Morgunblaðið - 23.08.1992, Síða 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992
Brúðkaups-
veislan fór
fram undir
beru lofti og
stigu brúðhjón-
in og gestir
dans við undir-
leik íslenskra
og grænlenskra
hljóðfæraleik-
ara.
Fetað í
fótspor
formóðurinnar
Kristjana og Jonathan ásamt brúðarmeyjunum. Sú grænlenska er dóttir Karen og Kaj Egede, fyrrum sjáv-
arútvegsráðherra í grænlensku landsstjórninni en sú íslenska er systurdóttir Krisljönu, Herdís Guðmunds-
dóttir.
Nýlega gengu Kristjana Guómundsdóttir og Jonathan Motzfeldt
í hjónaband í Hvalseyjarkirkju á Grænlandi. Þar haf a hjón
ekki verið vígð saman síðan árið 1408, er f ormóðir Krist jönu,
Sigríður Björnsdóttir, gekk að eiga Þorstein Ólaf sson.
Texti og myndir: Þóra Þorsteinsdóttir
SVO virðist sem Hvalseyjarkirkja
á Grænlandi tengist sögu íslend-
inga aftur og aftur, þó svo að líði
nær 590 ár á milli brúðkaupa þar.
Það síðasta sem vitað er um byggð
norrænna manna í Grænlandi er
brúðkaup sem fram fór í Hvalsey-
jarkirkju árið 1408. Forsaga þess
brúðkaups er sú að árið 1406
lögðu skip upp frá Noregi til Is-
lands, á þeim voru m.a. Þorsteinn
Olafsson og Sigríður Björnsdóttir
ásamt verndara Sigríðar, Sæ-
mundi Oddssyni og fleira fólki.
Skip þessi hrakti til Grænlands
og voru þar í þrjá til fjóra vetur.
Sigríður Björnsdóttir var
af höfðingjaættum
komin, faðir hennar
var Bjöm Brynjólfs-
son frá Stóru-Ökmm
í Blönduhlíð og þegar hér var komið
sögu var hún orðin ekkja eftir Gunn-
laug Magnússon, sýslumann í Borg-
arfjarðarsýslu. Ástir tókust síðan
með þeim Sigríði og Þorsteini á
Grænlandi sem varð til þess aðþau
vom gefín saman í Hvalseyjarkirkju
árið 1408. Þau sigldu síðan til Is-
lands næsta vor og hófu búskap á
föðurleifð Sigríðar á Stóm-Ökmm.
Einkabam Sigríðar og Þorsteins var
Kristín, varð hún landskunn kona
og jafnan kennd við heimili sitt og
nefnd Akra-Kristín.
Eitthvað hefur Þorstein gmnað
að ættmenni Kristínar myndu vé-
fengja þessa giftingu (sem þeir og
gerðu), því hann hafði í fóram sínum
frá Grænlandi vottfest skjal, þar sem
þeir Indriði Andrésson, offícialis á
Grænlandi, og séra Páll Hallvarðsson
vottuðu að þeir hefðu lýst í kirkju
þijá sunnudaga hjúskaparbandi milli
Þorsteins Ólafssonar og Sigríðar
Bjömsdóttur og hefði enginn vitað
þar á neina meinbugi. Skjal þetta
var gert í Görðum á Grænlandi 19.
apríl 1409. Síðar vora Sæmundur
Oddsson og fleiri látnir votta að þetta
brúðkaup hefði átt sér stað.
En Sigríður og Þorsteinn lifðu í
hamingjusömu og ástríku hjónabandi
og af þeim er kominn mikill ættbogi.
Boðað til brýðkaups á ný
Rétt tæpum 600 áram síðar gerist
það að Kristjana Guðmundsdóttir,
sem er afkomandi Sigríðar og Þor-
steins, hittir ástina sína á Græn-
Iandi. Verður það til þess að aftur
er boðað til brúðkaups í Hvalseyjar-
kirkju. Að þessu sinni er brúðguminn
grænlenskur, Jonathan Motzfeldt,
fyrram formaður grænlensku lands-
stjómarinnar.
Kristjana hefur oft unnið á Græn-
landi á sl. 18 áram og urðum við
vinir hennar fljótt varir við þá miklu
ást sem hún fékk á landinu og fólk-
inu sem þar býr. Það kom okkur því
ef til vill ekkert mjög á óvart þegar
hún fyrir tæpum tveim áram sagði
okkur að ástir hefðu tekist með þeim
Jonathan Motzfeldt og í framhaldi
af því var boðið til brúðkaups 9.
ágúst sl.
Vinum og vandamönnum Krist-
jönu héldu engin bönd, til Grænlands
í brúðkaup skyldu allir fara. Fremst
í flokki var móðir Kristjönu, Lillý
Kristjánsson, ung og kát í anda eins
og ailtaf, ásamt bömum sínum,
tengdabömum og barnabörnum og
síðan vinir og vinnufélagar, alls um
55 manns.
Kristjana var búin að leggja ríka
áherslu á að það væri ekki hægt að
koma til Grænlands og stoppa í einn
eða tvo daga, svo það var ákveðið
að hlíta ráðum hennar og stoppa
minnst fimm daga.
Flogið var frá Keflavík og þegar
fór að hilla undir Grænland greiddist
úr skýjahulunni og við fóram að sjá
ísjakabreiðuna fyrir neðan okkur og
síðan birtist Grænlandsjökull í allri
sinni dýrð, það fór þytur um vélina
og fólk þusti að gluggunum, þvílíka
sjón höfðu menn aldrei séð. En þetta
var aðeins byijunin á því ótrúlega
sem beið okkar. Eftir tæplega
tveggja tíma flug lentum við í Narss-
arssuaq og þegar úr flugvélinni var
komið kom heitt loft á móti okkur.
Voram við ekki að lenda á Græn-
landi? Jú, jú, í það minnsta var bitmý-
ið sem við höfðum verið vöruð við í
essinu sínu.
Eftir að flogið hafði verið til Qaq-
ortoq (Julianeháb), lá leiðin til
Upernaviarssuk, en þar býr Kristjana
og vinnur um þessar mundir. Nafnið
Upemaviarssuk þýðir „þar sem illa
veiðist á vorin“, en þar er landbúnað-
arskóli ásamt rannsóknastöð land-
búnaðarins á Grænlandi og fer þar
fram mikið og merkt starf. Tilvon-
andi bændur sem voru þarna í skól-
anum hafa flestir farið til íslands í
Fólk mætti í sínu fínasta pússi til
brúðkaupsins eins og þessi græn-
lenska kona sem klæddist græn-
lenskum þjóðbúningi með sínum
fallega perlusaumi og brydding-
um auk selskinnsstígvéla.
starfsþjálfun og töluðu margir ágæta
íslensku. I Upernaviarssuk búa
venjulega 10 til 15 manns og nú
gerðu innrás þarna tæplega 50
manns (nokkrir bjuggu í Qaqortoq)
svo að hver smuga var full af fólki.
Heimamenn tóku þessari innrás ljúf-
mannlega og buðu okkur afnot af
öllu sem var þarna á staðnum og við
þyrftum á að halda.
Dagarnir fram að brúðkaupi
Þegar við síðan vöknuðum á föstu-
dagsmorgun var komin úrhellisrign-
ing, heimamenn voru mjög kátir,
þeir vora lengi búnir að bíða eftir
rigningu því að ekkert hafði rignt
síðan 22. júní og jörðin var orðin
mjög þurr. Við ákváðum að sam-
gleðjast þeim, skelltum okkur í regn-
galla og stigum um borð í skipið
Tatarak sem sigldi með okkur að
rústum norrænna manna í Görðum.
Þar era rústir af stórri skemmu sem
hlaðin hefur verið með ótrúlega stór-
um sandsteini, auk kirkjurústa og
rústa tíundarhlöðunnar.
Daginn eftir rigndi einnig og fóru
nú sumir að hafa áhyggjur af kom-
andi brúðkaupsdegi. Tilvonandi
brúður var bjartsýn að vanda, hvað,
það rignir ekki, nú ef svo verður
opnum við öll hús hér, ekkert mál,
elsku hafíð ekki áhyggjur.
Við ákváðum að við gætum ekk-
ert stjórnað höfuðskepnunum, svo
að farið var yfir til Qaqortoq í skoð-
unar- og verslunarferð. Sannarlega
fannst okkur minjagripir Grænlend-
inga fallegir og freistandi, þarna
vora pelsar, húfur, lúffur og skór
úr selskinni, útskomir hlutir úr beini
og tré og hinn fallegi og handhægi
konuhnífur „ulu“ freistaði margra
kvenna í hópnum.
Um kvöldið var síðan borðaður
grænlenskur matur á veitingastaðn-
um Nanok í Qaqortoq. í forrétt var
heilsoðinn lax og rækjur, þurrkað
selkjöt, þurrkað hvalkjöt og þurrkað
hreindýrakjöt að ógleymdu „madd-
ak“ en það er húðin af náhveli eða
öðra stórhveli og þykir hið mesta
lostæti. í aðalrétt var síðan steikt
hvalkjöt og sauðakjöt. Margt af
þessu smakkaðist nú skrýtilega en
ég hef trú á því að þetta venjist vel.
Undir borðum var sungið mikið og
í lokin dansað af fullum krafti þar
til við urðum að vera mætt á biyggj-
una. Á morgun var jú aðaldagurinn
og allir urðu að vera vel upplagðir.
Kirkjuloftið grænlenskur
himinn
Sunnudagurinn rann upp bjartur
og fagur, sól og blíða og rigningar-
skýin að hörfa. Allir vöknuðu eld-
snemma því að báturinn átti að koma
kl. 10.30 og flytja okkur yfir til
Hvalseyjarkirkju.
Fólk steig úr tjöldum og skólastof-
um klætt sínu fínasta pússi og m.a.
vora þijár íslensku kvennanna í upp-
hlut. Tatarka kom frá Qaqortoq og
um borð voru um 40 ráðstefnugestir
sem voru á vest-norrænni umhverfis-
ráðstefnu í Qaqortoq, ásamt græn-
lenskum gestum. Þegar á áfangastað
var komið þurfti að feija alla í land
á gúmmíbát með utanborðsmótor,
gekk það mjög vel og gengum við
nú á land á þessum sögufræga stað.
Hvalseyjarkirkja er kirkjurúst frá
tímum norrænna manna á Græn-
landi, útveggirnir standa enn uppi
en þakið sem mun hafa verið tyrft
er hranið. Kirkjan er hlaðin og er
hleðslan ákaflega regluleg og falleg
og sú tilfinning að ganga um dyr
hennar í fótspor manna er lifðu þarna
fyrir hundraðum ára var ólýsanleg.
Stórkostlegt var einnig að horfa út
á sjóinn og sjá alla bátana er
streymdu til brúðkaups, en vart færri
en þijátíu bátar komu siglandi úr
öllum áttum. í land streymdu græn-
lenskar konur og karlar í þjóðbún-
ingi sínum og er kvenbúningurinn
sérstaklega tilkomumikill og fallegur
með perlusaum sínum og fallegu
selskinnsstígvélunum. Síðust komu
brúðhjónin, hann í hinum fallega og
stílhreina þjóðbúningi sínum og hún
glæsileg á upphlut.
Því næst var gengið til kirkju.
Prófasturinn yfir Suður-Grænlandi,
Magnús Larsen, gaf brúðhjónin sam-
an og fór athöfnin fram á græn-
lensku. Athöfnin hófst á því að sung-
ið var ljóðið Barmahlíð eftir Jón
Thoroddsen, síðar var sunginn sálm-
urinn Dýrlegi Jesús eftir séra Sigur-
björn Einarsson biskup og í lok at-
hafnarinnar var sungið Hvað er svo
glatt en Jonathan hafði gert texta á
grænlensku við það lag. Sálmarnir
og ljóðin er sungin voru við athöfn-
ina voru valin sérstaklega með það
í huga að lögin við þau era þekkt
bæði á Grænlandi og Islandi og var
því sungið á báðum tungumálunum.
Athöfnin var mjög látlaus en af-
skaplega hátíðleg og ekki er hægt
að hugsa sér stórfenglegra kirkjuloft
en grænlenskan himinn.
Eftir myndatökur og kossa stigu