Morgunblaðið - 26.09.1992, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992
Hætta
Rússar við
kafbáta-
sölu?
HÁTTSETTUR rússneskur
embættismaður sagði í gær að
ekkert yrði úr sölu á þrem rúss-
neskum dísilkafbátum ti írans
vegna deilna um greiðslur.
Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt
söluna mjög og sagt að bátam-
ir gætu ógnað hernaðaijafn-
vægi og olíuflutningum á
Persaflóa. Yfirmaður Írans-
deildar rússneska utanríkis-
ráðuneytisins sagði í viðtali við
TASS-fréttastofuna að mót-
mælin stöfuðu af viðskipta-
hagsmunum. Bandaríkjamenn
vildu komast aftur inn á vopna-
markaðinn í íran þar sem þeir
voru nær einráðir í tíð keisarans
er var hrakinn frá völdum 1979.
Franskir sós-
íalistar von-
g-óðir
BÚIST er við því að stjómar-
flokkur franskra sósíalista vinni
nokkur sæti í kosningum til öld-
ungadeildarinnar á morgun.
Skoðanakannanir hafa sýnt
mikið fylgistap hjá flokknum
síðsutu mánuði en ástæðan fyr-
ir von flokksmanna er kosn-
ingafyrirkomulagið. Þjóðþingið
(neðri deildin) þar sem sósíalist-
ar hafa þriðjung atkvæða, kýs
hluta af öldungadeildinni og
kemur minnkandi stuðningur
kjósenda núna því ekki að fullu
fram í úrslitunum.
Mátti ekki lifa
í synd
PRENTSMIÐJU í eigu ka-
þólsku kirkjunnar í Lúxemborg
hefur verið gert skylt að greiða
konu nokkurri skaðabætur sem
nema rúmlega hálfri annarri
milljón ÍSK. Ástæðan var sú
að konan bjó með manni sem
einnig vann hjá fyrirtækinu en
þau vom ekki gift og var hún
rekin fyrir vikið. Maðurinn hélt
starfi sínu. Yfirmenn prent-
smiðjunnar segja að tekið hafí
verið skýrt fram í ráðningar-
samningi konunnar að henni
væri bannað lifa í óvígðri sam-
búð. Dómstóllinn taldi brott-
reksturinn óréttlátan.
Herforingjar
herða tökin í
Burma
STJÓRN herforingjanna í
Burma, sem þeir nefna reyndar
Myanmar, hefur skipað fleiri
liðsforingja í ábyrgðarstöður
hjá ríkisvaldinu þrátt fyrir lof-
orð um að horfíð verði til borg-
aralegra stjórnarhátta. Erlend-
ur stjórnarerindreki sagði þess-
ar ráðstafanir benda til þess að
einræðistjómin hygðist herða
enn tökin.
Ferðahömlum
aflétt
RÚSSAR og Bandaríkjamenn
bmtu niður einn af síðustu þrö-
skuldum kalda stríðsins í gær
er þeir afléttu gagnkvæmum
hömlum á ferðir viðskiptaerin-
dreka og fréttamanna. Samn-
ingar þessa efnis voru gerðir
er Borís Jeltsín Rússlandsfor-
seti sótti George Bush Banda-
ríkjaforseta heim í júní sl.
Bandaríkjamenn geta nú ferð-
ast hvar sem er í Rússlandi
nema um þau svæði sem yfír-
völd varnarmála banna jafnvel
rússneskum almenningi. að
skoða.
Suður-Afríka
Satnkomu-
lag næst
um friðar-
viðræður
Jóhannesarborg. Reuter.
F.W. de Klerk, forseti Suður-Afr-
íku, og Nelson Mandela, leiðtogi
Afríska þjóðarráðsins (ANC),
hafa náð samkomulagi um fund
til að freista þess að binda enda
á drápin í byggðum blökkumanna
í landinu. Fundur þeirra verður
í Jóhannesarborg í dag.
De Klerk bauð Mandela til fund-
arins eftir að ANC hafði hætt við-
ræðum við stjórnina um framtíð
landsins í kjölfar fjöldamorða í
blökkumannahverfinu Boipotang í
júlí. ANC féllst á fundinn en setti
það skilyrði að stjórnin gengi að
kröfum hreyfingarinnar um að póli-
tískum föngum yrði sleppt, hættuleg
vopn yrðu bönnuð á almannafæri
og að gistihúsum fyrir farandverka-
menn yrði lokað. Heimildarmenn
sögðu að erfiðast hefði verið að leysa
fangamálið og ANC hefði lagt
áherslu á að þremur blökkumönnum,
sem afplána lífstíðardóm fyrir morð
á sex hvítum borgurum, yrði sleppt.
Stjómin varð að lokum við kröfunni
á fimmtudagskvöld.
♦ ♦ »
■ PARÍS - STJÓRNSKIPUÐ
nefnd varaði við því í skýrslu fyrir
þremur árum, að hætta væri á
skyndilegum flóðum við bæinn Vai-
son-la-Romaine, á svæðinu þar sem
óttast er að 75 manns hafi farist
af völdum gífurlegs úrfellis fyrr í
þessari viku, að því er dagblaðið
Liberation sagði í gær. Vitneskjan
um skýrsluna hefur kynt undir
ágreiningnum um, hver beri ábyrgð-
ina á dauða þeirra, sem létu lífið í
flóðurium í Suðaustur-Frakklandi á
þriðjudaginn. Að minnsta kosti 35
manns fórust, þar af 21 í bænum
Vaison-la-Romaine. Um 40 er sakn-
að og óttast, að þeir séu látnir.
Kaldur vetur í nánd
Þúsundir íbúa Sarajevo, höfuðborgar Bosníu-Herzegovínu, eru án
rafmagns og geta ekki notað eldavélar sínar. Þeir eru nú byijaðir
að búa sig undir kaldan vetur eins og þessi maður sem safnar hér
eldiviði. Loftflutningar á matvælum til borgarinnar hafa legið niðri
frá 3. september vegna árása Serba á borgina og mikil óvissa er um
framhald þeirra. Cyrus Vance og Owen lávarður, samningamenn
Sameinuðu þjóðanna og Evrópubandalagsins, fóru í gær til bæjarins
Banja Luka í norðurhluta Bosníu. Aðspurðir sögðust þeir meðal ann-
ars vilja kanna meint dráp á 200 múslimum í bænum Travnik, um
140 km sunnan við Barija Luka. Fregnir herma að serbneskir lögreglu-
menn hafí skotið múslimana 21. ágúst eftir að þeim hafí verið sleppt
úr fangabúðum. Fórnarlömbin voru karlmenn, sumir á táningsáldri.
Bandaríkin
Ekkert lát á
efnahag’s-
kreppunni
Florída. Frá Atla Steinarssyni, fréttarit-
ara Morgunblaðsins.
ENN er ekkert lát á þeirri
kreppu sem einkennt hefur
efnahagslíf Bandaríkjanna frá
því á árinu 1990. í vikunni sem
lauk 5. september voru 400 þús-
und nýjar umsóknir um atvinnu-
leysisbætur afgreiddar en vik-
una þar á undan voru þær
394.000.
Ástæða aukningarinnar er rakin
til uppsagna í verksmiðjum Gener-
al Motors í Ohio og Michigan og
einnig misstu um 2500 manns at-
vinnu sína í Florída vegna afleið-
inga fellibylsins Andrésar. Haft er
eftir færustu sérfræðingum að
engar batahorfur séu í augsýn á
vinnumörkuðunum.
3,2 milljónir Bandaríkjamanna
voru á atvinnuleysisbótum í byijun
mánaðarins. í júlí varð viðskipta-
jöfnuðurinn óhagstæður um 7,8
milljarða dollara að sögn viðskipta-
ráðuneytisins. Er það 1,1 milljarði
dala meiri viðskiptahalli en varð í
júní. Mismunur á milli inn- og út-
flutnings hefur ekki verið jafn
mikill og nú síðan í nóvember 1990
er hann nam 9,5 milljörðum doll-
ara;
Útflutningur í júlí dróst saman
um 2,4% frá mettölunum í júní er
útflutningurinn nam aðeins 38,2
milljörðum dollara. Innflutningur
jókst hins vegar um 0,7% og nam
45,2 milljörðum dollara og er það
nýtt met. Þó aukinn innflutningur
geti boðað gleðifréttir, ef hann
byggist á aukinni vöruþörf, segja
sérfræðingar að svo sé ekki í þessu
tilviki og samdrátturinn í útflutn-
ingi skyggi á allar batavonir. Haft
er eftir einum sérfræðinganna ,
að það sé sama hvernig litið sé á
málin; það séu engar batahorfur í
efnahagsmálunum.
Stjórnarandstæðingar í Rússlandi sækja að Jeltsín
Vilja að ríkið gegni stærra
lilutverki í markaðsvæðingu
Moskvu. Reuter.
BORGARABANDALAGIÐ, samtök sljórnarandstæðinga í Rúss-
landi, lögðu í gær fram nokkurs konar stefnuskrá sína. Þar er
þrýst á Borís Jeltsín forseta landsins að breyta efnahagsumbóta-
stefnu sinni. Kjarninn í stefnu bandalagsins er að ríkið þurfi að
gegna stærra hlutverki í markaðsvæðingu efnahagslífsins.
Að Borgarabandalaginu standa
áhrifamenn í atvinnulífínu, fjöl-
margir stjórnmálaflokkar og
kunnir stjórnmálamenn eins og
Alexander Rútskoj varaforseti. I
grein í dagblaðinu Nezeavisimaja
Gazeta sem birtist í gær sagði
Alexander Vladislavlev, einn
frammámanna bandalagsins, að
einungis hugsjónin um Stórrúss-
Iand megnaði að sameina fátæka
íbúa Rússlands. Ennfremur varaði
hann við því að hinar harkalegu
efnahagsaðgerðir ríkisstjómarinn-
ar gerðu það að verkum að fólk
óttaðist fijálst markaðshagkerfi.
Hann lagði til að gerðar yrðu
breytingar á ríkisstjórninni í sam-
ræmi við þá stefnu sem yrði fyrir
valipu, a.m.k. þyrfti fagmaður að
vera við stjórnvölinn. Er litið á þau
orð sem fyrstu áskorun Borgara-
bandalagsins til Jeltsíns um að
Jegor Gajdar forsætisráðherra
verði að víkja.
Stefna Borgarabandalagsins
birtist ennfremur í gær í saman-
tekt ræðu Arkadíjs Volskíjs, leið-
toga þess, sem Reuters-fréttastof-
unni var afhent. Þar segir Volskíj
að markaðshagkerfí sé ekki mark-
Vill skilja við
foreldra sína
Þessi 12 ára drengur hefur
vakið mikla athygli í Banda-
ríkjunum fyrir að hafa sótt
um „skilnað" frá foreldrum
sínum. Foreldrarnir skildu
þegar hann var ungur og síð-
an hefur hann dvalið í ýmsum
uppeldisstofnunum. Undan-
farin misseri hefur hann búið
hjá fósturforeldrum og sótti
um skilnað frá foreldrum sín-
um eftir að móðir hans sótt-
ist eftir því að fá hann aftur.
Hann neitar því algjörlega
og segir hana hafa vanrækt
sig vegna áfengissýki.
mið í sjálfu sér heldur leið til að
tryggja velferð manna. Hann seg-
ir að ríkið eigi að hafa ríkt eftirlit
með umbyltingunni frá miðstýr-
ingu til markaðsbúskapar. í því
sambandi nefnir hann að í Þýska-
landi og Japan hafí hið opinbera
strangt eftirlit með atvinnulífinu.
Núverandi stefna rússnesku
stjórnarinnar muni breyta Rúss-
landi í bananalýðveldi án eigin
hátækni. Leggur hann til að flest
rússnesk fyrirtæki fái þriggja ára
aðlögunartima áður en þeim verði
gert að spjara sig óstudd í frjálsri
samkeppni.
Reuter