Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992
21
Nýnasistar úr ýms-
um áttum binda
trúss sitt við Króata
ÖÐRU hveiju hafa komið í vestrænum fjölmiðlum frásagnir af
öfgasinnuðum hægriöflum sem berjist með Króötum gegn Serbum.
í þýska vikuritinu Der Spiegel var nýverið fjallað um þetta efni.
Þar sagði frá öflugum herflokki er kallast Króatíska frelsisfélagið
og berst við Serba bæði í Króatíu og Bosníu-Herzegóvínu. Herflokk-
urinn er nátengdur öfgafullum þjóðernissinna, Dobroslav Paraga
að nafni, sem er leiðtogi Króatíska hægriflokksins. Hann er af
mörgum álitinn arftaki Ante Pavelics, króatísks bandamanns Hitl-
ers. Fjölskrúðugt lið er í herflokknum og í bænum Klek við Adría-
hafsströndina rakst blaðamaður Der Spiegel á sveit nýnasista víðs
vegar að úr heiminum sem beijast með króatíska hernum og eru
notaðir í mörg hættuleg verkefni sökum fífldirfsku sinnar.
Paraga segir í viðtali við Der
Spiegel að herflokkur sinn muni
ekki hætta að berjast við Serba
fyrr en Stór-Króatía hafi verið
sameinuð. Bosnía-Herzegóvína og
Króatía heyri saman frá fornu fari
og ástæða uppgangs Serba sé að
löndin tvö hafi ekki staðið saman.
Þótt Paraga hafi öflugan herflokk
á sínum snærum fékk stjórnmála-
flokkur hans ekki mikið fylgi í síð-
ustu kosningum í Króatíu, einung-
is 6,8%. En Paraga hefur svör á
reiðum höndum. Hann sakar
Franjo Tudjman forseta um að
hafa falsað úrslit kosninganna.
Talið er að allt að 30.000 manns
berjist undir merkjum Króatíska
frelsisfélagsins. Paraga neitar
reyndar að tjá sig um fjölda liðs-
manna en segir að þar á meðal séu
margir útlendingar bæði málaliðar
og þó einkum og sér í lagi óreynd-
ir nýliðar sem ekkert fái borgað.
Hann segir að herflokkurinn beij-
ist einkum með vopnum sem tekin
hafi verið herskildi en einnig hafi
verið keypt vígtól erlendis frá,
einkum bandarískir M-16-hríð-
skotarifflar. Að vísu er vopnasala
til fyrrverandi lýðvelda Júgóslavíu
bönnuð en Paraga segir auðvelt
að sneiða hjá því banni.
Paraga segist bæði vera and-
kommúnisti og andfasisti. Þegar
hann er spurður hvers vegna her-
flokkurinn noti fasísk tákn Usta-
sja-hreyfingarinnar króatísku, sem
vann með Hitler, svarar hann:
„Ustasja var engin fasistahreyf-
ing. I baráttu sinni við Serba not-
færði hún sér bara einu hjálpina
sem bauðst. Hitler hjálpaði okkur
Króötum ekki sem formaður nas-
istaflokksins heldur sem leiðtogi
Þýskalands."
Þar blaktir hakakrossinn við
hún
í bænum Klek við Adríahafið,
milli borganna Split og Dubrovnik,
blaktir hakakrossinn við hún. Að-
altorg bæjarins er nú kennt við
Rúdolf Hess og úr knæpunni við
höfnina ómar söngiagið kunna Lili
Marlene. í þessum smábæ hefur
tæplega 40 manna hópur nýnasista
víðs vegar að úr heiminum hreiðr-
að um sig. „Eg er nasisti, ég hef
ekki áhuga á stjórnmálum,“ segir
foringi málaliðanna um leið og
hann hvolfir í sig glasi af gini.
Hann er kallaður Chicago en heit-
ir réttu nafni Tomislav Madi, Kró-
ati sem ólst upp í Bandaríkjunum.
Chicago segist hafa þijár reglur
að leiðarljósi: „Við komum aftan
að andstæðingnum, við tökum
aldrei fanga og þegar nauðsyn
krefur þá fórnum við lífi okkar.“
Chicago og hans menn hafa
barist í eitt ár við hlið eða öllu
heldur fyrir framan króatíska her-
inn. Og foringinn hefur strengt
þess heit að beijast uns allir Serb-
ar hafa verið hraktir af króatísku
landi.
Einn málaliðanna er Richard frá
Vín í Austurríki. Hann er ekki
fyrsti nasistinn í fjölskyldu sinni.
Reyndar var faðir hans kommún-
isti og móðirin græningi en afi
Richards og amma voru nasistar.
Þegar Richard var sjö ára þá var
hann settur fyrir framan sjónvarp-
ið, að eigin sögn, og honum sýnd-
ur myndaflokkur um myrkraverk
nasista. Ahrifin voru önnur en til
stóð — drengurinn hljóp yfir sig
hrifínn út í garð og málaði haka-
krossa á veggi nágrannanna.
„Pabbi var næstum búinn að drepa
mig,“ rifjar hann upp.
En afinn var kampakátur. Hann
kenndi sonarsyninum að skjóta af
byssu og standa teinréttur. Saman
réttu þeir fram hægri handlegg a
meðan amman lék „Die Fahne
hoch“ á blokkflautu. Nú í haust á
Richard, sem er átján ára, að fara
í próf í kvöldskólanum sínum en
hann segir að enn sé tóm til að
drepa nokkra Serba.
Tveir breskir nýnasistar eru í
liði Chicagos. Áður en þeir komu
til Klek fyrir tveimur mánuðum
unnu þeir sem barþjónar heima í
Englandi. Ekki eru það launin sem
freista, þau eru ekki nema tæplega
tíu þúsund krónur á mánuði. Mark
Jones, kallaður Jaffa, segir að
Paraga sé Hitler endurholdgaður,
þess vegna sé hann kominn til
Júgóslavíu. „Króatía gæti orðið
fyrsta nasistaríkið á eftir Þýska-
landi,“ segir hann.
Blaðamenn Der Spiegel í hópi nýnasistanna í bænum Klek við
Adríahaf.
iVERÐLÆKKUN
Einkenni Civic eru fegurð og glæsileiki.
Þetta er bíll sem þú mátt ekki láta framhjá
þér fara. Nú býðst Civic á einstaklega
hagkvæmum kjörum. Verð eftir lækkun:
Civic 3dyra á verði frá: 899.000,-
Civic 4dyra á verði frá: 1.178.000,-
Líttu við t Vatnagörðum 24 og kynntu þér
góða bíla og greiðslukjör við allra hæfi.
Tökum góða notaða bíla sem greiðslu upp í
nýjan.
Gerðu raunhæfan samanburð á verði og
gæðum. Accord er sérlega vandaður og vel
(
heppnaður bíll jafnt að utan sem innan.
Verð eftir lækkun:
Accord EX með sjálfskiþtingu: l .518.000,-
] Accord EXi með sjálfskiptingu: 1.615.000,—