Morgunblaðið - 02.10.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.10.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992 13 Morgunblaðið/Kristinn Tinna Gunnlaugsdóttir og Arnar Jónsson í hlutverkum sínum í Rita gengur menntaveginn. Þjóðleikhúsið Listasafn Sigurjóns Olafssonar Síðasta sýningarhelgi SÝNINGU á æskuverkum Sigurjóns Ólafsson í safni hans í Laugarnesi lýkur sunnudaginn 4. október. Um er að ræða teikningar frá tímabilinu 1920 til 1927 sem ekki hafa verið sýndar áður. Þær gefa ágæta hug- mynd um hversu mikilli leikni Sigurjón náði í teikningu á unga aldri og hvers konar veg- arnesti hann hafði með sér er hann innritaðist í Konunglega Listakademíið í Kaupmanna- höfn tvítugur að aldri. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar verður lokað í október meðan verið er að undirbúa sýningu vetrarins. Sjálfsmynd eftir Sigurjón gerð ca. 1925. Rita gengur mennta- veginn á Litla sviði í kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið á Litla sviðinu breska gamanleik- ritið Rita gengur menntaveginn (Educating Rita) eftir Willy Russ- ell. Leikendur eru Tinna Gunnlaugsdóttir og Arnar Jónsson. Leik- stjóri er María Kristjánsdóttir. Willy Russell er meðal vinsælustu nútímahöfunda Breta og hérlendis hafa verið sýnd eftir hann verkin Sigrún Ástrós og söngleikurinn Blóðbræður. í verkum sínum bland- ar hann gjarnan saman góðu skopi og boðskap þannig að hvort styður annað og útkoman eru hlýleg en umfram allt skemmtileg verk sem eiga erindi við alla. í leikritinu Rita gengur mennta- veginn, fjallar Russell um hár- greiðslukonuna Ritu sem er ekki fyllilega sátt við hlutskipti sitt í líf- inu. Hún fer að sækja bókmennt- atíma í öldungadeild háskólans. Russell byggir þetta leikrit að nokkru leyti á eigin lífi, þar sem skólaganga hans sjálfs var lítilfjör- leg. Hann lærði síðan hárgreiðslu að áeggjan móður sinnar en fann sig aldrei fyllilega á þeirri hillu og 26 ára gamall snéri hann baki við hárgreiðslunni, innritaðist í háskóla og hóf feril sinn sem leikritaskáld. í öldungadeildinni kynnist Rita kennaranum Frank; misheppnuðu ljóðskáldi, miðaldra, drykkfelldum og áhugalausum sem finnst sér stórlega misboðið að þurfa að eyða tíma í þessa „menningarsnauðu snyrtidömu." Rita reynist hins veg- ar ekki öll þar sem hún er séð og þegar upp er staðið má spyrja hver hafi kennt hverjum. Þýðandi er Karl Ágúst Úlfsson, lýsingu annast Björn B. Guðmunds- son og Páll Ragnarsson. Leikmynd og búninga hannar Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. -----» ♦ ♦---- Nýútkomn- ar bækur Félagsvísindastofnun Háskóla íslands hefur ^gefið út ritið At- vinnustefna á Islandi 1959-1991 eftir Gunnar Helga Kristinsson, Halldór Jónsson og Huldu Þóru Sveinsdóttur. Þetta er sjöunda rit- ið í flokknum Bækur Félagsvísinda- stofnunar, er 142 blaðsíður og prentað hjá G. Ben. prenstofu hf. Ritið kostar 1.900 krónur. Tónleikar til heið- urs Sigurði Demetz Þriðjudagskvöldið 6. október munu vinir og velunnarar Sig- urðar Demetz söngkennara, halda sönghátíð í Þjóðleikhúsinu. Tilefnið er áttræðisafmæli Sig- urðar 11. október. Sigurður kom hingað til lands árið 1955 og hefur síðan starfað að söngkennslu víðs vegar um land- ið. Hann hefur auk þess verið ötull stuðningsmaður sönglífs í landinu, stjórnað kórum og hvatt þá sem hafa staðið fyrir óperustarfsemi. Fyrri hluta ævinnar starfaði Sig- urður sem söngvari á Italíu og víð- ar við þekkt óperuhús og söng te- nórhlutverk í mörgum óperum, meðal annars á La Scala i Mílanó. Hann fæddist í Suður-Týról og hét Vincenz María Demetz þar til hann fluttist til íslands. Sigurður hefur hlotið viðurkenningar forseta beggja lýðveldanna, íslands og ítal- ■ EFNT verður til Biblíulestr- arnámskeiða í Árbæjarkirkju í októbermánuði. Námskeiðin hefjast fímmtudaginn 8. október og verða síðan 3 næstu fimmtudaga á tíman- um frá kl. 17.30 til kl. 19. Leiðbein- andi á námskeiðinu verður sr. Jón- as Gíslason vígslubiskup og fer hann yfir Postulasöguna. Ollum safnaðarmönnum er heimil þátttaka í Biblíulestrarnámskeiði þessu þeim að kostnaðarlausu. Sigurður Demetz íu, og var gerður að heiðursborgara í fæðingarbæ sínum, Ortisei, 5. júlí síðastliðinn. Á tónleikunum i Þjóðlejkhúsinu' koma fram margir af okkar þekkt- ustu söngvurum. Má þar nefna Sig- ríði Ellu Magnúsdóttur, Gunnar Guðbjörnsson, Jóhönnu Linnet og Signýju Sæmundsdóttur. Auk þess koma fram félagar úr íslensku óp- erunni og Óperusmiðjunni, Karla- kór Keflavíkur, 24 MA-félagar og ýmsir nemendur Sigurðar Demetz fyrr og síðar. (Fréttatilkynning) Heimilistæki frá -3? gjjj-h n eru vönduð og stílhrein HAUSTTILBOÐ ZANUSSI uppþvottavélar eru til í tveimur gerðum, ZW 107 m/4 valk. og ID-5020 til innb. m/7 valkerfum. Báð- ar f. borðb. fyrir 12. Hljóðlát- ar - einfaldar í notkun. ZW-107 Tilboð kr. 53.877,- Gufugleypar frá ZANUSSI; CASTOR; FUTURUM og KUPPERSBUSCH eru bæði fyrir útblástur eða gegnum kolsíu. C-306 Tilboð kr. 9.269,- RAFHA, BEHA og KUPP- ERSBUSCH eldavélar eru bæði með eða án blásturs. Með glerborði og blæstri. 4 hellur og góður ofn. 2ja ára ábyrgð á RAFHA- vélinni. - Frí uppsetning. Tilboð frá kr. 35.289,- Um er að ræða mjög marg- ar gerðir af helluborðum: Glerhelluborð m/halogen, helluborð 2 gas/2 rafm. eða 4 rafm. hellur með eða án rofa. EMS 600 13W Tilboð kr. 21.133,- ZANUSSI og KUPPERS- BUSCH steikar/bökunarofn- ar í fjölbreyttu úrvali og lit- um. Með eða án blásturs - m/grillmótor - m/kjöthita- mæli - m/katalískum hreinsibúnaði o.fl. EEB-610 Tilboð kr. 37.255,- KUPPERSBUSCH örbylgju- ofnar í stærðum 14 og 20 I. Ljós í ofni, bylgjudreifir og gefur frá sér hljóðmerki. Tilboð kr. 20.224,- ^41 Bjóðum upp á 5 gerðir þvottavéla. 800-1000-1100 sn./mín. Með/án valrofa á hitasparnaðarrofi. Hraðvél, sem sparar orku, sápu og tíma. Þvottavél með þurrk- ara og rakaþéttingu. 3ja ára ábyrgð - uppsetning. ZF-8000 Tilboð kr. 48.800,- Þurrkarar, 3 gerðir, hefð- bundnir, með rakaskynjara eða rakaþéttingu (barki óþarfur). Hentar ofan á þvottavélina ZD-100C Tilboð kr. 30.888,- 7 gerðir kæliskápa: 85,106, 124, 185 cm á hæð. Með eða án frystihólfs. Sjálfvirk afhríming. Hægt er að snúa hurðum. Eyðslugrannir - hljóðlátir. Z-6141, - 140/6 L Tilboð kr. 29.340,- Bjóðum uppá 9 gerðir kæli/frystiskápa. Ýmsir möguleikar í stærðum: Hæð 122, 142, 175 og 185 cm. Frystir alltaf 4 stjörnu. Sjón er sögu ríkari. Fjarlægjum gamla skápinn. Tilboð kr. 41.100,- 140/40 L tilboð kr. 46.487,- 190/40 L Tilboð kr. 52.138,- 180/80 L Frystiskápar. 50, 125, 200 og 250 I. Lokaðir með plast- lokum - eyðslugrannir - 4 stjörnur. 200L - Z-620 VF Tilboð kr. 53.173,- ZANUSSI frystikistur, 270 og 396 I. Dönsk gæðavara. Mikil frystigeta. Ljós í loki. Læsing. 4 stjörnur. 396L - Z-400H Tilboð kr. 47.514,- Okkarfrábæru greiðslukjör! Verð er miðað við staðgreiðslu. Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar á allt að 12 mánuðum. Opið sem hér segir: Virka daga til kl. 18. Laugardaga frá kl. 10—16. VERSLUIMIN RAFHA, HAFNARFIRÐI. SÍMI 50022 - LÆKJARGÖTU 22 VERSLUN RAFHA, REYKJAVÍK, SÍMI 620100 - BORGARTÚNI 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.