Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 21 En þrátt fyrir geysilega tæknivæðingu halda Danirnir fast í gamlar hefðir. Þeir þjá Tuborg segja að þeir séu afar stoltir af þessum eðalvagni sem var, ótrúlegt nokk, framleiddur í Danmörku árið 1928 og ber nafnið Triangel. Sérstakur gestur á tónleikunum var maður sem oft hefur verið kallaður guðfaðir blúsins, Al- bert King. Gestir klöppuðu hon- um lof í lófa og hlógu hjartan- lega þegar hann þrumaði yfir mannskapnum: „If you don’t dig the blues, you’ve got að hole in mm m m C3D Það er með ólikindum fyrir þá sem lítt þekkja til ölgerðar hversu ölgerð er tæknivædd og hveiju framleiðslustiginu á fætur öðru er lokið án þess að mannshöndin komi þar nálægt. Blús- og jazzsveiflur hrifu mannfjöldann á Christiansborg Ridebane með þegar The New Music Orchestra hélt þar tónleika. Sveifla í algleymingi Þessa daga í Kaupmannahöfn fór það ekki á milli mála að Tuborg verður vel ágengt á sviði óbeinnar markaðssetning- ar. Jazzhátið Kaupmannahafpar 1992 var haldin 3. til 12. júlí og má segja að borgin hafi bók- staflega verið í stöðugri ljúfri jazzsveiflu, sem hófst upp úr hádegi dag hvem og lauk ein- hvem tíma undir morgun. Tu- borg var meðal styrktaraðila þessarar árlegu hátíðar og hvar- vetna mátti sjá ýmis verksum- merki sem minntu á tilvist fyrir- tækisins, svo sem veggspjöld, auglýsingaborða, T-boli og fleira og fleira. Að spóka sig á Strikinu í 25 til 30 stiga hita, hlusta á tónlist- armenn leika listir sínar á hveiju homi, í von um nokkrar krónur frá vegfarendum, að verða virk- ur þátttakandi í iðandi götulíf- inu, sleikjandi ljúffengan ís, nartandi í danska pylsu — allt þetta er svo dæmalaust skemmtilega danskt og ekki dregur það nú úr ánægjunni þegar heim er komið á nýjan leik að sólin er einnig farin að skína á íslendinga. Það er óneitanlega danskur „elegans“ yfir skrifstofu Thomasar Sor- ensen blaðafulltrúa Tuborg, sem var rétt að Ijúka við að hreinsa skrifborðið sitt þegar ég hitti hann að máli, enda á leiðinni í fri. ofan fyrir tækni þeirri og hugsun sem er á bak við auglýsingamennsku þeirra hjá Tuborg. Húmorinn, létt- leikinn og hnyttnin í gerð vegg- spjalda, auglýsinga, áróðurs- og kynningarmynda eru allsráðandi, þannig að þeir hlytu að vera stein- gervingar sem ekki hrifust af tækni Dananna og kunnáttu. Auk þess er alveg sérstakt markaðsátak í gangi hjá þeim í Tuborg allan ársins hring, sem snýst eingöngu um Tuborg gron. Þetta átak gengur í megin- dráttum út á skírskotun til græna litarins, þýðingar hans í umhverfi okkar og náttúru. Sem sagt alveg sérdeilis umhverfisvinsamleg áróð- ursherferð, þar sem Tuborg-merkið er í hálfgerðum felum, en þó alltaf til staðar. Svo er sömu spurningunni alltaf hnýtt undir myndskreyting- arnar: „Hvad er det som ger livet lidt gronnere?" sem útleggst á ís- lensku: „Hvað er það sem gerir lífið ögn grænna?" Spurningunni er ekki svarað, en Tuborg gengur út frá því sem vísu að í kjölfar fyrri auglýs- ingaherferðar, undir kjörorðinu „Tu- borg gor livet lidt gronnere", svari þeir sem fyrir áreitinu verða ósjálf- rátt: Tuborg. Danir segja að í veðurblíðunni nú í vor og sumar hafi framleiðendur íss og öls verið heldur kampakátir, því hitinn hafí gert það að verkum að óvenju mikill ís hafi verið etinn og óvenjumikið öl þambað — raunar svo mikið að framleiðendur hafi mátt hafa sig alla við til að anna eftirspurn. „Það eru gæði íslenska vatnsins ásamt mikilli og góðri fagkunnáttu í fyrirtæki samstarfsaðila okkar á íslandi, Ölgerð Egils Skallagríms- sonar, sem gera það að verkum og við erum jafnánægðir og raun ber vitni með íslensku framleiðsluna á Tuborg gren,“ sagði Thomas Sorens- en blaðafulltrúi Tuborg þegar ég hitti hann í höfuðstöðvum Tuborg í Kaupmannahöfn. Hann, ásamt þeim Mogens A. Kragh, svæðisstjóra fyr- irtækisins á Norðurlöndum og Hans Thomsen, alþjóðamarkaðsstjóra Tu- borg, lofuðu mjög samstarf Tuborg og Olgerðarinnar. „Gæði íslensku framleiðslunnar á Tuborg og það hversu mjög hún lík- ist okkar danska græna Tuborg kom okkur skemmtilega á óvart, svo og það hversu fátt það var og léttvægt sem við gátum fundið að við þá hjá Agli. Þau örfáu smáatriði hafa nú öll verið lagfærð, þannig að við erum hæstánægðir með þá framleiðslu sem Egill setur á markað innan skamms undir okkar vörumerki," segir Krogh. Dönsku þremenningamir segja að Tuborg sé afar vandlátt í vali, þegar velja á samstarfsaðila í öðrum lönd- um til þess að brugga öl undir vöru- merki Tuborg. „Við könnum viðkom- andi fyrirtæki mjög náið, kynnum okkur reksturinn og framleiðslu þess, áður en við ákveðum að ganga til samstarfs. Ég held því fram að við höfum samvinnu við besta öl- framleiðanda hvers lands, þar sem um framleiðslu undir okkar vöru- merki er að ræða, og þar er Ölgerð Egils Skallagrímssonar á íslandi eng- in undantekning," segir Sorensen. Tuborg gran er vinsælasti bjórinn i Danmörku. Serensen segir að þótt það hljómi ótrúlega, þá sé Tuborg gron einnig í efsta sæti hvað varðar innfluttan bjór. „Skýringin á þessu er sú, að vegna verðlagningar hér í Danmörku, er bjórinn mun ódýrari hinumegin við landamærin. Það er því mikið um það að Danir sem fara í ferðalag, eða taka sér ferð á hend- ur beinlínis til þess að kaupa sér bjór, fari yfir þýsku landamærin og á leiðinni aftur inn í Danmörku hafa þeir með sér Tuborg gron," segir Krogh. Hann segir að sá græni sé tvímælalaust vinsælasti bjórinn í Skandinavíu og Tuborg geri s_ér von- ir um að svo verði einnig á íslandi, „það er að segja, með tíð og tíma“. „Við trúum því að millilétt öl, eins og Tuborg gron (4,6% alkóhólmagn miðað við rúmmál, en 3,7% miðað við vigt) sé sú tegund öls sem veitir ánægju, án þess að valda allt of miklum skaða,“ segir Sorensen og bætir við: „Maður þarf að vera ærið staðráðinn í því að verða drukkinn, til þess að verða það af því að drekka Tuborg gron.“ Nálægt 60% hlutabréfa í Tu- borg/Carlsberg-samsteypunni eru í eigu sérstakra sjóða sem nefnast Carlsberg Foundation og Tuborg Foundation. „Þetta gerir það að verkum að ágóðinn af rekstri og framleiðslu skilar sér aftur til þjóðfé- lagsins þar sem stofnanimar veija ágóðanum til rannsóknastarfa, menningarstarfsemi, lista, umhverf- ismála og góðgerðarmála, svo eitt- hvað sé nefnt," segir Serensen. Tuborg/Carlsberg ræður yfir 70 til 75% af ölmarkaðnum í Dan- mörku. „Nei, við stefnum ekki að einokun á markaðnum," svarar Krogh, þegar ég spyr hann, „við trúum á fijálsa samkeppni og viljum vera undir því aðhaldi sem sam- keppni veitir. Samkeppnin er hörð, þó að við séum svona stórir. Raunar hljómar það kannski ótrúlega, en er satt engu að síður, að samkeppnin á milli Tuborg og Carlsberg er geysi- lega hörð, þrátt fyrir að 22 ár séu liðin frá sameiningu fyrirtækjanna. Þessi sartikeppni er í öllum stigum vinnslu, framleiðslu og markaðs- setningar. Það er aðeins hjá æðstu mönnum samsteypunnar sem þú verður ekki vör við samkeppni." Tuborg ástundar miklar markaðs- rannsóknir til þess að finna með hvaða hætti áhrifaríkast sé að aug- lýsa og markaðssetja framleiðsluna. Hvað varðar blaðaauglýsingar segja þeir að ekki sé ástæða til að óttast að áfengisauglýsingar hafi mikil áhrif á ungu kynslóðina. Rannsóknir þeirra sýni að 40% Dana á aldrinum 13 til 19 ára lesi ekki blöð og sömu sögu sé að segja um 20% Dana á aldrinum 20 til 29 ára. Því velji Tuborg aðrar leiðir en hefðbundnar blaðaauglýsingar til þess að minna þessa aldurshópa á tilveru sína. Raunar þvertaka þeir fyrir að þeir reyni að ná til yngsta aldurshópsins, þ.e. 13 til 19 ára, með áfengisauglýs- ingum. Gula Tuborglínan (gos- drykkjaauglýsingar) sé sú lína sem lögð sé áhersla á til þess að ná til þess markhóps. Markmiðið sé miklu frekar að reyna að festa jákvæða ímynd af vörumerki fyrirtækisins í hugum unga fólksins með því að fjármagna tónleikahald, íþrótta- og listaviðburði. Fyrirtækið reyni að vera á staðnum í einni eða annarri mynd, þar sem unga fólkið komi saman. Hvað áhrifaríkast segja þeir hafa verið fjölda tónleika sem þeir gangast fyrir ár hvert, þar sem unga fólkinu gefst kostur á að koma og hlýða á það besta sem er á döfinni í dönsku tónleikalífi fyrir lítinn sem engan aðgangseyri. Miðaverði er mjög stillt í hóf, eða 20 krónur danskar, sem samsvarar um 200 íslenskum krónum. Þetta nefna þeir hjá Tuborg „Græna tónleika" og á síðasta ári komu um 300 þúsund tónleikagestir á slíka tónleika, sem fjármagnaðir voru af Tuborg og öll- um ágóða af tónleikahaldinu er ávallt varið til samtaka þeirra sem þjást af vöðvarýmun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.