Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992
9
Öllum þeim fjölmörgu, er á margvislegan hátt
glöddu mig og heiðruðu á 80 ára afmœli mínu
5. ágúst sl., sendi ég mínar innilegustuþakkir.
Guð blessi ykkur öll.
ArnórA. Guðlaugsson.
V,
Lokadagar
útsölunnar
Við fognum góðri sumarnýtingu með einstöku
síðsumartilboði fyrir gesti af landsbyggðinni.
Tvær gistinætur á verði einnar.
Eins manns herbergi: 2.950,- á nóttu.
2ja manna herbergi: 1.875,- á mann á nóttu.
Morgunverður innifalinn.
Þú bókar með 4 daga fyrirvara
- lágmark 2 nætur.
Frítt í Laugardalslaugina.
LÚXUSLÍF Á LÁGU VERÐI!
FLUGLEIÐIR
■ÍTGL BSJA
SUÐURLANDSBRAUT 2
K SÍMI 91-812200, FAX 91- 812130
íV GRÆNT NÚMER 996220
■
4
Menningarsjóður lagður niður sem út-
gáfufyrirtæki
Alþýðublaðið segir í forystugrein að hallarbyltingin í Menntamála-
ráði hafi verið kveðin niður: „Ný stjórn hefur þegar látið kné fylgja
kviði og samþykkt að stöðva alla útgáfustarfsemi Menningarsjóðs
og bjóða út lager fyrirtækisins og útgáfuverk ..." Staksteinar staldra
við þetta mál sem og fortíðarvanda Alþýðubandalagsins.
„Afleitur
rekstur bóka-
útgáfu“
Alþýðublaðið segir í
leiðara sl. miðvikudag:
„í hinni hörðu baráttu
stjómarmanna Menning-
arsjóðs um völdin og has-
arkenndar fréttir Qöl-
miðla af þeirri glímu,
hefur kjami málsins oft
gleymst Dæminu hefur
oft verið stillt upp þannig
af fulltrúum stjómarand-
stöðunnar í Menningar-
sjóði og öðmm talsmönn-
um um verndun Menn-
ingarsjóðs, að verði sjóð-
urinn lagður niður, hætti
ríkið að styrkja útgáfu
góðra bóka á íslandi.
Þetta er alraagt. Með þvi
að leggja niður Menning-
arsjóð er ríkið að gera
það eitt að hætta útgáfu
bóka sem er allt annað
en að styrkja útgáfu
bóka. Ríkið er í dag ekki
til þess fallið að gefa út
bækur. Rekstur Menn-
ingarsjóðs er glöggt
dæmi um afieitan rekst-
ur bókaútgáfu. Pólitískt
skipað ráð er ekki bezta
útgáfuráðið sem kostur
er á.“
Sjálfsagt mál
aðstyrkja
menningar- og
vísindaverk
Síðan segir Alþýðu-
blaðið:
„Útgáfufélag sem er í
höndum ríkisins og póli-
tískra varðhunda flokka-
kerfisins er ekki beinlínis
til þess fallið að gefa út
veglegar bækur. Ríkið
styrkir bókaútgáfu vem-
lega í dag, bæði í gegnum
sjóði til rithöfunda svo
og styður ríkið náms-
gagnaútgáfu og veitir
styrki eða kaupir bækur
sem útgáfufyrirtæki í
eigu einkaaðUa gefa út
og nýtast t.a.m. í skólum
og stofnunum ríkisins.
Það er sjálfsagt mál
og nauðsynlegt að ríkið
styrki sérstaklega útgáfu
fræði- og visindabóka,
svo og menningarverk
ýmiss konar sem hafa
bæði fræðilegt, vísinda-
legt, menningarlegt og
sögulegt gildi en em ekki
til þess líkleg að hljóta
mikla og skjóta sölu á
almennum bókamarkaði.
Ef íslendingar eiga að
telja sig menningarþjóð,
bókaþjóð, verður hið op-
inbera að styrkja slíka
útgáfu; slíkur styrkur er
hluti af menningarhefð
okkar og siðmenningu.
Menningarsjóður hefur
síður en svo staðið undir
þvi nafni.“
„Meginhluti
útgáfuimar
orkaði tvímæl-
is“
Niðurstaða forystu-
greinar Alþýðublaðsins
er þessi:
„Þessi bókaútgáfa rík-
isins hefur verið háð
duttlungum einstakra
stjórnarmanna og for-
ráðamanna þess. Nokkr-
ar merkar bækur hafa
vissulega séð dagsins Ijós
eins og íslenzka orðabók-
in og Islenzkir sjávar-
hættir og nokkur önnur
verk, en meginhluti út-
gáfunnar hlýtur að orka
tvímælis sem ríkisútgefin
menningar- og fræði-
verk.
A sama tima hafa önn-
ur bókaútgáfufyrirtæki í
landinu gefið út mun
veglegri og merkilegri
verk; alfræðiorðabækur,
vísindarit, menningar-
söguleg verk, orðabækur
og þar fram eftir götun-
um.
Stjóm Menningarsjóðs
hefur nú lagt drög að því
að leggja niður sjóðinn
sem útgáfufyrirtæki. Það
er vel. Nú þarf hins veg-
ar að leggja drög að nýj-
um Menningarsjóði, sem
er úthlutunarsjóður rík-
isins til útgáfufyrirtækja
i landinu sem hyggjast
ráðast í dýrar og vandað-
ar útgáfur á vísinda- og
menningarverkum. Út-
hlutanir úr sjóðnum geta
bæði verið í formi beinna
styrkja og lána. Þá myndi
ríkið rsekja hlutverk sitt
af alvöm við menningar-
lega bókaútgáfu í Iand-
inu.“
Hugtakið sós-
íalismi megin-
mál hjá Al-
þýðubanda-
laginu
Sósíalistar hér á landi
liafa í sjö áratugi barist
hatrammri baráttu bæði
gegn borgarlegri hug-
myndíifneði og lýð-
ræðisjafnaðarmönnum.
Þrisvar tókst islenzkum
marxistum að kljúfa Al-
þýðuflokkinn: 1930, 1938
og 1956. Það hefur verið
þemað i þessari baráttu
íslenzkra sósialista að
lýðræðisjafnaðarmenn
væm svikarar við hug-
sjónir „vísindalegs sósial-
isma og marxisma".
Alþýðubandalagið
varð til sem kosninga-
bandalag árið 1956 og
sem formlegur stjóm-
málaflokkur (arftaki Sós-
ialistaflokksins) 1968.
Löngu síðar, eða árið
1981, stendur enn í
stefnuskrá þess, að flokk-
urinn „hfjóti einkum að
herjast fyrir umbótum,
sem skapað geti forsend-
ur fyrir breytingu þjóð-
félagsins í sósíalíska átt“.
Glöggt var það enn hvað
þeir vildu.
Það segir sina sögu um
samtímann að barátta
Birtingar fyrir þvi að
„hugtakið sósialismi"
félli út úr stefnuskrá Al-
þýðubandalagsins var
barin niður. Það mátti
alls ekki ske. Hugtakið
sem Sovétríkin vom
byggð á og sem felur í
sér opinbera forsjár-
hyggju, miðstýringu og
ríkisrekstur, varð áfram
að vera mergurinn máls-
ins í stefnuskrá Alþýðu-
bandalagsins, til að þókn-
ast gamla flokkskjarnan-
um, sem neitar að gera
upp við eigin pólitiska
fortíð, þrátt fyrir „faU
hugmyndafræðinnar inn
gjörvaUa heimsbyggð-
ina“.
SÍMINN ER
689400
BYGGT & BÚIÐ
KRINGLUNNI
*
I
I