Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 eftir Urði Gunnorsdóttur ÞEGAR skóladyrnar lokuðust að baki skólafólks í vor, blöstu við því verri atvinnuhorfur en það átti að venjast. Forsjálir skólanemar höfðu hafið atvinnuleit á síðasta sumri og dugði þó ekki alltaf til. Aðrir fóru að líta í kring um sig í upphafi árs og þeir, sem ekki tókst að verða sér úti um vinnu, leituðu á náðir atvinnumiðlana. Sumir skólanemar eru svo lánsamir að fá vinnu þar sem nám þeirra nýtist, aðrir hafa tekið því sem býðst. Eftir því sem liðið hefur á sumarið, hefur ræst úr atvinnumálum flestra, þó að í mörgum til- fellum sé aðeins um tímabundið starf að ræða. En hvað eru nemendur á framhalds- og háskólastigi að vinna við í sumar? erum JÓN SIGTRYGGSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINEMI LIFIÁ SKYLDUSPARNAÐINUM ÁSGEIR JÓNSSON HAGFRÆÐINEMI LÍTIL LAUN AÐ HAFA Í SUMAR Þrátt fyrir að komið sé fram í miðjan júlí er enn nóg að gera í Atvinnu- miðlun námsmanna. Frá 20. júní hafa um 100 manns bæst á skrá og verður Atvinnumiðlunin væntanlega opin lengur fram eftir sumri en venja er vegna þess hversu erfitt atvinnu- ástandið er. Þar hafa um 1500 námsmenn verið skráðir það sem af er en tekist hefur að útvega um 400 manns vinnu. Ekki er alltaf um fullt starf að ræða og þeir sem fá ígripa- vinnu eða vinnu hluta sumars, þurfa því marg- ir hverjir að leita oftar en einu sinni til atvinn- umiðlunarinnar. Því fylgir oft atvinnuieysi tit lengri eða skemmri tíma. I vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í apríl síðastliðnum kom í ljós að atvinnuleysi er mest á meðal fólks á aldrinum 20—29 ára; 5,3% í apríl síðastliðnum. Inni í þessari tölu voru námsmenn ekki, svo að ljóst er að atvinnu- leysið í sumar er meira. Asta Snorradóttir hjá Atvinnumiðlun námsmanna leggur áherslu á það að tala þeirra sem séu skráðir hjá miðlun- inni sé ekki nákvæmur mælikvarði á atvinnu- leysi. „Mörgum tekst að útvega sér vinnu eft- ir öðrum leiðum. Við vitum þegar af fjölda fólks sem sjálft hefur útvegað sér vinnu og ætla má að svo sé um mun fleiri. Því er hins vegar ekki að neita að við verðum vör við at- vinnuleysið, við erum ennþá með á skrá fólk sem hefur ekki fengið neina vinnu eða einung- is tímabundið. Þá getur ýmislegt komið í veg fyrir að fólk geti þáð þá vinnu sem býðst; veigamestu ástæðumar em böm og haust- pró_f.“ Ásta segir starfsfólk atvinnumiðlunarinnar einungis hafa tölumar til að styðjast við, ekki tilfmninguna fyrir ástandinu. „En tölurnar segja sína sögu, í fyrrasumar leituðu um 1.000 manns til atvinnumiðlunarinnar en 577 störf buðust. Ekki tókst að ráða nema í 404 þeirra þar sem það fólk sem var á skrá uppfyllti ekki alltaf óskir vinnuveitenda um vinnutíma, starfsreynslu ofl. Við höfum getað útvegað álíka mörg störf og í fyrra en umsækjendum hafði hins vegar fjölgað um 500.“ Ástandið í byrjun sumars var vissulega skuggalegt enda höfðu aldrei verið jafn marg- ir námsmenn skráðir atvinnulausir hjá At- vinnumiðlun stúdenta og Reykjavíkurborg og þá. Ásta segir atvinnuástandið enn vera erfitt og mynstrið öðra vísi nú en síðastliðin ár, þar sem nú sé t.d. meira um ígripavinnu en áður. „Þau störf sem bjóðast hér eru eins fjölbreytt og þau era mörg. Ihlaupavinna, sumarstarf og fullt starf, störf sem krefjast ákveðinnar menntunar, svo og almenn störf. Margir nemar, t.d. í háskóla- og iðnn- ámi, fá vinnu þar sem nám.þeirra nýtist, t.d. úr viðskiptafræði, upp- eldisfræði, þjóðfélagsfræði, vélskólanum, íslensku, verk fræði o.s.frv. Ekki hlutu allir námsmenn vinning í happdrættinu um sumarvinnuna og þeir sem voru heppnir, hlutu þó fæstir fyrsta vinning með á skrá geysilega breið- an hóp fólks, allt frá menntaskólakrökkum upp í fjölskyldufólk sem er að ljúka námi. Það er mjög misjafnt hvort þeir sem hafa sótt um vinnu hjá okkur taki hvaða vinnu sem er eða hafni jafnvel atvinnutilboð- um í von um eitthvað betra. Það er vel skiljan- legt, sumir hafa ekki efni á því að vera atvinnu- lausir, aðrir hafa ekki efni á því að taka illa launaðri vinnu.“ Þegar Ijóst þótti í vor hvaða ástand yrði á vinnumarkaðinum, hvatti Stúdentaráð Háskóla íslands til aðgerða til að mæta þörf nemenda Háskólans og annarra skóla á háskólastigi fyrir atvinnu, þar sem bæjarfélögin hefðu gert töluvert fyrir nemendur framhaldsskóla. Stofn- aður var verkefnasjóður og er sjóðsstjórnin skipuð fulltrúum ríkisvalds, Háskóla íslands, Stúdentaráðs og atvinnulífs. „Verkefnasjóður- inn hefur nú þegar fengið 10 milljóna króna framlag úr ríkissjóði, sem nýtt var til þess að veita 60—70 námsmönnum vinnu við hagnýtar rannsóknir innan Háskóla Islands. Verkefna- sjóðurinn tengist rannsóknarverkefnum í Há- skólanum og miðar að því að nýta þekkingu nemenda og tengja háskólamenntunina at- vinnulífinu. I framtíðinni er ætlunin að fyrir- tæki og stofnanir taki beinan þátt í gerð og fjármögnun einstakra verkefna sjóðsins,“ segir Ásta. Um 2.000 framhaldsskólanemum hefur ver- ið útveguð vinna á Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar og era það miklu fleiri en undanfarin ár, í fyrra vora þeir um 1.300. Þrátt fyrir þessa aukningu hefur ekki tekisjt að útvega öllum þeim 3.196 nemum vinnu sem um hana sóttu, því 13 skólanemar eru enn á atvinnuleysisskrá. Veittar vora tvær aukafjár- veitingar úr borgarsjóði til að veita skólafólki vinnu. Hjá öðram bæjarfélögum er svipaða sögu að segja. í Hafnafirði gekk illa að útvega skólafólki vinnu, um síðustu mánaðamót voru 25 nemar á atvinnuleysisbótum og mun fleiri á atvinnuleysisskrá, en þeir áttu þá ekki rétt á bótum. Um 250 manns sóttu um vinnu og hátt í 200 fengu. í Kópavogi hefur tekist að útvega flestum námsmönnum vinnu. Óvenju- margir, um 500 manns, sóttu um þær 120 stöður sem voru í boði en þeim sem ekki fengu var boðið að skrá sig hjá bænum, bættust fleiri störf við. Um 100 manns þáðu það og í byrjun júní var um 30-40 störfum bætt við með aukafjárveitingu. „Unga fólkið er farið að átta sig á m þjóðfélagsbreyt- ingum sem eru að verða og sækir æ fyrr um störf," segir Einar Sæ- mundsen, garð- yrkjustjóri Kópa- vogs. „Það er augljóst að nú er miklu erfíð- ara að verða sér úti um sumar- vinnu en áður fyr- ir skólafólk og því yngra sem það er, því rr e-enmir bví. Nú er ÞEGAR Jón Sigtyggsson hóf nám í við- skiptafræði virtist honum sem nýútskrifuð- um viðskiptafræðingum byðist meira en næg vinna. Nú er raunin önnur, Jón hefur verið atvinnulaus í allt sumar og hefur sótt um milli 40 og 50 störf, auk þess sem hann hefur lagt nafn sitt inn hjá fjölda fyrirtækja. Þá er hann á skrám hjá sex atvinnumiðlunum í Reykjavík og á Akur- eyri. ♦ Eg er ekki farinn að örvænta enn, ég er að leita mér að framtíðarstarfi og geri mér grein fyrir því að það getur tekið tíma. En ég bjóst nú kannski ekki við því að svona langur tími liði án þess að nokkuð byðist," segir Jón. Hann er að Ijúka námi í viðskiptafræði við Háskóla íslands og hefur notað sumarið til að skrifa lokaritgerð sína. „Ég gat ekki haldið mér að verki fyrst í vor, hafði enga eirð í mér vegna þess að ég var að Ieita mér að vinnu. Nú tek ég því rólegar, reyni að einbeita mér að skriftunum og sæki um eitt og eitt starf.“ Jón segist myndu taka tilboðum um sumar- störf eða tímabundin störf sem hann gæti losn- að úr, fengi hann vinnu til frambúðar. Því hefur hins vegar ekki verið að heilsa. Hann hefur komist í nokkur starfsviðtöl en verið einn tuga umsækjenda og ekki fengið. Að sögn Jóns er hann síður en svo eini viðskiptafræði- neminn sem á í erfiðleikum með að fá framtíð- arstörf sem tengjast náminu. Jón hefur aldrei áður verið atvinnulaus, hann er ekki á atvinnuleysisskrá og þiggur ekki atvinnuleysisbætur. Segir þó að rætist ekki úr, muni hann kanna hver réttur sinn sé. Fái hann ekki vinnu er líður að hausti, muni hann sjálfsagt taka hvaða vinnu semer. „Ég hef sótt um sumarlán hjá Lánasjóðinum en( engin svör fengið enn. Ég lifi nú á skyldusparn- aði sem ég ætlaði til íbúðarkaupa síðar meir. Það er vissulega blóðugt að sjá á eftir þessum peningum í það að lifa af.“ ATVINNULEYSI Morgunblaðið/Þorkell Jón Sigtryggsson hefur verió atvinnulaus í allt sumar en segist ekki enn farinn að örvænta. Undanfarin sex sumur hefur Jón starfað sem lögregluþjónn á Akureyri. Hann segist ekki hafa sótt um það starf áfram þar sem ætlunin var að fá framtíðarstarf og hann hafí ekki viljað halda starfi í bæ þar sem atvinnuástand- ið er síst betra en í Reykjavík. „Svo virðist sem atvinnurekendur kunni ekki að meta þá reynslu sem ég hef hlotið í starfi mínu sem lögreglu- þjónn. Þá hef ég engin sambönd sem ég get nýtt mér, er raunar á móti slíku. Eini möguleik- inn í stöðunni er að sækja um úthlutun úr verkefnasjóði og vona það besta.“ „ÉG FANN að samdráttur var hafinn á vinnumarkaðnum fyrir einu og hálfu ári, en þá var ég atvinnulaus í eina viku áður en ég fékk starf á spítala," sfggir Ásgeir Jónsson, nemi í hagfræði. Hann segir ástandið þó sýnu verra nú, erfiðlega gangi að verða sér út um vinnu og þau störf sem séu f boði seu illa iaunuð og oft lítið um eftirvinnu. Ásgeir fékk nýlega vinnu á bæ í Austur-Húnavatnssýslu eftir að hafa sótt um fjöldamörg störf, meðal annars hjá þeim sem hann hafði unnið hjá áður. ♦ Asgeir er fæddur og uppalinn úti á landi og kann því vel til verka. Þá hefur hann unnið talsvert hjá föður sínum, unnið á vegum Nordjodbb, við Blönduvirkjun, á togara og sem sérhæfður aðstoðarmaður á sjúkrahúsi. „Ég vildi helst fara á sjó í sumar en þegar lagt var til að skera niður þorskkvótann, hættu margir sjómenn við að fara í sumarfrí og því var engin von um slíka vinnu. Ég var búinn að leita lengi að starfí og fékk loks vinnu hjá Verktaka sem ég hafði unnið hjá áður. Eg hætti hins vegar eftir fjóra daga vegna þess að kaupið var lágt og litla yfirvinnu að hafa.“ Ásgeir hafði samband við Atvinnumiðlun námsmanna og var sagt að þar væri lítið að hafa. En reynslan af sveitastörfum kom honum til góða, því slík vinna bauðst fljót- lega og fáir námsmenn í atvinnuleit höfðu æga reynslu. Ásgeir segir hins vegar að Morgunblaðið/Jón Sigurðsson VINNUMENNSKA Asgeir Jónsson er vinnumaóur í sveit í sumar. störf á sveitabæjum séu ekki vel launuð en þar sem annað bjóðist ekki, sé tæpast um annað að ræða en vinna þar út sumarið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.