Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ KÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 <13 máli að hin raunverulega valdastétt atvinnurekenda og verkalýðsfor- ingja leyfir ekki aukin fjárframlög til Háskólans. Og Alþingi glúpnar. Valkostirnir eru greinilega held- ur ófrýnilegir og úr vöndu að ráða. Vel má reyndar vera að unnt sé að framkvæma eitthvert sambland af ofannefndum þrem leiðum. Þannig mætti t.d. hugsa sér að selja viðskipta- og hagfræðideild, hafa há skólagjöld við einhveijar aðrar deildir sem bjóða upp á arð- vænlegt nám og halda t.a.m. ís- lenskum fræðum gangandi með almannafé en takmarka þar að- gang. Enn ein leið er ónefnd, sem sé sú að þau fyrirtæki sem njóta afraksturs Háskólans í formi há- skólamenntaðs vinnuafls greiði sér- stakt gjald til skólans. En það er sama hvað ákveðið verður í þessu efni, alþingismenn geta ekki vikist undan ábyrgðinni og varpað henni á Háskólann. Það er ekki hlutverk háskólamanna að taka stórpólitísk- ar ávkarðanir um mótun framtíðar- þjóðfélags í landinu. Þeirra skylda er að sjá til þess að þjóðin eigi eins góðan háskóla og kostur er og þeir munu ekki skorast undan því að framkvæma þær ákvarðanir Al- þingis sem að þessu stuðla. Það er hins vegar ekki hægt að ætlast til þess að háskólamenn taki þátt í að framkvæma núverandi sulta- rólarstefnu, sem hægt og bítandi er að eyðileggja Háskólann. Þrengingar Háskóla íslands eru ekkert einkamál háskólamanna heldur vandi alls samfélagsins og á þessum vanda verður að taka áður en dáðleysi yfírvalda vinnur skólanum og þar með þjóðinni allri óbætanlegt tjón. Hagsmunir Há- skólans og almennings fara saman og stjórnarherrar og leiðtogar verkalýðs og atvinnurekenda sem ekki skilja þessa einföldu staðreynd ættu að leita fyrir sér um önnur og ábyrgðarminni störf. Höfundur er varaformaður Féiags háskólakennara Hólamenn ekki reknir heim - segir í greinargerð frá stjórn Vindheimamela sf. ________Hestar____________ Valdimar Kristinsson Vegna þeirra atburða er áttu sér stað fyrir hestamót Skagfirðinga, sem haldið var um verslunarmannahelgina, þegar hrossum skráðum á nafn skólastjóra Bændaskól- ans á Hólum, Sveinbjörns Eyjólfssonar, var meinuð þátttaka, hefur stjórn Vind- heimamela sf. sent frá sér greinargerð þar sem koma fram sjónarmið stjórnarinn- ar. í upphafí er rakinn gangur mála og kom það allt fram í umfjöllun Morgunblaðsins um mál þetta föstudaginn 7. ágúst sl. Þar kemur meðal annars fram að landbúnaðarráðuneytið heimilaði Sveinbirni að skrá hrossin á sitt nafn. Um þetta segir í greinargerðinni að stjóm Vindheimamela hafí metið svar landbúnaðarráðuneytisins þannig að greinilegt væri að umrædd hross væru í eigu Bændaskólans á Hólum. Þá gerir stjórnin athugasemdir við þá fullyrðingu Sveinbjöms að hrossin hafí verið skráð hálfum mánuði fyrir mót og segir hið rétta vera að skráning til þátt- töku á umræddu móti hafi farið fram mánudaginn 27. júlí og þriðjudaginn 28. júlí hjá Magn- úsi Lárussyni á Hólum. Þá seg- ir ennfremur að stjórn Vind- heimamela hafí ekki séð skrán- inguna fyrr en fímmtudags- kvöldið 30. júlí þegar mótsskrá kom úr prentun. Þetta sama kvöld hafí verið haldinn stjórn- arfundur þar sem ákveðið var að gera fyrirspurn til ráðuneyt- isins um eignarhald hrossanna. Kvöldið eftir var fundað á nýja- leik og fjallað um málið í ljósi framkominna gagna og höfðu tveir stjórnarmenn þá verið í símasambandi við Sveinbjörn skólastjóra þann sama dag og kynnt honum stöðu málsins. Síðan segir að niðurstaðan hafí orðið sú að leyfa umræddum hrossum að taka þátt í gæð- ingakeppninni sem gestum þannig að þau kepptu algerlega á jafnréttisgrundvelli, en tækju þó ekki við verðlaunum ef þann- ig færu leikar. í greinargerðinni kemur fram að Sveinbjörn skólastjóri hafí alfarið hafnað þessu og tekið þá ákvörðun að fara heim með öll hross á vegum Hólamanna. Þá er áréttað að stjórn Vindheimamela hafí ein- ungis fjallað um fjögur hross en Hólamenn hafi farið með 19 hross heim, að eigin sögn, og þar á meðal kynbótahross, sem væru sýnd að vísu á Vindheima- melum en á vegum Búnaðar- sambands og Hrossaræktar- sambands Skagafjarðar. Undir greinargerðina rita allir stjórn- armenn Vindheimamela sf. EINKASKÓLI eftir Siglaug Brynleifsson Samkvæmt frásögn Björns Páls- sonar á Löngumýri í nýlegri ævi- sögu, telur hann að fyrir rúmum tuttugu árum hafí þáverandi menntamálaráðherra látið þýða einhverskonar drög að nýjum grunnskólalögum úr sænsku, og bætir því við að árangur þeirra breytinga sem þá hófust í íslensku fræðslukerfi hafí orðið fremur slak- ur. Arnór Hannibalsson gaf út rit um fræðslukerfíð 1986, „Skóla- stefna, gagnrýni á fræðilegar for- sendur núverandi skólastefnu ís- lenska ríkisins ásamt tillögum til úrbóta“. Skrif Arnórs eru ítarleg- asta gagnrýni sem birst hefur á forsendum núverandi fræðslukerf- is. Svör urðu Iítil við gagniýni Am- órs eins og við gagnrýni Jóns Haf- steins Jónssonar „Aulasósíalismi" 2. desember 1989 í Morgunblaðinu og „íslenskan og skólarnir“ 18. september 1991 í samablaði. Sama er að segja um gagnrýni Hrafns Sveinbjarnarsonar sem birtist sl. haust og vetur í Morgunblaðinu, í nokkrum mjög skemmtilegum og rökföstum greinum um skólastefnu Hamrahlíðarskólans og um reynslu höfundar af íslensku skólakerfi. Tilburðir andmælenda hans voru allir í skötulíki og málfar andmæ- lendanna stakk algjörlega í stúf við meitlað málfar Hrafns. Hingað til hefur árangur gagn- rýni á íslenskt fræðslukerfi orðið lítill, því að íslenska fræðslukerfið hefur hingað til verið einokað af seminaristum Kennaraháskólans og þeim starfskröftum, sem hefur verið smeygt inn í lykilstofnanir sama kerfis. Nú virðist margt benda til að þessi einokun á fræðslu nemenda og kennaraefna verði rofín með „Einnig þarf að huga vel að bókavali, ekki síst í sögu, félagsfræði og kristnifræði, en í þeim greinum hefur verið notast við bækur undanfarin ár sem eru verri en engar.“ væntanlegri Kennaradeild við Há- skólann á Akureyri og stofnun nýs einkaskóla nk. haust í Reykjavík. Við þessi tíðindi hófst upp grátkór hinna svonefndu kennarasamtaka og annarra málsvara fræðslueinok- unarinnar. „Nú á menntunin að verða forréttindi þeirra efnuðu í samfélaginu." Svona klisjur voru tuggðar upp af andmælendum stofnunar einkaskóla, einnig var skrifað um, að vönduð kennsla yrði héðan í frá forréttindi fyrir börn efnaðri hluta þjóðarinnar. En með þessum skrifum var um leið sagt að ríkisgeiri fræðslukerfisins yrði lakari væntanlegum einkageira. Ef vel tekst til með einkaskóla má vissulega vænta þess að munur- inn á einka- og ríkisgeira fræðslu- kerfísins verði slíkur að augljóst verði öllum og jafnvel einnig semin- aristum Kennaraháskólans að brýn þörf er umbóta og ekki síst að „kennsla“ sé gerð að reglu innan ríkisskólakerfísins. Það sem hefur bjargað því að ekki er verr komið, er að enn starfar talsverður hluti kennara (ca. 40%) að eiginlegri kennslu innan geirans, þótt stöðugt Ijölgi „réttindakennurum" úr Kennaraháskólanum með hverri útskrift. Samkvæmt tillögum og áætlun- um hins nýja einkaskóla á að leggja áhersluna á kennslu móðurmáls og annarra grunngreina. Það virðist eiga að kenna margföldunartöfluna og unglingar eiga að læra kvæði utan að og einnig mun áhersla lögð á kurteisi og skýrleika í máli og ritmáli. Þetta er allt til framfara, en einn- ig þarf að huga vel að bókavali, ekki síst í sögu, félagsfræði og kristnifræði, en í þeim greinum hefur verið notast við bækur undanfarin ár sem eru verri en engar. Kennslubækur í íslandssögu og mannkynssögu eru af sama toga og notaðar voru í þjóðarsögu og mannkynssögu í fyrrum leppríkjum Sovétríkjanna og aflagðar voru eft- ir byltingarnar 1989. Hér hefur Námsgagnastofnun verið iðin við að dreifa þessu rusli inn í ríkisskól- ana ásamt uppfræðsluritum í krist- indómi, sem eru þess eðlis að eng- inn vUl kenna þau og enginn lesa eða læra. Meðfylgjandi uppfræðslu í kristinfræði eru upplýsingar um ýmiskonar trúarbrögð, ekki síst hindúisma, búddisma og múham- eðstrú (íslömsk trúarbrögð). Og samkvæmt skoðunum höfunda þessa óhijálega samsetnings eru öll þessi trúarbrögð jafngóð. Ríkjandi skoðun þeirra sem hing- að til hafa mótað fræðslustefnuna er sú, að slíta beri öll tengsl við sögu, tungu og menningu fortíðar- innar. Því er ekki að undra að málfarsleg afturför er áberandi og kunnátta í sögu íslendinga er mjög takmörkuð og þá oft afskræmd og villandi, falssaga mörkuð aulasós- íalisma. Sama einkennið markar einnig heimilisiðnað Námsgagna- stofnunar í gerð kennslubóka í móðurmáli og íslenskum bók- menntum. Stofnun kennaradeildar við Há- skólann á Akureyri og stofnun einkaskólans nú í haust gæti valdið þáttaskilum innan íslensks fræðslu- kerfis og stefnu skuggabaldranna gæti dagað uppi. Höfundur er rithöfundur og fræðimaður. TVOFALDUR 1. VINNINGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.