Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992
9
Ályktun ársþings Samtaka fámennra skóla
Mikilvægt að gæta
hagsmuna skólanna
Á ÞINGI Samtaka fámennra skóla, sem nýlega var haldið að Reykj-
um í Hrútafirði, var samþykkt að krefjast þess að stjómvöld virði
sjálfsákvörðunarrétt hvers sveitarfélags og þeim hugmyndum mót-
mælt að sveitarfélög verði sameinuð með valdboði.
Samþykkt var að beina því til að hagsmunum og sérstöðu fá-
stjómvalda að kostnaði af grunn-
skólahaldi í landinu verði ekki komið
yfir á sveitarfélög nema að undan-
genginni mjög ítarlegri umræðu allra
sem málið varðar. „Samtökin leggja
ríka áherslu á að taka virkan þátt í
þeirri umræðu, enda er mikilvægt
mennra skóla sé vandlega gætt. Hinn
fámenni skóli er menningarlegur og
uppeldislegur hornsteinn síns byggð-
arlags og því mikilvægt að hann fái
að eflast og dafna um ókomna fram-
tíð í íslensku samfélagi," segir í frétt
frá samtökunum.
Akranes
Hús til sölu í hjarta bæjarins.
Tilvalin eign fyrir betri eigna- og athafnamenn.
Upplýsingar í síma 93-11382.
Innilegar þakkir til allra, œttingja og vina, sem
glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blóm-
um og skeytum á sjötugsafmœli mínu þann
17. september síðastliðinn.
Guð blessi ykkur öll.
Elínborg Ágústsdóttir
frá Mávahlíð.
Ég þakka innilega öllum þeim, sem glöddu
mig á 90 ára afmœli mínu þann 19. september
með heimsóknum, gjöfum, blómum og heilla-
skeytum.
Einnig þakka ég Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar
fyrir þann heiður að hafa kjörið mig heiðurs-
félaga sinn.
Fyrir allt þetta þakka ég hjartanlega.
Guð blessi ykkur öll. Lifið heil.
Jón Magnússon i Skuld.
Svissneskur
hótel- og ferðamálaskóli
33 ára reynsla - 1 eöa 2ja ára námskeiö á ensku
Hótelrekstrarnámskeið sem lýkur með prófskírteini
- Almennur rekstur og stjórnun
, - Þjálfun í framkvæmdastjórn
* HCIMA réttindi. Námið fest viðurkennt í bandariskum og
evrópskum háskólum.
Ferðamálafræði lýkur með prófskírteini
- Ferðaskrifstofunámskeið viðurkennt af IATA/UFTAA
- Þjálfun í framkvæmdastjórn
Skrifið til:
HOSTA HOTEL AND TOURISM SCHOOL,
1854 D Leysin, Switzerland.
Sími: 9041-25-342611 - Fax: 9041-25-341821.
H.K. innréttingar fyrir kröfuharda
Eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar, klæðaskápar.
Innanhússarkitekt aðstoðar með val og skipulag.
Opið laugardag kl. 9-16. ^
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík. Sími 35609, myndsendir 679909.
innréttingar,
Ný og umfangsmikil
verkefni
Norðurlöndin munu áfram gera stöðugt
gengi að hornsteini efnahagsstefnunnar, en
hún þarf jafnan að vera studd heilbrigðri
stefnu í ríkisfjármálum og peningamálum.
Þetta kom m.a. fram í ræðu Jóhannesar
Nordal, seðlabankastjóra, á ársfundi Al-
þjóða gjaldeyrissjóðsins á dögunum.
Ný tækifæri
Ræða Jóhannesar Nor-
dals á fundi Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins var
flutt af hálfu Norður^
landaþjóðanna allra. í
Staksteinum hér á eftir
eru birtir kaflar úr ræð-
unni:
„Umskiptin í fyrrum
lýðveldum Sovétríkjanna
og Austur-Evrópu hafa
opnað ný tækifæri fyrir
viðskipti og efnahags-
samvinnu auk þess sem
þau hafa endumýjað
gömul, söguleg tengsl.
Dæmi þessa má sjá i hinu
nýja sambandi sem er að
myndst með Norður-
landaþjóðum og Eystra-
saltsríkjum, sem brátt
munu ganga til liðs við
Norðurlandakjördæmið í
Bretton Woods stofnun-
unum. Breytingamar í
löndum Austur-Evrópu
hafa skapað Sjóðnum ný
og umfangsmikil verk-
efni á sama tíma og
heimsbúskapurinn geng-
ur í gegnum langvinna
niðursveiflu, sem gerir
það að verkum, að um-
skiptin í hinum fyrrum
miðstýrðu hagkerfum
verða enn ei-fiðari. Sama
á við um viðleitni þróun-
arríkjanna til að efla
hagvöxt og lífskjör al-
mennings.
Spár of bjart-
sýnar
Áframhaldandi lægð í
efnahag iðnrikjanna er
því öllum mikið áhyggju-
efni. Enn standa ýmsar
hindranir í vegi fyrir
auknum vexti, s.s. veru-
legt misræmi í efnahags-
stefnu helstu landa og
vandamál í fjármálalífi
ýmissa ríkja. Þessir þætt-
ir ásamt óróa á gjaldeyr-
ismörkuðum gera að
verkum, að síðustu spár
um efnahagsbala á árun-
um 1992-1993 hljóta að
teþ'ast of bjartsýnar.
Þrátt fyrir uppnámið á
gjaldeyrismörkuðum að
undanfórnu, sem hefur
haft veruleg áhrif á ýmis
Norðurlandanna, mun-
um við áfram gera stöð-
ugt gengi að hornsteini
efnahagsstefnunnar,
minnugir þess, að hún
þarf jafnan að vera studd
heilbrigðri stefnu í ríkis-
fjármálum og peninga-
inálum.
Við stöndum frammi
fyrir þvi meginviðfangs-
efni að bæta skilyrði hag-
vaxtar án þess að stefna
i hættu hinum mikilvæga
árangri, sem náðst hefur
á undanförnum árum við
að draga úr verðbólgu.
Aðhald í ríkisfjármálum
■ öllum ríkjum, sem búa
við mikinn fjárlagahalla,
er brýnt til að greiða
veginn fyrir lækkun
langtímavaxta, sem er
aftur forsenda þess, að
fjármunamyndun örvist.
Þetta er forgangsverk-
efni til að takasf megi
að ná varanlegum hag-
vexti þegar til langs tíma
er litið.“
Skipulags-
breytingar
Eg vil nú snúa mér að
skipulagsbreytingum í
efnahagslifinu, sem er
veigamikið verkefni. í
þeim felast allar aðgerð-
ir, sem ætlað er að bæta
langtíinaafköst og fram-
leiðni, ekki sist með þvi
að bæta starfsemi mark-
aða. Við verðum að
leggja aukna áherslu á
að losa um viðskipta-
hömlur, draga úr niður-
greiðslum og bæta starf-
| semi vinnumarkaðarins,
ekki síst þar sem atvinnu-
leysi er mikið. Fyrri
skipulagsbreytingar af
þessu tagi hafa haft i för
með sér umtalsverðan
ávinning, ekki síst breyt-
ingar á sviði skattamála
og aukins fijálsræðis í
fjármálalífi. Reynslan
sýnir okkur þó, að auknu
frelsi á fjármagnsmark-
aði verður að fylgja virkt
eftirlit af hálfu opinberra
aðila.
Mörg þróunarlönd
uppskera um þessar
mundir árangur af því að
hafa hrundið í fram-
kvæmd nauðsynlegum
skipulagsbreytingum og
framfylgt heilbrigðri
efnahagsstefnu. Þetta
birtist m.a. í minnkandi
efnahagslegu ójafnvægi,
aukinni skilvirkkni mark-
aða og jákvæðu fjár-
magnsstreymi erlendis
frá. Allir þessir þættir
hafa stuðlað að hagvexti
og aukinni framleiðslu-
getu. Almennt virðist sem
löndin sem ráðist hafa í
efnahagslega aðlögun
hafi náð meiri hagvexti,
lægri verðbólgu og lækk-
að skuldir meira en önnur
lönd. Þessi þróun vekur
bjartsýni og veitir for-
dæmi þeim löndum, sem
eiga eftir að hrínda í
framkvælmd árangurs-
rikri aðlögun.
Tímamót
Hin fyrrum miðstýrðu
hagkerfi standa nú á
þýðingarmiklum tíma-
mótum. í sumum þessara
ríkja gefur efnahagsþró-
un að undanförnu tilefni
til bjartsýni þar sem hún
sýnir að hinn skyndilegi
samdráttur í framleiðslu
á síðustu árum virðist
afstaðin eða um það bil
að ljúka. Það verður þó
að horfast í augu við, að
í ýmsum ríkjum Austur-
Evrópu og í mörgum
fyrrum lýðveldum Sovét-
ríkjanna er útlitið miklu
lakara. Það er brýnt að
þessi ríki hefjist handa
um alhliða efnahagsað-
gerðir, sem fela ásamt
öðru í sér umbætur í
verðlagsmálum og aðrar
róttækar kerfisbreyting-
ar til að endurvekja hag-
vöxt.“
Hjálp
Hin fyrrum miðstýrðu
hagkerfi þurfa Ijóslega á
hjálp að halda og sam-
vinnu við umheiminn.
Innstreymi erlends
einkafjármagns í formi
samstarfsverkefna og
beinnar og óbcinnar fjár-
festingar getur skipt
sköpum í þessu efni.
Megnið af fjárfestingum
þessara landa verður þó
að fjámiagna heima fyr-
ir. Spamaðarmyndun er
því ómissandi þáttur í
fraintíðarhagsæld þess-
ara landa. Þessi ríki
þurfa einnig bráðnauð-
synlega á að halda nægi-
legri fjárhagslegri að-
stoð. Sjóðurinn hefur hér
mikifvægu hlutverki að
gegna í samræmi við við-
urkenndar starfsreglur,
strangar lánakröfur og
skammtimaeðli fjármuna
Sjóðsins. Það er mér sér-
stakt ánægjuefni að tvö
Eystrasaltsríkjanna hafa
þegar hrundið af stokk-
unum efnahagsaðgerð-
um studdum af lánum frá
Sjóðnum, sem sýnir að
þau eru reiðubúin að tak-
ast á hendur veigamikla
efnahagsaðlögun. Undir-
búningur sambærilegra
aðgerða er vel á veg
komin í þriðja Eystra-
saltsríkinu.
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
Heildarkostnaður við minkaveiðar árið 1990 nam 16,6 milljónuni
króna en það ár voru 4.904 dýr unnin.
Eitt hundrað minkar
unnir í Amarfirði
Bíidudal.
EITTHUNDRAÐ minkar voru unnir í Amarfirði í sumar samkvæmt
upplýsingum minkaveiðimanna. Er það heldur minni fjöldi veiddra
dýra en verið hefur undanfarin ár.
Mink hefur fjölgað í Þingeyrar-
hreppi, sem nær yfir í Amarfjörð,
en fækkað í Bíldudalshreppi. Árið
'1990 voru 138 minkar unnir í Vest-
ur-Barðastrandarsýslu. Sama ár
veiddust 4.904 minkar á öllu landinu
samkvæmt upplýsingum Veiðistjóra.
Heildarkostnaðurinn nam 16,6 millj-
ónum króna það ár. Fyrir hvern skot-
inn mink eru greiddar 1.070 krónur.
R. Schmidt
Hafnarfjörður
og nágrenni
Börnum kennt
að umgangast
strætisvagna í
umferðinni
LÖGREGLAN í Hafnarfirði mun
ásamt starfsmönnum Almenn-
ingsvagna höfuðborgarsvæðis-
ins heimsækja alla 6-12 ára
bekki í grunnskólum í Hafnar-
firði, Garðabæ og Álftanesi dag-
ana 30. september til 12. októ-
ber og fræða börnin um hvað
beri að varast og hvaða reglum
skuli fylgt í umgengni við al-
menningsvagna.
í fréttatilkynningu frá lögregl-
unni í Hafnarfirði, segir að aðal-
hættan í þessu smabandi stafi af
því þegar bömin hlaupi út á ak-
braut framan eða aftan við vagn-
ana á viðkomustöðum þeirra.
Með þessu átaki er vonast til
að takast megi að fækka slysum
í umferðinni sem tengjast skóla-
börnum og strætisvögnum.