Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992
29
Samið við undirverk-
taka við Lindargötu
eftir Olaf Jónsson
Hinn 15. maí síðastliðinn birtist
tilkynning frá Borgarráði, að sam-
ið hafi verið við undirverktaka
vegna sa'ndspörtlunar og málunar
innanhúss við Lindargötu 57-61
og 64—66.
Hér var um svokallað lokað út-
boð að ræða og áttu tilboð að inni-
halda vinnu og efni ásamt virðis-
aukaskatti. Sjö tilboð bárust frá
fímm aðilum, þar af tvö frávikstil-
boð. Lægsta tilboð var upp á 23,7
milljónir en næstu fjögur voru á
bilinu 25,6-27,9 milljónir. Tvö til-
boð voru á 30,2 og 31,8 milljónir.
Kostnaðaráætlun hönnuða var
48,2 milljónir. Tilboðin sem bárust
voru því á bilinu 49-66% af kostn-
aðaráætlun.
Er ég las þessa frétt brá mér í
brún. Hvernig getur svona lagað
átt sér stað? Er verið að gera grín
að verðskrá málara, eða hvernig
liggur í þessu?
Þar sem undirritaður hefur
starfað við verðskrá málara allt
frá árinu 1954 og nær óslitið fram
á þennan dag, fannst mér ástæða
til að leita skýringa á því auðsjáan-
lega misræmi sem birtist í fyrr-
nefndum tölum.
Töluverður munur getur verið á
tilboðum sem innihalda efni og
vinnu. Með lipurð getur verktakinn
samið við efnissala um efnisþátt
verksins, en í vinnuliðnum sem
gefur verktakanum tæplega 12%
álag ofan á sveinalaun er ekki um
mikið svigrúm að ræða í tilboðs-
gerð.
Fyrir hönd málarafélaganna fór
ég á fund yfirmanns byggingar-
deildar borgarverkfræðings og bað
um að fá afhent útboðsgögn vegna
Lindargötu. Fyrst fékk ég þau
svör að okkur kæmi þetta ekki
við. En þegar ég skýrði okkar sjón-
armið voru mér send útboðsgögn;
sem ég reiknaði út persónulega. I
Um orð og efndir
Athugasemd vegna misvísandi auglýsingar listamanna
eftirHarald
Johannessen
Fyrr í mánuðinum var til umræðu
í ríkisstjórninni að fækka undan-
þágum frá virðisaukaskatti en
lækka skattinn þess í stað og taka
auk þess upp annað og lægra skatt-
þrep, sem legðist á útgáfu- og
menningarstarfsemi, en slík starf-
semi hefur hingað til notið þeirra
forréttinda, að þurfa ekki að greiða
virðisaukaskatt. Yfir tuttugu sam-
tök og félög þeirra, sem starfa að
útgáfu- og menningarmálum með
ýmsum hætti, birtu hér í Morgun-
blaðinu þann 12. þ.m. auglýsingu
til að leggja áherslu á kröfur sínar
um að” fá að njóta áfram þessara
forréttinda. í fyrirsögn er vitnað í
menningarmálaályktun landsfund-
ar Sjálfstæðisflokksins frá 1989 og
skrifað: „Öll útgáfu- og menningar-
starfsemi verði undanþegin virðis-
aukaskatti." Undir stendur stórum
stöfum: „Við viljum trúa á orð-
heldni og stefnufestu íslenskra
stjórnmálamanna." Með þessu er
augljóslega verið að halda því fram,
að stefna Sjálfstæðisflokksins sé
að undanskilja útgáfu- og menning-
arstarfsemi virðisaukaskatti og ef
undanþágum sé fækkað, með þvi
að láta þessa starfsemi greiða virð-
isaukaskatt, séu forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins að ganga á bak
orða sinna.
Nú vill svo til, eins og þeir sem
þarna auglýstu hljóta að vita, að
Sjálfstæðisflokkurinn heldur lands-
fund á tveggja ára fresti og lagar
þá til stefnu sína. Það er vitaskuld
nauðsyn lifandi flokki að endur-
skoða stefnu sína regluíega, því
þótt meginstefna flokksins um lýð-
ræði og einstaklingsfrelsi sé með
þeim hætti, að hún standist tímans
tönn og henni þurfí ekki að breyta,
þá þarfnast smærri mál og ýmis
dægurmál stöðugrar endurskoðun-
ar við. Einstakir þættir skattkerfís-
ins eru einmitt dæmi um það sem
endurskoðað var á landsfundum.
Þetta ætti að vera augljóst, og eins
það, að vilji menn sjá hver stefna
flokksins er í einstökum málum í
dag, er rétt að skoða ályktun flokks-
ins frá síðasta landsfundi. Stað-
reyndin er bara sú, að síðasti lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins var alls
ekki haldinn árið 1989 eins og
menn sem lésa umrædda auglýs-
ingu gætu talið. Hann var haldinn
í fyrra og kom þar skýrt fram sá
vilji fundarmanna, að fækka undan-
þágum frá virðisaukaskatti í þeim
tilgangi aðallega að lækka skatt-
hlutfallið.
Ástæða þess að vitnað var í
gamla landsfundarályktun er aug-
ljóslega sú, að það hentaði hags-
munum auglýsenda. Ef vitnað hefði
verið í ályktun síðasta landsfundar
hefði orðið að birta setningar á
borð við þessar: „Markvisst ber að
undirbúa umtalsverða lækkun
skatthlutfallsins" og „Þessu
markmiði þarf að ná með breikkun
skattstofnsins (afnámi undan-
þága) ..(Úr landsfundarálykt-
unum Sjálfstæðisflokksins 1991.)
En umfram allt, þá hefði ekki verið
hægt að dylgja um að sjálfstæðis-
menn héldu ekki orð sín í þessu
máli.
Það er þekkt vandamál bæði hér
á landi og annars staðar, að þrýsti-
og sérhagsmunahópar láta hátt
þegar til stendur að skerða sérrétt-
indi þeirra og beita þeir ýmsum
ráðum til að halda í þessi sérrétt-
indi. Farið er í kröfugöngur og setu-
verkföll, safnað undirskriftum,
skrifað í blöð, haldnir útifundir og
svo framvegis. Æði oft heyrast
vafasamar röksemdir til stuðnings
sérréttindum, en sem betur fer er
fátítt að beinlínis, og að því er virð-
ist vísvitandi, sé farið með rangt
Haraldur Johannessen
„Það er þekkt vanda-
mál bæði hér á landi
og annars staðar, að
þrýsti- og sérhags-
munahópar láta hátt
þegar til stendur að
skerða sérréttindi
þeirra.“
mál. Vonandi sjá menn og skilja,
að málflutningur af þessu tagi er
ekki eðlilegur, og mjög til þess fall-
inn að spilla fyrir heilbrigðri um-
ræðu. Þeir sem hafa sérstakan
áhuga á að menn eigi þess kost að
koma hugsunum sínum á framfæri
með sem ódýrustum hætti, ættu
öðrum fremur að gæta þess að það
sem frá þeim fer sé sannleikanum
samkvæmt.
Höfundur er við nám í Þýskalandi.
kjölfarið lét ég Mælingastofu mál-
ara gögnin í hendur til útreikn-
ings. Niðurstöður okkar voru
næstum samhljóða, eða 28,2 millj-
ónir +/- 0,1 milljón.
Þrátt fyrir að nokkur munur sé
á milli tilboðanna sem bárust í
verkið og niðurstöðu Mælinga-
stofu málara má útskýra það, en
hinn mikli munur á kostnaðaráætl-
un verkfræði- og hönnunarstofu
og tilboða verður vart úrskýrður
með eðlilegum hætti.
Mér er spum, hvernig reikna
þessir aðilar áætlanir sínar út? Svo
er því haldið fram í fjölmiðlum
hvað hægt sé að ná miklum sparn-
aði með útboðum og hægt sé að
þrýsta á verktaka til að gefa lág
tilboð, jafnvel svo lág, að engan
veginn er hægt að standa undir
þeim.
En skoðum nú vinnubrögð
hönnuða og verkfræðinga. Hver
er tilgangur kostnaðaráætlana-
gerðar þeirra? Kostnaðaráætlun
er ætlað að sýna fram á raunverð
og gera verkkaupanum grein fyrir
líklegum kostnaði vegna fram-
kvæmda. Verkfræðingnum og
hönnuðinum er síðan greidd þókn-
un í samræmi við gjaldskrá, sem
eðlilegt er.
En hver yfírfer þeirra gjörðir?
Á almenningur að trúa að þeir
séu óskeikulir og stimpla svo verk-
taka og iðnaðarmenn sem algjöra
okrara, sem einungis verða píndir
niður í verði fyrir tilstilli snilldar
verkfræðinganna?
Með tilvísan til kostnaðará-
ætlunar hönnuða og verkfræðinga
vegna umrædds verks, tilboðanna
sem bárust í verkið og útreikninga
Mælingastofu málara er æskilegt
að hönnuðir geti sýnt fram á
hvernig standi á því að útreikning-
ar þeirra séu í slíku hrópandi mis-
ræmi við raunveruleikann. Er
skýringuna að fínna í því að þókn-
un til þeirra sé í samræmi við
kostnaðaráætlun þeirra sjálfra, en
Ólafur Jónsson
„Er verið að gera grín
að verðskrá málara,
eða hvernig liggur í
þessu?“
ekki raunverulegan kostnað?
Það er rétt að geta þess að verð-
skrá málara hefur verið til viðmið-
unar við útreikning „vísitöluhúss-
ins“ um tugi ára og reynst þannig
ákveðinn mælikvarði á vinnu mál-
ara.
Ég vil fara fram á að meira
aðhald verði haft með vinnubrögð-
um verkfræðinga og hönnuða og
þeir beðnir um skýringar þegar
svona mikill munur verður á milli
kostnaðaráætlana þeirra og niður-
stöðu útboða. Að minnsta kosti
hefur byggingardeild borgarverk-
fræðings nægan mannafla til þess
að gera þessar athuganir.
Eg vona að þessi ábending mín
veki menn til umhugsunar.
Höfundur er málnramciskiri.
Kynningardagar dans-
skólanna um allt land
DANSSKÓLAR innan Dansráðs
íslands fyrirhuga kynningar á
dansi um allt land á komandi
vetri. Dansráð íslands er samein-
ingarfélag tveggja fagfélaga,
Danskennarasambands íslands
(DSÍ) og Félags íslenskra dans-
kennara (FÍD). Dansskólar innan
ráðsins ætla að gangast fyrir
kynningardögum, þar sem
kenndir verða hinir almennu
dansar í tvær klukkustundir með
tilsögn faglærðra danskennara.
Með þessum kynningum vilja
danskennarar leitast við að kynna
dansinn þeim sem alltaf hefur lang-
að til að læra að dansa en ekki lagt
af stað. Dansskólar sem taka þátt
í þessari kynningu eru Dansskóli
Auðar Haralds, Dagný Björk dans-
kennari, Dansskóli Heiðars Ást-
valdssonar, Dansskóli Hermanns
Ragnars, Dansskóli Jóns Péturs og
Köru, Dansskóli Sigurðar Hákonar-
sonar, Nýi dansskólinn, Hafnar-
fírði, Danslína Huldu og Loga,
Dansskóli Önnu Berglindar, Þor-
lákshöfn, Dansskóli Jóhönnu Áma-
dóttur og Dansskóli Sibbu, Akur-
eyri. Þeir sem áhuga hafa geta
skráð sig á kynningamámskeiðin
og kynnst því sem dansskólarnir
hafa upp á að bjóða án skuldbind-
inga í langan tíma. Hver og einn
getur kynnst því hvað það er auð-
velt og skemmtilegt að dansa.
(Úr fréttatilkynningu)
; : VEGURINN
v Kristið samféiag
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Samkoma kl. 21.00 fyrir ungt
fólk á öllum aldri. Mikill söngur,
gleöi og prédikun orösins.
Prédikari verður Benedikt Jó-
hannsson.
Allir velkomnir.
„Öll veröldin fagni fyrlr
Drottnil...komiö fyrir auglit
hans með fagnaðarsöngl"
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskró vikunnar framundan:
Sunnudagur:
Almenn samkoma k|. 16.30.
Ræöumaður Hafliöi Kristinsson.
Miðvikudagur:
Biblíulestur kl. 20.30.
Föstudagur:
Unglingasamkoma kl. 20.30.
Laugardagur:
Bænasamkoma kl. 20.30.
FERÐAFELAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533
Sunnudagsferðir
27. september
1. Kl. 08.00 Þórsmörk í
haustlitum, einsdagsferð
Stansað 3-4 klst. í Mörkinni.
Missið ekki af haustlitunum í
Þórsmörkinni.
2. Kl. 10.30 Þjóðleið 8:
Heiðarvegur -
Ólaf sskarðsvegur -
Geitafell (509 m.y.s.)
Gengið frá Bláfjöllum um gamlar
þjóöleiðir I Ölfusi. Verð 1.100 kr.
3. Kl. 13.00 Fjölskyldudagur
í Heiðmörk
- Gengið um skógarstiga
Nú er tilvalið fyrir alla fjölskyld-
una að koma út að ganga. Heið-
mörkin skartarfegurstu haustlit-
um núna. Brottför í feröirnar frá
Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin (og Mörkinni 6). Verð
aðeins 500,- kr., frítt fyrir börn
15 ára og yngri. Einnig er hægt
að mæta á eigin bíl i Heiðmerk-
urreit Ferðafélagsins efst í Heið-
mörkinni. (Ekin er Hraunslóð frá
Silungapolli eöa farið hjá Rauð-
hólum og Heiðarvegur ekinn á
enda). I boði verða léttar göngur
(1 -2 klst.) og endað í Feröafélags-
reitnum með söng við harmóniku-
undirleik. Pylsugrill (hafið pylsur
með). Heimkoma um kl. 16.
Brottför frá BSÍ, austanmegin
(og Mörkinni 6). Við minnum á
Þórsmörk, haustlitir (uppskeru-
hátíð og grillveisla) 2.-4. okt.
Takmarkað pláss.
Pantið tfmanlega.
Ferðafélag Islands.
ÍKFUK^
KFUM
KFUM/KFUK, SÍKog
KSH
“Biðjum Herra uppskerunnar“
Almenn samkoma í Kristniboös-
salnum, Háaleitisbraut 58-60
kl. 20.30 í kvöld.
Ræðumaöur: Sr. Berisha Hunde,
forseti SV-deildar, Mekane
Yesus-kirkjunnar í Eþíópíu.
Upphafsorð og bæn:
Halldór Elías Guðmundsson.
Sönghópur úr KSS syngur og
hljómsveitin “Góðu fréttirnar"
leikur.
Alllr eru velkomnir á
samkomuna.