Morgunblaðið - 02.10.1992, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992
Anna María Magn-
úsdóttir — Minning
Fædd 15. maí 1961
Dáin 24. september 1992
Er sólin skein frá himindjúpi háu
og hélug blómin kyssti þýtt sem móðir,
þá mælti ég ósjálfrátt: Hve Guð er góður
að gefa ðllu, bæði háu og lágu,
ástríka móður.
(1889, Jóhann Siguijónsson)
Við stöndum á þrítugu og fyrsti
bekkjarfélagi okkar er horfinn úr
hópnum. Það setur að okkur ugg,
við erum skammt komin á lífs-
göngunni og tilganginn er erfitt
að koma auga á.
Þegar við hittumst öll síðast var
það heima hjá Önnu Maríu sem
miklaði það ekki fyrir sér að bjóða
heim þijátíu manna bekk til að
halda sambandi. Anna María var
hæglát stúlka og féll vel inn í hóp-
inn. Bekkurinn var samstilltur og
margir eignuðust sína bestu vini
þessi ár, meðal annars Anna Mar-
ía. Líklega voru fáar konur þijósk-
ari en hún og fátt sem haggaði
henni ef hún hafði á annað borð
gert upp hug sinn með eitthvað.
Þegar hún var meðal þeirra sem
hún þekkti vel lá hún ekki á skoð-
unum sínum og hún var traust
þeim sem henni voru kærir. Sam-
viskusamari stúlku var ekki hægt
að hugsa sér og iðulega þegar kom-
ið var að tómum kofunum hjá
bekkjarfélögum var hægt að kíkja
á glósurnar hjá henni.
Þegar leiðir skildu eftir Verslun-
arskólann héldu sumir sambandi
og af og til hittust allir bekkjarfé-
lagarnir.
Það kom að því að Anna María
eignaðist sinn sólargeisla, Ingu
Láru. Það er ekki ofsagt að þær
hafi verið nánar bæði sem mæðgur
og vinkonur. Líf hennar snérist um
dótturina og það var alveg sérstakt
hvað Anna María var dugleg að
drífa sig með hana hvert sem var
alveg frá því hún var pínulítil. Inga
Lára býr nú að þessum tíma sem
þær fengu að njóta saman mæðg-
urnar.
í öllum sínum veikindum var það
jákvæðnin sem einkenndi viðhorf
hennar þegar hún hitti skólafélag-
ana. Anna María var ekkert á leið-
inni að gefast upp, þetta yrði allt
í lagi og hún þijóskaðist við fram
á síðustu stund. En lífíð gefur og
lífið tekur og síðustu vikumar sáu
hennar nánustu hvert stefndi.
Fá orð eigum við bekkjarfélag-
arnir til að hugga á svona stundum
en við biðjum góðan Guð að vaka
yfír Ingu Láru og veita henni styrk.
Foreldrum Önnu Maríu, Áslaugu
og Magnúsi, sem nú taka að sér
Ingu Láru, bræðrum og öðrum
aðstandendum og vinum sendum
við okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Með okkur öllum vakir minning
um góða stúlku.
Bekkjarfélagar úr 4-C
1979 í Verslunarskólanum.
Nú er hún látin hetjan okkar
eftir 6 ára bjartsýna baráttu og
alltof fljótt í blóma lífsins. Anna
María hóf störf hjá okkur í Blikki
& Stáli hf. í september 1979, þá
átján ára gömul, en í störfum sínum
var hún vaxandi starfsmaður sem
i l>lóniiiskr<‘vlÍM!'iim
\ið ..II tirkilæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
óx með hverri ábyrgð og sýndi
fyrirtækinu mikla tryggð og trúnað
sem ekki fór fram hjá neinum,
hvorki stjórnendum, viðskipta-
mönnum né öðrum starfsmönnum.
Hún var konan sem oft tók við
þegar stjómendur þurftu að fara
frá vegna fría eða viðskiptaerinda.
í þrettán ára starfi og samstarfi
höfum við kynnst hetjunni okkar
og lífshlaupi hennar. Hún var ekki
nema átján ára þegar hún gerðist
félagi í byggingarfélagi ungs fólks
og tvítug gerði hún byggingar-
samning um íbúð á Austurströnd 8.
í febrúar 1984 eignaðist hún
dótturina Ingu Láru og í september
sama ár flutti hún í nýbyggða íbúð-
ina með sólargeislann sinn, Ingu
Láru. Þar bjó hún þeim mæðgum
fallegt heimili og mátti hún vera
stolt af. Það var gaman að fylgjast
með hvernig hún bjó dótturina und-
ir framtíðina sem er dugleg í skóla,
stundar fímleika og spilar á selló.
Árið 1986 barði upp hjá henni vá-
gestur, krabbameinið, veikindin
tóku hana frá okkur um tíma, en
hún kom aftur eins og oft síðan.
Anna María átti sínar stundir með
starfsfélögum á árlegum skemmt-
unum og ferðalögum og var ávallt
hrókur alls fagnaðar. Hún var einn-
ig gjaldkeri Starfsmannafélags
Blikks & Stáls í mörg ár og sá um
margra hluti fyrir það. Fyrir tveim-
ur árum bankaði vágesturinn svo
aftur hjá Önnu-Maríu í sumarbyij-
un, þá var hún búin að skipuleggja
að fara til Finnlands með dóttur-
ina, en seinkaði þeirri ferð til hausts
og lagðist undir hnífinn til að nota
sumarið til að ná sér, en aðgerðin
tókst vel og til Finnlands fór hún.
Það var núna þegar landið okkar
fór að skrýðast haustlitunum og
sumri að halla að Anna María varð
veik aftur og nú kom hún ekki
aftur, þó að við vissum að hveiju
stefndi þá var hún tekin frá okkur
svo fljótt. Ég vil þakka henni öll
störf, vináttu og trúnað og er full-
viss að góðir taka á móti henni í
nýjum vistarverum. Mína litlu vin-
konu, Ingu Láru, bið ég guð að
varðveita og veita henni styrk,
einnig foreldrum og bræðrum Önnu
Maríu. Guð blessi ykkur öll.
Garðar Erlendsson.
Guði sé lof, að liðin er nú þraut,
og líknarörmum sínum þig hann vefur.
Hann gleymir engum, oft þótt brött sé braut,
hann bót við öllum meinum vorum gefur.
(Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti.)
Hún Anna María er dáin. Isköld
staðeynd, og þó að við vissum hvert
stefndi sl. vikur, er eins og dauðinn
komi alltaf á óvart. Eftir 6 ára
baráttu, baráttu þar sem Anna
María og við sem hana þekktum,
trúðum alltaf á að nú, eftir þennan
uppskurð eða þessa meðferð, væri
búið að koma í veg fyrir meinið
að fullu.
Ég kynntist Önnu Maríu í æsku,
og við gengum saman í gegnum
barna- og gagnfræðaskólann,
seinna kom svo Versló þar sem hún
lauk verslunarskólaprófí og hóf
störf í lífsins skóla. Þessi lífsins
skóli varð fljótt harðneskjulegur
fyrir Önnu Maríu. Þrátt fyrir það
var Anna María alltaf kát og bjart-
sýn á sinn hljóðláta hátt. Éftir
nokkurt hlé á veikindum sínum
kom enn eitt bakfallið í vor, og enn
og aftur hóf hún undirbúning und-
ir nýja meðferð. Vissulega var hún
kvíðin, en baráttuviljinn var svo
sannarlega til staðar. Áður en við
vissum af, varð hún veikari og veik-
ari. Ég átti þess kost að heim-
sækja hana aðeins fímm dögum
áður en hún dó. Þrátt fyrir ástand
hennar, ræddi hún við mig með
stakri ró. í þeirri umræðu kom
skýrt fram að Anna María ætlaði
sér ekki að yfírgefa þennan heim
strax. Við ræddum um okkar fram-
tíðardrauma og ákváðum m.a. að
ég myndi útbúa blómaskreytingu
fyrir næsta matarboð hjá henni.
Áf þessu matarboði verður ekki,
en ég mun minnast Önnu Maríu
sem ungrar móður í blóma lífsins,
stúlku sem var sannur vinur vina
sinna.
Anna María eignaðist fyrir rúm-
um átta árum dóttur, Ingu Láru.
Það var yndislegt að sjá hversu
góðar vinkonur þær mæðgur voru.
Anna María lagði sig alla fram við
að taka þátt í lífí Ingu Láru, svo
að unun var á að horfa. Hvort sem
það var skólagangan, tónlistarnám
hennar eða fímleikar. Anna María
var þar fyrirmynd annarra for-
eldra, og kannski sérlega áberandi,
þar sem hún sinnti bæði hlutverki
móður og föður. Missir Ingu Láru
er ólýsanlegur, en hún á yndislega
ömmu og afa sem hafa annast
hana í veikindum Önnu síðastliðin
ár.
Elsku Inga Lára, Áslaug, Magn-
ús og fjölskylda. Ég bið góðan Guð
að gefa ykkur styrk í sorginni. Þá
biður Erna Lúðvíksdóttir fyrir
kveðjur frá Sviss.
Guð blessi minningu Önnur Mar-
íu Magnúsdóttur.
Guðrún Magnúsdóttir.
Kveðja frá Starfsmannafé-
lagi Blikks og Stáls hf.
Anna María er látin og hjá okk-
ur er söknuður.
Hún hafði oft farið frá vegna
veikinda en alltaf var hún komin
aftur svo fljótt að aðdáunarvert
var; hversu dugleg hún var í veik-
indum sínum. En nú kemur hún
ekki aftur.
Anna María var gjaldkeri hjá
Starfsmannafélagi Blikks & Stáls
í mörg ár, hún var mjög virk í félag-
inu og vann mjög vel í þágu þess.
Við þökkum henni fyrir störfin og
samfylgdina í gegnum öll árin. Það
verður aldrei eins án hennar.
Dóttur hennar, Ingu Láru, for-
eldrum, bræðrum og fjölskyldu
sendum við samúðarkveðjur. Við
kveðjum Önnu Maríu með söknuði.
Á kveðjustund langar okkur að
minnast Önnu Maríu Magnúsdótt-
ur, er lést aðfaranótt 24. septem-
ber sl. á Landspítalanum eftir
stutta en erfiða legu, aðeins 31 árs
að aldri. Okkar fyrstu kynni voru
er við fluttum í sama fjölbýlishús
við Austurströnd á Seltjarnarnesi,
haustið 1984. í febrúar sama ár
hafði hún eignast „sólargeislann
sinn“ hana Ingu Láru. Þær mæðg-
ur komu sér fyrir í notalegri íbúð
og undu glaðar við sinn hag. Brátt
bar þó skugga á, þar sem sjúkdóm-
ur sá er dró Önnu Maríu síðar til
dauða, gerði fyrst vart við sig.
Ekki brást henni kjarkurinn, heldur
tókst hún á við sjúkdóminn af mikl-
um dugnaði og lét engan bilbug á
sér fínna. Nokkrum árum síðar tók
hann sig upp aftur, en af sama
dugnaði tókst hún aftur á við hann.
Síðastliðinn vetur tók sjúkdómur-
inn sig upp í þriðja sinn, og hófst
þá baráttan af sama dugnaði og
æðruleysi og áður, og lengst fram-
an af virtist sem hún ætlaði að
hafa betur, en þó fór að lokum að
hun varð að láta í minni pokann.
Anna María var geðgóð, hlý og
vingjamleg ung kona, með góða
kímnigáfu. Hún var ósérhlífin og
gekk til allra verka af miklum
dugnaði. Hún átti marga góða vini,
sem nú sakna hennar mjög. Hún
hafði alltaf mjög gott og náið sam-
band við foreldra sína og voru þau
hennar stoð og stytta alla tíð. Hún
naut þess að vera samvistum við
Ingu Láru og gekk hún fyrir í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur og
það var fátt sem hún gerði án henn-
ar. Þær fóm saman á skíði, í sund,
hjóluðu, fóru í gönguferðir og ferð-
uðust saman, jafnvel þó aðeins
væri stund milli stríða hjá Önnu
Maríu. Var ánægjulegt að sjá
hversu samrýmdar þær voru og
miklar vinkonur. Missir Ingu Láru
er mikill, en hún á góða að sem
styðja hana og styrkja í þessari
miklu sorg.
Nú þegar leiðir okkar skilur um
sinn, viljum við þakka Önnu Maríu
fyrir stundirnar sem við áttum með
henni, og biðjum Ingu Láru, for-
eldrum og bræðrum hennar Guðs
blessunar, og megi minningin um
góða móður, dóttur og systur milda
sorgina og lifa með þeim um
ókomna tíð.
Margrét Kristinsdóttir,
Gunnar Guðmundsson.
Þegar maður er rétt um eða yfír
þrítugt er manni ýmislegt annað
hugleiknara en dauðinn. Dauðinn
er staðreynd, en samt svo fjarlæg-
ur, og þó að við Anna hefðum
rætt saman um krabbameinið sem
tekið hafði sér bólfestu í líkama
hennar, þá varð umræðan um dauð-
ann sjaldan ofan á, heldur hvernig
unnt væri að sigrast á meininu,
vonin um að lækning myndi nást
og lífið sigra. En enn á ný hefur
þó dauðinn náð yfirhöndinni yfír
lífínu og ung kona þurft að lúta í
lægra haldi.
Við kynntumst Önnu þegar við
bjuggum á Austurströndinni en
Heiðrún, dóttir okkar, og Inga
Lára, dóttir hennar, urðu vinkonur.
Þó svo fjarlægðin milli heimilanna
hafí aukist hefur vinskapur þeirra
ekki dofnað heldur áherslur vin-
skaparins orðið aðrar, s.s. að fá
að gista yfír nótt og þá helst tvær
nætur. Aldrei óx það Önnu í augum
að taka á móti litlum næturgesti
og ekkert mál fannst henni að sitja
með þeim heilu eftirmiðdagana og
hjálpa þeim með föndur og annað
slíkt.
Það var í gegnum vinskap
stelpnanna sem vinátta okkar Önnu
Maríu hófst. En þar kynntumst við
ekki einungis manneskjunni Önnu
Maríu, heldur opnaðist okkur einn-
ig áður lokaður hluti lífsins. Sá
hluti að fylgjast með því hvernig
ung kona og móðir berst hetjiílega
gegn þeim vágesti sem krabba-
meinið er. Að láta ekki deigan síga
þó svo á móti blási og lifa lífinu
meðan tækifæri er. Að gefast ekki
upp heldur halda reisn sinni og
horfast í augu við vandann. Eða
eins og hún skrifaði okkur sjálf í
apríl sl. þegar í ljós hafði komið
að meinið hafði sótt í sig veðrið:
„ ... en maður verður bara að fara
í Pollýönnuleik og líta björtum aug-
um á framtíðina."
Öllum sem á horfðu var ljóst að
augasteinn Önnu Maríu var dóttirin
Inga Lára og var það velferð henn-
ar sem stærstan hluta átti í huga
Önnu. Hún var óþreytandi á að
leiða hana áfram, hvort sem í hlut
átti tónlistarnám, fimleikar eða
bara lífíð sjálft. Oft ræddum við
hjónin um þennan óbifaniega kraft
sem bjó í Önnu, hvernig hún með
bros á vör eyddi öllum sínum frí-
tíma í að gera Ingu Láru lífið sem
viðburðaríkast.
Anna María var skapandi per-
sónuleiki og bera allir postulíns-
gripirnir sem hún málaði því glöggt
vitni. Hver gripur var unninn af
varfærni og alúð og var ekki verið
að velja einföldustu munstrin. Nei,
eingöngu var hugsað um að hlutur-
inn yrði fallegur og að myndin
hentaði tilefninu.
Sumarið 1991 komu þær mæðg-
ur, Anna María og Inga Lára, í
hálfsmánaðardvöl til okkar en við
vorum þá búsett í Þýskalandi. Auð-
vitað vorum við öll hálfkvíðin yfir
því hvernig sambúðin myndi ganga
því þó við þekktumst vel þá reynir
á aðra þætti þegar búa á undir
sama þaki, þó ekki sé nema í
skemmri tíma. En fljótlega kom í
ljós að allar áhyggjur voru óþarfar
því aldrei bar nokkurn skugga á
dvölina og varð þetta okkur oíium
ógleymanleg heimsókn. Allt um-
hverfíð var grandskoðað, farið í
verslunarferðir til næstu stórborga
þar sem mikið var hlegið að hvor
annarri þegar verið var að máta
hinn kynlegasta fatnað, keyptur ís
á öðru hvoru horni því það var svo
hræðilega heitt og síðan burðast
með fangið fullt af pokum og leitað
að bílnum sem við mundum ekkert
á hvaða hæð bílageymslunnar við
höfðum lagt. Kvöldunum var m.a.
eytt yfír poppi og kók og skegg-
rætt um hve íslenska kókið og jafn-
vel poppið líka væri miklu betra
en það þýska. En það breytti þó
ekki því að að hver kókdropi og
hvert poppkorn hvarf ofan í okkur.
Svona leið tíminn við gleði, hlátur
og leiki og fyrr en varði var heim-
sókin á enda og húsið orðið ótrú-
lega tómlegt.
En tómleiki hússins var ekkert
miðað við þann tómleika sem nú
fyllir hugann. Elsku Inga Lára
okkar, við biðjum Guð að styrkja
þig og leiða í þinni sorg og einnig
ykkur, Áslaug og Magnús, sem nú
þurfið að sjá á eftir ykkar yngsta
barni. Að fá að horfa upp á ást
ykkar, umhyggju og ósérhlífni hef-
ur verið okkur lærdómsríkt.
Ólöf og Hreiðar.
Erfiðri baráttu Önnu Maríu er
lokið. Hún sem hafði svo oft haft
betur, en nú hafði krabbameinið
betur. Þessu er svo erfitt að trúa.
Hver er tilgangurinn? Við Anna
María ræddum tilganginn, hún
hafði þá trú að okkur væri ætlað
visst lífsmynstur og þegar okkar
tími væri kominn þá væri hann
kominn. Hennar tími. var kominn,
það vissi hún þá seinustu daga er
hún lifði.
Við Anna María höfum verið
starfsfélagar og vinkonur í 10 ár.
Það er erfitt að eiga ekki von á
henni aftur í vinnu og geta ekki
hringt í hana er hún var ekki í
vinnu.
Anna María var sterkur persónu-
leiki með ákveðnar skoðanir á hlut-
unum. Augasteinn hennar var dótt-
ir hennar, Inga Lára. Þær voru
mjög samrýndar og gerði Anna
María allt fyrir dóttur sína. Er við
fórum í utanlandsferðir með Starfs-
mannafélagi Blikks & Stáls var
hugur hennar alltaf hjá Ingu Láru
og allir þeir fallegu hlutir er hún
keypti voru fyrir Ingu Láru. Inga
Lára hefur misst mikið en það má
þakka að Anna María þurfti ekki
að kveljast lengi.
Inga Lára á yndislegan afa og
ömmu sem hafa verið mikið með
hana og annast og hjúkrað dóttur
sinni í veikindum hennar. Anna
María hafði það á orði að verst
þætti henni hversu mikið væri á
þau lagt með veikindum hennar.
Þessi fátæklegu orð geta ekki lýst
þeim söknuði og sorg sem mér býr
í brjósti.
Ingu Láru, foreldrum og bræðr-
um Önnu Maríu sendi ég innilegar
samúðarkveðjur. Ég kveð Önnu
Maríu með söknuði. Blessuð sé
minning hennar.
Sigurrós Erlendsdóttir.
í dag verður gerð útför systur-
dóttur minnar, Önnu Maríu Magn-
úsdóttur, sem lést hinn 24. septem-
ber sl. aðeins 31 árs að aldri. Er
mér bæði ljúft og skylt að minnast
hennar í fáum orðum.
Anna María fæddist hinn 15.
maí 1961 og eru foreldrar hennar
þau Áslaug Jónsdóttir og Magnús
I. Jónasson. Móðurforeldrar Önnu
Maríu voru Bergljót Björnsdóttir
og Jón Oddsson verkstjóri, en
föðurforeldrar Maríá Magnúsdóttir