Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 29 Minning: Björg Jónsdóttir ljósmóðir í Haga Fædd 21. desember 1900 Dáin 6. ágúst 1992 Björg fæddist að Neðri-Rauðs- dal, dóttir Kristínar Magnúsdóttur og Jóns Þorgrímssonar, sem lengst bjuggu á Arnórsstöðum. Þar ólst hún upp ásamt bróður sínum, lista- manninum Þorgrími Jónssyni. Björg Jónsdóttir var ljósmóðir Barðastrandarhrepps og húsfreyja í Haga svo áratugum skipti. Bæði þau störf förnuðust henni svo vel að meðal annars og þess vegna mátti kalla hana hamingjusama manneskju. Þegar Björg Jónsdóttir settist í húsfreyjusætið í Haga, sem seinni kona Hákonar Kristóferssonar fv. alþingismanns Barðastrandar- sýslu, þá var það við sérstakar og erfiðar aðstæður. Heimilið búið að vera til fyrirmyndar í búskapartíð Hákonar með fyrri konunni. Það er ekki ósennilegt að sum- um sveitungum hafi fundist, sem brygði til beggja vona um áfram- haldandi reisn kirkjustaðarins. Sjálfsagt hefur Björg gert sér grein fyrir að slíkt var ekki að ósynju. Hún var ekki kornung reynslu- laus stúlka, heldur komin um þrít- ugt, lærð og starfandi ljósmóðir og hafði búið í Reykjavík á meðan hún var í námi. Þá var Björg upp- alin í næsta nágrenni við prests- setrið Brjánslæk, sem búið var að vera mennta- og menningarheimili um langa hríð. Þar sótti hún í að vera strax sem unglingur. Þegar hún tók við ljósmóður- starfinu fluttist hún að Brjánslæk og sinnti starfinu þaðan. Jafn- framt var hún önnur hönd prests- frúarinnar sem var orðin mjög fullorðin kona. Svo miklar mætur hafði Björg á prestshjónunum að hún lét son sinn heita eftir Bjarna Símonarsyni. Fyrir utan dálæti Bjargar á séra Bjarna var hann svo virtur af öllum sínum sóknar- börnum að fá dæmi munu vera til um slíkt. Það má segja að uppruni Bjarg- ar, sem gaf henni sterka mann- gerð, hafi haft áhrif til þess að hún laðaðist að Brjánslækjarheim- ilinu, enda hefur það verið hennar skóli til að takast á við hið mikla starf sem beið hennar að Brjáns- lækjardvöl lokinni. Þegar að Haga kom reyndist ótti fólksins um ónógt atgerfi Bjargar ástæðulaus. Það liðu ekki ár, ekki mánuðir þangað til hún var virt húsmóðir í Haga af sveit- ungum öllum. I Haga var margt vinnuhjúa. Þar færðist reynslan frá manni til manns, þaðan giftist fólk og byggði upp sitt framtíðarheimili. Þá kom sér vel að hafa að vega- nesti þann lærdóm sem Björg Jónsdóttir hafði vitandi sem óaf- vitandi miðlað fólkinu sínu. Það var almæli um Barðaströnd og víðar að Björg Jónsdóttir væri skapstór kona, og víst var hún það, þó má ætla að hún hafi borið þess merki meira utan á sér fyrir glæsta framgöngu. Björg gekk ekki til daglegra starfa með vinnufólki á nefndum stórbýlum. Hún kunni þó til allra verka og lét vel að kenna ungum stúlkum fyrstu handtökin. Björg Jónsdóttir var mikil smekkmanneskja. Henni var ekki nóg að ganga vel til að fara sjálfri heldur varð allt heimilisfólkið að gera það líka, og gerði hún sitt Brids til að svo mætti vera. Á sunnudögum var farið í betri föt, og fólk prúðbúið á messudög- um. Sjálf klæddist Björg alltaf upphlut við slík tækifæri. Björg var organisti í kirkjunni, orgelið átti hún sjálf og það var ekki þægileg vinna að bera orgelið niður í kirkju við hverja athöfn sem þar fór fram, síðan heim í stáss- stofu að athöfn lokinni. Þó Björgu Jónsdóttur þætti mikið til Brjánslækjar koma, þá var Hagi og Hagaheimilið aldrei í skugga fyrir þær sakir. Þarf ekki að efa að hún hafi tekið undir hina alkunnu vísu Hákonar: í lautum þegar lifna blóm um ljósa júnídaga. Fuglar syngja fögrum róm fallegt er í Haga. Fólk sem heimsótti Haga í fyrrasumar og talaði við Björgu þar sem hún sat fyrir enda stóra borðstofuborðsins sá og fann að hún var þá sama heimilisprýðin þó eðlilega sópaði ekki af henni sem fyrrum. í Haga vildi Björg eyða ævi- kvöldinu. Þá ósk sína fékk hún uppfyllta í skjóli einkasonar og tengdadóttur. Júlíus Þórðarson. Arnór Ragnarsson Bridsfélag Reykjavíkur Aðalfundur félagsins verður hald- inn miðvikudaginn 19. ágúst kl. 20.00 í Sigtúni 9. Á dagskrá fundarins verð- ur m.a.: Ný stjórn kosin. Fulltrúar félagsins á ársþing BSÍ kosnir. Greitt verður atkvæði um að hefja spila- mennsku kl. 19.00 á nk. spilaári. Veitt verða verðlaun fyrir allar keppnir vetrarins. Eftirtaldir verð- launahafar eru beðnir um að mæta og taka við verðlaunum: Verðlaunahafar á mótum BR 1991-1992 Barómon tvfmenningur. 1. Guðm. Eiriksson - Björgvin Þorsteinsson 2. Páll Valdimarsson - Ragnar Magnússon 3. Svavar Björnsson - Sveinn Rúnar Eiriksson Board-a-Match sveitakeppni 1. Sveit Sævars Þorbjörnssonar (Sævar Þorbjörns- son, Karl Sigurhjartarson, Sverrir Ármannsson, Matthías Þorvaldsson.) 2. Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar (Gísli Ólafsson NPC, Sigtryggur Sigurðsson, Bragi Hauksson, Hrólfur Hjaltason, Sigurður Vilhjálmsson). Aðalsveitakeppni 1. Sveit L.A. Café (Valur Sigurðsson, Jónas P. Erlingsson, Rúnar Magnússon, Guðmundur Sveins- son, Júlíus Sigurjónsson). 2. Sveit Landsbréfa (Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Björn Eysteinsson.Magnús Óiafsson, Matthías Þorvaldsson, Sverrir Ármannsson)' Aðaltvímenningur 1. Sigtryggur Sigurðsson - Bragi Hauksson 2. Sævar Þorbjörnsson - Karl Sigurhjartarson 3. Björn Eysteinsson - Magnús Olafsson Butler-tvimenningur 1. Björn Eysteinsson - Magnús Ólafsson 2. Símon Símonarson - Sverrir Kristinsson 3. Gunnlaugur Kristjánss. - Hróðmar Sigurbjörnss. Bronsstigameistari Magnús Olafsson. Einnig verður boðið upp á léttar veitingar. Félagar fjölmennið. Stjórnin. . t Eiginmaður minn og faðir, FRIÐRIKGUÐNI ÞÓRLEIFSSON, Káratanga, Vestur-Eyjafjöllum, verður jarðsunginn iaugardaginn 15. ágúst kl. 11.00 f.h. frá Stóra- dalskirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Blindrafélagið. Sigríður Sigurðardóttir, Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILHELMfNA H. VILHJÁLMSDÓTTIR, Lönguhlíð 3, Reykjavík, lést 5. ágúst. Úrförin hefur farið fram í kyrrþey. María Sigurðardóttir, Edda Vreed, Margrét Sigurðardóttir, Hermann Sigurðsson, Hulda Sígurðardóttir, Guðriður Wilson, Eli'sabet Ferguson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Óskar Karlsson Fæddur 9. febrúar 1943 Dáinn 7. ágúst 1992 Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Hann vinur okkar Óskar Karls- son er dáinn. Hann lést á heimili sínu 7. ágúst sl. eftir stutta en erf- iða baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er ávallt sárt að sjá eftir sínum bestu vinum og skilur eftir tóm sem erfitt er að yfirstíga. Fyrir hartnær fimmtán árum hófst vinátta okkar Bryndísar og Óla við Evu og Óskar og leiddi sú vinátta til að fyrir fimm árum ákváðum við að stofna matarklúbb ásamt öðru vinafólki okkar, Sig- rúnu og Björgvini. Klúbburinn starfaði óslitið frá stofnun og var margt brallað. Þó eru það einkum ferðirnar sem farnar voru í sumar- bústað Sigrúnar og Björgvins á hausti hverju sem eru einna minnis- stæðastar. Þar ríkti ávallt gleði og kátína. Og má til sanns vegar færa að þar var Óskar hrókur alls fagn- aðar. Það voru góðar stundir sem við áttum með fjölskyldunni í Hafn- arfirði. Alltaf jafninnilegar móttök- ur og hlýtt viðmót. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt samleið með Óskari. Minningin um góðan vin er dýrmæt. Elsku Eva, Kristján og Markús. Við vitum að missir ykkar er mik- ill, megi minningin um ástkæran eiginmann og föður gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Við vott- um einnig aldraðri móður og öðrum ástvinum Óskars einlæga samúð. Bryndís, Óli, Sigrún, Björgvin. Fyrir rúmum sextán árum, á tví- tugsafmæli systur minnar, heyrði ég hans fyrst getið og nokkru síðar var hann kynntur fyrir fjölskyld- unni. Það var með nokkurri vark- árni, sem ég tók þessum tilvonandi mági mínum, sem var þrettán árum eldri en systir mín, með þrjú hjóna- bönd að baki og fjögur börn. En Óskar sló öll vopn úr hendi manns. Með hverju árinu sem leið kom betur í ljós hvern mann hann hafði að geyma. Fordómalausan atorku- mann, sem aldrei sló af. Góðan fjöl- skylduföður og hjálpfúsan og traustan vin. Það var því mikið reiðarslag, þegar upp kom fyrir hálfu öðru ári, að Oskar gekk með ólæknandi krabbamein. Ekki var auðvelt að beygja sig fyrir slíkum örlögum. Óskar vildi ekki gefast upp og hann gafst aldrei upp, þótt sjúkdómurinn legði hann að lokum. Enginn fær skilið, hvar hann fékk kraft til að vera þátttakandi til síðasta dags. Ármann Óskar Karlsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur 9. febrúar 1943. Sonur hjónanna Olafar Markúsdóttur og Karls Þor- steinssonar bakara. Eiginkona hans er Guðbjörg Eva Kristjánsdóttir, þroskaþjálfi og þeirra synir eru Kristján Hans, fæddur 1980 og Markús Márs fæddur 1985. Fyrir átti Oskar börnin Egil Ibsen (f. 1966), Karl Steinar (f. 1967), Díönu Ósk (f. 1970) og Kristjönu (f. 1973). Hann var mikill vinur barnanna sinna og studdi vel við bakið á þeim. Barnabörnin eru orð- in þrjú. Síðustu fjórtán árin var Óskar verkstjóri í Sjólastöðinni í Hafnar- firði og var vinnudagurinn oft lang- ur og erfiður. Þar ávann hann sér traust vinnuveitenda og samstarfs- manna, sem glöggt kom fram í veikindum hans. Eg kveð Óskar með virðingu. Erfítt er að sætta sig við, að hann fái ekki að lifa lengur, nú þegar tími var kominn til að draga úr vinnu og njóta ávaxtanna. En minn- ingarnar draga úr sársauka og lær- dómsríkt var að sjá æðruleysi hans í veikindunum. Með ómetanlegri hjálp heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins, gat Óskar verið með fjölskyldunni á heimilinu, þar til hann lést 7. ágúst. Við tengdafólkið þökkum honum samfylgdina. Dísanna. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og útför vinkonu okkar og systur, GUÐRÚNAR M. TEITSDÓTTUR frá Bergsstöðum, Vatnsnesi. Elín Þ. Björnsdóttir, Sigurbjörn Bjömsson, Sigurður Björnsson, Gróa Björnsdóttir, Karl Teitsson, Jóhann Heiðar Jóhannsson, Svava Björnsdóttir, Ásdi's Magnúsdóttir, Sólveig Sigurbjörnsdóttir, Haraldur Teitsson. t Hjartans þakkin til allra, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BERGÞÓRU SKARPHÉÐINSDÓTTUR Hrafnistu, áður Hátúni 10A. Páli'na Kjartansdóttir, Edda Kjartansdóttir, Sjöf n Kjartansdóttir, Hrönn Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Háraldur Hermannsson, Jónas Hólmsteinsson, Guðmundur J. Óskarsson, t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar, INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR Ijósmyndara, Austurbrún 4. Ingveldur Sigui ðardóttir, Bryndís Sigurðardóttir, Siguröur Sigurösson, Elísabet Sigurðardóttir, Haraldur Örn Sigurðsson, Árni Sígurðsson, Valur Sigurðsson, Þurfður Sigurðardóttir, María Sigurðardóttir, Erlendur Sigurðsson, Bergljót Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.