Morgunblaðið - 02.10.1992, Blaðsíða 12
12j________________MOKGGNBiLAPia FÖSfUDAGUR'a. idMfðBKR1
„Vom heim þvær þú p
hreinan af skuggnm“
Merki Ibby-ráðstefnunnar í Berlín 1992.
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
„Veröld barna í barnabókum
— barnabækur í veröld barna“
var yfirskrift 23. alþjóðlegu ráð-
stefnu IBBY, sem fór fram 7.-12.
september sl. í glæstum húsa-
kynnum í Austur-Berlín. Yfir
500 manns frá fimmtíu þjóðlönd-
um sóttu ráðstefnuna, m.a. á
fímmta tug blaða- og fjölmiðla-
fólks.
Ráðstefnustjóri var Renete
Raecke bókmenntafræðingur,
Berlín. En forseti Alþjóða-Ibby-
samtakanna er Dr. Ronald Jobe
kennari við British Columbia
háskólann í Vancouver. Hann
var endurkosinn forseti til næstu
tveggja ára.
Allt skipulag ráðstefnunnar
var með glöðu yfirbragði og
miklum myndarskap sem mótað-
ist af nokkurri festu og virtist
því fara hið besta fram.
En hvað er Ibby? Ibby er al-
þjóðlegur félagsskapur: Inter-
national Board on Books for
Yong People.
Samtökin stofnaði Jella Lepan
í Ziirich í Sviss 1953 og eru
höfuðstöðvarnar enn þar.
Jella Lepman var þýskættuð,
mikil hugsjónakona. Hún átti
heima í Englandi fram yfir seinni
heimsstyijöld. Þegar hún kom til
Þýskalands eftir stríðið og sá
allt menningarlíf í rúst, var henni
Dr. Ronald Jobe forseti alþjóða-
samtaka Ibby.
sárast um bömin. Hún trúði
framar öðru á orðið — bókmennt-
irnar. Að góðar bókmenntir gætu
leitt saman þjóðir heims í skiln-
ingi og þroska. En til þess þyrfti
að vekja hjá bömum áhuga á
góðum bókum og kenna þeim
að njóta þeirra. Jella Lepman
setti á stofn bókasafn fyri börn
í Munchen 1948, Internationales
Jugend Bibliothek, þar sem
starfsemin fer enn fram í hennar
anda. Hugmynd hennar um al-
þjóðasamtök Ibby varð að vem-
leika. í dag em Ibby-deildir í 52
löndum, m.a. á öllum Norður-
löndum nema Færeyjum og
Grænlandi.
Samtökin gerðu fæðingardag
(2. apríl) skáldsins H.C. Anders-
ens að alþjóðlegum barnabóka-
degi.
Alþjóðleg ráðstefna Ibby er
annað hvert ár. Eru þá veitt
verðlaun: H.C. Andersen-verð-
launin til rithöfunda og mynd-
skreytingafólks bamabóka. Það
em æðstu verðlaun barnabóka
og myndlistar í heimi og er Mar-
grét Danadrottning verndari
þeirra.
Einnig er á þessum ráðstefn-
um gerður heiðurslisti, Hans
Christan Andersen Honorslist
eftir tilnefningu einstakra deilda
yfir úrval barnabóka umliðinna
ára. Á ráðstefnunni í Berlín nú
var bók Iðunnar Steinsdóttur,
Gegnum þyrnigerðið á heiðurs-
lista sem er einnig gerður yfir
úrval myndskreytinga og þýð-
inga.
Ibby eru ópólitísk samtök. Og
umræður innan samtakanna
skulu hafnar yfir alla pólitík. Þær
eiga að stuðla að skilningi, vin-
semd og virðingu meðal alira
þjóða. Ibby er í tengslum við
Unesco og fleiri samtök sem
hafa mannréttindi í yfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna að leiðar-
ljósi. Það hefur færst í aukana
að Austurlönd hafa leitað inn í
Ibby og með því reynt að greiða
götu góðra barnabóka heimsins.
I Berlín voru m.a. fulltrúar frá
Jórdaníu, íran, ísrael, Líbanon
og Albaníu.
Á íslandi var Ibby-deild stofn-
uð árið 1985 í júní. Fyrsti for-
maður hennar var dr. Sigrún
Klara Hannesdóttir dósent við
Háskóla íslands. Mikil og víðtæk
þekking hennar á barnabóka-
söfnum í Bandaríkjunum og víða
um heim — einnig í þriðja heim-
inum renndi strax styrkum stoð-
um undir starfsemina hér. Sig-
rún Klara hefur setið í fasta-
nefnd IFLA (Alþjóðlegu bóka-
safnssamtökunum) frá 1973.
Formaður IFLA-samstarfshóps
um menntun skólasafnsvarða og
notkun skólasafna var hún 1982-
1986. Núverandi formaður er
Jónína Friðfinnsdóttir, BA í
bókasafnsfræðum og kennari.
Deildin nefnist Barnabókaráðið
— íslandsdeild Ibby. Strax fyrsta
árið gaf deildin út tímarit er
heitir Börn og bækur. Er það í
anda alþjóðatímarits Ibby, Book-
bird þótt örsmátt sé í saman-
burði.
Börn og bamabókmenntir
hafa leitt margt ágætt fólk í
Ibby-samtökunum hér, en aðild
geta allir átt sem áhuga hafa
og trúa á að góðar barnabækur
geti aukið og fært skilning á
grundvallarhugsjón um frið og
þekkingu milli þjóða. Og gera
því veg góðra barnabóka sem
mestan bæði hvað snertir bók-
menntaleg gæði, myndskreyt-
ingar og þýðingar.
Almúgafólk og embættismenn
Hugvekja
í skáld-
söguformi
Bókmenntir
Skafti Þ. Halldórsson
Stefán Júlíusson: Ástir og örfok.
Skáldsaga. Bókaútgáfan Björk.
1992.
Samneyti íslendinga við land
sitt hefur löngum verið náið þótt
eitthvað sé nú að losna um tengsl-
in í þéttbýlinu. ísland er harðbýlt
Iand og náttúra þess viðkvæm.
Því miður hefur okkur lengi vel
famast fremur illa í samvistum
okkar við fóstuijörðina. Gróður-
hulan hefur stöðugt orðið fátæk-
legri og fiskimiðin rýrari. Þetta
vita menn nú orðið. Samt eyðast
lönd og mið enn. Vitaskuld hafa
menn risið upp til vamar en ávallt
er erfitt um vik þegar hernaðurinn
gegn náttúrunni stjómast af hags-
munum og fordómum.
Stefán Júlíusson hefur sent frá
sér hugvekju í skáldsöguformi um
þetti efni sem hann nefnir Ástir
og örfok. Þetta er söguleg skáld-
saga sem gerist á tímum krepp-
unnar miklu í afskekktri byggð á
Suðurlandi. Uppblásturinn er að
eyða byggðinni og árekstrar verða
á milli girðingaglaðra land-
verndarmanna og þröngsýnna
bænda. Inn í þennan söguheim
blandast ástarsaga sögumanns
sem er landvemdarmaður og dótt-
ur bónda þess sem á í hvað mest-
um deilum við landverndarmenn.
Skáldsagan gerist á tvenns kon-
ar tímasviði, annars vegar á sólar-
hring þar sem sögumaður gerir
upp við sig ást sína á bóndadóttur
og hins vegar á þriggja mánaða
tímabili. fyrir.þann. tíma og skipt-
Stefán Júlíusson
ast á kaflar úr hvom sviði. Per-
sónusafn sögunnar er fjölbreytt.
Þar em ráðherrar og vinnumenn,
ástmeyjar og verkamenn, bændur
og menntamenn.
Sagan er einföld og dálítið for-
múlukennd þótt það sé ekki til
lýta og markast væntanlega af
hinni ríku söguhneigð enda hug-
vekjan um umhverfismálin í fyrir-
rúmi. Bókin telst því ekki til bók-
menntalegra stórvirkja. Margt
hefur hún þó sér til gíldis. Sumar
persónur em eftirminnilegar og
frásagan er lipur og kímileg á
köflum. Söguefnið og sögusviðið
er höfundi nákomið eins og það
sé byggt á minningum frá ung-
dómsámm.
Málfar bókarinnar á sömuleiðis
vel við sögutimann. Það er alþýð-
legt, kjarngott og fjölskrúðugt og
tengist um margt hverfandi at-
vinnuháttum. Ég minnist þess ekki
að hafa séð jafnítarlega umfjöllun
um veðurfar í skáldsögu. Alla sög-
una em veðurfarslýsingar eins og
undirleikur undir atburðasöguna.
Ástir og örfök var útvarpssaga
í desember 1991. Hún er 201 blað-
síðæ á- lengd. - ..............
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Alexander L. Kielland: VINN-
ANDI FÓLK. Þýð.: Jón Björns-
son og Gréta Sigfúsdóttir. 210
bls. Almenna bókafélagið.
Kópavogi, 1992.
Alexander Kielland á sér ömgg-
an stað í vitund íslendinga þar eð
hann tengist nafni Gests Pálsson-
ar. En löngum hefur verið talið
að Gestur hafí mikið af honum
lært, hugsanlega meira en af öðr-
um samtímahöfundum. Og satt er
það, ýmsu í sögum Gests svipar
til sagna Kiellands. Hitt er eigi
að síður margt sem aðgreinir verk
þessara höfunda. Norskt þjóðfélag
var orðið mun borgaralegra á
seinni hluta 19. aldar en sveita-
samfélagið íslenska. Kielland hafði
því nærtækara efni að fást við þar
sem borgarlíf var í raun kjörefni
realista. Kielland hefur og verið
meiri fagmaður í listinni ef svo
má að orði komast, byggir verk
sín upp á skipulegri gmnni. Samt-
öl skrifar hann t.d. af mun meiri
íþrótt. Ádeilan í sögum Gests er
hins vegar biturri og jafnframt
opinskárri. Vinnandi fólk sýnist
ekki vera róttækt verk — nú und-
ir Iok 20. aldar. Maður verður að
hverfa röska öld aftur í tímann
og setja sig í spor þeirra sem lifðu
á ritunartíma sögunnar til að finna
fyrir broddinum. Fram að raun-
sæisstefnunni vom aðalpersónurn-
ar í sögu hverri annað hvort úr
röðum heldra fólks eða annars
konar glæsilegar hetjur, alltént
meiri en meðalmaðurinn. Aðalper-
sóna í sögu varð að vera með ein-
hveijum hætti sérstök. Kringum
hana snerist svo venjulegra fólk
eins og plánetur um sólir. Höfund-
ar litu svo- á . að líf .alþýðunnar
væri of fá-
breytt til að
geta orðið
meginefni
sögu eða
leikrits.
Realistarnir
blésu á slík-
ar hefðir,
töldu alm-
úgamanninn
engu síður
tgnd út frá
sjónarmiði
raunsæis-
stefnunnar.
Þó varð Ki-
elland aldrei gagnrýnislaus áhang-
andi þeirrar stefnu eins og Jón
Björnsson tekur réttilega fram í
eftirmála. Vanmáttur alþýðu
andspænis embættismannavaldinu
er þarna skilmerkilega greindur.
Sviðsljósinu er miskunnarlaust
beint að hræsni og hégómaskap
fyrirfólksins. Alexander Kiel-
land naut þess að hann fylgdi
tímans straumi, varð tískuhöfund-
ur, lesinn og dáður. En hægara
er að kenna heilræðin en halda
þau. Sjálfur var hann efnamaður
og broddborgari og sóttist eftir
mannvirðingum sem slíkur; skip-
aði sér þannig í raðir þeirra sem
hann beindi skeytum að í skáld-
skapnum. Alls þessa gætir í
Vinnandi fólki. Höfundur þekkti
af eigin raun það sem hann gagn-
rýndi. Sem embættismaður komst
hann ekki hjá að kynnast valda-
kerfinu norska. Samkvæmislífi
fína fólksins lýsir hann innan frá.
Embættisstéttin hugsar þarna
fyrst og fremst um eigin hag og
sinnir »skyldum« sínum sam-
kvæmt því. Samneyti við lægra
setta er illa séð. Og mægðir niður
á við þykja hneykslanlegar. Reynt
er að flæma á brott unga stúlku
sem yngismaður af heldra standi
laðast að. Óvænt leysast þó málin
þegar útlifaður karlfauskur —
nokkurs konar reddari fína fólks-
ins — gengur að eiga hana. Fram-
tíð ungrar stúlku ræðst þó af fleira
en ætt og efnahag. Kvenlegur
yndisþokki vegur líka þungt. Ófríð
stúlka á fárra kosta völ, jafnvel
þótt hún hafi annað með sér. For-
eldrarnir þola önn fyrir ljótleik
hennar. Hún verður skotspónn í
samkvæmum. Má þá heita að
henni séu allar bjargir bannaðar,
eins þótt hún sé heldri stéttar því
þá er hún of fín til að vinna. Þraut-
aráðið verður að koma sér af landi
brott — til Ameríku! En Kielland
hefur verið meiri rithöfundur en
svo að hann léti leiðast blint af
tískustefnu. Hann hefur verið
skyggn á mannlífið og grípur aldr-
ei til einfaldra lausna. Af eigin
reynslu vissi hann að framkoma
og látæði getur að vísu markast
af stétt og stöðu. Slíkt tekur þó
mest til yfírborðsins. Kjaminn
verður samur eftir sem áður. Þau
sannindi hefur Kielland augljós-
lega geymt í minni þegar hann
samdi Vinnandi fólk. Islenskur
texti Grétu Sigfúsdóttur og Jóns
Björnssonar er vandaður eins og
vænta mátti. Gréta dvaldist ára-
tugum saman í lándi höfundarins
og Jón gerðist snemma handgeng-
inn skandínavískum bókmenntum.
Sums staðar bregður fyrir orðum
og orðasamböndum sem ekki eru
sérlega algeng í talmáli nú orðið
en þýðendur notuðu títt á fyrstu
áratugum aldarinnar. Fer ekki illa
á því þar sem hundrað og ellefu
ár eru nú liðin síðan skáldverk
þetta leit fyrst dagsins ljós í Nor-
egi. Norðmenn voru þá að lifa sitt
vakningar- og blómaskeið með
Ibsen í fararbroddi. Nokkrir fylgdu
fast á eftir. Þeirra á meðal höfund-
ur Vinnandi fólks.
Alexander L.
Kielland