Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. AGUST 1992 35 FRUMSÝNIR II ■ I I I I 1 SUMARGRÍN: HRINGFERÐ TIL PALM SPRINGS UND T E />^V’ I . 4 COR E Y Z A C H GALEIGAN ÍHEAVENLYI Larry og Steve £á ,,ljín:iðau,/ Rolls Royce til að leita að drauxnastelpuniii sinni. Þeir vita ekki að í skotti Rollsins er fullt af illa fengnum $$$ og að í Palm Springs er Super Model-keppni. Eldfjörug og skemmtileg mynd. Aðalhlutverk: Corey Feldman, Zach Galligan og kynbomban Rowanne Brewer. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Ath.: M iðaverð kr. 300 kl. 5 og 7. Bönnuð innan 12 ára. STOPPEÐAMAMMA HLEYPIRAF ESTELLE GETTY Firsí ske deaned vp fais apeitmín!. á e's dwrning ap th« jbeets. Óborganlegt grín og spenna. Sýnd kl. 5,7,9og11. Miðav. kr. 300 kl. 5 og 7. TILBOD A POPPIOG KOKI - PLAGGÖT AF BEETHOVEN FYRIR ÞAU YNGSTU! REGNBOGINN SÍMI: 19000 Bifreið kastast á pilt á hjóla- skautum BIFREIÐ var ekið aftan á aðra með þeim afleið- ingum að fremri bifreiðin kastaðist á pilt á hjóla- skautum í Skógarseli við Alaska um kl. 20.20 í gær. Pilturinn reyndi að forða sér þegar hann sá í hvað stefndi en meiddist og var fluttur á slysadeild. Meiðsl hans eru þó talin óveruleg. Bifreiðin skemmdist mikið og var flutt burt með krana- bíl en sú sem ók aftan á hana skemmdist minna. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Þrjár kynnisferðir um Njarðvík Core Feldman og Zach Galligan sem fara með aðalhlut- verkin í „Hringferð til Palm Springs" sem sýnd er í Laugarásbíói. Laugarásbíó sýn- ir „Hringferð til Palm Springs“ AÐ BEIÐNI Njarðvíkurbæjar stendur Náttúruvemd- arfélag Suðvesturlands fyrir þremur kynnisferðum um Njarðvíkurland. Fyrsta ferðin verður söguferð mið- vikudaginn 19. ágúst, önnur ferðin fuglaskoðunarferð fimmtudaginn 20. ágúst og þriðja ferðin náttúmminja- ferð föstudaginn 21. ágúst. Farið verður í allar ferðirn- ar kl. 18.00 og þær taka um einn og hálfan til tvo og hálfan tíma. í söguferðina og náttúruminjaferðina verður farið frá Grunnskóla Njarðvíkur en í fuglaskoð- unarferðina frá Bæjarskrifstofum Njarðvíkurbæjar. í söguferðinni verður gengið um gamla Ytra- og Innra-Njarðvíkurlandið og rifjuð upp saga þessara höf- uðbýla í stuttu máli og ör- nefni þeim tengd. Þá verður bent á mannvistarminjar sem orðnar eru hundrað ára eða eldri. Frá skólanum verður gengið upp eftir gamalli leið að Þórukoti og niður að höfn. Þar verða skoðaðar minjar um gömlu Ársælsbryggjuna, síðan far- ið að Höskuldarkoti og Ytri- Njarðvík og Slippnum og verður þar rætt um upphaf þilskipaútgerðar í Njarðvík. Þá verður gengið að Bola- fæti en þar bjó Hallgrímur Pétursson fyrstu árin sem hann dvaldi á Suðurnesjum. Frá Bolafæti verður gengið yfir á gömlu þjóðleiðina Suður með sjó á Njarðvíkur- fítjum en ofan þeirra tengd- ust gömlu þjóðleiðirnar frá Grindavík og Höfnum. í göngunni verður minnst á Fitjakot og farið að Stekk- jarkoti og fjallað um líf og starf fólksins þar. Áfram verður gamla þjóðleiðin gengin í Innri-Njarðvíkur- hverfið og sagt frá byggð í Narfakoti og Tjamarkoti og upphafí bamafræðslu í Njarðvík. Af þjóðleiðinni verða svo gengnar traðirnar niður að Stapakoti og skoð- aðar minjar um útræði. Frá Stapakoti verður gengið með sjónum og komið upp úr Kirkjuvík og gengið að Hólmfastkoti og Ólafsvöll- um. Göngunni lýkur svo á gamla höfuðbýlinu og kirk- justaðnum Innri-Njarðvík. Stjórn og fulltrúaráðsmenn félagsins verða fylgd- armenn í ferðinni. (Úr frcttatilkynmngu) LAUGARÁSBÍÓ hefur tek- Ið til sýninga sumargrín- myndina „Hringferð til Palm Springs". í fréttatilkynningu frá kvikmyndahúsinu segir um söguþráðinn: „Steve fer í heimsókn til Larry frænda síns í sumarfríinu. Þeir ákveða að fara til Palm Springs, en þar er haldin Supermodel-keppni sem draumastelpa Larrys, April, tekur þátt í. Þeir fá „lánaðan" Rolls Royce til fararinnar, en vita ekki að skottið er fullt af illa fengnum dollurum. Eftir viðburðaríka ferð til Palm Springs koma þeir til hótelsins þar sem keppnin er haldin og ráða sig þar í vinnu til að geta verið sem næsl öllum Supermódelunum." Aðalleikarar myndarinnar eru Core Feldman, Zach Gall- igan og Rowanne Brewer. Leikstjóri er Alan Roberts. Skotleikar 92: Nýstárleg skotkeppni NÝSTÁRLEG skotkeppni, Skotleikar 92, verður hald- in á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur sunnudaginn 16. ágúst og hefst hún klukkan 10.00. ÖHum er heimill aðgangur en keppt verður í þremur mismun- andi skotgreinum. Það er S.R. í samvinnu við Hið íslenska byssuvinafélag sem standa að keppni þessari og er allt áhugafólk hvatt til að mæta. Keppt verður í skotfími með 22 cal. rifflum með. sjónauka af 40 og 60 metra færi. Skotnar verða 25 leirdúfur með veiði- þrengdum byssum og skotið verður á sérútbúna skotskífu á 100 metra færi með stórum rifflum. Verðlaun verða veitt í öll- um greinuin og farandbikar fyrir besta samanlagða ár- angurinn. Grill verður á staðnum. Hægt er að skrá sig til keppni í byssudeild Kringlusports en keppnisr gjald er 1500 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.