Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992 B-flokkur sjúkra- flutníngsmaima eftir Stefán Steinsson Það gerðist síðsumars 1992 milli túnasláttar og slátrunar að ég þurfti að koma hjartaáfallsmanni úr Dalasýslu suður flugleiðis. Hann var ansi veikur og því fór ég með. Ég fékk menn frá Herði flugkappa á Isafirði til að þjónusta mig með flug svo sem oft áður. Hörður sendi mér tvo unga heiðursmenn, mikil prúðmenni og snjalla flugmenn. Flugvélin var af tegundinni Piper Aztec módel 1979, góð maskína og ákaflega lífsreynd. Nú hófum við okkur til flugs nærri Kaldrana og flugum suður Sælingsdalsheiði og þveran Skeggjadal og yfir Skorravík og Hvammsfjörð og suð- ur Heydal og Mýrar og um Akra- nes og allt til Reykjavíkur. Við höfðum beðið um hjartábíl á völlinn því þannig var tilfellið vaxið. Gert var ráð fyrir lendingu tuttugu og sex mínútum yfir tíu en við lentum tuttugu og sjö mínútum yfir tíu svo bíllinn þurfti að bíða einni mínútu lengur en vænst var. Við lögðum að gamla flugturninum og áttum von á öllu góðu af hálfu sjúkraflutningsmanna, slíkt er vanalegt. En nú bar nýrra við. Þeir voru heldur afundnir við okk- ur og fannst greinilega mesti óþarfí að láta ónáða sig út af göml- um karli úr Dölunum. Með þeim í för var læknir, ung kona, hún var kurteis ög vel að sér. Sjúkraflutn- ingsmennimir hrifsuðu körfuna með manninum af ísfirðingum og ætluðu að hafa hana ofan á eigin bílbörum á spítalann. Mér sýndist þó betra að setja manninn yfir á bílbörumar sakir þess hve þær má hækka upp í bakið, það ekki er hægt á flugvélakörfunni. Þetta er hentugt fyrir hjartveika. Auk þess vildi ég ekki að ísfirðingar töpuðu körfunni ef við þyrftum að nota hana aftur seinni part dags. Svona körfur fara alltaf á flæking ef engar frekjudósir em með í förum og passa þær. Ég spurði sjúkra- flutningsmennina: „Ætlið þið ekki með hann yfir á börurnar ykkar?“ „Nei, við höfum körfuna ofan á,“ svömðu þeir snúðugt. „Ætlið þið þá að skutla körfunni hingað ofan eftir á eftir?“ spurði ég. „Nei, við höfum engan tíma til að standa í svoleiðis snatti,“ svömðu þeir snúðugt. „Ég vil fá körfuna vest- ur, við getum þurft að nota hana aftur í dag,“ sagði ég. „Það em færri körfur fyrir vestan heldur en í henni Reykjavík." „Já, enda fólks- fjöldinn ekki samur,“ svöraðu þeir snúðugt. Ég ansaði engu: Þeir gáfu í skyn að þeim veitti svo sem ekki af að bísa einni viðbótarkörfu til af ísfírðingum vegna fólksfjöld- ans í Reykjavík. Eftir töluvert stapp og þó engar hnippingar vipp- uðu þeir manninum samt yfir á bömrnar sínar enda linnti ég ekki látum. Það var kominn í mig galsi og ég var með vesen og vildi auk körfunnar hafa af þeim teppi og kodda og lak og gott ef ekki plast- poka og skyrpudall, allt hluti að vestan. Þeim gekk vippunin lista- vel og vafðist tæknileg hlið sjúkra- flutninga sýnilega ekki fyrir þeim. „Reisið hann nú upp, þá líður hon- um betur,“ sagði ég. „Já, við kunn- um þetta alveg,“ svöruðu þeir snúðugt. Þá fengu ísfirðingar körf- una sína aftur og dótið. Þegar sjúkraflutningsmennimir voru að loka bílnum mundi ég allt í einu að ég hafði ekki kvatt manninn og stökk inn í bílinn til þeirra. „Nú, hva, ætlar þú með á spítal- ann?“ spurðu sjúkraflutnings- mennirnir snúðugt. Ég svaraði ekki en tók í höndina á manninum og sagði: „Félagi, nú ert þú kom- inn meðal manna sem eru gáfaðri en ég, þú heyrir það.“ „Já,“ svar- aði hann dauft, „ég heyri það.“ Stefán Steinsson „Á leiðinni hugleiddi ég það að tveir flokkar sj úkraflutningsmanna kynnu að vera til, stór A-flokkur sem eru ljúf- menni og minni B- flokkur sem vill vera með derring og merki- legheit.“ „Hafðu það þá ævinlega sem best og láttu fara vel um þig á spítalan- um. Vertu sæll.“ „Já, vertu sæll, þakka þér fyrir,“ svaraði_ hann dauft. Handtakið var hlýtt. Á með- an gláptu sjúkraflutningsmennirn- ir á okkur eins og þessar kveðjur væru ættaðar frá annarri stjömu. Eftir það fór ég út úr þessum sjúkrabíl og hef ekki séð hann síð- an. Maðurinn fór á hjartadeild Landspítalans og fékk bestu hugs- anlegu meðferð og reiddi vel af. Mesta upplifunin þennan dag fannst mér vera að hitta menn sem voru bæði drýldnir og drúldnir í senn. En snúðurinn á sjúkraflutn- ingsmönnunum gerði það að verk- um að ég sagði heldur fátt og ekkert af viti við kollega minn, ungu konuna kurteisu. Ég var hálfruglaður og kannski ekki lík- indi á að ég segði mikið af viti hvort sem var og best að þegja. En það var ekki illa meint. Við flugmennirnir fórum því næst inn í flugstöð Ernis og íslandsflugs og Leiguflugs, hún var troðfull af Kínveijum sem ætluðu að sjá Grænland. Hörður flugkappi ætl- aði að lóðsa þá þangað og margir aðrir. Kínveijarnir voru forríkir og töluðu kínversku og tóku kvik- myndir í ákafa, þó ekki af mér. Flugmennirnir spurðu hvort sjúkraflutningsmennirnir hefðu verið eitthvað strekktir. Ég kvað það ekki grunlaust. Þá kom upp sá rómur í flugstöðinni að annar hinna styggu sjúkraflutnings- manna væri fyrrum fótboltagarpur og landsliðskappi og þessi fram- koma kynni að skýrast af gömlum fótboltaskjálfta í hjartanu. Um það vissi ég ekkert og hef aldrei vitað en langaði ósegjanlega að spyija Kínveijana út í það og fræðast sem fórst þó fyrir því ég kann ekki hundgjamm í kínversku hvað þá meir. Við fórum inn í kompu og drukkum kaffi með Snæbirni flug- manni káta frá Leiguflugi. Hann er úr Reykhólasveit og ætlaði líka til Grænlands. Á meðan var mask- Þekking og rannsóknir samtíð- ar ráða lífskjörum framtíðar eftirÞorkel Sigurlaugsson í nóvember á síðasta ári ritaði ég grein í Morgunblaðið og lýsti áhyggjum mínum vegna þess hve framlög ríkisins væm naum til rannsóknar- og þróunarstarfsemi hér á landi. Nú er að verða nokkur breyting hér á og er rétt að vekja athygli á því, sem vel er gert, og leggja þá áherslu á að hlutum sé vel fylgt eftir. Ástæðan fyrir ofan- greindum skrifum mínum var að samkvæmt fjárlagafmmvarpi árs- ins 1992 átti ekki að fylgja þeirri stefnu sem mörkuð var á árinu 1990, að auka bæri framlög til rannsókna hér á landi að raungildi um 10% á ári. í grein minni sagði ég m.a. þetta: „Framlög til Rannsóknarsjóðs á árinu 1991 vom á fjárlögum ákveð- in 110 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að þau verði óbreytt að raun- gildi á árinu 1992 og ríkissjóður „sparar" sér heilar 11 milljónir króna á að þurfa ekki að fram- fylgja fyrri stefnu. Er það þess virði að klípa þetta lítilræði af því sviði sem m.a. á að byggja upp ný at- vinnutækifæri. Þetta er gert á sama tíma og dulið atvinnuleysi er g-ífur- legt, atvinnuleysi yfírvofandi og mjög mikil þörf fyrir nýsköpun í þjóðfélaginu." Fagna ber aukinni áherslu á rannsóknar- og þróunarstarf Nú hefur það gerst að stjórnvöld hafa ákveðið að gera verulegt átak íþessu efni ogjafnvel tvöfalda fjár- framlög til rannsóknarsjóðs, úr lið- lega 100 milljónum í 200 milljónir á ári. Auk þess er talað um að verja um 240 milljónum til þróunarstarfs og rannsókna í tengslum við sölu ríkisfyrirtækja. Þetta er jákvætt og ég er sannfærður um að þetta er skynsamieg ákvörðun og treysti því að þessu viðbótarfjármagni verði vel varið. Mörgum er áhyggjuefni hversu einhæft atvinnulíf okkar er og hve lítið hefur almennt áunnist í að byggja upp nýjar atvinnugreinar og stuðla að nýsköpun í atvinnulíf- inu. Við höfum staðið í stað allt of lengi. Það hlýtur að vera markmið að atvinnulífíð sjálft geti byggt upp rannsóknar- og þróunarstarf af meiri krafti og að ríkisstofnanir og stjórnvöld sinni fremur en verið hefur stefnumarkandi atriðum og samræmingu eftir því sem kostur er. Það verður þó aldrei komist hjá því í okkar litla þjóðfélagi, að opin- berir aðilar sinni ýmsum sameigin- legum grunnþörfum og skapi að- stöðu til rannsókna. Nýttum ekki níunda áratuginn rétt Flestir hafa löngum áttað sig á því að við höfum búið að mestu við úrelta stjórnmálasteínu a.m.k. tvo síðustu áratugi. Núverandi ríkis- stjórn stefnir að því að breyta þessu á sama tíma og yfír þjóðina gengur eitt mesta samdráttarskeið og erfið- leikatímabil undanfarinna áratuga. Það er ekki vænlegt til vinsælda að taka á vandanum á þessum tím- um, en aldrei mikilvægara en ein- mitt nú. Því miður bregðast fjöl- miðlar og hagsmunasamtök nei- kvætt við mörgum þeim breytingum sem rætt er um að gera í stað þess að ýta undir og leggja meiri áherslu á aukna framleiðni og hagræðingu í rekstri. Þjóðin má ekki láta áhrifa- ríkar myndir af sjúklingum Kópa- vogshælis, eða viðtöl við þá sem eru á móti breytingum villa sér sýn. Það er eðli fjölmiðla að tala við andstæðinga breytinga. Það virðist enginn fjölmiðill hafa áhuga á því að ræða við þá sem stunda rann- sóknar- og þróunarstarf á íslandi og kanna viðhorf þeirra til aukinna fjárveitinga, en ef sama fjárhæðin er tekin af Háskóla íslands eða ein- hverri heilbrigðisstofnun skortir ekki á viðtölin. Svona er fjölmiðlun, ekki bara hér á landi, heldur úm heim allan. Atvinnufyrirtæki og almenning- ur verða að vakna til vemleika, sem byggir á því að farið er inn á nýtt samkeppnisumhverfí þar sem öflug stjómunarþekking, fjárhagslegur styrkleiki, hagræðing, gæði, frelsi og öflug markaðssetning er það eina sem dugar. Ríkisrekstur er ekki jafn hagkvæmur og einka- rekstur. Plástrar og deyfílyf eru ekki.vænleg. Stöðugar gengisfell- ingar vom leið til að breiða yfir óhagkvæmnina. Leita þarf nú allra leiða til að auka hagkvæmni, lækka kostnað og sækja fram af meiri festu í nýjum atvinnugreinum og þeim sem fyrir eru, til að viðhalda þeim Iífskjömm sem nú era hér á landi. Enn höfum við ekki náð því stigi iðnvæðingar og nútímalegra stjórn- arhátta, sem við sjáum víða í kring- um okkur. Við bárum ekki gæfu til að nýta níunda áratuginn og leggja gmnn að nýrri atvinnustarf- semi,' sem mætt gæti samdrætti þess áratugar sem nú er hafínn. Nú er ekki eftir neinu að bíða. Við þurfum að taka strax til hendi. Við verðum að sækja fram á nýjum vettvangi. á sama tíma og við drög- um saman á öðmm sviðum. Að öðrum kosti er það borin von að hér verði hagvöxtur og bætt lífskjör á komandi áram. Á hveiju ætlum við að lifa? Margir telja að hér á landi eigi einkum þrjár útflutningsatvinnu- greinar framtíð fyrir sér. í fyrsta lagi sjávarútvegur og fiskvinnsla sem byggir á nýtingu þeirrar auð- lindar sem felst í fískiðmiðunum og nýting annarra náttúruauðlinda svo sem vatns og jarðefna. I öðru lagi virkjun orku fallvatna og jarð- varma, og í tengslum við það stór- iðja. í þriðja lagi landið sjálft, hrein- leiki þess, náttúrufegurð og sér- staða sem m.a. opnar möguleika í ferðaþjónustu. Að undanförnu hef- ur skilningur aukist á því að við eigum fjórðu atvinnugreinina sem er þekkingin, hugvitið og tölvu- tæknin sem meðai annars hefur komið fram í sölu iðnaðarvara, hug- búnaðar og ráðgjafarverkefnum, sem tengist þeim greinum er við þekkjum best. Öll höfum við séð ýmis tækifæri og einstaklinga gera stórkostlega hluti og víða fundið mikinn skiln- ing, sem staðfestir að hugvitið og þekkingin er ein dýrmætasta auð- lind okkar og getur skapað okkur mikil útflutningsverðmæti. Afar mikilvægt er að samtímis því að við eflum þá möguleika sem felast í þekkingunni, berum við gæfu til að treysta enn frekar rekstrargrundvöll öflugustu fyrir- tækja landsins sem eiga að tryggja lífskjörin um langa framtíð. Jafn- framt þurfa minni fyrirtækin að vaxa og takast á við verkefni fram- tíðarinnar. Ekki ber að gera lítið úr stóriðju, en hún ein og sér getur aldrei orðið allsráðandi í atvinnulífi þjóðarinnar. Auðlindir em alltaf varhugaverðar hvort sem það em fiskimiðin eða fallvötnin. Það er hættulegt að ánetjast þeim og telja þær „ókeypis". Við emm of væm- kær og álítum að sjávarútvegurinn geti orðið mjólkurkýr um fyrirsjáan- Þorkell Sigurlaugsson „Það virðist enginn fjöl- miðill hafa áhuga á því að ræða við þá sem stunda rannsóknar- og þróunar- starf á íslandi og kanna viðhorf þeirra til aukinna fjárveitinga, en ef sama fjárhæð er tekin af Há- skóla íslands eða ein- hverri heilbrigðisstofnun skortir ekki á viðtölin.“ lega framtíð. Það er áhyggjuefni, og þeir, sem fylgjast með því sem er að gerast í heiminum á sviði fisk- eldis og nýrrar tækni í matvæla- framleiðslu, hljóta að hafa af því áhyggjur hvernig lífskjörin verða eftir 10-20 ár ef við breytum ekki um stefnu. Við þurfum að nota hugvitið betur og taka áhættu með því að ráðast í ný verkefni. Stjórn- völd, fyrirtæki og einstaklingar þurfa að leggjast á eitt í þessu efni. Hugvitið og þekkingin er eina auð- lindin, sem ástæðulaust er að óttast og á að geta orðið óþrjótandi meðan við bemm gæfu til að halda henni í landinu. Höfundur er fmmkvæmdastjóri þróunarsviós Eimskips.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.