Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 36
Hraðari póstsendingor milli landshluta KJÖRBÓK Landsbanki íslands i Banki allra landsmanna MORGUNBLAÐID, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI85 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Þyrla sótti slasaðan ökumann —Landhelgisgæslunni barst beiðni um aðstoð frá Hólmavík á laugardagsmorgun og var þyrla LHG send norður til að ná í slasað- an ökumann. Fór þyrlan í loftið rétt eftir klukkan 10 og kom með manninn á Borgarspítalann. Maðurinn lenti í umferðarslysi skammt norðan við Hólmavík og hlaut alvarlega höfuðáverka svo gripið var til þess ráðs að fá þyrluna til að flytja hann suður. íbíó 1991 ALLS fóru 1.337.158 manns í bíó á síðasta ári samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands og er það mesta „aðsókn í 6 ár eða frá 1985 þegar 1.418.158 sóttu kvikmyndahúsin. Aðsókn fór minnkandi á árunum 1986 til 1988 en árið eftir kom kipp- ur í hana og hefur aðsóknin farið vaxandi síðan. Aukning milli áranna 1990 og 1991 er rúm átta prósent. Sjá nánar bls. 10C Metaðsóku I SMABA TAHOFNINNI Morgunblaoio/Arni bæberg Þjóðhagsstofnun metur þjóðhagsleg áhrif mismunandi þorskafla: Tillögur Hafrannsóknar fela í sér 2,9% hagvöxt frá 1996 Meðalhagvöxtur 0,9% árin 1993-1999 standi þorskstofninn í stað Sophia fékk ekki að hitta dætur sínar SOPHIA Hansen fékk ekki að hitta dætur sínar tvær í Istanbul í Tyrklandi í gær þrátt fyrir úr- skurð dómstóls um að hún ætti að fá að hitta þær annan hvern laugardag. Mál Sophiu Hansen verður tekið til dómsmeðferðar í Istanbul í haust. Fyrr í sumar úrskurðaði dómstóll í borginni að fram til þess tíma ætti hún að fá að hitta dætur sínar 1. og ^3. laugardag hvers mánaðar. Faðir telpnanna hefur hins vegar aldrei komið með þær til fundar við Sophiu og er talið að hann hafi dvalist með þær í heimabyggð sinni í Kúrdistan. Nefndin gerir tillögur um að tekj- ur til að mæta kostnaði við yfirtöku þessara málaflokka verði fengnar með því að hækka útsvar úr 7,05% ■’-^ í 16,57% sem samsvarar 21,5 millj- örðum króna í auknar tekjur auk samsvarandi lækkunar tekna ríkis- ins. Auk þessarar tilfærslu úr fjár- lögum er gert ráð fyrir að þar sem um gerð þjóðvega í þéttbýli sé að ræða falli tiltekinn hlutur af bens- ínsgjaldi sveitarfélögunum í skaut. Tillögurnar verða kynntar sveit- ""Tarstjómarmönnum og öðrum ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur, að beiðni sjávarútvegsráðherra, reiknað út þjóðhagsleg áhrif mis- munandi þorskafla á næstu stjórnvöldum á næstunni. Sveinn Andri segir að tillögumar gangi efnislega út á það að verk- efni sem kalla megi svæðisbundin verði færð til svæðisbundins stjórn- sýslustigs, þ.e. sveitarfélaganna. „Það er mat nefndarinnar að al- mannafé sé betur varið í höndum þeirra aðila sem séu í nálægð við fólkið sem notfæri sér þjónustuna. Auk þess sem nálægð þeirra aðila sem taka ákvarðanir um fjárveit- ingar og verkefni sé líklegri til að leiða til skynsamlegri niðurstaðna árum. Sett eru upp þijú dæmi: Að farið sé í fyrsta lagi að tillög- um Alþjóðahafrannsóknaráðsins, í öðru lagi að tillögum Hafrann- í þessum málum,“ segir hann. í stefnuskrá ríkisstjómarinnar er gert ráð fyrir tilflutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga og er nú starfandi nefnd á vegum beggja aðila til að endurskoða verkaskipta- lögin. Sveinn Andri segir að tillögur starfshópSins gangi nokkuð lengra en gert sé ráð fyrir í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. „Því er ekki að leyna að meðal sveitarstjómar- manna hefur verið uppi skoðana- munur um það í hve miklu magni ætti að færa verkefni til sveitarfé- laganna. Stærri sveitarfélögin vilja aukin verkefni en þau minni síður. Náist ekki samstaða meðal þeirra um að sækjast eftir verkefnum er hins vegar Ijóst að stærri sveitarfé- lögin, eins og á höfuðborgarsvæð- inu, hljóta að óska eftir því að þeim verði veitt ákveðin sérstaða varð- andi verkefni," segir Sveinn Andri. Sjá frétt á bls. 19 C sóknastofnunar og í þriðja lagi að þorskstofninn standi í stað. Kemst Þjóðhagsstofnun að þeirri niðurstöðu, að sé farið eftir tveimur fyrst nefndu dæmunum verði hagvöxtur að meðaltali 1,5% árin 1993-1999 og 2,9% að meðaltali 1996-1999. í þriðja dæminu yrði meðalhagvöxtur 0,9% á þessu tímabili. Árið 1999 yrði landsframleiðslan 4% minni ef þorskstofninn stendur í stað en ef þorskaflinn er skertur á 1 næsta ári. 1 útreikningum sínum gerir Þjóð- hagsstofnun ráð fyrir að öðrum afla en þorski sé haldið föstum frá 1993, að öðrum stærðum, svo sem verði á erlendum mörkuðum, hag- vexti og vöxtum erlendis sé einnig haldið föstum og að gengi og laun séu óbreytt milli dæma. Hvað þróun viðskiptajafnaðar varðar kemur fram að viðskipta- halli er mestur í upphafi í fyrstu tveimur dæmunum en breytist síðan ár frá ári til batnaðar og er horfinn í lok tímabilsins. Standi þorskstofn- inn hinsvegar í stað verður nokkuð stöðugur 2-2,5% viðskiptahalli mið- að við landsframleiðslu. Erlendar skuldir eru framreikn- aðar beint út frá viðskiptahallanum. í fyrstu tveimur dæmunum fer skuldahlutfallið hæst í um 58% af landsframleiðslu árin 1995-96 en lækkar síðan niður í 53% í lokin. í þriðja dæminu vex skuldahlutfallið hinsvegar smám saman og er kom- ið í 57% í lokin. Dæmi 1 og 2 byggja á því að þorskafli verði takmarkaður til að styrkja_ hrygningar- og veiðistofn- inn. í framhaldi telur Haf- rannsóknastofnun unnt að auka veiðarnar smám saman í 345 þús- und tonn á ári. í dæmi 3 er hinsveg- ar reiknað með að þorskafli verði takmarkaður við jafnstöðuafla mið- að við núverandi hrygningar- og veiðistofn. í þessu felst að aflinn verði um 220 þúsund tonn á ári og kyrrstaða ríki í stofninum. Sjá nánar á bls. 22 Laxá í Aðaldal: Straumand- arungií magaurriða Straumandarungi fannst í maga 5 punda urriða, sem veiddist á urriðasvæðinu í Laxá í Aðaldal í gær. Urrið- inn hafði gleypt ungann í heilu lagi og var hann búinn að melta hann að hluta til. Eingöngu er heimilt að veiða á flugu á þessu svæði og hafði veiðimaðurinn rétt kastað út flugunni á veiðistað sem heitir Sogið þegar síli beit á. Þegar reynt var að hrista sílið af kom í ljós að urriðinn hafði gleypt sílið og fluguna. Flugan hét Slátrarinn og var númer 10. Tillögur Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Verkefni upp á 21,5 milljarð flutt frá ríki til sveitarfélaga Hlutur ótsvars hækki en tekjuskattur lækki 1TILLÖGUM nefndar á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga er gert ráð fyrír að sveitarfélögin taki yfir málefni grunnskóla, framhalds- skóla, sjúkrahúsa annarra en ríkisspitala, heilsugæslustöðva, málefni aldraðra og fatlaðra svo og hafnamál, kostnað við almenna lög- gæslu og þjóðvegi í þéttbýli. Að sögn Sveins Andra Sveinssonar, formanns SSH, er markmiðið með tillögunum að auka vægi og sjálf- stæði sveitarfélaga og skilja betur að, en gert sé I dag, verkefni ríkis og sveitarfélaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.