Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ r-f—f r H. i AGUR 19. JULI 1992 t Faðir okkar, GUÐJÓN Ó. GUÐJÓNSSON, er látinn. * Dóra Nordal, Marta Guðjónsdóttir. Vinkona okkar og systir, GUÐRÚN M. TEITSDÓTTIR frá Bergsstöðum i Húnavatnssýslu, lést á dvalarheimilinu Skjóli, föstudaginn 16. júlí. Elín Þórdfs Björnsdóttir, Sigurbjörn Björnsson, Gróa Björnsdóttir, Sigurður Björnsson, Karl Teitsson, Haraldur Teitsson. + Útför bróður míns, STEFÁNS ÞÓRIS GUÐMUNDSSONAR, ferfram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Nielsen. + • Litli sonurinn okkar og bróðir, ANTON BJÖRN INGÓLFSSON, Funafold 21, lést á Barnaspítala Hringsins þann 16. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 21. júlí kl. 10.30. Bárbel Schmid, Ingólfur H. Ingólfsson, Vala Ragna Ingólfsdóttir, Arnar Benjamin Ingólfsson. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAURA HILDUR PROPPÉ, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 21. júlíkl. 13.30. Brynhildur Garðarsdóttir, Drífa Garðarsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Hanna Garðarsdóttir, Ólafur Garðarsson, Jakob Helgason, Sigurður Gunnarsson, Einar B. Gunnlaugsson, Brynja Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Bróðir okkar, SIGURJÓN JÚLÍUS ÞORVALDSSON frá Raufarfelli, Austur-Eyjafjöllum andaðist í Landspítalanum miðvikudaginn 15. júTf. Útförin ferframfrá Fossvogskapellu föstudaginn 24. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd systkina, Elín Þorvaldsdóttir. + Okkar elskaða móðir, tengdamóðir og amma, JÓNA GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR sem lést 9. júlí sl. á heimili sínu, Hátúni 10a, Reykjavík, verður jarðsungin miðvikudaginn 22. júlí nk. frá Fossvogskirkju (Nýju kapellunni) kl. 13.30. Með djúpum söknuði og sorg, Björn Snæbjörnsson Arnljóts, Kristina Arnljóts, Hjalti Snæbjörnsson Arnljóts, Birgitta Johansson, Anna María Snæbjörnsdóttir Brown, Kenneth Brown, Arnljótur Snæbjörnsson Arnljóts og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNDÍS JÓNSDÓTTIR, Engimýri 1, Garðabæ, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. júlí kl. 13.30. Erla Hannesdóttir, Sigrfður Hannesdóttir, Sveinn Hannesson, Þórdfs Bára Hannesdóttir, Randi Antonsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Arndís Jónsdóttir Fædd 22. maí 1914 Dáin 10. jólí 1992 Með þessum fáu orðum vil ég minnast minnar elskulegu móður- systur, Arndísar Jónsdóttur, sem lést 10. júlí 1992. Arndís eða Addý eins og við krakkamir kölluðum hana fæddist í Noregi 22. maí 1914. Þar ólst hún up[> fyrstu árin en síðan flutti hún til íslands með foreldrum sín- um, Amalíu Jósefsdóttur og Jóni Hjartarsyni. Hún átti 6 systkini og var hún elst af 7 börnum þeirra hjóna. Arndís giftist Hannesi Sveinssyni og eignuðust þau 4 böm: Erlu, Sigríði Hjördísi, Svein og Þórdísi Bára. Auk þess tóku þau að sér og ólu upp sem eigin dóttur Svövu Randí. Barnabörnin og bamabamabörnin era orðin mörg sem nú sjá á eftir yndislegri ömmu. Hannes lést á gamlársdag 1980 og síðustu árin hefur Arndís búið hjá yngstu dóttur sini, Þórdísi Báru og fjolskyldu hennar. Þar leið henni mjög vel en hafði yndi af að ferð- ast til hinna barnanna sinna, en þau búa öll erlendis. Þegar ég var lítil bjuggu Hannes og Addý í Fossvoginum. Þangað var gott að koma og margar voru ferðirnar á heitum sumardögum í sólbað í Fossvoginum. Öll fjöl- skyldan hittist þar og alltaf voru allir velkomnir. Það þótti líka sjálf- sagt að fara til Addýar á jóladag. Þar var þá farið í leiki, drakkið kakó og mikið sungið. Addý var mjög listræn, hjá henni lærði ég að orkera, hún málaði, saumaði og föndraði. Margar flíkurnar saumaði hún á fjölskylduna. Ég man sérstaklega þegar við þrjár systradæturnar fermdumst saman, þótti þá sjálfsagt að hún saumaði á okkur kjólana og var auðveldasta sniðið ekki valið, þetta voru lista- fallegir kjólar. Ekki er hægt að minnast Addý- ar án þess að nefna tónlistina. Hún spilaði á píanó og harmonikku öll- um til mikillar ánægju og þegar fjölskyldan kom saman söfnuð- umst við í kringum hljóðfærið og hún spilaði undir söng á okkar fallegu gömlu lögum. Þessi lífs- glaða og yndislega kona sem alltaf var svo gott að heimsækja gaf öll- um af hjartahlýju sinni og kærleik og uppörvaði aðra með nærveru sinni, trúði á Jesúm og lifði eftir boðorðum hans. í vetur varð Addý sem oft áður mjög veik og þurfti að kalla á lækni, hjartað var farið að gefa sig. Þar sem læknirinn var inni hjá henni og lokað inn í herbergið heyrðust allt í einu harmonikku- tónar. Þeir sem frammi vora litu hver á annan og skildu ekki hvað um væri að vera. Skýringin kom, „læknirinn," sagði hún, „þessi ynd- islegi maður, sá harmonikkuna á gólfínu og spurði hvort ég ætti BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. OpiO alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. hana.“ Jú, hún átti hana og þótti sjálfsagt að taka einn vals fyrir hann, þótt veik væri. Hún var allt- af tilbúin að gleðja aðra. Almáttugur Guð var góður að taka hana til sín á réttum tíma, hún þarf ekki að þjást, er laus við sinn þreytta líkama og sátt við alla. Én hún mun lifa áfram, ekki aðeins í minningu okkar heldur einnig hjá Guði. Fyrirheit það sem Jesús gaf okkur er hann sagði: „... ég lifi og þér munuð lifa“ (Jóh. 14.19) stendur því hún var svo sannarlega frelsuð fyrir trúna á Jesúm Krist. Elsku Erla, Sigga, Randí, Svenni, Bára og fjölskyldur, sökn- uðurinn er sár en fullvissan um hjálpræðisverk Jesú þegar hann dó á krossinum mun hjálpa ykkur. Hann huggar ykkur þegar þið leit- ið hans og gefur ykkur þann innri frið og fögnuð sem við öll þráum. Okkar elskulegu Arndísi munum við svo hitta aftur á himnum þegar Guð ákveður, þá verða miklir fagn- aðarfundir. Jesús gaf sitt líf á krossinum til að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur öðlist eilíft líf. Huggunarorð fínnum við í 23. sálmi Davíðs: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafúr hugga mig. W býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með oliu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Jette Svava Jakobsdóttir. Þegar náinn ástvinur deyr, eru minningarnar það dýrmætasta sem við eigum eftir. Það eru bjartar og góðar minningar sem ég á um samverastundirnar með Addí vin- konu minni elskulegu. Hún var geislandi af lífsgleði með bros sem lýsti upp umhverfíð. Þrátt fyrir að líkaminn væri henni erfiður var hún falleg kona. Kringluferðir voru okkur báðum kærkomin upplyft- ing. Addí setti upp eyrnalokka og bláan sparihatt og svo sat hún virðuleg og ánægð í hjólastólnum meðan við skoðuðum í búðir. Ég var alltaf stolt af að vera með henni. Hún var listræn og næm. Málaði, saumaði, heklaði og spilaði á hljóðfæri. Hún var hrókur alls fagnaðar á hátíðastundum og spil- aði ýmist á nikkuna eða píanó og hafði yndi af að fá fólk til að syngja. Kvennafrídeginum 1974 gleymir enginn í ættinni. Þá bauð Addí öllum kvenkynsættingjum og vinum í veislu mikla, borð voru hlaðin kræsingum og mikið sungið og leikið. Tveir svuntuklæddir herrar gengu um beina, Bóbó bróð- ir hennar og Bjarni tengdasonur. Hin síðari ár var hún orðin slæm fyrir hjartanu. Ekki var hún að kvarta eða vorkenna sjálfri sér. Setti bara pillu undir tunguna og lét sem ekkert væri. Hún bjó hjá Báru dóttur sinni og Sigurgeiri tengdasyni og var glöð yfír því. í fyrra, þegar hjartað hafði verið að angra hana óvenjumikið, leit lækn- ir til hennar dag einn. Hann fór inn í stofu til sjúklingsins og lok- aði að sér. Fólkið í eldhúsinu fyrir framan leit undrandi hvert á annað þegar allt í einu heyrðust harmon- ikkutónar úr sjúkrastofunni. En skýringin var sú að læknirinn hafði rekið augun í harmonikkuna og spurt hver spilaði á hana. Það geri ég sagði Addí, á ég að taka lagið fyrir þig? Og það varð úr. Ég og mín fjölskylda biðjum guð að blessa og hugga böm Addíar, barnabörn, systkini og aðra ætt- ingja. Jóna Lísa. Þær kynntust alvöra lífsins snemma, ungu konurnar sem með tvær hendur tómar stofnuðu heim- ili og eignuðust börn á fjórða ára- tugnum í Reykjavík. Það þurfti áræði og kjark, ekki voru öll húsin hátimbruð, ekki var spurt um lífs- þægindi, það sem skipti máli var eitthvert húsaskjól og að lifa af. Ein þessara kvenna var Arndís Jónsdóttir tengdamóðir mín. Þessi harða lífsbarátta mótaði lífsviðhorf hennar æ síðan. Hún brosti gjam- an góðlátlega þegar borin voru upp við hana ýmis vandamál neys- lusamfélagsins. Hún var ekki að kippa sér upp við smámunina. Hún hafði lifað tímana tvenna. Þó Arndís hafí alið upp 5 börn stundum við erfíðar aðstæður og þurfti að búa við erfítt líkamlegt ástand, aðallega vegna slæmrar hryggskekkju þá lét hún það ekk- ert á sig fá. Hún var ávallt glað- lynd og hlý kona og andlega sterk. Hún var ákveðin og vissi hvað hún vildi og sjaldan eða aldrei hef ég kynnst jafn óttalausri manneskju. Hún var áræðin og hræddist fátt. Hún tók mér strax vel þegar ég fyrir 19 árum fór að venja komur mínar í Skriðustekkinn til að heim- sækja yngstu dóttur hennar, Þór- dísi Báru, sem síðan varð konan mín. Sá vinskapur hélst ávallt síð- an. Hún var ekki bara venjuleg tengdamamma úti í bæ sem maður heimsækir öðru hvetju heldur hög- uðu atvikin því þannig að síðustu 8 æviár hennar áttum við sama heimilið í Garðabænum þar sem hún bjó með okkur hjónum og þremur bömum okkar. Það var mikill aldursmunur á þessu heimili eða rúm 70 ár á yngsta og elsta fjölskyldumeðlimnum. Þar vora uppi ólík lífsviðhorf og ólíkt gildis- mat gamla og nýja tímans og spunnust oft íjöragar umræður um málin, ávallt í góðu en þó varð maður að gæta sín á umræðum um uppeldismál við Arndísi. Satt að segja leist henni ekkert á þetta óagaða uppeldi nú til dags. Á viss- an hátt var hún akkeri heimilisins, hún talaði um það sem skipti máli, þá var ómetanlegt fyrir börnin að kynnast svo náið ömmu sinni, hlýrri konu sem alltaf var hægt að ræða við. Fyrir það vil ég þakka henni sérstaklega. Arndís var félagslynd kona og naut sín hvergi betur en í góðra vina hópi. Hún hafði ótvíræða tón- listarhæfileika og spilaði listavel á píanó bæði sjálfri sér og öðram til ánægju og oftar en ekki stóð hún fyrir fjöldasöng og spilaði undir þegar fjölskyldan kom saman. Einnig var hún liðtæk á harmon- ikkuna og hélt oft uppi fjörinu þegar eldri borgarar komu saman við ýmis tækifæri. Þá lagði hún stund á fíngerðar hannyrðir og átti til að mála eina og eina mynd. Ég þakka samfýlgd góðrar og heilsteyptrar konu. Blessuð sé minning Arndísar Jónsdóttur. Sigurgeir Bóasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.