Morgunblaðið - 02.10.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.10.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992 Breytingar á veðurfregnum Áætlun um fjölda hlustenda á veðurfregnatímum. Byggð á nokkrum hlustendakönnunum. Gömlu timarnir Nýju timarnir frá 3. okt 1992 í fréttalok Kl. Fjöldi rásir Kl. Fjöldi rásir Kl. Fjöldi rásir 01.30 500 ýl 01.30 1.500 ý 1,2 04.30 700 ý 1,2 04.30 700 ý 1,2 06.45 3.000 ýl 07.30 34.000 v 1,2 08.15 6.000 ýl 08.08 43.000 s 1,2 10.10 12.000 ýl 10.45 26.000 v. 1,2 12.45 29.000 ýl 12.45 56.000 v 1,2 12.43 77.000 s 1,2 16.15 5.000 ýl 16.30 21.000 v 1,2 18.45 13.000 ýl 19.30 15.000 v 1,2 19.28 55.000 s. 1,2 22.15 3.000 ýl 22.30 12.000 v 1,2 ý=Ýtarlegar veðurfregnir. v=Valfelsi um ýtarlegar veðurfregnir á Rás 1 eða stuttar storm- fregnir og veðurspá á Rás 2. s=Stuttar stormfregnir og veðurspá á Rás 1 og Rás 2. eftir Pál Bergþórsson Eitthvert þýðingarmesta hlut- verk Ríkisútvarpsins í öryggismál- um er að útvarpa veðurfregnum í samvinnu við Veðurstofuna. Það er líka mikið hagsmunamál og meira að segja menningarmál að fólk fái að fylgjast sem best með náttúrufari í landinu. Tilhögun þess útvarps þarf alltaf að vera eins og best verður á kosið. Það er því ekki að ófyrirsynju, að um alllangt skeið hefur staðið yfir endurskoðun þessa veðurfregna útvarps, þó ekki væri nema vegna þeirrar miklu byltingar sem fjölgun útvarpsrása í landinu hefur valdið. Nú er þessum samningum útvarps og veðurstofu lokið með einróma samþykki útvarpsráðs þann 14. ágúst. Nánar var síðan fjallað um tilhögunina á fundi mínum með útvarpsstjóra og dagskrárstjórum útvarpsins. Veðurfregnaútvarp með nýju sniði Frá og með 3. október 1992 kl. 1.30 verður veðurfregnaútvarp með nýju sniði. Tímasetning veður- fregna á Rás 1 verður reglulegri en áður og við það miðuð að í spánni verði nær alltaf hægt að taka tillit til nýjustu veðurbreyt- inga á höfunum umhverfis landið. Hlustendur á Rás 1 geta í hvert skipti heyrt, auk spárinnar, lýsingu á veðri á einstökum stöðum á land- inu og umhverfis það, átta sinnum á sólarhring. Á Rás 2 verða fluttar stuttar veðurfregnir og viðvaranir. Þær verða á sama tíma og ýtar- legri spáin á Rás 1, svo að hlust- endur geta í hvert skipti valið um báða þessa kosti. Spáð verður ein- um degi lengra fram í tímann en áður, og þær spár verða tilbúnar fyrr að deginum en verið hefur. Einnig verða stuttar veðurspár og viðvaranir í fréttatímum, ekki að- eins klukkan 8 og 19, heldur líka klukkan 12.20, þegar hlustendur eru fleiri en á nokkrum öðrum tíma sólarhringsins. En á milli fastra veðurfregnatíma mun útvarpið auk þess koma á framfæri sérstökum viðvörunum frá Veðurstofunni, ef ástæða þykir til. Með þessu er ætlunin að gefa fleiri hlustendum en áður kost á ýtarlegri og jafn- framt áreiðanlegri veðurfregnum, en þeim sem láta sér nægja styttri veðurfregnir verður líka þjónað miklu betur en áður. Þetta má greinilega sjá á töflunni, sem fylg- ir þessari grein. Ometanleg samvinna í þeim samningum við Ríkisút- varpið sem fram hafa farið um þessar breytingar hefur Veðurstof- an haft samráð við samtök sjó- manna og bænda og leitast við að fá sem mestu af óskum þeirra framgengt. Samvinnan við þessa aðila hefur verið ómetanleg, enda á Veðurstofan samkvæmt alþjóð- legum skuldbindingum að fylgjast með gagnsemi veðurfregna til sjó- manna með því að afla skýrsl'na frá þeim og kynna sér skoðanir þeirra. Þeirri reglu þarf að fram- fylgja í framtíðinni. Þar með ætti að verða hægt að sníða af hinni nýju tilhögun þá agnúa sem kunna að koma í ljós. Veðurfregnir á Rás 1 Stefnt var að því með fullu sam- þykki fulltrúa frá sjómönnum, bændum og ferðamönnum að veð- urfregnir á Rás 1 yrðu átta sinnum á sólarhring og alltaf nákvæmlega á þriggja stunda fresti, það er klukkan 1.30, 4.30, 7.30, 10.30, 13.30, 16.30, 19.30 og 22.30. Vegna vandamála í dagskrárgerð útvarpsins reyndist þetta ekki hægt að öllu leyti. Þess vegna var veðurútvarpi kl. 10.30 seinkað til 10.45, og veðurfregnunum kl. 13.30 flýtt um 45 mínútur, til 12.45. Þetta er þó ekki meiri óregla en svo að hlustendur ættu fljótlega að geta fest sér í minni þessar tvær undantekningar. Tilgangurinn með þessum reglu- bundnu tímasetningum var ekki einungis sá að gera hlustendum auðveldara að muna þær. Þeir hæfu og reyndu veðurfræðingar sem daglega leggja spár sínar und- ir smásjá almennings í þýðingar- mikilli öryggisþjónustu eiga skilið að hafa eins góða starfsaðstöðu og föng eru á. Með því að hafa veðurfregnir alltaf einni og hálfri klukkustund eftir að veðurathug- anir hafa farið fram er veðurfræð- ingum gefið þolanlegt ráðrúm til að vinna úr nýjustu athugunum, ekki einungis frá landinu sjálfu, heldur líka frá nálægum höfum og löndum, áður en þeir semja veður- spána. Þessar athuganir eru lang- flestar komnar inn á kort um það bil 45-50 mínútum eftir veðurat- hugunartíma sem er klukkan 3, 6, 9, 12, 15, 18, 21 og 24. Síðan þarf 10-15 mínútur til að vinna úr kortinu, teikna veðurbelti og Páll Bergþórsson „Einnig má benda á þá viðleitni að gefa veður- fræðingum aukið svig- rúm til að vinna sem best úr nýjustu veður- skeytum áður en spáin er send út. Það flýtir því í rauninni að koma þessum upplýsingum á famfæri því að annars er hætt við að þær verði að nokkru leyti að bíða hæsta veðurfregnatíma á eftir, þremur klukku- stundum síðar. En það þekkja sjómenn að þriggja stunda fyrir- vari um óveður getur skipt sköpum um hvort landi verður náð eða ekki.“ þrýstilínur og þess háttar, en eftir það verður að gera ráð fyrir 30 mínútum til að semja spána fyrir 25 veðursvæði á landi og sjó. Eink- um er spáin tímafrek þegar allra mest á ríður, til dæmis þegar áður óvænt stórviðri er í aðsigi með mörgum veðrabrigðum á sama sól- arhring. Að þessu loknu getur sem sagt verið liðinn einn og hálfur klukkutími frá nýjustu veðurat- hugun, svo að klukkan er orðin 01.30, 04.30, 07.30 og þar fram eftir götunum, þegar lokið er við að semja spána.. Þessu mikilvæga skilyrði um nægilegt ráðrúm veðurfræðings verður nú alltaf fullnægt nema einu sinni, á sólarhring og það er mikil framför. Aðeins klukkan 12.45 getur tímaþröng valdið því að veðurfræðingar komist ekki á snoðir um nýjar veðurbreytingar sem hafa til dæmis orðið suður í hafi og verði þá að láta það bíða næstu veðurfregna klukkan 16.30 að aðlaga spána þeim upplýsing- um. Vonandi kemur það sem sjaldnast að sök, samanber það sem áður er sagt um viðvaranir milli fastra tíma. Innihaldið aukið og endurbætt Þá er komið að innihaldi veður- fregna á Rás 1. Það verður veru- lega aukið og endurbætt einkum með þarfir sjómanna, bænda og ferðamanna í huga. Auk veður- spárinnar sjálfrar verður í hvert skipti lesið veður á skipum um- hverfis landið. Sex sinnum á sólar- hring verður sagt frá nýjustu veð- urathugunum á annesjum landsins og reyndar í sjöunda skiptið klukk- an 10.45, þegar lýst verður veðri á öllum innlendum stöðvum. En í áttunda veðurtímanum, klukkan 16.30 verður nær eingöngu lýst veðri á stöðvum inn til landsins. Forvitnilegt fyrir sjómenn Þessi lestur veðurskeyta gerir fólki kleift að fylgjast með því svo dæmi séu tekin þegar rigning eða snjókoma er að byija vestan lands, hvenær hann fer að hvessa við suðurströndina, hvenær norðvest- anveður er farið að ganga niður á Norðausturlandi, eða hvenær þrýstingsmunur og þar með veður- hæð er farin að vaxa eða minnka á hafinu milli Grænlands og ís- lands eðamilli íslands og Færeyja. Allt er þetta forvitnilegt fyrir áhugamenn, en þó sérstaklega sjó- menn, og þeir sem róa snemma meta það mikils að heyra klukkan 04.30 hvernig ástatt er á annesjun- um og miðunum. Bændur og ferða- menn munu hins vegar ekki síður hlusta á þær veðurlýsingar úr inn- sveitum sem verða á boðstólum klukkan 10.45 og 16.30, en síðar- nefndi tíminn er til þessa valinn vegna þess að þá er enn svigrúm til að ráðstafa því sem eftir er af deginum eftir því hvernig viðrar, hvort sem er til ferðalaga eða ann- arra athafna og útiverka, svo sem heyskapar. Sú nýjung verður tekin upp að staður skips á sjó verður tilgreind- ur sem fjarlægð og stefna frá næsta annesi, í kílómetrum talið, líkt og þegar sagt er frá hvar lægð- ir og hæðir eru á vegi staddar. Skeyti frá skipum verða líka valin í tölvu á haganlegri hátt en verið hefur, sleppt þeim sem eru utan allra miða og djúpa, og aðeins lýst veðri á eiriu af þeim skipum sem eru mörg saman á litlu svæði. Ennfremur verður hætt að segja frá skyggni þegar það er 10 kíló- metrar eða meira, í samræmi við alþjóðlegar venjur. Við það styttast veðurfregnir stundum um 2 mínút- ur eða meira, en það er fremur til að spilla en bæta að þylja upplýs- ingar sem ekki skipta máli. Það virðist vera álit flestra sjó- manna og margra annarra hlust- enda, að heppilegast sé að sú lýs- ing veðurs á einstökum stöðvum og skipum sem hér hefur verið sagt frá sé höfð á undan veður- spánni hveiju sinni. Þar með er meiri trygging fyrir því að þeir sem kunna að vera seinir á sér að opna útvarpið eða stilla á Rás 1 af ann- arri bylgju missi ekki af spánni sjálfri. Síðan 1959 hefur Veðurstofan gefið út spár um veður á öðrum degi og síðan 1983 á þriðja degi. Sú spá hefur verið lesin með veður- fregnum klukkan 12.45 og endur- tekin síðar um daginn. Margir sækjast eftir þessum spám, svo sem sjómenn á netaveiðum, og svo bændur. Nú hafa orðið miklar framfarir í tölvuspám, og sjón- varpsfræðingar hafa um þriggja ára skeið talið fært að gefa út spá um fjórða daginn, tvisvar í viku. Eftir þá reynslu og í samræmi við erlendar rannsóknir er óhætt að segja að sú spá sé ekki óáreiðan- legri en þriggja daga spáin var þegar útsending hennar hófst. Því er kominn tími til að semja fjög- urra daga spá daglega. Þessum spám verður líka komið fyrr á framfæri en verið hefur, með veð- urfregnum kl. 10.45 í stað 12.45. Ef það gerist, að góðri stund áður en spá er lesin sé komin í Ijós ástæða til að vara við veðri sem ekki hafði áður verið séð fyrir, mun útvarpið koma þeirri viðvörun á framfæri utan veðurfregnatíma, á báðum rásum. Einkum kann að verða þörf á þessu milli spánna kl. 12.45 og 16.30. Eins og áður verða fréttir af hafís og ísingu látn- ar fylgja veðurfregnum. Veðurfregnir á Rás 2 Hlustendur Rásar 2 eru iðulega þrisvar sinnum fleiri en hlustendur Rásar 1, oft um 20.000. Því er til mikils að vinna að fá veðurfregnir fluttar reglulega á Rás 2 og það verður nú gert í hvert skipti sam- tímis veðurfregnum á Rás 1. Starfsmenn rásarinnar munu lesa spárnar. Þær verða stuttar og gilda fyrst og fremst um landið sjálft, en einnig munu fylgja þeim allar gildandi viðvaranir um storma á miðum og djúpum. Það mun vafa- laust fullnægja þörfum margra, en meginkostur þessarar tilhögunar UNGBARNADAGAR í FJARÐARKAUP BLEIUR BARNAMATUR LUKKUPOTTUR! Þú fyllir út seðilinn og setur í pottinn (Fjarðarkaup. 10 heppnir viðskiptavinir hljóta glæsilega vinninga. VELKOMIN í FJARÐARKAUP BAÐVÖRUR PELAR LEIKFÖNG FATNAÐUR SNUÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.