Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 VELVAKANDI EKKIKLAR Svanborg Þórmundsdóttir: EG ER þeirrar skoðunar að í útgáfunni á ljóðum Jónasar Hall- grímssonar þar sem orðinu „fáki“ hefur verið breytt í „klári" í ljóðinu um Arnarvatnshæðimar sé rangt að farið. Orðið fákur táknar bara hest en ekki hest þaninn á skeið eins og segir í bréfi Haraldar Blöndal í Morgun- blaðinu 24. júlí. Það er því engin ástæða til að breyta þessu. Að mínu viti var orðið klár aldrei notað um hesta. BINDISNÆLA BINDISNÆLA úr gulli tapaðist laugardagskvöldið 8. ágúst, lík- lega á Hótel Borg. Finnandi vin- samlegast hafi samband í síma 28563. HÁLSKEÐJA ÞRÍLIT hálskeðja úr hvítagulli, rauðagulli og gulli tapaðist sennilega á leiðinni frá Hlemmi að Njálsgötu mánudaginn 10. ágúst. Keðjan er um 40 cm á lengd og er finnandi beðinn um að hringja í síma 79836. GÓÐ ÞJÓNUSTA Sigríður Guðmundsdóttir: ÉG OG fjölskylda mín fórum í sundlaug á Þórshöfn og viljum þakka sundlaugarverðinum, sem er kona, fyrir kaffið góða sem hún færði okkur í heita pottinn sem var mjög notalegt. Ættu fleiri á landsbyggðinni að taka hana sér til fyrirmyndar. ÞAKKLÆTI Jóna Björk Jónsdóttir: ÉG VIL koma á framfæri þakk- læti til fólksins sem fann tveggja ára dóttur mína sl. þriðjudag á Umferðarmiðstöðinni eftir að hún hafði orðið viðskila við móð- ur sína og kom henni fyrir á Laufásborg og tilkynnti svo lög- reglu. DÚKKA DÚKKAN Dúlla er týnd. Hún tapaðist 25. júlí á leiðinni. frá versluninni 17 á Laugaveginum niður á Skólavörðustíg. Hún er hárlaus og lítil í hvítum galla með bleikum og bláum doppum. Eigandi hennar saknar hennar sáran og er finnandi beðinn um að hringja í síma 44604 eða 75097. DÚKKUVTÐ- GERÐIR Svanur Sigurgíslason: HVER tekur að sér að laga gaml- ar dúkkur? Það er ekki fyrir hvern sem er að gera slíkt. Út- limimir eru tengdir saman með teygjum sem sameinast í búkn- um. Búkurinn er síðan heill og lokaður þannig að það er torvelt að komast að festingunum. Mér skilst að það séu jafnvel til sér- stök verkfæri til slíkra viðgerða. TÝNDUR KÖTTUR LÆÐAN Emma hvarf um versl- unarmannahelgina frá Freyju- götu 40. Hún er angórublönduð og svört að lit en kastaníubrún í mikilli birtu. Emma, sem er 7 ára, var ekki með ól þegar hún hvarf. Ibúar í nágrenninu em beðnir um að athuga í bílskúrum sínum og geymslum. Vinsamleg- ast hafið samband í síma 622555 ef eitthvað hefur sést til ferða kattarins. HÚFA LEÐURHÚFA með merki Chicago Bulls tapaðist föstudag- inn 7. ágúst. Éigandi hennar telur sig hafa týnt henni í nánd við Laugarásbíó eða gleymt henni í Garðabæjarstrætisvagni. Finnandi er beðinn um að hringja f síma 656244. GÖNGUSKÓR BRÚNIR Kastinger gönguskór voru teknir í misgripum í Kerl- ingafjöllum um versiunarmanna- helgina. Sá sem tók skóna er vinsamlegast beðinn um að hafa samband í síma 671657. MINNISBÓK LÍTIL ljósblá minnisbók með bleikum kili fannst við biðskýli í Árbæ. Minnisbókin inniheldur heimilisföng frá öllum heims- hornum. Upplýsingar fást hjá ínu í síma 677121. Tjörnin eyðilögð Frá Sigvrlaugu Tryggvadóttur: FÁRÁNLEG mistök hafa átt sér stað þegar silungur var settur í litlu fallegu tjömina í Seijahverfinu. Gróðurinn í kringum hana verður troðinn niður og eyðilagður. Svo miklu var búið að kosta til við að gera umhverfið fagurt. Börnin vaða, hjóla og jafnvel skríða um tjörnina þar sem hún er grynnst. Veiðihugurinn yfirteku skynsemina sem vonlegt er. Þarna var friðland. Nú er þar örtröð sem skapar eyði- leggingu. Hvað svo um mæðumar sem fá börnin sín rennvot heim ef til vill oftar en einu sinni á dag? SIGURLAUG TRYGGVADÓTTIR, Hjallaseli 55, Reykjavík LEIÐRÉTTING Föðurnafn mis- ritaðist I kveðjuorðum um Unni Maríu Ríkarðsdóttur, frá Hjálparsveit skáta á Akureyri, misritaðist föður- nafn hennar í fyrirsögn. Beðist er afsökunar á mistökununm. Myndabrengl I Morgunblaðinu í gær, miðviku- daginn 12. ágúst, áttu sér stað þau mistök að á miðopnu, bls. 25, þar sem koma átti mynd af dr. Guðjóni Elvari Theodórssyni, birtist mynd af dr. Jóni Jóhannesi Jónssyni. Beð- ist er velvirðingar á þessum mistök- um. Dr. Guðjón Elvar Theodórsson Guerlain IARIS Kynnum nýju haustlitina frá Guerlain íClöru, Kringlunni, ídag, fóstudaginn 14. ágúst, frákl. 13.00-19.00. S ICELANDIC MODELS sýna glæsilegan haust- fatnað kl. 15 og 17 frá tískuverslunum Kringlunnar. A Eituiig verður kynning á því nýjasta . ™ í snyrtingu og hárgreiðslu. ® \\ Breskir fjöllistamenn - hstsýning 5 ára bama - tónlist - leiktæld og margt fleira o tfl skemmtunar. Ffi oHi. ðgásl ICFlliiSlMf ^ tpiii 611 Mb 1é á i@ÓBg(á][i^lpHn v KRINGWN Hard Rock Café er opið alla daga til kl. 23:30. 0 Bladid sem þú vaknar vió!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.