Morgunblaðið - 02.10.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992
33
Svanhvít Jóhannes-
dóttir - Minning
Fædd 27. desember 1910
Dáin 23. september 1992
Miðvikudaginn 23. september
hringdi mamma í mig í vinnuna og
tilkynnti mér að Svanhvít amma
væri farin frá okkur. Biðin var á
enda. Við vissum auðvitað öll að hún
færi að lokum eins og allir gera, en
samt er maður ekki tilbúin að sætta
sig við að amma sé farin. Minning-
arnar um ömmu eru svo margar og
skemmtilegar og ósjálfrátt rifjast svo
margt upp.
Að eiga ömmu er mjög gjöful
„eign“ sem við fáum. Hver man ekki
eftir því að geta farið til ömmu
sinnar, fengið mjólk og kökur og átt
góðar stundir með henni?
Mér eru svo minnisstæðar rútu-
ferðirnar um helgar til Reykjavíkur
þegar ég var lítil. Þá lá leiðin til
Svanhvítar ömmu. Ég fékk ýmist að
fara ein eða með Nonna bróður mín-
um. Ég hlýt að hafa verið rétt 5 ára
þegar ég var að fara til ömmu til
að dvelja um helgar hjá henni, Guggu
og Gróu. Gróa frænka sótti mig með
Arnar þá nýfæddan niður á Umferð-
armiðstöð. Þá bjó amma á Eiríksgöt-
unni. Hvað ég var alltaf feimin, þorði
ekki að segja neitt við ömmu mína
þegar hún lét mig fá skyrið sykur-
laust. Þá hafði hún gleymt að hræra
sykur í skyrið, ég sat þarna við eld-
húsborðið hennar og píndi í mig skyr-
ið. Við hlógum mikið að þessu þegar
ég sagði henni þetta, ekki fyrir svo
löngu síðan þegar hún lá á Borgar-
spítalanum. Þá eyddum við löngum
tímum í að rifja upp atburði eða þá
að hún sagði mér sögur af sér á
uppvaxtarárum. Eða þegar ég sat út
í garðinum hennar við Eiríksgötuna
fyrir nákvæmlega 20 árum, ég var
svo feimin að stundum ég þorði ekki
að segja ömmu hina einföldustu hluti.
Ég át.i að koma með haustlauf í
poka daginn eftir í skólann. Ég þorði
ekki að segja henni það, steinþagði
og laumaði þremur haustlaufum í
vasann á rauðu úlpunni minni. Lauf-
in komu sjálfsögðu að engum notum
daginn eftir í föndurtímanum, öll
brotin.
I helgarferðum mínum til ömmu
fórum við oft í göngutúra um miðbæ-
inn með Arnar í barnavagninum
rauðan af frekju. Þá fyrst var það
hjá ömmu er ég man eftir Þorgerði
frænku. Við amma sátum og horfð-
um á sjónvarpið eitt laugardags-
kvöldið. í sjónvarpinu var einhver
dansþáttur. Þá bendir amma á falleg-
ustu stelpuna og segir: „Nei, ef þetta
er ekki hún Þorgerður mín að dansa
þarna.“ Ég sá stelpu með sítt brúnt
hár niður á rass og ætlaði sko að
Fædd 16. júlí 1946
Dáin 15. september 1992
Ljós mitt skein. Það voru fyrstu
orðin sem mér datt í hug, þegar ég
frétti að hún væri farin, hún Nína
mín. Ég var þess aðnjótandi að kynn-
ast Nínu árið 1984, þar sem hún
var ráðgjafi minn. Hún var það Ijós,
sem ég hafði ekki áður þekkt. Hún
laðaði alla að sér með bjarta, hreina
brosinu sínu. Hún hafði þessa gífur-
legu hreinskilni. Það var allt í henn-
ár heimi, lífið eins og það er, ekki
það sem einhver sér í einskismanns-
landi. Því sannleikurinn er hér og nú.
Orð mín eru fátæk við mildi Ninu
og ég sendi hennar kveðju mína.
Kæri Guðmundur, börn og aðrir
aðstandendur, megi það sterkasta
afl vera með ykkur.
Þórey Sigurbjörnsdóttir.
Hún Nína okkar er dáin.
Ég vil í fáum línum minnast góðr-
ar vinkonu og um leið koma þakk-
læti mínu og Dyngjukvenna á fram-
færi fyrir þann stuðning og áhuga
verða eins og hún þegar ég yrði stór,
með sítt hár og dansa.
Hún elsku amma mín hefur gegnt
stóru hlutverki í lífi mínu. Án hennar
værum við kannski öðruvísi hugsandi
í dag. Hún var alltaf til staðar fyrir
sína nánustu og alla aðra. Hún gaf
sér tíma til að hugsa um mig, börnin
sín og barnabörn. Elsku Gróa,
Gugga, Anna og pabbi, þið áttuð
alveg sérstaka móður og ég bestu
ömmu í heimi.
Guð geymi elsku Svanhvíti ömmu,
ég mun alltaf elska hana.
Berglind Bjarnadóttir.
Svanhvít Jðhannesdóttir, föður-
systir mín, andaðist í Borgarspítal-
anum 23. september sl. eftir langvar-
andi og erfið veikindi, 81 árs að aldri.
Hún lifði síðust þrettán systkina.
Svanhvít fæddist í Stykkishólmi
27. desember 1910, ellefta barn hjón-
anna Jóhannesar Einarssonar sjó-
manns og Guðbjargar Jónsdóttur
húsmnóður. Ættir Jóhannesar og
Guðbjargar voru aðallega úr sveit-
unum umhverfís Breiðafjörð, úr
Snæfells-, Dala- og Barðastrandar-
sýslu og úr Breiðafjarðareyjum.
Ættfeðurnir voru að jafnaði sjómenn
meira en bændur og það var sjórinn
sem færði þeim hjónunum þá björg
sem fékkst.
Systkini Svanhvítar voru: Einar,
skipstjóri í Stykkishólmi, 1893-1967,
átti eina dóttur. Lárentzíus, verka-
maður í Stykkishólmi, 1893-1963,
átti fímm dætur og fjóra syni. Krist-
ín, húsmóðir í Reykjavík, 1895-1979,
átti tvær dætur og þijá syni. Jó-
hann, bankamaður í Reykjavík,
1898-1984, átti eina dóttur og tvo
syni. Torfhildur, ráðskona í Reykja-
vík, 1899-1974, barnlaus. Ásberg,
kennari og gjaldkeri SÍBS, Reykja-
Iundi, 1902-1955, átti einn son. Anna
1904-1906. Gunnar, póstmkaður í
Reykjavík, 1905-1990, átti fjórar
dætur og þrjá syni. Jón 1907-1915.
Skarphéðinn 1910-1929. Sverrir,
húsgagnasmiður í Reykjavík 1912-
1970, átti eina dóttur og tvo syni.
Hörður fæddur 1914, dáinn sama ár.
Þijú böm Jóhannesar og Guð-
bjargar dóu þannig í barnæsku og
Skarphéðinn sem fæddur var í jan-
úar sama ár og Svanhvít, dó úr berkl-
um nítján ára. Níu náðu fullorðins-
aldri og stofnuðu eigið heimili. Nú
er genginn allur .þessi hópur vinnus-
amra, heiðarlegra og blíðlyndra
systkina.
Fátækt var á æskuheimili Svan-
hvítar. Jóhannes faðir hennar átti
alla ævina ekkert til að selja nema
vinnu sína og þótt hann stundaði
sem að hún sýndi á meðan kraftar
hennar fengu að njóta sín.
Nína var sterk og mjög reynslurík
kona sem átti mjög auðvelt með að
setja sig í spor annarra, var mjög
næm á fólk og úrræðagóð þegar
mál alkóhólista voru annars vegar.
Konur og alkóhólismi var það sem
Nína hafði brennandi áhuga á og
eftir að hún kom frá Staðarfelli og
fór að vinna á göngudeild SÁÁ feng-
um við hér á áfangaheimilinu Dyngj-
unni, heimili fyrir konúr sem lokið
hafa áfengis- og vímuefnameðferð,
sjóinn af kappi var kaupið lágt og
dugði ekki til framfærslu barnmargs
heimilis. Mörg barnanna voru í fóstri
á öðrum heimilum mikinn eða mesta
hluta ævi sinnar.
Svanhvít flutti tæplega níu ára til
Kristínar systur sinnar og manns
hennar, Filippusar Guðmundssonar
múrarameistara í Reykjavík, og
dvaldi á heimili þeirra langt fram á
unglingsár og dvaldi síðan á víxl í
Stykkishólmi og Reykjavík við ýmsa
atvinnu eftir því sem aðstæður
leyfðu. Hún giftist Jóni Bjarnasyni,
verkamanni og síðar póstmanni.
Áður hafði Svanhvít eignast dóttur-
ina Önnu, sem ólst upp hjá Torfhildi
systur hennar og Guðrúnu Halldórs-
dóttur ljósmóður. Þau Jón og Svan-
hvít áttu þijú börn saman. Þau
skildu.
Börn Svanhvítar eru: Anna Guð-
mundsdóttir, fædd 1933, skrifstof-
urmaður í Reykjavík, gift Gunnari
Guðmannssyni og eiga þau fímm
börn og tíu barnabörn; Bjarni Már
Jónsson, fæddur 1938, vélstjóri í
Reykjavík, kvæntur Ingunni Guðna-
dóttur, og eiga þau tvö börn; Guð-
björg Jónsdóttur, fædd 1946, sjúkr-
aliði og húsmóðir í Reykjavík, gift
Gunnari Laxdal Eggertssyni og eiga
þau þrjú böm; Gunnhildur Gróa Jóns-
dóttir, fædd 1948, sjúkraliði í
Reykjavík og á hún einn son. Alls
átti Svanhvít þannig ellefu barna-
börn og tíu barnabarnaböm þegar
hún lést.
Svanhvít föðursystir mín var aldr-
ei auðug af fjármunum og oft var
líf hennar erfitt. Hún var viðkvæm
en án beiskju. Hún lifði langa ævi
laus við hroka, var æðrulaus og vildi
umfram allt engum vera til byrði.
Börnum hennar og öðrum afkomend-
unr votta ég samúð mína því að ég
veit að þau sakna hlýrrar og góðrar
móður og ömmu.
Gísli Gunnarsson.
að njóta víðsýni hennar og reynslu,
en því miður í alltof stuttan tíma.
Af hverju Nína? hugsaði ég þegar
mér bárust fréttirnar. Stórt er spurt
og fátt er um svör. En margs er að
minnast og eftir stendur djúpt þakk-
læti í hennar garð, sem miðlaði og
styrkti á óeigingjarnan hátt til þeirra
sem þurftu þess með. Ég er þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast Nínu
og veit að það er ekki sjálfsagt að
hafa fengið að eiga hana fyrir vin-
konu og það er jú það sem stendur
upg úr.
Ég bið algóðan guð að styrkja þá
sem eiga um sárt að binda. Hafi
Nína þökk fyrir allt.
Sérhvert líf (
er lítið strá
í stórum krans.
Dottý og Dyngjukonur.
t
Bróðir minn og móðurbróðir,
BENEDIKT ÓSKAR JÓNSSON,
elliheimilinu Grund,
áður Sveinsstöðum, Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Hvítasunnukirkju Fíladelfíu, Reykjavík,
mánudaginn 5. október kl. 15.00.
Hansfna Jónsdóttir,
Hrefna Hagbarðsdóttir.
Jónína Þ. Helga -
dóttir - Kveðjuorð
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐBJÖRG EIRÍKS HARALDSDÓTTIR,
Sléttahrauni 24,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju ( dag, föstudaginn 2. októ-
ber, kl. 15.00.
Hrönn N. Ólafsdóttir,
Jónína Gyða Ólafsdóttir,
Bára N. Ólafsdóttir,
Lára Ólafsdóttir,
Erna N. Ólafsdóttir,
Benedikt Guðjónsson,
Elías Már Sigurbjörnsson,
Bergsveinn Jóhannsson,
Þór Gíslason,
Guðmundur Jónsson
og barnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓNÍNA ÁRNADÓTTIR
frá Vestra Fróðholti,
Rangárvöllum,
Hjallabraut 9,
Þorlákshöfn,
verður jarðsungin frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, laugardaginn
3. október kl. 16.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar
látnu, er vinsamlegast bent á björgunarsveitina Mannbjörg,
Þorlákshöfn.
Grétar Þorsteinsson, Elfsa Þorsteinsdóttir,
Árni Þorsteinsson, Anna Hjálmarsdóttir,
Gunnar Þorsteinsson, Valgerður Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eigirtmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
SVERRIR BJARNFINNSSON,
Búðarstíg,
Eyrarbakka,
verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 3. október kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Guðlaug Böðvarsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall
EDWARDS B. CLEAVER
fyrrum ræðismanns Bandaríkjanna
og síðar deildarstjóra
á Keflavíkurflugvelli.
Guðrún M. Cleaver
og fjölskylda.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
systur okkar og mágkonu,
SIGURBJARGAR ÁRNADÓTTUR
frá Hrólfsstaðahelli.
Oddur Árnason,
Sigurþór Árnason,
Halldóra Ólafsdóttir,
Guðjón Jónatansson.
t
Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför
SKÚLA HALLSSONAR.
Amalfa H. H. Skúladóttir, Leonhard I. Haraldsson,
Hallur Skúlason, Lilja Kristófersdóttir,
Grétar Skúlason, Ásta Júli'a Arnardóttir,
Skúli Skúlason, Ásthildur Gunnarsdóttir,
Ásta Valgerður Skúladóttir,
Margrét Eðvalds, Bent Bryde,
Eðvald Karl Eðvalds, Ragna Valdimarsdóttir,
Hulda Hallsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Lokað verður í dag, föstudaginn 2. október, milli
kl. 9.30 og 13.00 vegna jarðarfarar ÖNNU MARÍU
MAGNÚSDÓTTUR.
Blikk og stál hf.,
Bíldshöfða 12, Reykjavík.