Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTÚDAGUR 14. ÁGÚST1992 Dregið úr fortíðarvanda lífeyrissjóðanna: Sjóðirnir fá nú 6-7% vexti ujmfram lánskjaravísitöluna LÍFEYRISSJÓÐIRNIR geta nú ávaxtað eigið fé sitt um 6-7% umfram lánskjaravísitölu og hefur það mildað þann fortíðarvanda sem lífeyris- sjóðirnir búa við. Skuldbindingar sjóðanna, þ.e. lífeyrisgreiðslur, eru ýmist háðar grundvallarlaunum eða lánskjaravisitölu og þar sem laun- in hafa hækkað minna en vísitalan undanfarin 4 - 5 ár hefur staða sjóð- anna batnað. í reiknigrundvelli lífeyrissjóðanna er gert ráð fyrir 2 - 3,5% raunávöxtun og þannig batnar staða þeirra meðan þessir háu vextir fást. Pétur Blöndal tryggingastærðfræðingur hefur gert lauslega athug- un á þessari þróun og segir hann að haldi þróunin svona áfram geti fortíðarvandi margra sjóða horfið á næstu 10 til 20 árum. Pétur Blöndal segir að staðan nú sé sú að hækkun lánskjaravísitölu sé töluvert umfram launahækkanir og þar sem skuldbindingar lífeyris- sjóðanna séu bundnar launum en eignir bundnar lánskjaravísitölu komi þessi þróun mjög hagstætt út fyrir sjóðina. „Lífeyrissjóðimir ná þessari ávöxtun einfaldlega með kaupum á húsbréfum og skuldabréf- um ríkissjóðs," segir Pétur. „En þess ber að geta að svona háir vextir hafa sjaldan staðið til boða hérlendis og óvíst er að þeir haldist. Menn mega ekki gleyma því að lækkun vaxta, sem mjög er rætt um, skerðir getu sjóðanna til að standa við skuld- bindingar sínar.“ í athugun Péturs, sem hann vann fyrir Sameinaða lífeyrissjóðinn í sumar, kemur m.a. fram hvað stöðu sjóðanna almennt varðar að jafnvægi verði að vera á milli eignar, væntan- legra iðgjalda og vaxta annars vegar og væntanlegs lífeyris og kostnaðar hins vegar. Eftir að lífeyrir var al- mennt verðtryggður upp úr 1976 hefur þetta jafnvægi ekki verið til staðar. Þess vegna verði að hækka iðgjöld, skerða lífeyri eða fá enn betri ávöxtun á eignir sjóðanna eins og raunar hefur nú gerst. I máli Péturs kemur fram að mið- að við núverandi reglur sjóðanna verði að hækka iðgjöld til þeirra í 15-30% af launum, ná 3,5-10% ávöxtun á eignir næstu 50 árin eða skerða lífeyri um 20-60%. Þetta er mismunandi eftir sjóðum vegna mis- munandi aldurssamsetningar sjóðs- félaga og hversu misvel stjómum sjóðanna hefur tekist að ávaxta eign- ir þeirra og halda niðri kostnaði. Hvað úrræði varðar segir Pétur m.a. að stjómir sjóðanna ættu að reyna að festa fé þeirra eins langt fram í tímann og hægt er með þeim háu vöxtum sem nú em í gangi og nota til þess fasta vexti en ekki breytilega. Og hvað iðgjöldin varðar ættu menn að fara að huga að hækk- un iðgjalds úr 10% í t.d. 12%. í því sambandi mætti bénda á að hlutur launagreiðenda er frádráttarbær frá tekjuskatti og því hagkvæmara að 2% launahækkun í samningum fari til að hækka framlag þeirra í 8%. Eins gæti löggjafmn leyft frádrátt lífeyrisiðgjalda launþega frá tekju- skatti að nýju. VEÐUR IDAG kl. 12.00 r ■jq°/ / Heimild: Veöurstofa Islands (Byggt ó veöurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG, 14. AGUST YFIRLIT: Milli íslands og Færeyja er hæðarhryggur sem þokast austur en 995 mb lægð um 300 km suðaustur af Hvarfi dýpkar talsvert og mun hreyfast norðaustur en síðan norður. SPÁ: Allhvöss suðaustanátt með rigningu, fyrst suðvestan lands í fyrra- málið og síðar um daginn en í öðrum landshlutum nema noröaustan lands, þar verður að mestu þurrt. Hiti verður 9—16 stig, hlýjast norðaust- an lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Sunnan- og suðvestan strekkingur. Skúrir og hiti nærri 10 stigum sunnanlands og vestan en bjartviðri og allt að 18 stiga hiti norðan lands og austan. Svarsrmi Veðurstofu islands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt r r r r r r r r Rigning <é A Léttskýjaö Hálfskýjað * / * * * * * / * * / * / * * * Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað V V V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstigv 10° Hitastig V Súld = Þoka itig-. FÆRÐÁ VEGUM: vujmw Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Fjallabílum er fært um allar leiðir á hálendinu. Uxahryggir og Kaldidalur eru opnir allri umferð. Ferðalangar eru hvattir til þess að leita sér nánari upplýsinga um færð áður en lagt er af stað í langferð til þess að forðast tafir vegna fram- kvæmda. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 12 hálfskýjað Reykjavík 11 súld á síð. klst Bergen 15 skýjað Helsinki 18 skúrásíð. klst. Kaupmannahöfn 18 skýjað Narssarssuaq 10 rign. sið. klst. Nuuk 2 þoka Ósló 16 skýjað Stokkhólmur 19 skýjað Þórshöfn 12 skýjað Algarve 27 heiðskírt Amsterdam 19 skýjað Barcelona 27 léttskýjað Berlín 16 skúrásíð.klst. Chicago 18 skýjað Feneyjar 28 heiðskírt Frankfurt 16 rign. á síð. klst. Glasgow 18 skýjað Hamborg 18 skýjað London 16 rigning Los Angeles vantar Lúxemborg 14 rigning Madríd vantar Malaga 26 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Montreal vantar NewYork vantar Orlando vantar París 19 rigning Madeira 23 léttskýjað Róm 29 heiöskírt Vín vantar Wasbington vantar Winnipeg vantar Morgunblaðið/Kristinn Nýbygging flugstjórnarmiðstöðvarinnar við Reykjavíkurflugvöll. Flugstjórnarmiðstöð tilbúin undir tréverk FRAMKVÆMDIR við nýja flugstjórnarmiðstöð, sem verið er að byggja við Reylgavíkurflugvöll ganga að óskum, að sögn Jóhanns Jónssonar framkvæmdastjóra hjá Flugmálastjórn og er húsið nú um það bil tilbúið undir tréverk en ráðgert er að flugstjórnarmið- stöðin taki til starfa í húsinu á síðasta fjórðungi næsta árs. Aætlað- ur kostnaður við byggingu fullbúins hússins er um 400 milljónir króna, að sögn Jóhanns, sem segir að horfur séu á því að kostnað- ur verði undir áætlun þegar upp verður staðið, þar sem niðurstöð- ur útboða vegna byggingarinnar hafi reynst afar hagstæðar. Jó- hann getur hann sér til um að almennt ástand í byggingariðnaði valdi þar miklu. Húsið er á tveimur hæðum, um 1.500 fermetrar að grunnfleti, auk kjallara undir hálfu húsinu, undir loftræstingu og tækjabúnað. Auk nýbyggingarinnar verður keyptur til landsins tækjabúnaður vegna flugstjómarmiðstöðvarinnar fyrir um það bil 600 milljónir króna og verður hafist handa við að koma honum fyrir upp úr áramótum. Kostnaður, jafnt við byggingu og tæknibúnað, er að um 84 hundr- aðshlutum greiddur af erlendum notendum flugumferðarþjón- ustunnar á íslenska flugstjómar- svæðiriu en að um 16 hundraðs- hlutum af íslenskum notendum. Þegar flugstjómarmiðstöðin verður tekin í notkun munu starfa þar um 90 manns við allt það sem viðkemur flugomferðarstjórn en skrifstofur Flugmálastjómar og Loftferðaeftirlit verða áfram til húsa í flugtuminum á Reykavíkur- flugvelli. Hugmyndir um afnám endurgreiðslu virðisaukaskatts af nautakjöti: Eins og sprengja inn í gerð búvörusamnings - segir Guðmundur Lárusson for- maður Félags kúabænda GUÐMUNDUR Lárusson, formaður Félags kúabænda, segir að erf- itt verði fyrir kúabændur að skrifa undir búvörusamning sem felur í sér kröfur um aukna framleiðni og hagræðingu í framleiðslu mjólk- ur á meðan hugmyndir um afnám endurgreiðslu virðisaukaskatts á nautakjöti vofa yfir. Halldór Blöndal landbúnaðarherra segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um afnám endurgreiðslunnar. Nautakjöt lækkaði um 10% í verði til bænda l.mars sl. vegna mikils framboðs á markaðnum. Guðmundur Lárusson segir að í raun myndi afnám endurgreiðslu virðisaukaskattsins af kjötinu þýða að bændur hefðu nánast engar tekj- ur af kjötframleiðslunni. „Það er hæpið að við getum borið það áfall um leið og við tökum á okkur skuld- bindingar vegna hagræðingar í mjólkurframleiðslunni og sam- þykkjum verðlækkun á mjólk,“ seg- ir Guðmundur. „Þessar hugmyndir koma eins og sprengja inn í viðræð- ur um búvörusamninginn.“ Einnig telur Guðmundur að hug- myndir um fullan virðisaukaskatt á öll matvæli skjóti skökku við á sama tíma og talað er um aðlögun að Evrópsku efnahagssvæði. Að sögn Guðmundar er skattur á matvæli £ bilinu 0-8% í flestum þeim löndum sem tekið hafa þátt í samningum um EES. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra segir að hugmyndirnar um afnám endurgreiðslu af virðisauka- skatti hafi komið upp á borðið við undirbúning fjárlagagerðar, en engin ákvörðun hafí verið tekin um þær. Samkvæmt upplýsingum land- búnaðarráðuneytisins nemur endur- greiðsla virðisaukaskatts af nauta- kjöti 228 milljónum króna á árs- grundvelli. Gjaldþrot Kf. Hvammsfjarðar: 27 millj. greiddust upp í 155 milij. SKIPTUM er lokið í þrotabúi kaupfélags Hvammsfjarðar í Búðardal, sem varð gjaldþrota í júní 1989. Forgangskröfur greiddust að fullu og um 16 milljónir greiddust upp í rúm- lega 143 milljón króna almenn- ar kröfur. kröfur Forgangskröfur voru tæplega 11,4 milljónir og greiddust þær að fullu en samþykktar almennar kröfur að fjárhæð 143,5 milljónir króna, greiddust að 11,8 hundr- aðshlutum, að því er fram kemur í Lögbirtingarblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.