Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 40
MORGVNBLADJD, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1855 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FOSTUDAGUR 14. AGUST 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. B). fi; II -v LETTÖL \\--------( / Sér fyrir endann á umfangsmiklum framkvæmdum á Laugardalsvelli Hlaupa- brautin ígagnið Umfangsmiklum framkvæmdum á aðalleikvangi Laugardalsvallar miðar vel og hér loka tveir þýzkir starfsmenn, þeir Thomas og Stef- an, einum hringnum á nýju hlaupabrautinni. Jón Magnússon vallarstarfsmaður segir að áætlað sé að framkvæmdum við aðra þætti en flóðlýsingu verði lokið í næstu viku. Þegar framkvæmdum við völlinn lýkur verða á honum 8 hlaupabrautir, tvöföld atrennu- braut fyrir lang- og þrístökk, kasthringir hvoru megin vallar auk aðstöðu fyrir aðrar ftjáls- íþróttir. Stefnt er að því að upp- setningu fljóðljósa verði lokið fyr- ir 1. október. Flóðlýsingin verður í fjórum 42 m háum möstrum og verða 38 ljóskastarar í hveijum þeirra, eða 152 talsins. Áætlað er að framkvæmdirnar kosti sam- tals 150 milljónir króna. Morgunblaðið/Júlíus Breskt ráðgjafarfyrirtæki leitar til byggingaverktaka hér á landi íslendingar geri tilboð í byggingn á Gaza-svæðinu Yerkefnið er talið kosta um einn milljarð króna og taka tvö ár VERKTAKASAMBANDI Is- lands hefur borist erindi frá breska ráðgjafarfyrirtækinu Architects Co-Partnership þar sem óskað er eftir þátttöku ís- lenskra byggingarverktaka í Eldavél dýr- asta raftæki heimilisins Rafmagnsnotkun meðalfjöl- skyldu kostar 34.055 krónur á ári eða um 93,30 kr. á dag. Raffangaprófun rafmagnseft- irlits ríkisins hefur einnig reiknað út fyrir Morgunblaðið hvað kostar að nota ýmis raf- magnstæki sem fólk notar dag hvern. Þar kemur fram að það kostar 2,60 kr. að hella upp á kaffi þrisvar til fimm sinnum á dag eða um þúsund krónur yfir árið. Sé sjónvarpið í gangi 5 klst. á dag kostar það 3,20 eða 1.168 kr. á ári. Langsamlega dýrast og orku- frekast raftækja er eldavél, en kostnaður er 11,50 kr. á dag, eða um 4.197,50 kr. á ári. Þurrk- ari í þvottavél er helmingi dýr- ari í notkun á dag en vélin sjálf og vatnsrúmshitari kostar 8 kr. á dag. Sjá bls. 4-5 í B-blaði. forvali vegna byggingar sjúkra- húss á Gaza-svæðinu, hernumdu svæði ísraelsmanna. Að sögn Pálma Kristinssonar, fram- kvæmdastjóra Verktakasam- bandsins, stendur nú yfir vinna við útvegun forvalsgagna fyrir íslensk verktakafyrirtæki en til- boðsfrestur rennur út 7. septem- ber. Pálmi telur líklegt að tvö eða þijú íslensk verktakafyrir- tæki muni sýna þessu áhuga og að möguleikar þeirra til að fá verkið séu síst Iakari en ann- Sjúkrahúsið verður byggt að til- stuðlan Palestínuflóttamannaað- stoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Um er að ræða 230 rúma sjúkrahús og er gert ráð fyr- ir að verkið muni kosta um einn milljarð króna og að verktíminn verði tvö ár. Evrópubandalagið fjár- magnar byggingu sjúkrahússins að mestu leyti og var útboðið upphaf- lega takmarkað við fyrirtæki innan landa EB og við verktakafýrirtæki sem starfa á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum og Gaza-svæð- inu, en síðar var ákveðið að leita einnig til verktaka í fleiri löndum sem eru aðilar að Evrópska efna- hagssvæðinu. Pálmi sagði það vera álitamál hvort möguleikar íslenskra fyrirtækja til að fá verkið væru bundnir því að EES-samningurinn öðlaðist gildi um næstu áramót. Frestur til að skila inn gögnum vegna forvalsins rennur út 7. sept- ember og í október verður ákveðið hvaða fyrirtæki verða fyrir valinu. Stefnt er að því að gengið verði frá verksamningum fyrir 1. janúar 1993. „Við höfum þegar óskað eftir forvalsgögnum fyrir þau aðildarfyr- irtæki okkar sem kynnu að hafa áhuga á að taka þátt í þessu út- boði. Ég hef trú á því að jafnvel tvö eða þtjú íslensk verktakafyrir- tæki muni sýna þessu áhuga og ég tel að möguleikar þeirra til að fá verkið séu síst lakari en annarra," sagði Pálmi. Hann benti einnig á að ístak hf. og danska fyrirtækið E. Phil & Son A/S hefðu unnið að byggingu_ tveggja hafnarmann- virkja í ísrael um nokkurra ára skeið með góðum árangri, undir stjórn íslenskra verkfræðinga. „í Ijósi þess mikla samdráttar sem nú blasir við í verktakaiðnaðin- um hér á landi er verkefni eins og þetta meira en kærkomið fyrir ís- lensk verktakafyrirtæki og starfs- menn þeirra. Ég tel eðlilegt og nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld aðstoði íslensk fyrirtæki við öflun verkefna eins og þessa á sama hátt og gert er í nágrannalöndunum," sagði Pálmi. Eldsvoði í íbúðarhúsi Hellu. ELDUR kom upp í gömlu báru- járnsklæddu timburhúsi að Haga í Holtahreppi um kl. 17 i gær, en húsið var mannlaust. Litlu mátti muna að húsið brynni til kaldra kola, en það skemmdist mjög mikið. Slökkviliðin á Hellu og Hvols- velli réðu niðurlögum eldsins á um tveimur klukkutímum. Að sögn slökkviliðsstjórans á Hellu, Gunn- ars Siguijónssonar, var slökkvi- starf erfitt vegna gífurlegs hita og reyks. Eldurinn virtist hafa kraumað í húsinu lengi, en eigand- inn, sem býr þar ekki að stað- aldri, dvaldi þar síðast á sunnu- dag. Rjúfa þurfti gat á þak húss- ins, en Gunnar sagði mestan eld hafa verið í stigagangi við kjallara hússins. Miklar skemmdir af völd- um reyks og hita eru þó um allt hús. AH Vildi bjarga deiginu en ók aftan á ÞRIGGJA bíla árekstur varð á syðri vegarhelmingi Miklubraut- ar við Kringluna um kl. 16.20 í gær. Þrennt var flutt á slysadeild en meiðsl reyndust ekki alvarleg. Slysið má rekja til þess að um leið og ökumaður öftustu bifreiðar- innar skipti yfir á hægri akrein af þeirri vinstri valt stór hrærivélar- skál með pönnukökudeigi, sem var fyrir framan farþegasætið, á hlið- ina. Ökumaðurinn ætlaði að rétta skálina við og bjarga deiginu en missti sjónar á brautinni framundan með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti á næsta bíl, sem kastaðist á þriðja bílinn. Ökumaður miðbílsins og 5 ára farþegi í aftursæti voru fluttir. á slysadeild. Reyndist ökmaðurinn hafa meiðst á hálsi og enni en far- þeginn ungi hafði sloppið ómeiddur. Einnig var farið með ökumann öft- ustu bifreiðarinnar, eiganda deigs- ins, á slysadeild en hann reyndist ómeiddur. Tvo aftari bílana varð að draga burt með kranabíl en fremsti bíllinn skemmdist minna. Myndaðí frjálsu falli BIRGIR Sigurjónsson fallhlífastökkvari býr sig hér undir stökk og ætlar sér greinilega að ná atburðinum á filmu, því hann hefur fest mynd- bandstökuvél kyrfilega ofan á hjálminn. Fyrir hægra auganu hefur hann mið, svo hann átti sig betur á hvert myndavélin beinist. Myndin er tekin á Helluflugvelli og í baksýn sést hin litskrúðuga flugvél Fallhlífaklúbbs Reykjavík- ur. Morgunblaðið/PPJ Gæfan fylgi þér í umferðinni sjóváQ|mmennar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.