Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992
15
Lestrarskattur er
skattur á menntun
eftir Heimi
Pálsson
Undanfarin misseri hafa orðið
miklar umræður jafnt hérlendis sem
erlendis um hlutverk tungumálsins,
talaðs og ritaðs. Vissulega höfðu
menn fyrir löngu gert sér ljóst að
þetta hlutverk væri ekki einfalt, en
eftir því sem tilveran hefur orðið
flóknari hafa menn gert sér gleggri
grein fyrir hvert ofurkapp maðurinn
leggur í raun á að orðgera allt sem
í kringum hann er. Þetta kemur víða
í ljós. Skemmtilegt dæmi má fá af
því að sjá að höfundur Njálu þurfti
ekki nema ein 3.000 einstök orð til
þess að lýsa því flókna mannlífi sem
þar er dregið upp, skáldsagnahöf-
undur á okkar dögum mun hins veg-
ar brúka tvöfalt fleiri orð í meðal-
stóra sögu. Skýringin liggur að sjálf-
sögðu að hluta í tísku tvennra tíma
en að hluta líka í því hve margt
nýtt hefur til komið og orðið að fá
nafn.
Bókmennt og lestur
Saman við þessa orðræðu um hlut-
verk tungumálsins hafa svo fléttast
hugleiðingar um bókarmenntina og
lestur. Engum blandast náttúrlega
hugur um að talað mál kemur á
undan rituðu. En á hinn bóginn er
öllum líka ljóst að án þess að hafa
aðgengi að rituðu orði verður vandlif-
að í þeirri veröld sem umlykur okk-
ur. Og smátt og smátt er mönnum
að skiljast að annars vegar eru
tungumálin undirstaða allra þjóð-
menninga, hins vegar er læsi og lest-
ur lykillinn að vellíðan og völdum í
öllum þeim málsamfélögum sem á
annað borð eiga sér ritmál.
Menningarleg afstaða Alþingis
í ljósi þessa „nýja“ skilnings á
hlutverki tungumálsins og hins ritaða
orðs voru stórfengleg tíðindi sem
gerðust hér á landi árið 1989, þegar
Alþingi ákvað að styðja myndarlega
við bakið á íslenskri orðmenningu
með því að fella niður alla skattlagn-
ingu á prentað mál á íslensku. Um
þetta hafði myndast víðtæk sam-
staða fólks í öllum flokkum og allir
nema einn höfðu gert um það sér-
stakar ályktanir á fundum sínum.
Það var mannsbragur að því að al-
þingismenn skyldu ekki láta tækni-
legan vanda við útfærsluna ráða
gerðum heldur horfa á markmiðið
og láta starfsmenn um framkvæmd-
ina.
Eitt af því sem var örlítið vanda-
mál í þessu samhengi var að í fyrsta
lagi er pappír notaður í margt annað
en bækur, og að í prentsmiðjum er
margt unnið sem ekki getur kallast
hluti af mikilvægu lestrarefni þjóðar-
innar (til'að mynda auglýsingabækl-
ingar og rit af svipuðum toga). Þess
vegna var formleg nauðsyn að láta
efni til bókagerðar og vinnslu í prent-
smiðjum bera skatt (svo kallaðan
„innskatt") en jafnsjálfsagt, ef fara
átti að viíja löggjafans, að endur-
greiða hann þegar sýnt hefði verið
fram á að þarna væri um íslenska
bókagerð að ræða.
Endurgreiðsla var ekki ölmusa
Þessi inngangur er nauðsynlegur
til þess að minna á að endurgreiðsla
á innskatti til bókagerðar var enginn
styrkur eða ölmusa. Alþingi hafði
tekið ákvörðun um að afla ekkiríkis-
Heimir Pálsson
„Hverjar verða tekjur
ríkissjóðs af því að
neyða skólafólk til að
greiða skatt af kennslu-
efninu? Það gæti nefni-
lega orðið eini hópur-
inn sem borgar!“
tekna með því að skattleggja lestur
íslendinga. Skattkerfið var hins veg-
ar svo vaxið að það gat ekki gert
greinarmun á bók og auglýsingu á
fyrsta stigi og þess vegna varð að
hafa flóknari háttinn á.
Reyndar er gaman að hugsa til
þess að þarna höfðu íslenskir alþing-
ismenn komist að sömu niðurstöðu
og breskir nótar þeirra á stríðsárun-
um síðari. Þá kom fram tillaga um
það í enska þinginu að afla tekna í
ríkissjóð með því að skattleggja bæk-
ur, þar sem sérstakar aðstæður
krefðust þess að ríkissjóður hafði
allar klær úti. Þessi tillaga var felld
með þeim ensku rökum að jafnvel
þótt þjóðin ætti í stríði væri engan
veginn réttlætanlegt að skattleggja
bóklestur hennar, þvílík undirstaða
væri hann undir enskri menningu!
Er skollin á heimsstyrjöld?
Nú er liðið á þriðja ár síðan Al-
þingi markaði menningarbraut sem
vakið hefur athygli víða um lönd.
Og á þessum árum hefur greinilega.
orðið slíkur herbrestur að ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar telur tímabært að
gera það sem hin breska taldi jafn-
vel á heimsstyijaldartíma ekki leyfa;
að skattleggja lestur. Ég skal ekki
efast um að þetta mat ríkisstjómar-
flokkanna sé rétt. Ástandið er vafa-
laust ægilegt. Hins vegar þykir mér
rétt að vekja athygli á öðrum þætti
málsins.
Lestrarskattur er skattur
á menntun
Það er laukrétt sem fram kom í
viðtali við forsætisráðherra þriðju-
daginn 22. september i ríkissjónvarp-
inu að það er ennþá lífsnauðsynlegra
að fá að borða en fá að lesa. Því
getur víst enginn mótmælt. Hins
vegar er það að mínu viti rangt, sem
þar kom fram, að líklegt sé að pen-
ingar sem sparist til matarkaupa
fari í bókakaup. Það er nefnilega svo
að fólk þarf á öllum sínum aurum
að halda til þess að afla sér alls þess
sem fjölmiðlar telja því trú um að
sé lífsnauðsynlegt nú um stundir og
fæstir fjölmiðlar skilja að það er
þeirra hagur að allir séu ekki bara
læsir heldur þrautþjálfaðir lesendur.
Af þessum sökum mun fjöldi fólks
gera sér grein fyrir að þegar til
skamms tíma er litið er enginn vandi
að spara sér bókakaup. Bókvitið
verður ekki í askana látið, sagði
gamla fólkið og lagði í orðin miklu
bókstaflegri merkingu en gott getur
talist á okkar dögum. Þó gengur þar
ekki jafnt yfir alla.
Einn er sá hópur sem engu ræður
um bókakaup sín og það er skóla-
fólk, a.m.k. eftir að grunnskóla
sleppir. Þessi hópur er eini grundvöll-
ur skattstofnsins sem ríkisstjóm okk-
ar er að seilast til, sem ekki getur
vikið sér undan honum. Hvort heldur
er í framhaldsskólum eða háskólum,
að svo miklu leyti sem kennsluefni
þeirra er á móðurtungu okkra, eru
menn sannfærðir um að bækur séu
notadrýgsta kennslutækið. Hver ein-
asta námsgrein (núorðið meira að
segja leikfimi) krefst bóka. Án bóka
verður engu prófi náð. Þess vegna
eiga skólanemendur og fjölskyldur
þeirra engra kosta völ. Þeir munu
gjalda keisaranum það sem keisarans
er.
Reiknið skattstofna rétt
Og nú hlýt ég að krefjast þess sem
þegn þessa ríkis að embættismenn-
irnir, sem búnir eru að reikna bam
í konu eins og Sölvi Helgason með
því að telja ríkisstjórn minni trú um
að ríkissjóður eflist um 150 milljónir
eða svo með því að skattleggja lest-
ur, reikni dæmið rétt. Og ég spyr:
Hverjar verða tekjur ríkissjóðs af
því að neyða skólafólk til að greiða
skatt af kennsluefninu?
Það gæti nefnilega orðið eini hóp-
urinn sem borgar!
Höíundur er formaður Bandalags
háskólamanna.
HádegSstilbob
(alla daga kl. 11.30-14.00)
Smáborgari, franskar (1 /2 sk.) og sósa 290,-
Hamborgari, franskar og sósa 390,-
Klúbbsamloka, franskar og sósa 390,-
Stórborgari, franskar og sósa 490,-
Mest seldu steikur á íslandi
Nauta-, lamba- og svínagrillsteikur m. öllu
á 690 kró
Sprengisandi - Kringlunni
Hundalilja — Erythronium dens canis. Höfuðlaukur — All-
ium aflatunense.
Laukaspjall Q
Blóm vikunnar
Umsjón: Agústa Björnsdóttir
250. þáttur
Það fer vart milli mála að þetta
haustið úr úrval haustlauka í
verslunum mjög fjölbreytt og
allmikið um nýjungar.
Skógaríiljur (Erythronium)
geta tæplega talist mikið ræktað-
ar hér á landi en eru að marga
mati taldar með fegurstu lauk-
jurtum og vaxa í heimkynnum
sínum í skóglendi, flestar í Norð-
ur-Ameríku.
Hundalilja (Erythronium dens
canis) hefur þó verið ræktuð hér
nokkuð lengi og gefist vel. Hún
er mjög snotur og blómstrar
snemma vors. Litur blómanna er
breytilegur en algengastur rauð-
bleikur. Blöðin dökkgræn með
brúnum flekkjum. Hún er lágvax-
in 10-15 cm, þolir vel skugga og
fer vel undir trjám.
Ýmsar fleiri skógarliljur hafa
verið reyndar hér og spjarað sig
vel, t.d. Liliac Wonder ljósfjólu-
blá, Pink Perfection ljósbleik,
Pui-ple King rauðbleik og White
Spelndor hvít o.m.f.
Þá má nefna Erythr.hybr. Pag-
oda með 3-5 gullgul blóm á hveij-
um stöngli, 20-30 cm á hæð. Hún
hefur staðið sig vel hér bæði
hvað snertir blómgun og fjölgun.
Meðal þess sem nú er í boði á
haustlaukamarkaðnum eru ýms-
ar tegundir af Allium sem hér
ganga undir nafninu laukar og
þykja margar hveijar mestu ger-
semar sem skrautblóm í görðum
og mun nú getið fárra einna af
handahófi. Allar Allium-tegundir
eiga það sammerkt að þær eru
sólelskar og þurfa vel framræstan
jarðveg. Þær eru yfírleitt auðveld-
ar viðfangs, fjölga sér vel og eru
margar hveijar hentugar til af-
skurðar og þurrkunar.
Hvoíflaukur (Allium cernuum)
ber fjölmörg stór og falleg hvít
eða bleik blóm. Hæð allt að 40
cm, blómgunartími júní/júlí. Hef-
ur þrifist vel hérlendis. Heim-
kynni hans eru upp til fjalla í
Bandaríkjunum, Mexíkó og
Kanada.
Höfuðlaukur (Allium aflatun-
ense), ættaður úr norðanverðri
Persíu, er allt að 1 metri á hæð
og ber mörg bleik kúlulaga blóm.
Afbrigðið „Purple Sensation" ber
prupurarauð blóm 40-50 cm á
hæð í júní/júlí.
Risalaukur (Allium gigante-
um), ættaður frá íran og Mið-
Asíu, er stórvaxinn eins og nafn-
ið gefur til kynna, hæðin talsvert
á annan metra. Blómin rauðfjólu-
bláar stórar kúlur sem útspr-
ungnar geta orðið það þungar að
nauðsynlegt sé að binda plöntuna
upp. Þarf hlýjan, sólríkan stað.
Blómgunartími í júlí.
Rósalaukur (Allium oreophil-
um) 10-20 cm á hæð og hentar
vel í steinhæð. Blómin rósrauð í
kúlulaga sveip. Blómgunartími
júní/júlí. Hefur reynst með ágæt-
um í ræktun hér.
Túrkestanlaukur (Allium kar-
ataviense) með hvítbleik blóm og
breið grágræn blöð. Hæð 15-20
cm, blómstrar snemma vors. ’
Verulega sérstæð jurt sem hefur
þrifist hér allvel.
Fróðleg grein um ættkvíslina
Allium eftir Friðrik Skúlason er
í Garðyrkjuritinu 1985. Einnig
fáanleg sérprentuð.
HI’ILSISKOLI
NATTURULÆKNINGAFELAGS
ÍSLANDS
KJORÞYNGDARNAMSKETO
Starfsemi skólans á haustönn
hefst með námskeiði er byggir á
fræðslu um meltingarstarfsemi
líkamans og hreinsikerfi, eðli
orkuríkrar og lífvænnar næring-
ar, og samsetningu fæðunnar.
Einnig verður kynnt ávaxta-
neysla með alveg nýju sniði.
Matreiðslukennslaereinn þáttur
námskeiðsins auk kraftgöngu úti
í náttúrunni, leikrænni tjáningu,
kynningu á Kripalujóga og
Alexandertækni. Þetta er kjörið
námskeið fyrir þá, sem lang-
W\ P n
Hallgrímur Þ. Magnússon 1 1 II. Ámý Helgadóttir
m & il M
Helga
Mogensen
Alexandra
Kjurugej
Sverrir
Guðjónsson
þreyttir eru á megrunarkúrum og óska þess að
finna varanlega lausn á aukakílóum, sleni og
þreytu. Þátttakendur mæta þris var í viku í mánuð
en síðan taka við skipulagðir stuðningshópar.
Námskeiðin eru haldin í húsakynnum NLFI á
Laugavegi 20b og hefst hið fyrsta 29. september.
Tekið viðbókunum helgina26. og27. sept.e.h.
HEILSUSKÓLI NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAGS ÍSLANDS
LAUGAVEGI 20b, REYKJAVÍK. SÍMAR: 16371 og 28191