Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D *vgunM*Mfc STOFNAÐ 1913 182.tbl.80.árg. FOSTUDAGUR 14. AGUST 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Oryggisráð SÞ heimilar hernaðaríhlutun í Bosníu Sarajevo, Gcnf, Sameinuðu þjóðunum, Róm. Keuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gærkvöldi að heimila hernaðaríhlutun í Bosn- íu-Herzegovínu ef nauðsyn krefði til að tryggja að hægt yrði að koma hjálpargögnum til nauðstaddra íbúa landsins. Al- þjóðaráð Rauða krossins í Genf sagði í gær að múslimar, Króatar og Serbar hefðu allir gerst sekir um „skipuleg grimmdarverk" á saklausum borgurum og brotið Genfar-sáttmálann. Tólf af ríkjunum fimmtán, sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, greiddu atkvæði með ályktun sem heimilar hernaðarí- hlutun í Bosníu. Þrjú ríki, Kína, Indland og Zimbabwe, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Hins vegar var samþykkt samhljóða ályktun þar sem þess er krafist að Rauði kross- inn fái aðgang að fangabúðum í öllum fyrrverandi lýðveldum Júgó- slavíu. Embættismenn Alþjóðaráðs Rauða krossins sögðu í gær að þeir hefðu fengið loforð um að hafa eft- irlit með öllum fangabúðum í Bosn- íu. Tuttugu manna sveit á vegum hjálparstofnunarinnar hefði þegar vitjað 6.000 fanga sem eru í haldi í þremur illræmdum búðum Serba. Sveitin hefði séð dæmi þess að lið- lega níræðu fólki væri haldið í búð- unum. Níu aðildarríki Vestur-Evrópu- sambandsins höfnuðu í gær hug- myndinni um viðamikla hernaðarí- hlutun í Bosníu en voru hins vegar hlynnt takmörkuðum hernaðarað- gerðum til að tryggja að hægt yrði að koma hjálpargögnum til nauð- staddra. Fram til þessa hafa Serbar eink- um verið sakaðir um voðaverkin en serbneskir leiðtogar hafa sagt að þúsundir Serba hafi sætt illri með- ferð múslima og Króata. í skýrslu Alþjóðaráðs Rauða krossins segir að múslimar, Króatar og Serbar séu allir sekir um „þjóð- ernishreinsanir", þ.e. að hafa flæmt fólk af öðrum þjóðernum frá heim- kynnum sínum til að skapa „þjóð- ernislega hrein svæði". „Alþjóðaráð Rauða krossins hefur aflað sér upp- lýsinga um að saklausir borgarar hafi verið handteknir og sætt ómannúðlegri meðferð," segir í skýrslunni. „Barsmíðar, morð, eignaupptökur og gíslatökur eru aðeins lítill hluti af þeim aðferðum sem beitt hefur verið og brjóta í bága við alþjóðleg mannúðarlög." Leyniskyttur skutu í gær á bíla- lest Milans Panics, forsætisráðherra Júgóslavíu, er hann var á leiðinni frá flugvellinum í Sarajevo til höf- uðstöðva friðargæsluliða Samein- uðu þjóðanna í bosnísku höfuðborg- inni. Bandaríkjamaður, starfsmað- ur bandaríska sjónvarpsins ABC, særðist í árásinni og lést síðar í höfuðstöðvunum. Panic var á leið til viðræðna við stjórnmálaleiðtoga til að afla sér upplýsinga fyrir frið- arráðstefnu á vegum Evrópubanda- lagsins sem hefst í Brussel í dag. Brátt lausir úr búðunum Reuter Króatískir stríðsfangar fá hér að þvo fötin sín í fangabúðum í Bosníu. Þeim verður sleppt í dag í skiptum fyr- ir serbneska fanga í mestu fangaskiptum Króata og Serba til þessa. Mannfall ímiðri Kabúl Kabúl, Islamabad. Reuter. BURHANUDDIN Rabbani, for- seti Afganistans, sagði að hundr- uð afganskra borgara hefðu beð- ið bana í gær er skæruliðar Gulbuddins Hekmatyars skutu flugskeytum á miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistans, í einni mannskæðustu árás á borgina frá því harðir bardagar blossuðu þar upp fyrir fimm dögum. Rúm- lega 150 manns særðust í árás- inni. Mesta manntjónið varð vegna klasaflugskeytis, en slík vopn valda öflugri sprengingu en hefðbundin flugskeyti. Sundurtætt lík og blóð- pollar voru á víð og dreif á gang- stéttum. Gulbuddin Hekmatyar er heittrú- aður leiðtogi skæruliðahreyfingar sem nefnist Hezb-i-Islami. Hann hefur neitað að binda enda á árás- irnar á afgönsku höfuðborgina fyrr en stjórn íslamskra skæruliðahreyf- inga, sem tók við völdunum fyrir þremur mánuðum, gangi að kröfum hans um kosningar og brottvísun hreyfingar Úzbeka, sem stuðlaði að falli kommúnistastjórnarinnar. Talsmaður Hezb-i-Islami sagði í gær að hreyfingin myndi hætta árásum á Kabúl í sólarhring til að gefa útlendingum færi á að fara þaðan ef stjórnin féllist á vopnahlé. Baker kvaddur til bjargar Bush í kosningabaráttunní Washington. Reuter. . GEORGE Bush Bandaríkjaforseti gerði í gær James Baker utan- ríkisráðherra að skrifstofustjóra í Hvíta húsinu en þaðan á hann að stjórna baráttu forsetans fyrir endurkjöri í forsetakosningun- um í nóvember næstkomandi. Ákvörðun Bush staðfestir þrálát- an orðróm sem verið héfur á kreiki. undanfarnar vikur. Baker tekur við kosningastjórninni 23. ágúst og Lawrence Eagleburger gegnir á meðan embætti utanríkisráðherra en hann hefur verið aðstoðarmaður Bakers. Baker á þó áfram að stjórna tilraunum Bandaríkjamanna til að koma friðarsamningum í Miðaust- urlöndum í höfn. Bakers bíður erfitt hlutskipti því samkvæmt skoðanakönnunum nýt- ur Bill Clinton, frambjóðandi Demó- krataflokksins, 26% meira fylgis en forsetinn. Bush hefur áður leitað til Bakers þegar hann hefur átt á pólitískan bratta að sækja og hefur utanríkis- ráðherranum fráfarandi jafnan tek- ist að bjarga málum. Bush sagðist myndu leggja til að fráfarandi skrifstofustjóri, Samuel Skinner, taki við for- mennsku í Repúblikanaflokknum, sérstöku trúnaðarstarfi sem óskip- að er í. Skipan Bakers er óvenjuleg sakir þess að sjaldgæft er að menn í æðstu stöðum taki við starfi sem þeir hafa áður gegnt en hann var fyrsti skrifstofustjóri Hvíta hússins í forsetatíð Ronalds Reagans. Sjá „Orðrómur um framhjá- hald Bush..." á bls. 18. Reuter Ber er hver að baki... James Baker tekur nú við stjórn, baráttu Bush Banðaríkjafor- seta fyrir endurkjöri. Lawrence Eaglebur- ger aðstoðarmaður Bakers sest í stól ut- anríkisráðherra fram að kosningum. Fyrrum málgagn kommúnista í krumlur auðvaldsins Grikki kaupir Prövdu Moskvu. Daily Telegraph GRÍSKUR auðkýfingur hefur fest kaup á Prövdu, dagbiaðinu sem Lenín stofnsetti og fyrrum mál- gagni sovéska kommúnistaflokkins. Smán blaðsins þykir alger, það hefur stært sig af að hvika ekki frá upprunalegri stefnu sinni sem felst meðal annars í að eignir ættjarðarinnar megi ekki lenda í höndum gráðugra auðvaldssinna. Óvíst er hvort þessar bjðrgunaraðgerðir á elleftu stundu megna að koma í veg fyrir gjaldþrot Prövdu. Af fjárskorti er blaðið aðeins gefið út þrisvar í viku í minna en milljón eintökum, tíu sinnum smærra upp- lagi en þegar hinn opinberi sannleikur var sá eini rétti. Pravda hefur aldrei þótt trúverðug og mælirinn fylltist í fyrra þegar blaðið studdi valdaránstilraun harðlínumanna. I refsiskyni var útgáfa þess bönnuð um tíma eftir að tilraunin fór út um þúfur og hinn voldugi bakhjarl, kommúnistaflokkurinn, leystur upp. Síðan hefur Pravda átt erfitt uppdráttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.