Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1.992
13
Lj óðatónleikar
Dúfa S. Einarsdóttir og Guðbjörg Sigurjónsdóttir.
_________Tónlist____________
Jón Ásgeirsson
Dúfa S. Einarsdóttir og Guð-
björg Siguijónsdóttir, ásamt Lo-
vísu Fjeldsted, héldu ljóðatónleika
í Norræna húsinu sl. miðvikudag.
Á efnisskránni voru lög eftir Pa-
isiello, Gluck, Durante, Brahms,
Sibelíus, Jón Þórarinsson og frum-
flutt þijú lög eftir Gunnar Reyni
Sveinsson.
Dúfa hefur oft komið fram á
tónleikum en þetta munu vera í
raun fyrstu sjálfstæðu tónleikar
hennar. Hún hefur fallega rödd,
sem hún beitir af smekkvísi og
hefur tamið sér góðan framburð
en er svolítið hamin í túlkun, svo
að söngur hennar og framsetning
var varfærnislegur og það sem
oft er sagt um flytjendur, of með-
vitaður, svo sem heyra mátti sér-
staklega í „antikaríunum" eftir
Paisiello,-Gluck og Durante.
I Zwei Gesáange eftir Brams,
en þar bættist í hópinn Lovísa
Fjeldsted á selló, var söngur Dúfu
fallegur, einkum í því seinna,
Geistliches Wigenlied, og sömu-
leiðis sellóleikur Lovísu. Fjögur
lög eftir Jón Þórarinsson voru
nokkuð varfærnislega sungin, sér-
staklega það sérkennilega fallega
lag, Það vex eitt blóm fyrir vest-
an. Fámm lög eftir Sibelíus voru
best fluttu erlendu söngverkin,
t.d. Den första kyssen og Sáf,
sáf, susa.
Frumflutt voru þijú lög eftir
Gunnar Reyni Sveinsson, við
kvæði eftir Hrafn Andrés Harðar-
son, prentuð eru í bókinni Tón-
myndaljóð, sem þeir, ásamt mynd-
listarmanninum Grími Marinó
Steindórssyni, gáfu út fyrir
skemmstu. Lögin eru nokkuð sér-
kennileg og koma oft fyrir snögg
umskipti, sem m.a. tengist því að
slegið er'saman tveimur ljóðum,
eins t.d. í fyrsta laginu Bláfjöll -
Óþello og Flug-Sólskríkja-Flug.
Síðasta lagið, Enn á ný, er heil-
steypt og ekta Gunnar Reynir og
kæmi ekki á óvart að það yrði
vinsælt hjá söngvurum.
Þetta voru vel framfærðir tón-
leikar og sérlega vel undirbúnir,
svo að hvergi bar skuggann á,
nema að flutningur verkanna var
helst til of varfærnislegur. Undir-
leikur Guðbjargar var ágætur,
sérstaklega í lögum Sibelíusar,
sem notar píanóið oft á mjög
áhrifamikinn máta.
Ólöf Sigurðardóttir
*
Gallerí Umbra
Síðasta sýn-
ingarhelgi
Ólafar Sig-
urðardóttur
ÞESSA helgi er síðasta sýning-
arhelgi Ólafar Sigurðardóttur í
Gallerí Úmbru, á Torfunni,
Amtniannsstíg 1. A sýningunni
eru verk unnin mgð olíu á tré
og striga og eru verkin öll unn-
in á þessu ári.
Ólöf er fædd í Reykjavík 1961.
Hún stundaði nám við Myndlista-
og handíðaskóia íslands og útskrif-
aðist frá málaradeild vorið 1989.
Þetta er fyrsta einkasýning Ólafar
en hún hefur áður tekið þátt í sam-
sýningum.
Sýningin er opin þriðjudaga til
laugardaga kl. 12-18 og sunnudag
kl. 14-18. Lokað er á mánudag.
Sýningunni, sem er sölusýning-
unni, lýkur miðvikudaginn 30
september.
(Fréttatilkynning)
V^terkurog
kJ hagkvæmur
augjýsingamiðill!
...að sjálfsögðu kostar ekkert inn
á sýninguna okkar sem hófst kl. 10 í morgun og verður
opið til kl 16. í dag og á moigun sunnudag opnum við
kl.13 og lokum kl 17.
k sýningunni gefst ykkur kostur á að kynnast þvi nýjasta í
hljómtækjum, vídeótækjum, bíltækjum, ryksugum,
örbylgjuofnum og videótökuvélum en þar ris hæst ný vél
frá Panasonic með gleiðlinsu, einnig sýnum við nýja
kynslóð sterio-sjónvarpa og magnaia sem breyta stohmni í
Itónlistarpeilpin |
KYNNIR OC. BYÐUR
IA TILBODSVERDI |
KLASSI l<