Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 Kristín Sigurðar- dóttir - Minning Fædd 30. ágúst 1897 Dáin 9. ágúst 1992 Föðursystir mín, Kristín Sigurð- ardóttir er látin, nær 95 ára að aldri. Síst er það sorgarefni þótt svo öldr- uð kona fái lausn frá þrautum og heilsuleysi sem hún hefur átt við að stríða nokkur undanfarin ár. Það er svo annað mál að við þessi tíma- mót hrannast minningamar upp í huga vina og vandamanna. í mínum huga eru minningarnar margar, allar góðar en þar ber þó hæst þakk- læti — þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Það knýr mig til að stinga niður penna. Við Kristín skoppuðum báðar um sömu þúfurnar í Ystafelli þegar við vorum stelpur. Við sofnuðum báðar við niðinn í Gljúfurá á kvöldin og vöknuðum við hann á morgnana þótt við værum sín af hvorri kyn- slóð. Umhverfi og æskustöðvar tengja kynslóðir saman þótt leiðir liggi ekki saman. Þúfurnar okkar eru að vísu margar horfnar, undir tún, en niðurinn í Gljúfurá er enn hinn sami. Kristín ólst upp á mann- mörgu heimili í Ystafelli, í skjóli góðra foreldra og í stórum glöðum systkinahópi. En örlögin höguðu því svo til að ung að árum fluttist hún með for- eldrum sínum til Reykjavíkur þar sem faðir hennar, aldni bóndinn, tók við_ erfiðu embætti. í Reykjavík bjó hún síðan og þar var starfsvettvangur hennar sem varð langur og giftudijúgur. Um skeið var hún talsímakona. í Reykjavík kynntist hún líka lífs- förunaut sínum, Hallgrími Sig- tfyggssyni. Sambúð þeirra varð löng, um 60 ár. Sambúðin ein- kenndist af ástúð, samheldni og gagnkvæmri virðingu. Ungu hjónin hófu búskap í byijun kreppunnar og vart þarf að taka það fram að ýmsir örðugleikar urðu á vegi þeirra, en örðugleikar eru til þess að sigra þá og það gerðu þau og áttu mjög ánægjulegt ævikvöld saman. Aðalstarf Kristínar í lífinu var að vera húsmóðir á stóru gest- kvæmu rausnarheimili og móðir fjögurra bama. Ég hefi heyrt marg- ar húsmæður svara því til ef þær eru spurðar um starfsheiti að þær séu „bara húsmóðir". i dag er að mínum dómi ekki ástæða til að tala í lítilsvirðingu um húsmóður- og móðurstörfín og ennþá síður var ástæða til að viðhafa slíkt um þessi störf á fyrri tugum þessarar aldar. Þá var ekki hlaupið út á síðustu stundu til að kaupa pizzu eða pylsu í matinn heldur var lögð mikil vinna og alúð við að vinna úr hráefninu inni á heimilinu á sem hagkvæmast- an hátt. Þá voru heldur engar þvottavélar til svo eitthvað sé nefnt. Þá veitti ekki af hagsýnum fjár- málaráðherra á hvetju heimili. Kristín gegndi öllum þessum störf- um af einstökum dugnaði, lagni og hlýju. Hún rak heimili sitt með reisn enda hafði hún hlotið góðar gáfur til munns og handa í vöggugjöf. Mér er í fersku minni hve mikil tilhlökkun var í Ystafelli þegar von var á Stínu frænku og fjölskyldu hennar í heimsókn. Þá var hátíð í bæ, enda fólkið glæsilegt, glaðvært og skemmtilegt. Þegar ég, sveitastelpan, hélt til Reykjavíkur og hugðist setjast á skólabekk var leitað til Kristínar og Hallgríms. Síðan átti ég þar heimili og skjól um árabil. Ég votta minningu Kristínar frænku djúpa virðingu og þökk um leið og ég sendi ástvinum hennar hlýjar vinarkveðjur. Hólmfríður Jónsdóttir. Látin er í hárri elli Kristín Sigurð- ardóttir frá Ystafelli, sem lengst átti heima á Hringbraut 86 og síðan Nökkvavogi 22 hér í Reykjavík. Hún var fædd í Ystafelli í Ljósa- vatnshreppi 30. ágúst 1897 og var því tæpra 95 ára er hún lést. Foreldrar hennar voru hjónin í Ystafelli, Kristbjörg Marteinsdóttir frá Lundarbrekku og Sigurður Jónsson bóndi og kennari, sem síðar varð alþingismaður og ráðherra. Að Kristínu stóðu þekktar ættir í Suður-Þingeyjarsýslu. Kristbjörg móðir hennar var af Hraunkotsætt í gegnum föður sinn Martein Hall- dórsson og bæði af Reykjahlíðarætt og Ulugastaðaætt í gegnum móður sína Kristínu Jónsdóttur, Jónssonar frá Reykjahlíð, en móðir Kristínar Jónsdóttur var Kristbjörg Kristjans- dóttir á Illugastöðum. Sigurður í Ystafelli, sem fæddur var á Sveins- strönd í Mývatnssveit átti allar ættir sínar að rekja í þá sveit, en þekktust af þeim er Skútustaðaætt. Kristín var næst yngst af sex bömum þeirra Kristbjargar og Sig- urðar í Ystafelli. Þau voru í aldurs- röð: Jón bóndi og rithöfundur í Ystafelli, fæddur 1889; Guðbjörg húsfreyja á Stóruvöllum í Bárðar- dal, fædd 1891; Marteinn bóndi í Ystafelli, fæddur 1894; Hólmfríður húsfreyja á Hallgiísstöðum í Fnjóskadal; þá Kristín og yngstur var séra Þormóður sóknarprestur á Vatnsenda í Ljósavatnshreppi, fæddur 1903. Nú eru þau öll dáin og við í frændliðinu kveðjum Kristínu m.a. sem síðasta fulltrúann fyrir kynslóð þessara aldamótabama. Kristín ólst upp í Ystafelli á íjöl- mennu, all umfangsmiklu og mjög gestkvæmu heimili. Faðir hennar hélt þar um arabil skóla fyrir ungl- inga úr héraðinu. Bæði vom foreld- ar hennar mjög starfandi að ýmsum félagsmálum sveitarinnar, héraðs- ins og síðar á landsvísu. í Ystafelli lá þjóðbraut um hlaðið og þangað komu mjög margir ýmissa erinda. Allt hefur þetta haft sín áhrif á uppeldi og þroska barnanna. Þama ríkti andi bjartsýnnar félagshyggju og menntunar og hefur Ystafells- heimilið sjálfsagt verið hluti af þeim jarðvegi sem úr spratt sá framfara- hugur og trú á stöðugt bætt mann- líf, sem einkenndi þá sem ólust upp á morgni þessarar aldar. Kristín bar öll þessi einkenni með sér, hún var mjög fijálsmannleg, hispurslaus og hreinskiptin í allri framgöngu og máli og fylgdist af lifandi áhuga og góðvild með lífinu og starfinu í kringum sig. Þessi vom m.a. einkenni hennar alla tíð. Að loknu unglinganámi heima í sveitinni fór Kristín til náms við Kvennaskólann á Blönduósi. Er því námi lauk vom foreldrar hennar fluttir um stundar sakir til Reykja- víkur. Sigurður faðir hennar hafði þá verið kjörinn á þing og varð ráðherra snemma árs 1917. Kristín fluttist þá einnig suður og átti heim- ili í Reykjavík eftir það. Eftir að foreldrar hennar fluttust t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, GUÐJÓNS Ó. GUÐJÓNSSONAR. Dóra Nordal, Jóhannes Nordal, Marta Guðjónsdóttir, Magnús Guðmundsson og fjölskyldur. t Ástkær amma okkar, HÓLMFRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR frá Siglufirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 13. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Hólmfríður Magnúsdóttir, Gunnlaugur Jón Ólafur Magnússon, Jóhann Magnússon. t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, ÁRMANN ÓSKAR KARLSSON verkstjóri, Breiðvangi 9, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, föstudaginn 14. ágúst, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Eva Kristjánsdóttir. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR BECK, lést á elliheimilinu Grund að mo'rgni hins 13. ágúst 1992. Þórólfur Kristján Beck, Kirsti Lauritsen Beck, Sigríður Kristjánsdóttir Beck Tómas Beck, Katrín Dagmar Beck. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, afa og langafa, SIGURÐAR KRISTINSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks og hjúkrunarfólks á deild E-63 Heilsuverndarstöðinni fyrir einstaklega góða umönnun. Kristinn Sigurðsson, Liljá Hulda Auðunsdóttir, Bergþóra Sigurðardóttir, Róbert Róbertsson, Jórunn Hulda Siguröardóttir, Eyjólfur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, RAGNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR, Hjalteyri, Vesturvegi 13B, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 15. ágúst kl. 11.00. Magnús Bergsson, Þórey Bergsdóttir, Jón Tómasson, Karl Bergsson, Erna Sigurjónsdóttir, Sigurbjörg Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RÖGNVALDUR ÓLAFSSON heildsali, Krummahólum 41, Reykjavfk, lést á heimili sfnu 12. ágúst sl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Ragnarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Lokað eftir hádegi í dag vegna útfarar ÓSKARS KARLSSONAR, verkstjóra. Sjólastöðin hf. aftur norður hélt Kristín heimili með móðursystur sinni Vigdísi Mar- teinsdóttur, sem síðan átti hjá henni skjól. Árið 1927 giftist Kristín Hall- grími Sigtryggssyni verslunar- manni. Hallgrímur var Eyfirðingur að ætt og uppruna; að mestu alinn upp á Möðruvöllum í Hörgárdal þar sem faðir hans Sigtryggur Þor- steinsson var lengi staðarráðsmað- ur. Hallgrímur hóf ungur störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri. Hann fylgdi síðan nafna sínum Kristinssyni suður er Samband ís- lenskra samvinnufélaga var að efl- ast með aðalstöðvar sínar þar, og vann síðan hjá Sambandinu eftir það. Þau hjónin Kristín og Hallgrímur voru því sprottin úr samskonar jarð- vegi, og voru bæði uppalin við elda félagslegra hugsjóna með trú á samhjálp og samvinnu sem tæki til að bæta mannlífið. Sambúð þeirra átti líka eftir að verða löng og far- sæl þó að skapgerðin væri e.t.v. ekki lík. Þeim hjónum varð fjögurra bama auðið. Þau eru: Sigurður verkfræð- ingur, sem nú starfar í Kenya, kvæntur Arönku Bugatsck; Sig- tryggur verslunarmaður í Reykja- vík, hann var kvæntur Ragnhildi Jónsdóttur, sem látin er fyrir nokkru; Vigdís kennari í Svíþjóð, gift Lars Gustav Nilsson og Þor- steinn verkfræðingur í Reykjavík, kvæntur Margréti Ásólfsdóttur. Kristín og fjölskylda hennar héldu mikillitryggð við átthagana fyrir norðan. Það var um langt skeið árvisst að þau kæmu norður Hall- grímur og Kristín með börnin, þau sem ekki voru þá þegar komin þangað til sumardvalar. Þessar heimsóknir voru okkur öllum bömum og fullorðnum á Ystafellsbæjunum stöðugt jafn mik- ið tilhlökkunarefni. Þá voru hátíðar- dagar á bæjunum. Öll komu börn Kristínar til sumardvalar, fleiri eða færri sumur hjá ættingjunum fyrir norðan. En þessi samskipti voru ekki í eina átt, síður en svo. Heimili Krist- ínar og Hallgríms í Reykjavík var skyldfólkinu að norðan stöðugt opið hvort sem var til fárra nátta gist- ingar eða lengri dvalar. Systkini Kristínar dvöldust stöðugt hjá henni þegar þau þurftu að gista Reykja- vík, sem oft við bar, svo var sérstak- lega um föður minn og svo komu systkina- og þó einkum bræðra- bömin frá Ystafelli og a.m.k. sex þeirra bjuggu vetrarlangt eða leng- ur hjá Kristínu og Hallgrími. Það var stöðugt að finna hjartarúm og húsrúm á Hringbraut 96 þó að nú fáum við varla skilið hvernig allt fólkið gat komist fyrir sem þar gisti oft og tíðum. Öllum sem dvöldust hjá Kristínu, hvort sem það var lengur eða skemur, sýndi hún sama áhugann og sömu umhyggju og eigin börnum. Hún var okkur afar holl, jafnt í umvöndunum sínum og uppörvunum. Það var alltaf jafn lærdómsríkt að koma til þeirra, að setjast við skör hjá Hallgrími til að hlusta á frásagnir frá fyrri tímum, t.d. frá árdögum samvinnuhreyf- ingarinnar, eða ræða málin við Kristínu sem fylgdist með öllu okk- ar fólki hvort sem það dvaldist fjær eða nær. Það er öðru fremur tilgangurinn með þessum línum að þakka Krist- ínu fyrir það allt sem hún gaf okk- ur frænd- og tengdafólki sínu með drengskap sínum, umhyggju og góðvild. Megi minning hinnar góðu konu lengi Iifa. Jónas Jónsson. Sér(Vakðingar í l)lóninski'ey(iii”Tini iiú öll (u'kira'i i Bblómaverkstæði INNAS& Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaöastrætis, sími19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.