Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992
Á að selja Háskólann?
eftir Halldór Ármann
Sigurðsson
Þessi spurning er því miður ekki
eins fjarstæð og virðast kann. Há-
skóli íslands hefur mátt búa við
lamandi fjárskort um margra ára
skeið, og þó vinna stjómvöld nú að
því í kyrrþey að þrengja enn frekar
að skólanum. Við þessar aðstæður
vakna spurningar sem ella væru
taldar fráleitar, t.d. hvort Háskólan-
um sé e.t.v. betur borgið í höndum
einkaaðila en ríkisins.
Undanfarin fimm ár hefur Há-
skólanum verið gert að „hagræða"
svo mjög í rekstri sínum að það er
fullkomið glapræði að ganga lengra
á þeirri braut. Allan þennan tíma
hafa stjórnvöld sloppið við þau leið-
indi að hugsa svo sem nokkuð um
Háskólann, komist upp með að hafa
alls enga stefnu í málefnum hans.
Þau hafa einfaldlega litið á hann
sem heldur hvimleiðan kostnaðarlið
og fyrirskipað „hagræðingu“ og
niðurskurð. En nú er þessi þægilega
„lausn“ sem sagt komin í þrot. Svo
alvarlega horfír í fjármálum Há-
skólans að stjórnvöld geta ekki
lengur undan því vikist að taka af
skarið í málefnum hans. Á að loka
dyrum skólans fyrir hundruðum eða
þúsundum stúdenta? Er skárri kost-
ur að krefja stúdenta um svo sem
100 þús. kr. skólagjald? Eða kemur
jafnvel til greina að einkavæða skól-
ann, selja deildir hans og stofnanir
hæstbjóðanda? Þessar spurningar
varða ekki aðeins Háskólann heldur
snerta þær heimilishagi tugþúsunda
einstaklinga og eru jafnframt
grundvallarspurningar um það
hvernig framtíð við viljum búa unga
fólkinu í landinu. Stjórnmálamönn-
um má ekki líðast það lengur að
svíkja almenning um svör við þess-
um spurningum.
Þverstæður fjárhagsvandi
. Það er undarleg þverstæða, en
ijárhagsvandi Háskólans kemur
m.a. fram í því að hann er líklega
sá háskóli í okkar heimshluta sem
er langsamlega „best rekinn" í þeim
skilningi að hann er svo ódýr í
rekstri að af ber. Árleg fjárveiting
á hvem stúdent í skólanum hefur
hríðlækkað á undanförnum árum,
var nálægt 360 þús. kr. á núgild-
andi verðlagi árið 1987 en er áætl-
uð um 280 þús. kr. á þessu ári.
Sambærileg tala í Kennaraháskól-
anum er nálægt 400 þús og í há-
skólum í grannlöndunum er algeng-
ast að hún sé á bilinu 5-700 þús.,
og það þótt þessir skólar séu flestir
miklum mun hagkvæmari rekstrar-
einingar en okkar litli háskóli. Þrátt
fyrir þetta var naum fjárveiting
Háskólans skert verulega á sl. vetri.
Að undanförnu hafa háskólakenn-
arar því mátt eyða dýrmætum rann-
sóknartíma sínum í að leita logandi
ljósi að sparnaðarleiðum en þó er
ekkert útlit fyrir að þeim takist að
ná fyrirskipuðum „sparnaði" nema
Tjölda starfsmanna verði sagt upp
og veigamiklir þættir í starfsemi
skólans lagðir niður. Og nú flýgur
fyrir að stjómvöld hafí fullan hug
á því að knýja Háskólann til enn
frekari „hagræðingar" á næsta ári.
Það er því ljóst að fjármálum og
þar með öllu starfí Háskólans er
stefnt í fullkomið öngþveiti.
Sultarólarstefnan í reynd
Launakostnaður er um % hlutar
af almennum rekstrarkosnaði Há-
skólans. Krafa um enn frekari
„hagræðingu" í rekstri skólans er
því fyrst og fremst krafa um að
hann dragi úr launagreiðslum, með
því að fækka starfsmönnum sínum
eða með því að lækka laun þeirra.
Það er hins vegar staðreynd að
Háskóli íslands hefur mun færri
starfsmenn en sambærilegir skólar
í grannlöndunum og launakjör
þeirra eru með þeim ódæmum að
það er raun að því að segja frá
þeim. Algeng byijunarlaun lektora
eru t.a.m. í kringum 85 þús. kr. á
mánuði og dósent með 30 ára
starfsreynslu hefur u.þ.b. 116 þús.
kr. í mánaðarlaun. Þeir menn sem
náð hafa þessum samningum fyrir
hönd ríkissjóðs fá að sjálfsögðu
greidda „ómælda yfirvinnu", en sú
galdramaskína malar ekki í Háskól-
anum.
Sultarólarstefna yfirvalda gagn-
„Svo alvarlega horfir í
fjármálum Háskólans
að stjórnvöld geta ekki
lengur undan því vikist
að taka af skarið í mál-
efnum hans. Á að loka
dyrum skólans fyrir
hundruðum eða þús-
undum stúdenta? Er
skárri kostur að krefja
stúdenta um svo sem
100 þús. kr. skólagjald?
Eða kemur jafnvel til
greina að einkavæða
skólann, selja deildir
hans og stofnanir hæst-
bjóðanda?“
vart Háskólanum tekur á sig æ
raunalegri myndir. Sett hefur verið
þak á greiðslur fyrir rannsóknar-
störf háskólakennara, með þeim
lygilega árangri að meðalkaup
þeirra fyrir rannsóknaryfírvinnu er
um 250 kr. - tvöhundruð og fímm-
tíu krónur - á tímann. Komið hefur
til tals að leggja niður námsráðgjöf
Háskólans þótt ljóst sé að hún spar-
ar ríki og einstaklingum milljónir
króna á ári. Og meðal annarra
bjargráða sem rædd eru í fullri al-
vöru er að Háskólabókasafn hætti
að kaupa bækur!
Aðrir kostir?
Nú er það auðvitað rétt og satt
að það þarf að koma lagi á blessuð
ríkisfjármálin, enn einn ganginn.
Eins og allar ofannefndar tölur
sýna þarf þó enga sérstaka mann-
vitsbrekku til að sjá að það verður
ekki gert með því að skerða enn
fjárframlög til Háskólans. Sultaról-
arstefnan er komin í þrot, og því
geta stjórnvöld ekki lengur skirrst
við að gera upp hug sinn um aðrar
leiðir í málefnum skólans.
Sumir stjórnmálamenn, sem af
kurteisissökum verða látnir ónefnd-
ir hér, hafa talið koma til greina
að takmarka aðgang að Háskólan-
um, enda séu stúdentar óþarflega
margir. Þetta skilar þó auðvitað
ekki neinum árangri nema nokkr-
um fjölda háskólakennara verði
jafnfram sagt upp störfum, og
vegna réttar þeirra til biðlauna er
hætt við að árangurinn léti á sér
standa. í þessu sambandi skyldu
menn líka hafa í huga að háskóla-
stúdentar eru hlutfallslega færri
hér en í ýmsum grannlöndum okk-
ar og að 280 þúsund krónur á stúd-
ent á ári er ekki afskaplega há
upphæð. Þannig er kostnaðurinn
við að hafa tvo stúdenta í námi við
Háskóla íslands u.þ.b. sá sami og
kostnaður ríkis og sveitafélaga af
einum einasta atvinnuleysingja -
og þá er ógetið um allan óbeina
kostnaðinn af atvinnuleysinu.
Fjöldatakmarkanaleiðin myndi
náttúrlega bæta starfsaðstæður í
Háskólanum og á sér því talsmenn
innan hans, en augljóslega er veru-
legum erfíðleikum bundið að finna
fráleitari pólitíska lausn á vanda
skólans. Það er satt best að segja
heldur sorglegt að þjóðin skuli hafa
menn á kaupi við að upphugsa
bjargráð af þessu tagi.
Onnur leið er að hækka skóla-
gjöld við Háskólann umtalsvert.
Ríkisvaldið gæti t.a.m. lækkað ár-
legt framlag sitt niður í 260 þús.
kr. á stúdent og Háskólinn hækkað
skólagjöldin í svo sem 100 þús.
kr., og hefði þá svipaðan fjárhag
og á árinu 1987. Þeir munu ýmsir
innan Háskólans og utan sem vel
gætu sætt sig við þessa lausn. En
menn verða þá náttúrlega að fall-
ast á að háskólamenntun verði
stéttbundin, láta sér í léttu rúmi
liggja framtíðarvonir unga fólksins
í landinu og sætta sig við þann
kostnað sem af því hlýst að velja
þjóðinni vísindamenn og sérfræð-
inga eftir efnum foreldra fremur
en atgervi einstaklinganna. Auk
þess gæti varla hjá því farið að
þessi lausn leiddi til landflótta, á
vit ókeypis menntunar og bjartari
vona í öðrum löndum. Loks kæmi
Halldór Ármann Sigurðsson
skólagjaldaleiðin náttúrlega í bakið
á ríkisvaldinu sjálfu, með stóraukn-
um kaupkröfum fólks sem greitt
hefði menntun sínum dýrum dóm-
um.
Enn önnur leið er svo hreinlega
að selja Háskólann eða einstakar
deildir hans. Þessi lausn ætti að
falla hörðustu markaðshyggju-
mönnum einkar vel í geð en myndi
auðsæilega hafa enn afdrifaríkari
áhrif á menntunarmöguleika ein-
staklinganna en skólagjaldaleiðin.
Auk þess yrðu menn að sjálfsögðu
að hlíta lögmálum markaðarins og
sætta sig við að t.a.m. íslensk fræði
„færu á hausinn“, eins og hvert
annað fyrirtæki sem ekki getur
selt framleiðsluna. Hver vill borga
fyrir að læra um Snorra Sturluson
og beygingu sagna, þegar allt kem-
ur til alls?
Vandi alls samfélagsins
Allar þessar þijár leiðir valda
augljóslega auknu atvinnuleysi og
vega fyrst og fremst að hagsmun-
um ungmenna úr alþýðustétt. Það
er því umhugsunarvert að þess
verður hvergi vart að Háskólinn
hafí nokkurn stuðning verkalýðs-
hreyfingarinnar. Stjórnvöld eru
jafnan fagurmál við háskólamenn,
segjast helst af öllu vilja efla Há-
skólann en bera því við að fyrir
því sé enginn pólitískur vilji í land-
inu. Það þýðir á venjulegu mæltu
Mjög sértækar aðgerðir
eftir Ingibjörgu
Pálmadóttur
Var það ekki örugglega forsætis-
ráðherra, Davíð Oddsson, sem taldi
að sértækar aðgerðir gagnvart at-
vinnuvegunum heyrðu sögunni til?
Jú, það var örugglega hann sem
boðaði nýja tíma í atvinnumálum.
Hvernig eru þessir nýju tímar? Því
verður ekki lýst á skýrari hátt en
einn virtasti atvinnurekandi lands-
ins og tryggur sjálfstæðismaður
gerði í blaði fyrir skömmu og kall-
aði stefnuna helstefnu, enda er
ástandið í dag trúlega það svart-
asta sem við hefur blasað síðan
fyrir stríð, ef ekkert verður að gert,
hrun fyrirtækja með tilheyrandi
atvinnuleysi, vegna ráðaleysis
stjórnarinnar. Nú þessa dagana eru
að líta dagsins ljós mjög sértækar
aðgerðir svo ekki sé fastar að orði
kveðið. Þessar aðgerðir eru svo sér-
tækar að forsætisráðherra vefst
tunga um tönn þegar hann reynir
að skýra þær.
Það er lyginni líkast að heyra
stjórnarinnar reyna að klóra í bakk-
ann og afsaka óafsakanlegar af-
„Ef þessi leið verður
farin, sem allt bendir
til, hljóta aðrir atvinnu-
veg-ir sem illa eru
staddir að fara fram á
samsvarandi úrlausn.“
greiðslur ríkisstjómarinnar á skipt-
ingu aflaheimilda þegar Hagræð-
ingarsjóður er ekki nýttur til þess
að jafna skerðinguna, en til þessa
sjóðs var stofnað af fyrrverandi rík-
isstjórn til að jafna sveiflur sem
ávallt skapast í sjávarútvegi. í þess-
um sjóði eru 12.000 þorskígildis-
tonn og ef þessar aflaheimildir yrðu
einvörðungu nýttar til að koma til
móts við þau byggðarlög og útgerð-
ir sem verst verða úti væri hægt
að miklu leyti að koma í veg fyrir
það misvægi sem nú biasir við,
þegar mörg byggðarlög sem mest
byggja á þorskveiðum eru á vonar-
völ. En svo einfaldlega má ekki
jafna skerðinguna að mati forsætis-
ráðherra, nú á að fara flóknustu
leið. Það er trú margra stjóm-
arsinna að það sé allra meina bót
að selja þessar veiðiheimildir, en
þessar illa stöddu útgerðir eru ein-
faldlega ekki í stakk búnar til að
kaupa og fyrirsjáanlegt var að að-
eins örfá fyrirtæki gætu nýtt sér
þessi kaup. Nú verða því sendar
ávísanir í pósti til þeirra sem verst
verða úti til að kaupa þessar fyrr-
nefndu heimildir í stað þess að út-
hluta beint úr Hagræðingarsjóði til
jöfnunar. Þessi peningasending er
þó ekki skilyrt til kvótakaupa. For-
sætisráðherra segir að þessar upp-
hæðir geti verið frá ellefu milljónum
niður í tíu til tuttugu þúsund krón-
ur á útgerð, að vísu er ekki búið
að taka ákvörðun um hvar á taka
þessa peninga en þeir koma í það
minnsta frá ríkinu þannig að nú
verður mjög atvinnuskapandi pen-
ingatilfærsla úr einum vasa í ann-
an. Þetta kallast að útgerðin borgi
þjónustugjöld til Hafrannsókna-
stofnunar, en það er trúaratriði,
næsta trúaratriði verður eflaust að
útvegurinn borgi þjónustugjöld til
Veðurstofunnar. Ef þessi leið verð-
ur farin, sem allt bendir til, hljóta
aðrir atvinnuvegir sem illa eru
staddir að fara fram á samsvarandi
úrlausn.
Ingibjörg Pálmadóttir
Lánleysi
Lánleysi ríkisstjórnarinnar í
þessum málum má rekja til þess
að hún er óstarfhæf vegna innbyrð-
is erfiðleika. Varla er hægt að sjá
skýrara dæmi um það en að þegar
forsætisráðherra og fjármálaráð-
herra ferðast um landið og ræða
um vanda sjávarútvegsins er fyrir-
liði sjávarútvegsmála, Þorsteinn
Pálsson, ekki með í ferðum, en
hans stefna og hugmyndir hafa
fengið byr hjá aðilum innan sjávar-
útvegsins en það virðist vera eitur
í beinum forsætisráðherra. Þjóðin
líður því fyrir þennan alvarlega
sambúðarvanda. Það verður seint
samhugur og samstaða hjá okkar
litlu þjóð þegar ríkisstjórnin kemur
fram jafn tvístruð og raun ber vitni
og getur ekki leyst úr eins einföld-
um hlut og að úthluta úr Hagræð-
ingarsjóði milliliðalaust til þeirra
byggðarlaga sem verst verða úti.
Menn hafa beðið lengi eftir eðlileg-
um rekstrargrundvelli til handa fyr-
irtækjum. Fólk er hætt að trúa að
þessari ríkisstjórn takist að skapa
þennan grundvöll því augljóst er
að trúnaðarbrestur er alvarlegur
innan stjórnarinnar og undir slíkum
kringumstæðum er ekki að vænta
árangurs.
Umræðan um hið Evrópska efna-
hagssvæði er að hefjast á Alþingi.
Menn verða að hafa hugfast að
aðild að því bætir ekki lélega lands-
stjórn. Yið verðum fyrst og fremst
að styrkja stoðirnar heima fyrir
áður en Iengra er haldið.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Framsóknarflokkinn á
Vesturlandi.
v/Miklatorg, símar 15014 og 17171.
Tilboó - Uppboó - Nióurboó
SELJENDUR I Komió meó sölubílinnn ó stærsta sölusvæói borgarinnar.
KAUPENDUR! Komió með létta lund, eitthvað af peningum og gerið tilboð.
Allir bilar eiga aó seljost föstudag og laugardag.