Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992 19 Jón Sigurðsson á fundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins Fylgja ber aðhaldssamri efnahagsstefnu í fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna ÁRSFUNDIR Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og systurstofnana hans voru haldnir í Washington í Bandaríkjunum dagana 22. til 24. september. Flest af rikjum heims eiga aðild að sjóðnum og Alþjóðabankanum og á fundinum voru Sviss, Eystrasaltsríkin og um helmingur af fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna boðin vélkomin í hópinn. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin hafa ákveðið að standa saman að kjöri fulltrúa í stjórn bæði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. í fréttatilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti segir m.a.: „Fundina sóttu af íslands hálfu Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, Friðrik Sóphusson, fjár- málaráðherra, Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, og Ólafur ísleifs- son, forstöðumaður alþjóðadeildar Seðlabanka íslands. Auk þess sátu fundina Sigurgeir Jónsson, forstjóri Lánasýslu ríkisins og Finnur Svein- björnsson, skrifstofustjóri í við- skiptaráðuneytinu. Á fundunum voru Ingimundur Friðriksson, full- trúi Norðurlandanna í stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Helga Jóns- dóttir, varafulltrúi Norðurlandanna í stjórn Alþjóðabankans. Dagana fyrir ársfundina voru haldnir fundir í stjórnarnefnd Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins og þróunar- nefnd stofnananna. Jón Sigurðsson var fulltrúi Norðurlandanna og Eyst- rasaltsríkja á fundi stjómarnefndar- innar og talaði þar fyrir þeirra hönd. Á ársfundunum sjálfum flutti Jón Sigurðsson ræðu fyrir hönd Norður- landanna um málefni Alþjóðabank- ans og Jóhannes Nordal flutti ræðu fyrir hönd Norðurlandanna um mál- efni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Á fundi stjórnarnefndar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins kom fram að verð- bólga í iðnríkjunum hefur enn farið lækkandi. Efnahagsbati er hins veg- ar hægur og mismunandi eftir ríkj- um. Atvinnuleysi er enn of mikið og ókyrrðin að undanförnu á gjaldeyris- mörkuðum hefur valdið óvissu um framtíðarþróun efnahagsmála. Þá kom fram að efnahagsþróun í fjöl- mörgum þróunarríkjum, einkum þeim sem hafa fylgt aðhaldssemi en jafnframt fijálslyndri efnahags- stefnu, hefur verið jákvæð þrátt fyr- ir tiltölulega slakt efnahagsástand víða um heim. Loks var bent á mikil- vægi þess að yfirstandandi samn- ingalotu GATT-viðræðnanna lyki sem fyrst. í ávarpi sínu á fundi stjórnar- nefndarinnar benti Jón Sigurðsson m.a. á að óróann á gjaldeyrismörk- uðum að undanförnu mætti einkum rekja til tveggja þátta. í fyrsta lagi nefndi hann þrálátan halla í ríkisfjár- málum og verðbólgu í mörgum af iðnríkjunum. í öðru lagi benti hann á að skort hafi á samráð milli þriggja stærstu iðnríkjanna sem bæru sér- staka ábyrgð á þróun alþjóða pen- ingakerfisins. Þessu til viðbótar hafi um skeið ríkt pólitísk óvissa í Evrópu vegna staðfestingar Maastricht- samnings Evrópubandalagsríkjanna. Norðurlöndin hafi ekki farið varhiuta af þessari þróun á alþjóðlegum gjald- eyrismörkuðum og hafi hún aukið við efnahagserfiðleika heima fyrir í sumum þeirra. Hann tók sérstaklega fram að Norðurlöndin hygðust áfram fylgja stefnu stöðugs gengis. I umræðum um málefni Austur- Evrópu, Eystrasaltsríkjanna og fyrr- um lýðvelda Sovétríkjanna lagði Jón áherslu á að ríkin fylgdu aðhaldss- amri efnahagsstefnu og kepptu að því að koma á markaðshagkerfi. Hann gerði innbyrðis viðskipti þess- ara ríkja að umtaisefni og nauðsyn þess að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn gætti þess að ríkin mismunuðu ekki hvert öðru. Hann nefndi sérstaklega í þessu sambandi þá ríku ábyrgð sem hvíldi á Rússlandi. í ávarpi sínu á ársfundunum benti Jón Sigurðsson á að það væri loks nú með aðild flölmargra nýrra ríkja að Alþjóðabankinn stæði fullkom- lega undir nafni. Með fjölgun aðild- arrfkja yrði jafnframt erfíðara fyrir bankann en áður að sinna ólíkum þörfum þeirra. Miklar kröfur væru gerðar til bankans um aðstoð við ríki Austur-Evrópu og fyrrum lýð- veldi Sovétríkjanna á sviðum þar sem hann býr yfír takmarkaðri reynslu. Jón gat þess að Norðurlönd- in væru fylgjandi því að bankinn aðstoðaði þessi ríki við stefnumótun í orkumálum. Þannig gæti hann lagt sitt af mörkum í þeirri viðleitni að draga úr þörf þessara ríkja fyrir orku frá kjarnorkuverum sem stand- ast ekki alþjóðlegar öryggiskröfur. Það væri fagnaðarefni að bankinn hygðist sinna auknum verkefnum í þessum ríkjum án þess að það komi niður á venjubundnum verkefnum hans í þróunarríkjunum. Jón nefndi að árangursrík þróun- araðstoð byggðist ekki síst á eflingu auðsins í manninum sjálfum. Þar skiptu mestu máli almenn grunn- menntun, þátttaka kvenna og betri heilbrigðisþjónusta. Einnig væri mikilvægt að gefa gaum að fólks- fjölgun í tengslum við baráttuna gegn fátækt. Að síðustu benti Jón á að starf- semi bankans skilaði ekki tilætluðum árangri nema lánþegar fylgdu að- haldssamri efnahagsstefnu og kæmu á nauðsynlegum skipulags- umbótum í hagkerfinu. Reynslan í mörgum þróunarríkjum sýndi þetta glöggt. Neskaupstaður Morgunblaðið/Þorsteinn Örn Andrésson Olíulagnir endurnýjaðar Olís endurnýjaði nú á dögunum olíulögnina í Laugarnesi sem sér um að leiða olíu í olíuskipið Kyndil. Lögnin er.um 120 metra löng og tók um 8 tíma að leggja hana. Á mynd- inni má sjá hvar unnið er við endurnýjunina. SUS heldur málefnaþing SAMBAND ungra sjálfstæðismanna (SUS) mun halda málefnaþing á Neskaupstað um helgina. Á þinginu ætla ungir sjálfstæðismenn að marka stefnu á ýmsum sviðum og má þar nefna sjávarútvegs- mál, utanríkismál og ríkisfjármál. í fréttatilkynningu frá SUS segir að mikil undirbúningsvinna liggi að baki þinginu. Meðal annars hafa sérstakir málefnahópar á sviði ein- stakra ráðuneyta starfað frá hausti 1991 og munu þeir leggja drög að ályktunum fyrrrþingið. Þingið hófst í gær með ávarpi Birkis Sveinssonar, formanns fé- lags ungra sjálfstæðismanna á Nes- kaupstað. Að því loknu var sameig- inlegur fundur þingfulltrúa og þriggja ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins, þeirra Davíðs Oddssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins og for- gestur. Áætlað er að þinginu verði slitið um kl. 14.30 á sunnudag. Málefnaþingið er haldið á Hótel Egilsbúð. Halldórs Blöndals, og samgönguráð- sætisráðherra, landbúnaðar: herra og Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra. Á laugar- dagsmorgun verða fundir í málefna- nefndum þingsins en síðdegis hefj- ast umræður og afgreiðsla ályktana á þinginu sjálfu. Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður, þar sem Aðal- steinn Jónsson, útgerðarmaður frá Eskifirði, verður heiðursgestur. Á sunnudagsmorgun er áformað að ljúka umræðum og afgreiðslu álykt- ana en síðan verður hádegisverður, þar sem Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri á Neskaupstað, verður <3£> TOYOTA TOYOTA <&) TOYOTA <Sg) TOYOTA TOYOTA Kostriaðarverð á notoðum bílum! Opið alla helgina ® TOYOTA TOYOTA TOYOTA <$£) TOYOTA £g> TOYOTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.