJARGAÐIÍ ÁR HELGA H. Helgason hefur tæpast grunað að meiraprófið sem hann tók samhliða stúd- entsprófi ætti eftir að bjarga sumarvinnunni. Svo fór þó í ár, Helgi er nemi í læknisfræði og var búinn að leita fyrir sér um vinnu frá því í febrúar, en án árangurs. Þegar hann hafði samband við Atvinnumiðlun námsmanna, reyndist hann hins vegar svo heppinn að hafa meirapróf. Hann vinnur nú hjá Esso, ekur olíu-, vöru- og flutningabílum. „Ég tók meiraprófið að gamni mínu samhliða stúdentsprófunum en hafði ekki mikla reynslu af akstri, hafði þó ekið eitthvað hjá verktökum. En prófið kom sér vissulega vel.“ Iingað til hefur Helgi unnið utanhúss, hefur þótt gott að geta snúið alveg við blaðinu á sumrin. Hann hefur m.a. starfað hjá Vega- gerðinni, hjá verktökum og við málun. í febrúar hóf hann að kanna möguleika á sumarvinnu á þeim stöðum sem hann hafði unnið und- anfarin sumur. „Ég rak mig fljótt á að ekki vár um vinnu að ræða á þeim stöðum og ekki miklar vonir um að úr rættist. Þar sem framundan voru erfið próf í einn og hálfan mánuð, vildi ég ganga frá þessum málum fyrir þann tíma. Það gekk ekki og því bættust áhyggjur af sumar- vinnunni ofan á prófin. Ekki bætti úr skák að ég þurfti að hafa vísa vinnu þar sem ég og konan nn'n eignuðumst barn og keyptum íbúð í vetur." Helgi er í fullri vinnu en yfirvinnan er lítil, ólíkt því sem hann hefur vanist undanfarin sumur. Það er því Ijóst að ekki verður um neitt sumarfrí að ræða þetta árið, Helgi mun vinna allt þar til skólinn byijar í haust. AKSTUR Morgunblaðið/Þorkell Helgi H. Helgason flytur olíutunnur í sumar. Helgi segir atvinnuástandið vissulega hafa verið erfitt í vor, hann hafi aldrei áður átt í erfiðleikum með að fá vinnu. Meðal þess sem hann reyndi, var að hringja eftir atvinnuaug- lýsingu í dagblaði. Þegar hann hringdi, um þremur tímum eftir að blaðið kom út, var hætt að taka niður nöfn þar sem um 75 manns höfðu þegar haft samband. DAGRÚN HJARTARDÓTTIR SÖNGNEMI SAGDIUPP VEGNA LAUNANNA „ÉG VAR í vinnu sem mér þótti mjög skemmtileg og gat jafnvel hugsað mér að gera að framtíðarstarfi en þegar ég fékk launaseðilinn í hendur, sagði ég þegar upp störf- um,“ segir Dagrún Hjartardóttir söngnemi. Hún vinnur nú sem matselja á vistheimili, en starfið sem hún sagði upp var í móttöku á hóteli. Dagrún hefur komið víða við í sumarstörf- um. Hún hefur unnið á skrifstofu, í skóbúð og sumarbúðum, matreitt ofan í ferðamenn í Þýska- landi o.fl. Hún segist aldrei hafa átt í vandræðum með að fá vinnu, stundum hafí henni staðið fleiri en eitt starf til boða. Árið í ár hafí ekki verið nein undan- tekning, hún byrjaði að leita fyrir sér síðasta sumar og hélt áfram í vetur. Hún fékk snemma loforð um vinnu og þurfti því ekki að IVIATSELD Morgunblaðið/Sverrir Dagrún Hjartardóttir ákvað aó láta launin ráða vinnustaðnum. hafa áhyggjur í vor. Dagrún er í söngnámi í Búdapest í Ung- veijalandi og þar er framfærslukostnaður nokkru lægri en á íslandi. Þar sem Dagrún býr í foreldrahúsum yfir sumarið, gerir hún ráð fyrir að geta lagt sumarkaupið að miklu leyti fyrir og lifað á því fram til áramóta, þegar námslán verða greidd út. „En til þess að svo megi verða, sá ég mig tilneydda að skipta um vinnu. Launin sem ég fékk fyrir starf í móttökunni voru hrein og bein móðg- un, þau voru ákaflega lág og höfðu meira að segja lækkað frá því í fyrra. Ég tel það einsýnt að margir ætli að notfæra sér slæmt atvinnuástand til að lækka kaup eins og þarna var gert.“ Því sagði Dagrún upp störfum og fékk vinnu samdægurs.„Ég vár ekki í nokkrum vandræðum með að fá vinnu í sumar, mér buðust þijú störf; starf á hóteli, skrifstofu og við matseld. Ég tók því síðastnefnda vegna þess að þar voru ágæt laun í boði og þó að það sé ekkert rframtíðarstarf, er það alls ekki slæmt.“ HELENE H. PEDERSEN DONSKUNEMI VINNAN TENGIST NÁMINU * „MÉR VAR sagt að gera mér ekki nokkrar vonir um vinnu, hvað þá að fá vinnu þar sem námið nýttist mér. En ég var svo heppin að vera í fámennu fagi og fékk vel launaða vinnu þar sem námið kemur mér til góða,“ segir Helene H. Pedersen, sem lauk BA-prófi í dönsku í vor. Henni bauðst í sumar að þýða handbók fyrir skátahreyf- inguna úr dönsku, en hún stefnir á framhaldsnám í Danmörku í haust. ÞÝÐINGAR Morgunblaðið/Emilía Helene H. Pedersen var svo heppin að fá vinnu við þýðingar í sumar. Undanfarin sumur hefur Helene unnið á skrif- stofu hjá hinu opinbera, í eldhúsi í Álverinu í Straumsvík og síðustu tvö árin sem flokksstjóri í ungl- ingavinnunni. „Ég sótti um starf flokksstjóra í vor, þar sem ég óttaðist að fá ekki annað. Ég setti þó þann fyrirvara að ég væri að leita mér að annarri vinnu og því var vel tekið enda nógir um vinnunna sem ég var í. Ég fann það um leið og ég byijaði að ég var alveg búin að fá nóg af því að vinna sem flokksstjóri og hafði því samband við Atvinnumiðlun náms- manna. Ég þorði þó ekki að sleppa vinnunni sem ég var í og verða e.t.v. atvinnulaus. í Atvinnumiðluninni voru mér ekki gefnar miklar vonir en tæpri viku síðar höfðu þeir samband vegna þessarar þýðingar sem ég tók fegins hendi.“ Helene segir frábært að fá vinnu - við tungumálið sem hún er búin að læra síðastl- iðin þijú ár. Þýðingarnar séu skemmtilegar og góð æfing í málinu. „Ég hef tiltölulega fijálsar hendur með vinnutíma en hef sett mér það takmark að ljúka verkinu um miðj- an ágúst. Það setur pressu á mig, svo mér gengur ágætlega að halda mér að verki. Þá hefur veðrið ekki spillt, það hefur lítið freistað mín í sumar.“ HANNES OTTÓSSON, NEMI í SKIPAREKSTRARFRÆÐI LÍTIÐ UM SPENNANDISTÖRF NÁM Hannesar Ottóssonar nýtist honum lítið í sumarvinnunni, nema ef vera skyldi í almennum þroska og mannlegum samskiptum. Hannes leggur stund á skiparekstr- arfræði í Bandaríkjunum en starfar nú í sumar sem móttökuritari á Heilsuverndar- stöðinni. Hann er einn fjölmargra námsmanna sem hafa átt í erfiðleikum með að fá sumarvinnu og hefur orðið að sætta sig við minni vinnu og lægri laun en hann vonaðist til. SKRIFSTOFUSTÖRF Morgunblaðið/Bjarni Hannes Ottósson hóf leit aö vinnu síóasta sumar en hún gekk seint og illa. Eg var farinn að leggja drög að sumarvinn- unni síðastá sumar. Ég hafði hugsað mér að fá vinnu sem tengdist náminu og hafði samband við öll skipafélögin og skipamiðl- ara hérlendis um síðustu jól. Ekkert gekk og þá voru vinir og vandamenn settir í að fínna einhveija vinnu á meðan ég var úti,“ segir Hannes. Hann hafði reyndar litlar áhyggjur þar sem hann hafði fengið loforð um skrifstofuvinnu ef ekkert gengi hjá skipafélögunum. Hannes kom því heim í vor í góðri trú um þá vinnu en hún brást. „Eftir fáeina daga fékk ég störf í lausamennsku, var í viku í sölumennsku í gegnum síma og aðra viku við að fúaveija sumarbústaði við Þing- vallavatn. Ég var því ekki atvinnulaus lengi. Ég fékk svo þá vinnu sem ég í nú, tveggja mánaða skrifstofustörf á Heilsuverndar- stöðinni. Á Atvinnumiðluninni var stór og þykkur bunki atvinnutilboða þrátt fyrir hversu margir voru atvinnulausir en það skal viðurkennt að tilboðin voru vissulega ekki spennandi." Tvö ár liðu frá því að Hannes lauk stúd- entsprófi og þar til hann fór í námið til Bandaríkjanna. í millitíðinni starfaði hann hjá Reiknistofu bankanna og í byggingar- vinnu. „Það hefur vissulega verið erfitt að komast í þá vinnu sem freistar manns mest en það er ekki þar með sagt að maður þurfí að ganga um atvinnulaus. Það kann vel að vera að sumu langskólagengnu fólki finnist það fyrir neðan virðingu sína að vinna verkamannavinnu en ég hef nú ekki sett það fyrir mig hvaða vínnu menn stunda. Launin eru ekkert til að hrópa húrra fyrir og verða jafnvel til bess að ég sjái mig tilneyddan að hætta nami. Fleiri þætt- ir koma auðvitað til að hafa áhrif á loka- ákvörðun mína. Ég er hins vegar ekki að kenna einum né neinum um hvernig ástand- ið er, þrátt fyrir allt þá höfum við það mjög gott hér á íslandi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.