Morgunblaðið - 02.10.1992, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992
Blóðbað í Bosníu 1. grein
Við lifum eins og rottur
Hermenn úr sveitum múslima skiptast á skotum víð Serba í útjaðri Sarajevo.
eftir Hrafn
Jökulsson
„Við verðum látin deyja. Öllum
stendur á sama um Bosníu-Herzeg-
ovínu. Við erum svo óheppin að
eiga engar olíulindir; þessvegna er
landinu að blæða út,“ segir Mirza,
27 ára gamall hermaður í Sarajevo
- tii skamms tíma prófessor í sagn-
fræði við háskólann í borginni.
Við sátum á gangstéttinni fyrir
framan bækistöð herdeildar hans.
Þetta vr sólríkur dagur en einsog
endranær rigndi sprengjum á hina
hersetnu borg. Engu að síður var
fólk á ferli, að sækja vatn og safna
eldiviði. íbúar Sarajevo hafa lengst-
um verið án vatns og rafmagns síð-
ustu vikur. Matur er nánast geng-
inn til þurrðar - kjöt, fiskur, græn-
meti, ávextir, kaffi eru munaðar-
vörur sem einungis er hægt að
kaupa á svörtum markaði fyrir
svimandi háar upphæðir. Meðallaun
í Sarajevo eru 400 krónur á mán-
uði. Kíió af kaffi kostar um 1.200
krónur.
Mirza bandar hendi í átt að hlíð-
unum umhverfís borgina, þar sem
stórskotalið Serba hefur sín óvinn-
andi víghreiður. „Þeim hefur tekist
ætlunarverk sitt: Við lifum einsog
rottur. Og þeir draga allan heiminn
á asnaeyrunum. Veistu afhverju
enginn hefur gert neitt þó að
minnsta kosti hundrað þúsund
manns hafí verið drepnir á sex
mánuðum?"
Hann beið ekki eftir svari:
„Vegna þess að við erum múslim-
ar; og þeir segja að við ætlum að
stofna íslamskt heittrúarríki í
hjarta Evrópu.“
Ibúar Bosníu-Herzegovínu voru
rétt innan við fjórar og hálf millj-
ón: 17% Króatar, 33% Serbar og
45% múslimar. Bosnísku múslim-
amir eru afkomendur þeirra Slava
sem tóku múhameðstrú það hálfa
árþúsund sem mestur hluti Balk-
anskagans var hluti af Tyrkjaveldi.
Þeir eru sem sagt ekki Arabar, ef
einhver hefur áhyggjur af því; og
að öllu leyti evrópskir í hugsun og
lífsháttum.
„Serbar kaila okkur Tyrki,“ seg-
ir Mirza og setur upp fyrirlitning-
arsvip „og Serbar hata Tyrki meira
en nokkuð annað. Þeir geta ekki
gleymt því að Tyrkir voru herraþjóð
í Belgrad; þeir geta ekki gleymt
öllum orrustunum sem þeir töp-
uðu.“ Mirza glottir: „Serbar eru
eina þjóðin í heiminum sem minnist
tapaðra stríða með lotningu."
Glaðlegur, miðaldra náungi kem-
ur og sest hjá okkur. „Þetta er
Ahmet,“ segir Mirza, „djöfuls Tyrki
einsog ég. Ahmet ætlar að breyta
Bosníu í eftirlíkingu af íran.“
FYRRUM JÚGÓSLAVÍA
háls. Þú ert hættulegur Evrópu!“
Hann verður alvarlegur: „Hvað
þarf ég að sanna? Að ég sé ekki
trúaður? Ég trúi á minn Guð. Ég
fer sjaldan í mosku, ég reyki, drekk
áfengi borða svínakjöt og eltist við
stelpur. Hljómar þetta einsog upp-
skrift að vænlegum útsendara Te-
heran?"
Aróðursmaskínu Belgrad-stjórn-
arinnar hefur tekist að sannfæra
æði marga um að stríðið í Bosníu-
Herzegovínu sé trúarbragðastyijöld
ólíkra þjóða. Þessvegna skýtur það
dálítið skökku við að þúsundir
Serba taka þátt í vörnum Sarajevo
og annarra hersetinna borga. Þeir
líta á sig fyrst og fremst sem Bos-
níumenn og síðan Serba. Ég hitti
að vísu talsvert marga serbneska
hermann sem afneituðu uppruna
sínum af stakri fyrirlitningu.
Um hvað snýst þetta blóðuga
stríð þá? Hver er kveikja þess hat-
urs sem breytt hefur hinni undur-
fögru Bosníu í ríki algerrar skelf-
ingar og ómannlegrar grimmdar?
Mirza: „Áform Serba eru kristal-
tær. Þeir ætla að skapa Stór-Serb-
íu, það er draumur sem þeir hafa
alið með sér öldum saman. Þeir
vita að án Slóveníu, Króatíu, Bos-
níu-Herzegovínu og Makedoníu eru
þeir dæmdir til fátæktar og áhrifa-
leysis. Það er ekki aðlaðandi hug-
mynd fyrir hina stoltu serbnesku
þjóð. Þess vegna er fjórðungur Kró-
atíu hernumin og tveir þriðju hlutar
Bosníu. Makedóníu kalla þeir aldrei
annað en Suður-Serbíu. Þeir hafa
vopnabúr Alþýðuhers Júgóslavíu,
þriðja öflugasta hers Evrópu. Við
höfum ekkert, alls ekkert. Og okkur
er ekki leyft að kaupa vopn til að
verja hendur okkar. Við þurfum að
lifa á auðmýkjandi matarsending-
um frá hjálparstofnunum. Til hvers?
Ef ekkert verður að gert deyjum
við í vetur. Þúsundir barna munu
deyja úr kulda; gamalt fólk, sjúkl-
ingar, flóttamenn. Og heimurinn
getur horft á þetta allt í beinni
útsendingu."
Þær vikur sem ég dvaldi í
Sarajavo hitti ég engan sem vildi
að erlendar hersveitir yrðu sendar
til landsins. „Við höfum nóg af
mönnum til þess að beijast. En við
höfum engin vopn. Við viljum ekki
fóma blóði ungra manna frá öðmm
löndum,“ sagði Ahmet.
Og líklega verður ekkert gert.
Beiskjan sem ég fann hjá fólkinu
í Sarajevo var yfirþyrmandi. Og
skiljanleg. Heimurinn hefur verið
vitni að helför sem aðeins á sér
hliðstæðu í síðari heimsstyijöldinni.
Þögult vitni að útrýmingarbúðum,
fjöldamorðum, pyntingum.
I Sarajevo em um 350.000
manns í herkví. Borgin er um-
kringd, sprengjum rignir úr öllum
áttum; leyniskyttur fá 20.000 krón-
ur fyrir hvern óbreyttan borgara
sem liggur í valnum. Tugir falla á
hveijum degi. 20% fórnarlambanna
eru böm. I Sarajevo eru 60.000
böm; þau búa í óupphituðum og
rafmagnslausum húsum. „Við emm
svöng og við erum alltaf hrædd,“
sagði 12 ára strákur sem ég talaði
við.
En allt þetta getum við auðvitað
séð í beinni útsendingu.
Höfundur er rithöfundur og
blaðamaður og hefur verið í
Sarajevo undanfarinn mánuð.
Ahmet er greinilega vanur skens-
inu í Mirza. Hann hlær glaðlega: mig sem Bosníumann, ekki mú-
„Ég er raunar guðleysingi, en for- slim.“
feður mínir vom bosnískir múslim- Mirza er enn ekki sannfærður.
ar. Ættartala íjölskyldu minnar 0 „Nei, minn kæri, þú ert öfgafullur
nær aftur á 13. öld. Ég lít á sjálfan múslimi og þú verður skorinn á
Hyggjast halda sýndarréttarhöld yfir Kólumbusi
Frumbyggjar Ameríku mót-
mæla á „ári indíánansu
New York. Frá Huga Ólafssyni, fréttariíara Morgunbiaðsins.
BANDARÍSKIR índíánar mótmæla nú allskyns húllumhæi í kringum
500 ára afmæli landafunda Kólumbusar og hyggjast efna til sýndarrétt-
arhalda yfir sæfaranum sáluga. Það hefur þó aldrei verið vinsælla að
vera indíáni í Bandaríkjunum en nú, en samkvæmt manntali fjölgaði
þeim um 37 prósent á síðasta áratug. Þetta er ekki talið stafa af örri
viðkomu, heldur því að margir með blandað blóð skammist sín ekki
lengur fyrir upprunann og skrái sig opinberlega sem indíána.
Nú segjast 1,9 milljón Bandarikja-
manna vera indíánar, en það er ekki
þar með sagt að stjómvöld taki þá
alla á orðinu. Þetta er ekki bara
skilgreiningaratriði, því enn eru í
gildi fjölmargir samningar sem
stjórnin gerði við indíána á sínum
tíma um hefðbundin veiðiréttindi og
önnur hlunnindi, sem eru búbót fyrir
fólk, sem telst líklega vera fátækasti
þjóðernishópur í Bandaríkjunum.
Yfírvöld viðurkenna tilvist 515
indíánaættbálka, sem teljast geta
sannað að þeir hafí haldið hópinn æ
síðan þeir komust fyrst í kynni við
hvíta manninn, en aðrir 126 ættbálk-
ar beijast nú fyrir slíkri viðurkenn-
ingu fyrir dómstólum.
Stundum eru frændur frændum
verstir í slíkum lagarimmum. f Was-
hington-ríki við Kyrrahafsströndina
reyna Samish og Snohomish indíánar
nú að fá þrettán ára gömlum úr-
skurði um að þeir séu ekki lengur
til sem ættbálkar hnekkt. Fáist það
í gegn verða þeir aðilar að samningi
frá 1855, sem gefur indíánum rétt á
að veiða helming alls lax í Puget-
flóa, sem gefur tugmilljóna dollara
arð á ári. Helstu andstæðingar þeirra
í þessarri baráttu eru Tylalip indían-
ar, sem njóta góðs af laxagróðanum.
Þrátt fyrir slíkan hlunnindabúskap
er hlutskipti stórs hluta indíána öm-
urlegt. Meirihluti þeirra dvelst á svo-
kölluðum sjálfstjómarsvæðum þar
sem fátækt, drykkjuskapur og sjálfs-
víg eru landlæg. Nýleg könnun á
vegum Minnesota-háskóla leiddi í ljós
að sjötti hver indíáni á táningsaldri
hefur reynt að svipta sig lífí, sem
er fjórfalt hærri tíðni en á meðal
annarra. Átján prósent ungmenna
sögðust þjást af þunglyndi og fímmti
hver drengur á við drykkjuvandamál
að stríða þegar komið er á nítjánda
aldursár.
Það er ólíklegt að indíánar fái
útrás fyrir gremju sína í kjörklefan-
um á þessu kosningarári, enda er
aðeins einn þingmaður í Washington
af indíánaættum, Ben Nátthestur
Campbell frá Colorado. Þeir hafa
hinsvegar óspart notfært sér ár Kól-
umbusar, sem George Bush, forseti
lýsti yfir að væri opinberlega „ár
ameríska indíánans". Á meðan fólk
flykkist í kvikmyndahús að sjá tvær
Það hefur aldrei verið vinsælla að vera indiam i Bandaríkjunum en
nú. Samkvæmt manntali fjölgaði þeim um 37 prósent á síðasta ára-
tug. Þetta stafar af því að margir með blandað blóð skammist sín
ekki lengur fyrir upprunann og skrái sig opinberlega sem indíána. Á
myndinni dansar ungur indíáni gamlan indíánadans af mikilli innlifun.
myndir um skipstjórann sem vissi
aldrei að hann væri í Amerlku saka
frumbyggjar álfunnar hann um að
hafa hrundið af stað verstu þjóð-
morðum í sögu mannkyns og mót-
mælin eiga að ná hámarki í San
Francisco 9.—12. október. Kannski
er Leifur bara heppinn að flestir
halda að Kólumbus hafi vérið fyrsti
Evrópubúinn til að sigla yfir pollinn.