Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992
Eigum góða
möguleika
- segir MagnúsTeitsson, þjálfari Stjömunnar
STJARNAN og danska liðið
Skovbakken mætast í 1. umferð
Evrópukeppni félagsliða kvenna
í dag og á morgun og hefjast
leikirnir klukkan 16, en báðir
fara fram í Garðabæ. Magnús
Teitsson, þjálfari Stjörnunnar,
er hæfilega bjartsýnn og segir
að með yfirveguðum leik og
góðum stuðningi eigi Stjarnan
góða möguleika á að komast
áfram f 2. umferð.
Stjarnan 'nefur leikið einn leik í
íslandsmótinu, en var í æf-
ingabúðum í Danmörku um síðustu
mánaðarmót og sagði Magnús að
liðið væri í þokkalegri leikæfingu.
„Við töpuðum sumum leikjum stórt
úti og danska liðið sá okkur í einum
slíkum. Því er viðbúið að það van-
meti okkur, sem kemur okkur von-
andi til góða.“
Skovbakken sigraði í 2. deild í
fyrra og náði 2. sæti í 1. deild á
síðasta keppnistímabili, en liðið hafði
ekki leikið í 1. deild í 15 ár. Það
fékk Vivi Kjærgaard, landsliðsfyrir-
liða til liðs við sig fyrir skömmu, en
að auki eru tvær landsliðskonur í
liðinu, markvörðurinn Lena Jepsen,
sem á 39 landsleiki að baki, og
vinstri handar skyttan Tina Böttzau.
Magnús sagði að áhersla yrði lögð
á að stöðva hraðaupphlaup dönsku
stúlknanna. „Við höfum fyrst og
fremst miðað undirbúninginn við
það, en eins verður dagsskipunin að
fara að engu óðslega í sókninni og
skjóta ekki nema í góðun færum.“
Stjarnan lék í Evrópukeppni í
fyrsta sinn í fyrra, tapaði stórt í
Svíþjóð en naumlega heima. „Við
sáum í síðustu úrslitakeppni íslands-
mótsins að heimavöllur okkar er
öflugur. Því vildum við leika heima
til að áhorfendur gætu tekið þátt í
þessu með okkur. Kvennahandbolt-
inn hefur verið á mikilli uppleið og
þetta er enn eitt framfaraskrefið,"
sagði Magnús.
KNATTSPYRNA
Mm
FOLK
■ COVENTRY tekur á móti efsta
liðinu, Norwich, í ensku úrvalsdeild-
inni í dag. Norwich hefur síðan eft-
ir Seinni heimsstyijöld aðeins sigrað
einu sinni í 28 leikjum liðanna á
Highfield Road - fyrir 12 árum.
■ STEWART Robson, fyrirliði
Coventry, missir af fjórða leiknum
í röð vegna kvilla í augum.
■ NORWICH hefur sigrað í fímm
leikjum í röð og setur félagsmet með
sigri í dag.
-■ CHRIS Fairclough kemur aftur
inní vömina hjá Leeds, sem mætir
Everton.
■ SJÖ leikmenn Everton eru
meiddir. Þar á meðal eru Matthew
Jackson, Maurice Johnston, Peter
Beardsley, Paul Rideout og Mark
Ward. Martin Keown er rétt byrj-
aður að æfa aftur og Ian Snodin
er enn tæpur.
■ MOUSSA Saib, landsliðsfyrirliði
Alsír, hefur verið seldur tii Auxerre
í Frakklandi. Miðjumaðurinn er 23
ára.
MgÓLK
ER 6Ót) MEÐ
HUNDASÚRUM
Fyrirlidar mætast
Guðný Gunnsteinsdóttir er fyrirliði
Stjömunnar og íslenska kvennalands-
liðsins. í dag og á morgun kemur hún
til með að beijast við Vivi Kjærs-
gaard, landsliðsfyrirliða Dana, sem á
38 A-landsleiki að baki, en stöllumar
leika báðar á línunni.
INNANHUSSKNATTSPYRNA
Firmakeppni Gróttu
Hin árlega firma- og félagakeppni Gróttu í innanhúsknatt-
spyrnu verður haldin helgina 9.-11. október næstkomandi
í nýja íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.
Þátttaka tilkynnist
Sigurði Þorsteinssyni, hs. 674221,
Kristjáni Björgvinssyni, vs. 691490,
Sigurlaugu Bjarnadóttur, hs. 628931 e.h.,
Erni Gunnarssyni, hs. 622592.
Morgunblaðið/Kristinn
HK varð meistari í 4. deild
HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNJ FELAGSLIÐA KVENNA
i
i
<
i
<
<
<
Til útleigu tímar í íþróttahúsi
á Viðarhöfða 4
fyrir veturinn ’92-’93.
Upplýsingar og pantanir
í síma 672085.
HK úr Kópavogi sigraði í 4. deild með glæsibrag, tapaði ekki leik í sínum riðli eða í úrslitakeppninni. Liðið gerði
alls 81 mark og fékk á sig 15. Ejub Purisevic var markahæsti leikmaður liðsins með 29 mörk. Á myndinni
eru: Aftari röð frá vinstri: Víðir Sigurðsson, formaður meistarflokksráðs, Stefán Guðmundsson, Helgi Ragnars-
son, þjálfari, Ámi Þór Ámason, Frosti V. Gunnarsson, Rúnar Höskuldsson, Einar Tómasson, Heiðar B. Heiðars-
son, Ejub Purisevic, Jóhann Unnar Sigurðsson, Jón Birgir Gunnarsson, Svavar Geir Svavarsson, Skúli Þóris-
son, Ólafur Petersen, liðsstjóri og Siguijón Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar HK. Fremri röð frá vinstri:
Hörður Eggertsson, Guðjón Bjömsson, Ragnar Bogi Petersen, Helgi Kolviðsson, fyrirliði, Eyjólfur Þórðarson,
Ólafur Már Sævarsson, Zoran Ljubicic og Jóhann H. Ólafsson.
/
Haustæfingar frjólsíþrótta-
deildar ÍR verda sem hér segir:
14 ára og yngri:
Mánudagar Baldurshagi..............kl. 17.10
Þriðjudagar Fellaskóli...............kl. 23.30
Föstudagar Fellaskóli.........kl. 18.50
Sunnudagar Seljaskóli...............kl. 10.45
Þjálfarar verða Torfi Rúnar Kristjánsson og
Friðrik Þór Óskarsson.
15 ára og eldri:
Mánudagar Baldurshagi ........kl. 19.40
Þriðjudagar Fellaskóli ........kl. 21.30
Miðvikudagar Baldurshagi..............kl. 18.00
Fimmutdagar Baldurshagi..............kl. 19.40
Föstudagar Fellaskóli...............kl. 20.10
Sunnudagar Seljaskóli...............kl. 10.45
Þjálfarar: Helgi Þór Helgason, Gunnar Páll
Jóakimsson, Þorvaldur Víðir Þórsson og
Friðrik Þór Óskarsson.
KR meistarí í eldri flokki
KR sigraði í íslandsmóti eldri flokks í knattspymu. Á myndinni eru í aftari röð frá vinstri: Haukur Ottesen
liðsstjóri, Sigmundur Hannesson, Sigurður Pétursson, Ellert Már Jónsson, Kevin Hauksson, Gunnar Guðmunds-
son, Guðmundur Jóhannsson, Ellert B. Schram, Þorlákur Björnsson, Gísli Jón Magnússon og Vilþelm W. Frede-
riksen. Fremri röð frá vinstri: Ástvaldur Jóhannsson, Guðjón B. Hilmarsson, Hálfdán Örlygsson, Árni Guðmunds-
son, Ásmundur Hafsteinsson, Halldór Pálsson, Haraldur Haraldsson og Bjöm Pétursson.