Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992 Minning * Oskar Þórarins 1 son frá Isafirði Minning * Olafur Thordersen Fæddur 8. ágiíst 1911 Dáinn 17. september 1992 „Er það kjarkur eða karl- mennska eða hvað?“, sagði hann og þreif mig fjögurra ára snáða og setti upp á borð. Ég hafði verið að mögla vegna þess að foreldrar mínir ætluðu með þeim Óskari og Jönu frænku á skemmtun inn í ungmennafélagshúsi. Þetta_ eru mínar fyrstu minning- ar um Óskar, hann var hvatlegur, glaðbeittur og tók af skarið. Óskar fæddist í Þemuvík í Ögur- hreppi 8. ágúst 1911 og hlaut í skíminni nafnið Jón Óskar. Hann sagði sjálfur svo frá að kollurinn hefði komið fyrir miðnætti og því væri hann fæddur bæði 7. og 8. i ágúst. Foreldrar hans voru Þórarinn Guðmundsson Hallvarðssonar úr M Reykhólahreppi, þá bóndi í Þernu- vík og Sigrún Sigurðardóttir og _ átti hún ættir að rekja til byggð- I anna við ísafjarðardjúp. Þórarinn og Sigrún bjuggu um hríð á þrem bæjum í Ögurhreppi, settust síðan að í Ögurnesi og síðast í gamla þinghúsinu á Óbótatanga í Ógur- vík, sem þau byggðu við og nefndu Sólheima. Óskar fór 5 ára gamall í fóstur til frænda síns Hermanns Bjöms- sonar í Ögurnesi og Guðfinnu Andrésdóttur. Hermann og Þórar- inn voru hálfbræður, sammæðra, og var móðir þeirra Steinunn Pálmadóttir frá Bæjum á Snæ- fjallaströnd. I Ögurnesi fengust menn við sjóróðra og var Hermann Bjöms- S son mikill athafnamaður í útgerð þar. Óskar tók snemma til hendi . við að beita, stokka upp og gera S að fiski, fór á sjóinn þegar hann komst á unglingsár. Þorleifur Guðmundsson tengda- faðir minn er látinn. Þessi fjalla- geit og ferðamaður sem storkaði ellinni fram á síðasta dag, varð að lúta í lægra haldi fyrir sláttu- manninum slynga, en líklega elcki fyrr en hann var sjálfur reiðubú- inn. Undanfarin ár vom honum erfið. Löng og ströng veikindi | tengdamóður minnar mörkuðu sín spor, en skyndilega var hjúkrunar- hlutverkinu lokið og eftirköstin | voru erfið. Samt virtist hann ætla að rétta úr k'útnum. Og þegar hann sagði á sjúkrabeði í Verónaborg í | sumar við okkur dóttur sína „að nú væri hann hættur að bíta á jaxlinn“ var ég sannfræður um að hann ætlaði að vísa þessum vá- gesti á dyr, en aldurinn og álagið hafði unnið sitt verk í kyrrþey. Samferð okkar náði yfír um þrjátíu ár. Ég kom á heimili tengdaforeldra minna tvítugur pilt- ur og Þorleifur spurði dóttur sína af hveiju drengurinn héti í eignar- falli. Kannski leist honum ekki meir en svo á kauða, sem að auki ætlaði að stela hjartkærri dóttur hans. Fljótt tókst þó með okkur vinskapur sem ekkert skyggði á. Eg harma það mest að hafa ekki || haft vit til að ferðast meira með tengdaföður mínum um landið okk- ar. Að hafa hann sem leiðsögu- j| mann var ævintýri líkast. Ósköp venjulegir mýraflákar eða svip- lausir melar tóku á sig kynjamynd- B ir þegar hann hafði spunnið saman sögu landsins, jarðsöguna og þjóð- söguna, eins og honum einum var lagið. Eyðibýli fengu líf, hver blett- I ur nafn, og alltaf var bjartara 1 Óskar kvæntist móðursystur minni, Kristjönu Helgadóttur frá Skarði í Skötufírði, 14. október 1932. Þau settu saman bú sitt í Ögumesi í húsi því, sem Gísli Jóns- son faðir Áma Gíslasonar for- manns og síðar fískimatsmanns á Isafirði reisti fyrir aldamót og hafði fasta búsetu í Ögurnesi fyrstur manna. Óskar keypti sér tveggja tonna dekkaðan vélbát og nefndi Ósk og reri henni. Þegar afi minn, Helgi G. Einars- son frá Skarði, lézt árið 1936 flutt- ust þau Óskar og Kristjana að Skarði, keyptu jörðina og bjuggu þar til ársins 1946. Hugur Óskars var þó meira bundinn sjónum en landbúskap og stundaði hann sjó- inn á Ósk jafnframt búskapnum. í norðaustan fárviðri í ársbyrjun 1946 fauk vélbáturinn af kambin- um 5 bátslengdir og brotnaði í spón og skekta, sem Óskar átti, fauk upp í fjall. Þau Óskar og Kristjana brugðu þá búi og flutt- ust út í Hnífsdal og ári síðar til ísafjarðar. Óskar stundaði lengst af rækjuveiðar frá ísafírði, fyrst á Æsunni^ 5 tonna báti og síðan á Valdísi IS 72, 15 tonna báti. Þessa báta átti hann og gerði þá út. Óskari og Kristjönu varð ekki barna auðið, en þau ólu upp tvö fósturböm: Hauk Helgason Guð- mundssonar í Unaðsdal og Guð- rúnar Ólafsdóttur föðursystur minnar og Ásgerði Óskars, dóttur Steinunnar Hermannsdóttur frænku og fóstursystur Óskars. Haukur er kvæntur Esther Sigur- jónsdóttur og eiga þau fjögur böm. Ásgerður var gift Árna Þórðarsyni en hann lézt 1988. Ásgerður á þrjár dætur. Þeir fósturfeðgar Haukur og Óskar létu smíða 80 tonna stálbát, Straumnes ÍS 240, í félagi við frámundan í myrkri þokunni og ausandi slagviðrið hét gróðrarskúr og kom bændum vel. Þannig var hann hlýr og kíminn, fróður, forvitinn og minnugur, elskur að landinu enda þekktu fáir það betur. Þórhildur minnist oft fjölmargra ferða í æsku vítt og breitt um landið og sér í lagi þess- ari stóru, hlýju og traustu handar sem umlukti lítinn lófa. Börnunum okkar var hann ynd- islegur afi. Hafí „frændi" heila þökk og góða för, nú ferðast hann milli stjamanna eins og hann lystir. Arnar Jónsson. Síðastliðinn föstudag var Þor- leifur Guðmundsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri, Grenimel 4, jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. Þor- leifur fæddist 28. nóvember 1911 á Hróastöðum í Axarfirði. Faðir hans, Guðmundur Jónasson, var ættaður úr Húnavatnssýslu en móðir hans, Sigmunda Katrin Jónsdóttir, var ættuð úr Axarfírði. Þorleifur var funmti í röð átta systkina. Foreldrar hans leituðu austur til Gunnólfsvíkur í von um betra lífviðurværi, en þar drukkn- aði faðir hans, Guðmundur, er hann var að flytja búslóð fjölskyld- unnar, sem var á leið aftur til Axarfjarðar. Fjölskyldan varð að bregða búi, þrjú yngstu börnin fylgdu móður sinni, en öðrum var komið fyrir á nálægum bæjum. Þorleifur var aðeins 6 ára gamall er hann missti föður sinn og að hluta til móður sína, þar sem hann varð viðskila Matthías Bjarnason síðar alþingis- mann og ráðherra. Haukur varð skipstjóri á bátnum og Matthías framkvæmdastjóri og stóð sú út- gerð nokkur ár. Óskar hætti sjó- mennsku nokkru síðar og fór síð- ast sem forfallamaður með Hauki á Straumnesinu. Eftir það stundaði Óskar harðfískverkun og ýmsa landvinnu. Kristjana móðursystir mín lézt í janúar 1964. Ásgerður fóstur- dóttir þeirra hélt þá heimili fyrir Óskar í nokkur ár ásamt starfi sínu sem talsímavörður. Árið 1968 réðst Katrín Gísla- dóttir frá Hafnarfirði, þá ekkja, til Óskars sem ráðskona og giftust þau í júlí 1972. Þau fluttust til Reykjavíkur 1989 og bjuggu nú síðast að Álfaskeiði 64 í Hafnar- firði í þjónustuíbúð við Sólvang. Óskar var glaðsinna, kvikur í hreyfingum, meðalmaður á vöxt af sinni kynslóð. Hann þótti frábær dansherra fram eftir öllum aldri og dansaði gömlu dansana af miklu fjöri og með gleðibragði. Eftir að hann settist í helgan stein, tók hann þátt í félagslífí, sem efnt er til með eldri borgurum, einkum hafði hann mikla ánægju af að taka í spil. Ég flyt aðstandendum Óskars samúðarkveðjur mínar og minna. Helgi G. Þórðarson. við hana og systkini sín. 19 ára gamall hóf Þorleifur nám í Samvinnuskólanum. í kjölfar þeirrar skólavistar bauðst honum starf á ísafirði, en þangað fór hann 23ja ára gamall. Hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Olíu- verslun Islands, gerðist umboðs- maður Skipaútgerðar ríkisins og umboðsmaður Loftleiða. Þannig var fátækur og umkomulaus piltur orðinn að betri borgara á ísafirði á örskömmum tíma. Þetta hlýtur að hafa þótt umtalsvert og kannski vakið öfund einhverra, en nafnbót- ina „Rockefeller“ eða „Olíukóngur- inn“ hlaut Þorleifur á ísafirði. Þorleifur kvæntist Guðrúnu Bergsdóttur, sem hafði komið sem hjúkrunarnemi frá Reykjavík til ísafjarðar árið 1938. Þau eignuð- ust fjögur böm sem em: Erna, félagsráðgjafí, gift Siguijóni Jó- hannssyni, blaðamanni og leiðbein- anda; Bergur, forstöðumaður fjár- mála- og stjómunarsviðs Reykja- víkurhafnar, kvæntur Sigríði Skaftfell; Þórhildur, leikstjóri og fymim alþingismaður, gift Arnari Jónssyni leikara og Eggert, leik- ari, kvæntur Halldóru Thoroddsen, kennara. Guðrún lést 9. júní sl. og kom fljótt í ljós að Þorleifur vildi fylgja henni yfir á annað tilverustig sem allra fyrst og honum varð að ósk sinni. Þorleifur og Guðrún fluttust til Reykjavíkur árið 1952 og tók Þor- leifur J)á við skrifstofustjórastöðu hjá Áburðarverksmiðju ríkisins. Síðar gerðist hann framkvæmda- stjóri byggingarfélagsins Súðar hf. og að lokum rak hann Fyrirgre- iðsluskrifstofuna þar sem hann stundaði verðbréfaverslun. Þegar ég sem tengdasonur kveð Þorleif þá dvelur hugurinn ekki við störf hans í þágu fyrirtækja eða fjármunavörslu. Það er allt annar Ólafur lést aðfaranótt föstudags- ins sl. aðeins tæplega 61 árs gamall og hefur því maðurinn með ljáinn fellt enn einn af okkur stofnfélögun- um í Lionsklúbbi Njarðvíkur. Við vorum 15 talsins í ársbytjun 1958, eftir eru aðeins 5 stofnfélagar en í dag 35 árum síðar telur klúbburinn 52 félaga. Eftir að hafa setið hartnær 600 fundi gegnt Ólafí og starfað með honum í fjölmörgum nefndum varð- andi menningar- og mannúðarmál á vegum okkar klúbbs, þá lærði maður að meta góðan dreng sem var bæði í senn, vel gefmn og skemmtilegur. Hann var sonur Stefáns Thorders- en bakarameistara og Dómhildar Skúladóttur, en ólst upp í Hafnar- firði hjá föðurforeldrum sínum, Ólafi Thordersen söðlasmið og Vigdísi Thordersen. Ólafur var allt sitt líf mikill félags- mála- og íþróttafrömuður og nutum við Njarðvíkingar krafta hans á þeim sviðum á undanförnum áratugum. Hann hlaut margs kyns viðurkenn: ingar, m.a. 50 ára heiðursmerki ISI fyrir störf sín að íþróttamálum og gullmerki HSÍ árið 1991. í fréttatilkynningu Morgunblaðs- ins 19. september sl. eru störf Ólafs að félags- og íþróttamálum ásamt hans eigin starfsferli ítarlega rakinn og má sérhver maður sem litið getur yfir farinn veg i slíku lífshlaupi verið hreykinn, en ég mun því ekki tíunda þau mál frekar. Ég vil þó gjarnan að það komi fram sem þar var ekki minnst á, að Ólafur var fyrsti for- maður bygginganefndar Iþróttamið- stöðvar Njarðvíkur árið 1965, en keppnissalurinn þar hefur löngum verið nefndur „ljónagryfjan". Einnig vil ég minnast þess, þar sem Njarð- víkingar hafa lengst af verið þekkt- astir fyrir körfuboltalið sín, að í síð- asta bekk fyrir stúdentspróf frá MR þá tók Gosi, körfuboltalið þeirra menntskælinga, þátt í fyrsta Islands- meistaramóti ÍSÍ sem gestur með Ólaf í broddi fylkingar. Þetta var árið 1952 og varð íþróttafélag Kefla- víkurflugvallar undir forystu Boga Þorsteinssonar, sem löngum hefur verið talinn frumkvöðull að „Körf- og öðruvísi maður sem lifir í minn- ingunni og býsna ólikur hinum. Þorleifur var útivistarmaður af lífi og sál og hann var svo sannarlega „frjáls í fjallasal". Allt fas hans og viðmót breyttist þegar hann var kominn út fyrir borgarmörkin. Hann var oft fararstjóri í skemmri og lengri ferðum, fyrst hjá Ferða- félagi Islands og siðar hjá Útivist. Hann var mjög vel að sér um sögu landsins og þá einkum landfræði- lega og staðfræðilega sögu. Hann átti auðvelt með að tjá sig, orð- færi hans var ríkulegt og blæ- brigðaríkt og hann var stálminnug- ur. Hann var hraustmenni og bar sig einkar vel alveg fram á síðustu æviár. Þótt hann væri kappsfullur og skapmikill þótti hann nærgæt- inn og yfirvegaður sem fararstjóri. Þorleifur hafði brautryðjanda- eðli, sem kom fram í störfum hans að flugmálum. Hann var einn í þeim hópi sem fór á Vatnajökul árið 1951 til að bjarga Geysisvél- inni sem Loftleiðir áttu. Hann var mikill Loftleiðamaður enda einn af stofnendum félagsins og síðar Flugleiðamaður. Þar sem hann átti hlut í þessum fyrirtækjum auðveld- aði það honum ferðalög um fram- andi slóðir, en hann var búinn að koma til margra fjarlægra staða er yfír lauk. Þorleifur var gæfumaður að því leyti að flestir draumar hans hljóta að hafa ræst. Hann hafði til að mynda nægileg fjárráð til að geta hleypt heimdraganum þegar ferða- og ævintýralöngunin kviknaði. í lokin vil ég geta þess að Þor- leifur var barngóður maður og hugsaði til barnabarna sinna á höfðinglegan hátt. Mörgum þótti liann harðdrægur visst skeið ævi sinnar, en hann mildaðist mikið hin síðustu ár og hvarf héðan sátt- ur við allt og alla. Sigurjón Jóhannsson. unni“ hér á landi, íslandsmeistarar, en gesturinn „Gosi“ lenti á botninum. En Ólafur lét ekki þar við sitja, þetta sama ár hóf hann störf á Keflavíkur- flugvelli og gekk þegar í íþróttafélag Keflavíkurflugvallar, æfði og keppti með þeim í sínum uppáhaldsgreinum körfu, handbolta og fótbolta og var kosinn þar í stjórn. Ég vil aðeins að þetta komi fram sem forsaga áður en ÓLafur fór að starfa með Ung- mennafélagi Njarðvíkur og íþrótta- bandalagi Suðumesja. Ólafur var bæði í senn litríkur penni og góður ræðumaður og menn hlustuðu þegar hann talaði og lásu skrif hans. Þá var hann einnig hag- yrðingur góður og má nefna, að hann samdi til tuga ára hinn afar vinsæla gaman annál Njarðvíkinga, sem fluttur var á hinum árlegu þorrablót- um. Hann sinnti fljótlega eftir að hann fluttist suður til Njarðvíkur veigamiklum trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélag sitt s^m fulltrúi Alþýðu- flokksins enda var hann jafnaðar- maður þegar hann kom og fór sem slíkur. Ólafur kvæntist 31. des. 1953 yndislegri konu, Guðnýju Sigur- björgu, f. 9. júní 1935, Jónsdóttur sjómanns í Keflavík Guðmundssonar og k.h. Rebekku Friðbjarnardóttur. Þau eignuðust 3 börn: Vigdís kenn- ari, hennar maður er Magnús Berg- mann Hallbjörnsson rafmagnstækni- fræðingur.Þau eru búsett í Garðin- um. Stefán lögregluvarðstjóri, hans kona Sigurbjörg Bjömsdóttir. Þau eru búsett í Njarðvík. Ólafur fram- kvæmdastjóri, sem rekur fyrirtæki þeirra feðga, Njarðtak sf, kvæntur Þórlaugu Jónatansdóttur ritara og eru barnabörnin orðin sex talsins. Nína mín, þegar þú nú sérð á eft- ir ástkærum eiginmanni yfír móðuna miklu vil ég biðja góðan Guð að styrkja þig og fjölskylduna alla í. sorg okkar. Eg veit ég tala fyrir hönd allra hinna fjölmörgu sameigin- legu vina, þegar við kveðjum hinn góða dreng og segjum: Hafi hann hjartans þökk fyrir samfylgdina. Ingvar Jóhannsson og fjölskylda. Kveðja frá Lionsklúbbi Njarðvíkur I dag kveðjum við í hinsta sinn góðan Lionfélaga, Ólaf Thordersen. Ölafur var einn af stofnfélögum Li- onsklúbbs Njarðvíkur og hafði því starfað að líknar- og menningarmál- um Lions í tæp 35 ár. Ólafur gegndi formennsku í klúbbnum starfsárið 1962-63 og síðan hinum ýmsu nefnd- arstörfum allt fram á síðasta dag. „Óli Thord“ var ráðhollur maður og ávallt tilbúinn að hjálpa til við hin ýmsu verkefni jafnt innan klúbbs sem utan. Hann var hrókur alls fagn- aðar á samkomu Lionsfélaga sem og annarra. Hann lumaði ávallt á einhveiju enda með eindæmum hnyttinn í tilsvörum og þá var hann fær með pennann. Óli var einn af þeim er þótti ómissandi á skemmtun- um klúbbsins því ef einhver lágdeyða myndaðist þá lumaði Óli á einhverri sögu sem setti allt á annan endann. Við eigum eftir að sakna hans sárt. Við þökkum Óla samfylgdina og fómfúst starf í þágu Lionshreyfing- arinnar. Fyrir hönd Lionsklúbbs Njarðvíkur sendi ég elskulegri eiginkonu, böm- um, tengda- og bamabömum inni- Iegar samúðarkveðjur. Þórður Karlsson, formaður Lionsklúbbs Njarðvíkur. MUNIÐ! Minningarkort Styrktarféiags krabbameinssjúkra barna Seld í Garðsapóteki, sími 680990. Upplýsingar einnig veittar i síma 676020. " Þorleifur Guðmunds son - Kveðjuorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.