Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 20 Danskurinn þambar öl og sleikir ís Texti/Myndir Agnes Brogadóttir FRÆNDUR okkar Danir hafa löngum þótt vera skemmti- legast lundaðir Norðurlandabúa og svei mér þá ef þeir rísa ekki undir þeirri einkunn með „bravúr“! Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvernig veðurguðirnir hafa farið með ibúa Suðvesturhomsins, það sem af er sumri. Landsmenn sem búsetu hafa á sunnanverðu og vestanverðu landinu hafa einfaldlega verið niðurrigndir svo vikum skipt- ir og svo vindþurrkaðir í nokkrar stundir þess á milli. Það var ekki fyrr en síðasta sunnudag sem sást til sólar á þessu landsvæði, svo orð væri á gerandi og það var eins og við manninn mælt: Borgarbúar streymdu út á götu, ungviðið skoppaði um á stuttbuxum, menn sleiktu ísa í röðum, spókuðu sig við Tjörnina og víðar og brostu út að eyrum. Danir hafa hinsvegar verið brosandi út að eyrum í allt vor og sumar. í Kaupmannahöfn hefur ríkt slík blíða að elstu baunar muna vart annað eins. Frá 10. maí í vor og til aðfaranóttar sl. sunnudags kom ekki dropi úr lofti í Kaupmannahöfn, sól skein og lofthiti var á bilinu 20 til 30 gráður. Aðfaranótt sunnudagsins 12. júlí rigndi í tvo tíma, sem kætti skrælnaðan gróðurinn að sjálfsögðu, en um kl. sjö að morgni, þegar nokkrir árrisulir Danir og sérlundaðir gestir Kaupmannahafnar voru komnir á stjá, var sólin farin að skina á nýjan leik, í aðeins ferskara andrúmslofti en áður. ræða, og búið spil. En málið er hreint ekki svo einfalt. Það var heilmikill skóli að heimsækja stórveldið Tu- borg heim og kynnast því hvemig alvöru stórfyrirtæki hugsar, þegar markaðssetning er annars vegar. Af slíkum hugsunarhætti sýnist mér sem við getum lært ótalmargt — raunar held ég að okkar hjal um „hinn íslenska kolkrabba“ hljóti að hljóma eins og hvert annað norður- hjararaus í eyrum Dana sem þekkja til innviða, fyrirtækjatengsla og markaðsveldis fyrirtækis eins og Carlsberg/Tuborg-samsteypunnar, sem velti tæplega 14,5 milljörðum danskra króna á sL ári, eða um 145 milljörðum íslenskra króna. Fjárlög íslendinga fyrir árið í ár hljóðuðu upp á ríflega 100 milljarða króna. 11.500 starfsmenn eru hjá fyrir- tækinu. Samsteypan á svo mörg dótturfyrirtæki og eignarhlut í svo mörgum fyrirtækjum að það myndi æra óstöðugan ef reynt væri að gera fyrirtækjaskránni einhver tæm- andí skil. Þó verður að geta þess að Carlsberg/Tuborg-samsteypan á um helminginn í hinu heimsfræga danska Tívolíi. Sömuleiðis á hún 79% í Royal Copenhagen, sem á aftur 32 önnur fyrirtæki, þar á meðal Bing og Gröndahl, Georg Jensen silf- ur, Hans Hansen silfur, eðalgler- verksmiðjuna Holmegaard og verslunarkeðju hennar, sem velflest- ir íslendingar þekkja sem og Illums Bolighus. Alveg burtséð frá því hvaða skoð- anir menn hafa á áfengis- ogtóbaks- auglýsingum hljóta menn að taka Það er engin furða að Danir, þessi brosmilda þjóð, brosi venju fremur um þessar mundir. Veðrið leikur við þá, þeir sýndu EB í tvo heimana með því að hafna Maastrict og loks gáfu þeir Þjóðveijum, „stóru hættunni í suðri", langt nef með því að rúlla þeim upp í 2-0 úrslitaleikn- um um Evrópumeistaratitilinn í knattspymu. Margur hefur brosað af minna tilefni. Ég hallast að því að vart geti fljót- virkari andlega og líkamlega endur- hæfingu fyrir niðurrigndan og vind- þurrkaðan íslending en einmitt nokkurra daga heimsókn til kóngs- ins Kaupmannahafnar þegar eins illa viðrar hjá okkur Frónarbúum og þetta sumarið. Slík endurhæfíng féll mér í skaut nú um daginn þegar Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Tuborg-verksmiðjumar í Danmörku buðu til kynningar- og skoðunarferð- ar til Danaveldis. Tilefni boðsins var að nú eftir örfáa daga sendir Egill í verslanir ÁTVR í fyrsta sinn fram- leiðslu sína Tuborg gron, eða græn- an Tuborg, gæðastimplaðan af pabba Tuborg í bak og fyrir. Leó- pold Sveinsson markaðsstjóri hjá Ólgerðinni sagði mér að fyrsta átöppunin af hinum nýja græna hæfíst þriðjudaginn 21. júlí og þeir hjá Agli gerðu sér vonir um að dreif- ing fyrstu lögunarinnar í verslanir hæfist fyrir vikulok. v Fljótt á litið kynni maður að halda að um slíkt væri svo sem ekkert meira að segja. Hér væri um mark- aðssetningu nýrrar öltegundar að I anddyri móttöku Tuborg stendur þessi glæsilega áma og minnir gesti og gangandi á fyrri tima. Tuborg var stofnað 1873 og fyrsti Tuborg gron var bruggaður 1880. Höfuðstöðvar fyr- irtækisins eru við Strandvejen. ÆfijcS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.