Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Myntbandalag í
óvissu
Svo virðist sem franska og
þýska seðlabankanum hafi
í bili tekist að bjarga franska
frankanum frá falli í kjölfar
þeirrar atlögu sem gerð var að
honum á gjaldeyrismörkuðum
nú í vikunni. Seðlabönkum Bret-
lands, Spánar og Ítalíu tókst
hins vegar ekki, nokkrum dög-
um áður, að tryggja gengisfestu
og tóku ríkisstjórnir Bretlands
og Italíu ákvörðun um að pund-
ið og líran yrðu tímabundið tek-
in út úr Gengissamstarfi Evr-
ópu, ERM, og látin fljóta í stað-
inn. Finnar gáfu einnig gengi
marksins frjálst, sem í raun er
ekkert annað en gengisfelling,
en Svíum tókst að veija krónuna
með því að hækka millibanka-
vexti í 500% í nokkra daga.
Þó tiltölulega rólegt hafi verið
á gjaldeyrismörkuðum síðustu
tvo daga er ekki enn útséð um
að þeirri orrustu, sem þar hefur
verið háð á undanförnum vikum,
sé lokið. Hún snýst heldur ekki
einungis um hver eigi að vera
gengisskráning einstakra gjald-
miðla heldur er í raun tekist á
um framtíð Evrópska myntsam-
starfsins, EMS. Þetta kerfi, sem
sett var á laggirnar til að tryggja
stöðugleika gjaldmiðla Evrópu-
bandalagsríkjanna, riðar til
falls.
Frá stríðslokum fram til upp-
hafs áttunda áratugarins var
akkeri gengismála í heiminum
gullbinding dollars innan hins
sk. Bretton Woods-fastgengis-
kerfis. Það kerfi þoldi hins vegar
ekki aukna verðbólgu og olíu-
kreppu og árið 1973 tók við
tímabil fljótandi gengis helstu
gjaldmiðla heimsins.
Hugmyndin að EMS var sett
fram árið 1978 af þeim Helmut
Schmidt, kanslara Þýskalands,
og Valéry Giscard d’Estaing
Frakklandsforseta í því skyni
að treysta þann grundvöll sem
viðskipti ríkjanna byggðust á
með því að draga úr gengis-
sveiflum.
EMS fór fremur brösulega af
stað og á fyrstu árunum þurfti
margsinnis að endurmeta inn-
byrðis gengisskráningu þeirra
gjaldmiðla sem aðild áttu að
samstarfínu. A síðari hluta
níunda áratugarins komst hins
vegar á stöðugleiki innan kerfis-
ins, ekki síst vegna hinnar
ströngu peningastefnu sem fylgt
var af þýska Bundesbankanum.
Þar til í síðustu viku hafði
ekki þurft að breyta hlutföllum
gjaldmiðlanna innan ERM frá
því árið 1987. Var sá árangur
á sviði gengismála helsta rök-
semd þeirra sem töldu EB vera
reiðubúið fyrir þann efnahags-
lega og peningalega samruna
sem lagður hafði verið til í Del-
ors-áætluninni 1989 og var loks
samþykktur með Maastricht-
sáttmálanum í desember í fyrra.
Fyrir árið 1999 átti Mynt-
bandalag Evrópu, EMU, að vera
orðið að veruleika og EB-ríkin
búin að stofna sameiginlega
seðlabanka og taka upp einn
sameiginlegan gjaldmiðil.
Nú virðist hins vegar flest
benda til að þarna hafi menn
færst fullmikið í fang. Reynsla
síðustu vikna sýnir að hagkerfi
EMS-ríkjanna ellefu (eins og
þau voru þar til Bretar og ítalir
hættu þátttöku — Grikkir hafa
aldrei verið aðilar) voru enn of
ólík til að gengi gjaldmiðla
þeirra gæti haldist innan hins
þrönga 2,25% fráviksramma
ERM-kerfisins. Gengi gjaldmið-
ils ræðst ekki af pólitískri ósk-
hyggju heldur efnahagslegum
staðreyndum. Ef gengi er haldið
of háu af pólitískum ástæðum
mun það óhjákvæmilega valda
þrýstingi á þann gjaldmiðil á
mörkuðum. Stöðugleiki í evr-
ópskum gengismálum næst aft-
ur á móti ekki með því að út-
húða spákaupmönnum eða tak-
marka viðskipti með gjaldeyri
heldur með sveigjanlegri geng-
issamvinnu.
Þó að tímaáætlunin varðandi
EMU virðist nú vera í molum
er ekki þar með sagt að mark-
miðið um samræmda peninga-
stefnu EB-ríkjanna sé úr sög-
unni. Það var ekki síst ótti mark-
aðanna, í kjölfar dönsku þjóðar-
atkvæðagreiðslunnar, um að
peningalegi samruninn væri í
hættu sem olli þeim miklu látum
sem verið hafa á gjaldeyris-
mörkuðunum.
Það sem einna helst hefur líka
orðið til að þrýsta á gengi veik-
ari gjaldmiðla innan EB er hinn
gífurlegi kostnaður vegna sam-
einingar Þýskalands. Þýskir
stjórnmálamenn hafa verið
gagnrýndir harðlega af evrópsk-
um starfsbræðrum sínum fyrir
að þráast við að hækka skatta
til að standa straum af þeim
kostnaði. í staðinn hefur Bund-
esbankinn hækkað vexti og þar
með knúið önnur Evrópuríki til
að gera slíkt hið sama. Vaxta-
stig í Evrópu og gengismál hafa
því ráðist af hagsmunum eins
hagkerfis en ekki allra þeirra
sem aðild eiga að samstarfinu.
Það má því telja líklegt að leið-
togar annarra ríkja muni krefj-
ast þess að ekki einungis pen-
ingamál ríkjanna verði sam-
ræmd, ef halda eigi áfram mynt-
samstarfi, heldur einnig efna-
hagsstefnan.
Starfsmenn álversins í hart við stjórnendur
Ganga ekkí að skilyrðum um
verktaka og vaktastjórnun
VERKALÝÐSFÉLÖG starfsmanna álversins í Straumsvík hafa að sögn
Gylfa Ingvarssonar aðaltrúnaðarmanns fullt samstarf um að stefna að
stöðvun vinnu við útflutning á áli og yfirvinnubanni. Tillögur um þetta
hafa verið samþykktar af tveimur félögum og fundir boðaðir í öðrum.
Gylfi segir starfsmenn ekki geta gengið að skilyrðum ISAL varðandi
stjórn vakta og verktakavinnu en stjórnendur fyrirtækisins segja þær
ófrávíkjanlegar og eðlilegar. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambandsins segir það rangt mat starfsmanna að VSÍ
hafi ekkert umboð til að semja, en vitaskuld takmarkist það af vilja við-
komandi fyrirtækis. Sigurður Briem starfsmannastjóri ISAL segist ekki
geta útilokað aðgerðar svipaðar þeim sem gripið hefur verið til í Járn-
blendiverksmiðjunni, uppsagnir og launalækkahir, en auðvitað vonist
hann til að málin leysist á annan hátt.
Álversfólk í Verslunarmannafélagi
Hafnarfjarðar samþykkti á fimmtu-
dag tillögur um yfirvinnubann og lýsti
stuðningi við samþykktir starfsmanna
ÍSAL í verkamannafélaginu Hlíf. Hlíf
hafði áður beint þvi til trúnaðarmann-
aráðs að samþykkja útflutnings- og
yfírvinnubann.
Fundur hefur verið boðaður í trún-
aðarmannaráði Álversins á mánudag.
Þetta er gert til að ýta á gerð nýrra
kjarasamninga eftir miðlunartillögu
ríkissáttasemjara frá því í maí, ári
eftir að samningar urðu lausir. Rafiðn-
aðarsambandsmenn sem vinna í Ál-
verinu samþykktu ályktun í fyrra-
kvöld sem lögð verður fyrir trúnaðar-
ráðsfundinn eftir helgi. Þar er þess
krafist að Vinnuveitendasambandið
ræði við starfsmenn ÍSAL á sömu
nótum og aðra launþega og samið
verði á grunni miðlunartillögunnar.
Aðilum ber saman um að tvö atriði
læsi stöðunni. Þau felast í svokölluð-
um stjómunarrétti ÍSAL á vaktafyrir-
komulagi og verktakavinnu. Þórarinn
V. Þórarinsson segir að vandi álrekstr-
ar og tap fyrirtækisins valdi því að
stjórnendur þess verði að finna leiðir
til að hagræða í rekstrinum og halda
samkeppnisstöðu sinni á þröngum
markaði. Rýmri reglur um stjómunar-
rétt séu að hluta til sömu ákvæði og
ýmis stéttarfélaga starfsfólks álvers-
ins hafi samið um við Atlantal. Hann
segir þær á engan hátt frábragðnar
því sem tíðkist og menn verði að horf-
ast í augu við hvað gera þarf til að
halda þessum rekstri gangandi.
Gylfl Ingvarsson segir að starfs-
menn hafi gengið að þremur skilyrð-
um af fímm sem ÍSAL setti upp en
stjómendur fyrirtækisins hafi fellt
miðlunartillögu sáttasemjara í vor.
Hann segir að VSÍ hafí ekki umboð
ÍSAL til að semja og geti aðeins sett
þeim ósveigjanleg skilyrði. Þess vegna
hafí hann sagt ríkissáttasemjara í
fyrradag að engin ástæða væri til að
halda samningafund fyrr en ljóst væri
að þetta hefði breyst.
Gylfí segir ómögulegt að ganga að
skilyrðum um einhliða ákvörðun
stjómenda á vaktafyrirkomulagi og
um ráðningar verktaka í mötuneyti,
ræstingu, byggingardeild og hafnar-
svæði. Hann telur augljóst að það
þýði að 60-70 starfsmenn þoli kjara-
skerðingu eða missi vinnuna. „Sam-
starf tíu verkalýðsfélaga starfsmanna
álversins hefur gefið það af sér að
kvennastörf meðal annars era betur
borguð hér en inni í bæ en nú sér
forstjórinn þá leið til að bjarga fyrir-
tækinu að lækka laun þeirra sem era
í lægstu flokkunum," segir Gylfí.
Sigurður Briem starfsmannastjóri
álversins segir að hvað verktakaþátt-
inn varði sé aðeins um ræstingar og
byggingardeild að ræða á næsta
samningstímabili, ekki mötuneyti.
Verktakar yrðu ekki ráðnir nema að
undangenginni athugun sem leiddi í
ljós að það borgaði sig og ljóst að
fastráðnu starfsfólki yrði ekki sagt
upp. Ef til kæmi myndi það flytjast til
í starfí eða fá biðlaun.
Hann segir að stjómendur fyrirtæk-
isins vilji geta ákveðið hvernig unnið
sé á vöktum. Oft kalli aðstæður á
breytt fyrirkomulag og yfirleitt vilji
nóg af fólki sveigja vinnutímann að
þeim. Óeðlilegt sé að starfmenn sem
ekki myndu taka þátt í nýju vinnufyr-
irkomulagi geti girt fyrir að hinir sem
það gera breyti eitthvað til.
Lyfjum stol-
ið af skurð-
stofum
BROTIST var inn í geymslur
á skurðdeild á fjórðu hæð
Landakotspítala í fyrrakvöld
eða fyrrinótt og lyfjum stolið
úr lyfjaskápum. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins
var morfín meðal þess sem
stolið var.
Tilkynnt var um atburðinn um
klukkan hálfátta í gærmorgun
en ekki er að fullu ljóst hvenær
þjófnaðurinn var framinn.
RLR vinnur að rannsókn máls-
Lækkun vaxta á skammtímabréfum
Aukið framboð peninga
og trú á lágri verðbólgu
- segir Pétur Kristinsson í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa
AUKIÐ framboð á peningum til skammtímaávöxtunar og traust fjár-
festa á að lágt verðbólgustig sé orðið viðvarandi er ástæða þess að nafn-
vextir á óverðtryggðum skammtimabréfum hafa farið lækkandi undan-
farna mánuði, að sögn Péturs Kristinssonar, framkvæmdastjóra Þjónustu-
stofnunar rikisverðbréfa.
Vakið hefur athygli að á sama tíma
og vextir á ríkisvíxlum og öðram
skammtímabréfum ríkissjóðs hafa far-
ið lækkandi hækka vextir spariskír-
teina og fleiri bréfa á Verðbréfaþingi
íslands. Pétur Kristinsson segir að
ekkert samhengi sé þarna á milli.
Annars vegar sé um að ræða óverð-
tryggða pappíra til stutts tíma og hins
vegar verðtryggt spamaðarform til
langs tíma.
Varðandi spariskírteinin á Verð-
bréfaþinginu segir Pétur að Seðla-
bankinn sem viðskiptavaki þeirra hafí
orðið að kaupa töluvert af spariskír-
teinum þar sem framboð hafi verið
umfram eftirspurn. Bankinn hafí því
hækkað vexti bréfanna með því að
hækka kauptilboð sitt til þess að
hamla á móti því að hann þurfi að
kaupa spariskírteinin.
Pétur segir að til skamms tíma
hafí vextir á óverðtryggðum skamm-
tímapappíram verið allt of háir. Þegar
verðbólgan lækkaði hafi menn ekki
haft trú á að það væri viðvarandi
ástand og tekið ákveðna verðbólguá-
hættu inn í dæmið. Þetta hugarfar
hafi verið að breytast, trú á áfram-
haldandi lága verðbólgu hafi aukist
og það komið fram í lækkandi vöxtum
á þessum lánum.
Aukið framboð á peningum til
skammtímaávöxtunar er hin ástæða
lækandi vaxta á ríkisvíxlum og ríkis-
bréfum. Segir Pétur að þar séu einkum
á ferðinni innlánsstofnanir sem verið
hafí stórir kaupendur ríkisvíxla.
Á meðfylgjandi súluriti sést að frá
því að ríkissjóður hóf útboð á sex
mánaða ríkisbréfum hefur meðal-
Umræða um þjóðaratkvæða-
greiðslu á misskilnirigi byggð
eftir Sólveigu
Pétursdóttur
Allnokkur umræða hefur átt sér
stað um þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu
hér á landi í tengslum við EES-samn-
inginn. Sú umræða virðist aðallega
sprottin af tvennu: í fyrsta lagi vegna
úrslita þjóðaratkvæðagreiðslu í
Frakklandi um Maastricht-samning-
inn og í öðru lagi vegna atkvæða-
greiðslu er fram fór á Alþingi þ. 18.
sept. sl. um þingsályktunartillögu
stjórnarandstöðu v. þjóðaratkvæða-
greiðslu hér á landi.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um
ólíka samninga
í Frakklandi vora menn að greiða
atkvæði um samning sem er gerólíkur
samningnum um Evrópska efnahags-
svæðið (EES), sem er fyrst og fremst
viðskiptasamningur eins og utanríkis-
ráðherra og fleiri hafa ítrekað bent
á. í Maastricht-samningnum er um
að ræða ákveðið framsal á fullveldi
sem kallar m.a. á stjómarskrárbreyt-
ingar í viðkomandi ríkjum og þar sem
ætlunin er að móta sameiginlega póli-
tíska stefnu í fjölmörgum málaflokk-
um. Það er að sjálfsögðu afar stórt
mál og svo virðist sem þróun þess
hafi gengið fullhratt fyrir sig. Þessu
virðast forystumenn Evrópubanda-
lagsríkjanna vera að átta sig á og
munu væntanlega breyta samkvæmt
því og gæta þess að viðkomandi ríki
og þjóðkjömir fulltrúar þeirra fái
áhrifavald sitt betur tryggt, m.a. í
stofnunum Evrópubandalagsins.
Úrslit þessarar þjóðaratkvæða-
greiðslu og þróun Evrópumálanna
almennt rennir enn frekari stoðum
undir yfírlýsingar forsætisráðherra
þess efnis að aðild að Evrópubanda-
laginu sé alls ekki á dagskrá þessarar
ríkisstjórnar. Auðvitað vitum við það
ekki í dag hvort mál muni þróast
þannig í framtíðinni að slíkur samn-
ingur muni þjóna hagsmunum okkar
fslendinga. Slík ákvörðun yrði hins-
vegar að sæta allt öðrum leikreglum
heldur en EES-samningurinn, m.a.
yrði væntanlega að huga að breyting-
um á stjómarskrá.
Furðulegur málflutningur
sfj órnarandstöðunnar
Ýmsir fulltrúar stjórnarandstöð-
unnar vilja hinsvegar túlka þessi úr-
slit í Frakklandi á þann hátt að það
ýti undir kröfuna um þjóðaratkvæði
hér á landi um EES-samninginn.
Þetta er auðvitað furðulegur málatil-
búnaður, t.d. þegar litið er til þeirrar
staðrejmdar að Alþýðubandalagið
hefur þegar lýst því yfír að það muni
greiða atkvæði gegn EES-samningn-
um á Alþingi. Eru menn hér að leita
eftir málefnalegri afstöðu fólks eða
eingöngu pólitískum línum? Því hefur
einmitt stundum verið haldið fram
að þjóðaratkvæðagreiðsla snúist oft
um allt annað en málefnið sjálft.
Ætli málflutningur stjómarandstöð-
unnar mótist ekki fremur af því að
hún á í innbyrðis erfiðleikum um af-
stöðuna til þessa mikilvæga samn-
ings, svo að ekki sé minnst á það
kærkomna tækifæri að þyrla upp
pólitísku moldviðri í kringum ríkis-
stjórnina og reyna að gera hana tor-
tryggilega í augum almennings? Ætli
það sé hugsjónaeldur sem býr að
baki kröfu stjómarandstöðuflokk-
anna um stjómarskrárbreytingu, þar
sem rjúfa þarf þing og efna til kosn-
inga? Tillaga hennar um þjóðarat-
kvæðagreiðslu kemur einmitt inn í
það mál, þar sem bent er á að sam-
hliða almennum kosningum í landinu
gæti slík þjóðaratkvæðagreiðsla farið
fram.
Engin hefð er fyrir
þjóðaratkvæðagreiðslu í
íslenskri sljórnskipun
ísland er frábrugðið ýmsum lönd-
um hvað það snertir að engin hefð
er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í
okkar stjórnskipun. Við kjósum full-
trúa sem fara með lýðræðislegt vald
og bera pólitíska ábyrgð á ákvörðun-
um sínum sem kjósendur síðan byggja
mat sitt á í kosningum.
Fulltrúar þeirra flokka sem ganga
á skjön við meirihluta kjósenda verða
að taka þeirra dómi. Næstu kosningar
gætu þannig hæglega snúist um
EES-samninginn á þann hátt að þeir
stjómarandstöðuflokkar sem hafa
lýst sig andvíga samningnum gætu
lýst því yfír að þeir muni segja honum
upp fái þeir til þess traust kjósenda.
Einhverjum finnst e.t.v. að hér sé um
fullmikla einföldun á þessu máli að
ræða en þessi staðreynd blasir ein-
faldlega við.
Hér á landi eru myndaðar meiri-
hlutastjórnir en ekki minnihluta eins
og oft gerist á hinum Norðurlöndun-
um. Þessi meirihluti verður að hafa
þingræðislegan styrk til þess að taka
ákvarðanir. Ef við ætlum að fara að
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992
23
Morgunblaðið/Alfons
Klifrað í turninum
Leiktækin á lóð grunnskólans í Ólafsvík eru vinsæl vora að leika sér í tumingum og virtust una sér vel
hjá yngri nemendum skólans. Þessir þrír guttar þegar ljósmyndarinn átti leið hjá á dögunum.
Skoðanakönnun
Meirihluti
með veiði-
leyfagjaldi
MEIRIHLUTI svarenda, eða 53,8%,
í skoðanakönnun sem ÍM Gallup
gerði fyrir Fiskifréttir, sagðist
fylgjandi því að útgerðarmönnum
yrði gert að greiða fyrir þann kvóta
sem þeir fá úthlutað. Andvígir
veiðileyfagjaldi sögðust 40,7% en
5,5% lýstu sig hlutlausa.
í nýjasta tölublaði Fiskifrétta kem-
ur fram að stuðningur við veiðileyfa-
gjald er meiri á höfuðborgarsvæðinu
en landsbyggðinni. Á höfuðborgar-
svæðinu segjast 58% fylgjandi veiði-
leyfagjaldi en 36,1% andvígt. Úti á
landi era hlutföllin hins vegar jöfn;
47,8% segjast fylgjandi gjaldinu, en
47,4% á móti þvL Karlar reyndust
hlynntari innheimtu veiðileyfagjalds
en konur; 59,5% karla sögðust henni
hlynntir og 36,9% andvígir, en 46,2%
kvenna vora fylgjandi gjaldinu og
45,9% á móti.
Stuðningur við veiðileyfagjald er
mestur meðal fólks á aldrinum 45 til
54 ára, eða 63,1%. Yngsti aldurshóp-
urinn er hins vegar í minnstum mæli
fylgjandi því, aðeins 33,8% svarenda
á aldrinum 15 til 24 ára vildu taka
upp veiðileyfagjald.
Utanríkisráðherra í ræðu við upphaf allsherjarþings SÞ
Áratugur fatlaðra náði
ekki tilætluðmn árangri
í ÁRLEGRI ræðu íslands sem Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra hélt í gær við upphaf allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New
York lýsti hann vonbrigðum yfir að áratugur fatlaðra hefði ekki náð
tilætluðum árangri. Hann sagði að ríkisstjórnir heims yrðu að virða
skuldbindingar sínar gagnvart hálfum milljarði fatlaðra um allan heim
og gefa þeim sömu tækifæri og öðrum. Auk þess að fjalla um málefni
fatlaðra vék utanríkisráðherra í ræðunni meðal annars að Uruguay-við-
ræðum GATT, ástandinu í Júgóslavíu og Sómalíu, erlendu herliði í
Eystrasaltsríkjunum, umhverfismálum og fíkniefnavandamálinu.
Ávöxtun ríkisbréfa *
íjúní til ágúst 1992
* 6 mánaða bréf
Lægsta
t0,5——b—--------
10/06 29/06 29/07 26/08
ávöxtun þeirra lækkað úr 11,49% í
11,08%. Hæstu tilboð hafa lækkað úr
12% í 11,15% en lægstu tilboð hafa
aftur á móti hækkað úr 10,86 í
10,94%. Pétur segir að vísbendingar
séu um að vextirnir lækki enn frekar
við næsta útboð sem verður næsta
þriðjudag því vextir þessarra bréfa
hafí lækkað á eftirmarkaði frá því
síðasta útboð fór fram.
Utanríkisráðherra nefndi að eftir
lok kalda stríðsins hefðu opnast nýjar
leiðir til samvinnu á sviði efnahags-
og félagsmála og tilgreindi þá mót-
sögn hve erfiðlega Uruguay-viðræð-
urnar hefðu gengið. Hann sagði að
ekki mætti gefast upp enda myndi
það stefna hagvexti í iðnþróuðu ríkj-
unum og aðgangi þróunarríkja og
ríkja Austur-Evrópu að alþjóðavið-
skiptum í hættu, og Evrópubandalag-
ið og Bandaríkin yrðu að axla ábyrgð
gagnvart öðrum jarðarbúum.
Utanríkisráðherra lagði áherslu á
mikilvægi þess að bundinn yrði endi
á ófremdarástandið í ríkjunum sem
áður mynduðu Júgóslavíu og hvatti í
því sambandi til þess að fylgt sé fyrir-
mælum öryggisráðsins. Þá vék hann
að hörmungarástandinu í Sómalíu þar
sem talið er að fjórðungur allra bama
hafi dáið úr næringárskorti og sjúk-
dómum. Lagði hann áherslu á nauð-
syn samhæfingar allra hjálparstofn-
ana Sameinuðu þjóðanna við að mæta
slíkum vanda.
I ræðunni sagði utanríkisráðherra
umhverfisráðstefnuna í Ríó vera
tímamót og árangur hennar skapa
góðan grandvöll fyrir framtíðarstörf
á sviði umhverfísmála. Nefndi hann
mikilvægi þess að koma í veg fyrir
mengun hafsins og þess að auðlindir
hafsins verði nýttar, enda teldi hann
hafíð ómissandi fæðulind fyrir mann-
kynið.
Sólveig Pétursdóttir
„ísland er frábrugðið
ýmsum löndum hvað
það snertir að engin
hefð er fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðslum í okk-
ar stjórnskipun. Við
kjósum fulltrúa sem
fara með lýðræðislegt
vald og bera pólitíska
ábyrgð á ákvörðunum
sínum sem kjósendur
síðan byggja mat sitt á
í kosningum.“
taka upp þjóðaratkvæðagreiðslur al-
mennt í ýmsum málum, þá værum
við jafnframt að breyta okkar stjóm-
skipun og stjórnarfari. Það er stór
ákvörðun og verður að mínu mati að
taka þar tillit til margra annarra þátta
en EES-samningsins. Slíkt mál þyrfti
rækilega skoðun m.a. með tilliti til
stjórnarskrárbreytinga og slíkan vett-
vang má m.a. finna í þeirri stjórnlaga-
nefnd sem starfandi er.
Atkvæðagreiðsla á Alþingi um
að vísa máli til nefndar
Nokkur misskilningur virðist hafa
komið upp í tengslum við þessa at-
kvæðagreiðslu á þinginu um þings-
ályktunartillögu um þjóðaratkvæða-
greiðslu og því þykir rétt að taka það
fram að hér var einungis um að ræða
hefðbundna þinglega meðferð á máli
en ekki efnislega afstöðu. Þingmálum
er ávallt vísað til nefnda að lokinni
l. umræðu eftir efni þeirra og er
höfð hliðsjón af skiptingu málefna í
Stjórnarráðinu. Þingmenn voru því
ekki að láta í ljós afstöðu sína, hvorki
til þjóðaratkvæðagreiðslu né heldur
EES-samningsins.
Þingsályktunartillaga en
ekki lagafrumvarp
Hér er um að ræða þingsályktun-
artillögu en ekki lagaframvarp og er
að sjálfsögðu mikill munur þar á,
m. a. hlýtur hið fyrrnefnda ekki jafn
vandaða þinglega meðferð. Slík álykt-
un felur það einungis í sér að Alþingi
lýsir yfir vilja sínum um að ákveðnir
hlutir séu framkvæmdir. Það eru eng-
in lög sem mönnum er skylt að fara
eftir hér og nú, enda þótt slíkar álykt-
anir beri að sjálfsögðu að virða. Það
sést ekki af þessari tillögu hvort þjóð-
aratkvæðagreiðslan eigi að vera bind-
andi eða bara ráðgefandi fyrir alþing-
ismenn. Ef henni er ætlað að vera
bindandi brýtur hún þá ekki gegn
stjórnarskránni þar sem löggjafar-
valdið er framselt til þjóðarinnar? Á
þá ekki heldur að virða þá reglu
stjómarskrárinnar um að þingmenn
séu eingöngu bundnir af sannfæringu
sinni? Slíkum spurningum hlýtur að
vera óhjákvæmilegt að velta fyrir sér.
Hvora nefndina átti að velja?
í þessari þingsályktunartillögu er
gert ráð fyrir kosningum og slíkum
málum er almennt vísað til allsherj-
amefndar. Þegar fram kom tillaga
um það að vísa tillögunni heldur til
utanríkismálanefndar þurftu þing-
menn að gera það upp við sig hvort
væri eðlilegra með tilliti til þing-
skapa. í báðum þingnefndum eiga
sæti 9 fulltrúar, 5 stjómarliðar og 4
stjórnarandstæðingar.
Niðurstaðan varð sú að vísa málinu
til allsheijarnefndar þó að sterk rök
væru fyrir því að utanríkismálanefnd
yrði fyrir valinu. Undirrituð, sem er
formaður allsherjamefndar, taldi því
ekki rétt að taka afstöðu til þessa
tæknilega atriðis og sat hjá við at-
kvæðagreiðsluna.
Á að breyta íslenskrí
stjórnskipun?
Þessi þingsályktunartillaga verður
að sjálfsögðu rædd í allsherjarnefnd
og þar hlýtur málsmeðferðin fyrst og
fremst að beinast að stjómskipuleg-
um þætti þessa máls. Ástæðan er sú
að með tilliti til verkaskiptingar milli
þingnefnda þá hefur tillagan á vissan
hátt verið tekin úr sambandi við af-
stöðu manna til EES-framvarpsins,
sem er til meðferðar í utanríkismála-
nefnd. Það er svo að sjálfsögðu stór-
pólitísk ákvörðun hvort breyta skuli
íslenskri stjómskipun í þá veru að
þingmálum skuli vísað til þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Hver og einn þingmaður verður
að gera upp sinn hug
Málið verður síðan væntanlega tek-
ið til seinni umræðu í þinginu og þá
fyrst munu þingmenn allir taka af-
stöðu til afgreiðslu þess, alveg eins
og er með öll önnur þingmál. Þetta
eru staðreyndir málsins og hvernig
svo sem nefndaráliti eða nefndarálit-
um um tillöguna verður háttað þá
verður það ekki notað sem nein tyll-
iástæða, hver og einn þingmaður
verður að gera upp sinn hug, enda
til þess kjörinn.
Að öllu þessu athuguðu þykir mér
að sú umræða að undanförnu um
þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu í tengsl-
um við EES-samninginn — og eins
og hún hefur verið sett fram m.a. af
hálfu stjórnarandstöðuflokkanna —
vera á misskilningi byggð.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í
Reykja vík urkjördæmi.