Morgunblaðið - 02.10.1992, Blaðsíða 48
MORGVNBLADID, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK
SlMl 691100. SÍMBRÉF 691181. PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Fundur í
deilunni
hjá ÍSAL
Ríkissáttasemjari hefur boðað
til samningafundar með aðilum í
kjaradeilunni í álverinu í
Straumsvík í dag klukkan hálf
ellefu en ekki hefur verið fundað
í deilunni síðan fyrrihluta sept-
embermánaðar. Forseti Alþýðu-
sambands íslands hefur einnig
verið boðaður til fundarins.
Starfsmenn í álverinu í Straums-
vík hafa verið samningslausir í um
ár, en Vinnuveitendasamband ís-
lands felldi miðlunartillögu ríkis-
sáttasemjara í vor vegna álversins í
Straumsvík. Starfsmenn samþykktu
hana hins vegar. Síðan hefur ekki
miðað í samningamálum aðila og
hafa fundir S flestum verkalýðsfélög-
um starfsmanna samþykkt að grípa
til yfirvinnubanns og útflutnings-
banns á áli þar til samningar hafa
tekist. Trúnaðarmannaráð verka-
mannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði
fundar um það mál á mánudaginn.
Gæsunum gefið
Morgunblaðið/Kristinn
Yfir 1000 milljónir greiddar í atvinnuleysisbætur það sem af er árinu
Á fjórtánda hundrað at-
vinnuleyfi til útlendinga
Atvinnulausir í Reykjavík eru 1.459 en voru 368 á sama tíma í fyrra
EKKERT virðist hafa dregið úr fjölda útlendinga í störfum hérlend-
is samkvæmt upplýsingum Óskars Hallgrímssonar, forstöðumanns
vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins, en það sem af er árinu
hefur ráðuneytið gefið út á bilinu 1.300 til 1.400 atvinnuleyfi til
útlendinga. Inn í þeirri tölu eru bæði útgefin ný leyfi og framlenging
á eldri atvinnuleyfum sem gefin eru út til skamms tíma í senn og
sagði Óskar að reikna mætti með að alls væru 600-700 útlendingar
nú starfandi hér á landi.
Lús stingnr
upp kollinum
LÚS hefur gert vart við sig í
a.m.k. einum grunnskóla borgar-
innar, en ekki er óalgengt að hún
stingi upp kollinum á þessum árs-
tíma.
Nemendur hafa verið sendir heim
með bréf þar sem þess er farið á
leit við foreldra að þeir kembi hár
bama sinna með þar til gerðum lúsa-
kambi. Lúsakambar fást í apótekum
og fylgja þeim upplýsingar um notk-
un.
Þess má geta að allir geta fengið
lús og berst hún á milli manna við
snertingu og með fatnaði, sérstak-
lega þó höfuðfatnaði. Ennfremur
getur hún borist á milli fatnaðar sem
hangir þétt saman. Fólk sem fær lús
er oft einkennalaust í fyrstu en fljót-
lega fer að bera á kláða.
Bestu ráðin til að varast lús eru
að halda hári sínu hreinu, varast að
setja upp höfuðföt annarra og va-
rast að nota greiðu eða bursta ann-
arra. Sérstakt lúsasjampó vinnur á
lús.
Á öllu síðasta ári vora gefin út
samtals 2.200 atvinnuleyfi til út-
lendinga. Óskar sagði að flestir
þeirra væra við störf í fiskvinnslu
á ákveðnum landsvæðum þar sem
ekki tækist fá íslendinga í þau störf
þrátt fyrir auglýsingar eftir starfs-
fólki þar sem ríkti atvinnuleysi.
Hann sagði að einnig væri talsverð-
ur ijöldi útlendinga starfandi í heil-
brigðisþjónustunni og ótrúlega
margir störfuðu innan íþróttahreyf-
ingarinnar.
Alls vora 1.459 manns á atvinnu-
leysisskrá í Reykjavík um síðustu
mánaðamót, þar af 761 kona og
698 karlar. Á sama tíma í fyrra
voru alls 368 manns skráðir at-
vinnulausir í höfuðborginni sam-
kvæmt upplýsingum Gunnars
Helgasonar, forstöðumanns Ráðn-
ingarstofu Reykjavíkur. Atvinnu-
lausum fækkaði um 120 manns í
Reykjavík í ágúst en þeim hefur
fjölgað jafnt og þétt síðan og sagði
Gunnar að fjöldi atvinnulausra í
borginni nú væri með því mesta sém
sést hefði á árinu. „Ef þetta heldur
áfram má búast við að atvinnulaus-
um á skrá fjölgi um 200 manns í
þessum mánuði,“ sagði hann og
kvaðst búast við stigvaxandi at-
vinnuleysi fram í mars á næsta ári.
Ekki liggja enn fyrir tölur um
fjölda atvinnulausra á landinu öllu
í síðasta mánuði. Að sögn Óskars
Hallgrímssonar berst ráðuneytinu
mikill fjöldi tilkynninga um upp-
sagnir starfsfólks á hveijum degi
og mætti ætla að nú lægju fyrir í
kringum 600 uppsagnir sem tækju
flestar gildi um áramót.
Að sögn Margrétar Tómasdóttur,
framkvæmdastjóra Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs, kemur þessi fjölgun
uppsagna að undanförnu ekki til
með að lenda á Atvinnuleysistrygg-
ingasjóði fyrr en í byijun næsta árs
en þá mætti búast við holskeflu. Á
fyrstu 8 mánuðum ársins voru
greiddar atvinnuleysisbætur að
upphæð rúmlega 1 milljarður króna
úr sjóðnum. Að sögn Margrétar
vantar að lágmarki 560 milljónir
króna á þessu ári til að sjóðurinn
geti staðið við skuldbindingar sínar.
Sjá einnig fréttir á miðopnu
og Akureyrarsíðu bls. 28.
----------------
Oddi hf.
45 manns
sagt upp
Patreksfirði.
ÖLLU fastráðnu starfsfólki
Odda hf. hefur verið sagt upp
störfum. Kauptryggingu 30
manns í fiskvinnslu og að auki
15 manns í öðrum störfum, s.s.
skrifstofufólks og vélgæslu- og
viðgerðarmanna, var sagt upp
1. október.
Að sögn Sigurðar Viggóssonar
framkvæmdastjóra er ástæðan
samdráttur vegna kvótaskerðingar.
Vonir standa til að einhver vinnsla
geti hafist í nóvember þegar línu-
veiði byijar en ljóst er að ekki verð-
ur nein frysting í vetur. Stefnt er
að því að salta afla tveggja línu-
báta sem landa hjá húsinu.
Ekkert hefur verið unnið í Odda
frá ágústbyijun og eru nú um 30
manns á atvinnuleysisskrá og búist
er við að þeim fjölgi þegar sláturtíð
lýkur en einhveijir hafa fengið
vinnu í sláturhúsinu.
- Ingveldur
Erfiðleikar í stóriðju minnka tekjur Landsvirkjunar
Tekjurýrnun í fyrra
nam 138 milljónum
LANDSVIRKJUN hefur ekki farið varhluta af
þeim erfiðleikum sem verið hafa í rekstri stóriðju
hérlendis sökum lækkandi hráefnisverðs. Þannig
minnkuðu tekjur Landsvirkjunnar af raforkusöl-
unni til ÍSAL og Járnblendiverksmiðjunnar um
138 milljónir króna á árinu 1991 miðað við hvað
þær voru árið á undan. Og tekjurnar halda áfram
að minnka vegna þess að raforkuverðið til ISAL
hefur fallið úr 14,9 milI/kWh sem það var að
meðaltali 1991 og niður i 13,2 mill nú í október.
Samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini Hilmarssyni,
blaðafulltrúa Landsvirkjunar, minnkaði meðalverð raf-
orku til ÍSAL úr 16 mill árið 1990 og niður í 14,9 mill
í fyrra. Tekjur Landsvirkjunar minnkuðu af þessum
sökum úr 1.350 milljónum króna í 1.280 milljónir í
fyrra, eða um 70 milljónir króna. Orkuverð til ÍSAL
er bundið markaðsverði á áli og sveiflast milli 12,5
og 18,5 mill. Orkuverðið náði hámarki á árinu 1988
og fram á 1989 en var í lágmarki árin 1985 og 1986.
Tekjur af orkusölu til Járnblendifélagsins á Grund-
artanga minnkuðu úr 348 milljónum króna árið 1990
og niður í 280 milljónir í fyrra, eða um 68 milljónir
króna. Skýringin á minni tekjum af orkusölu til Járn-
blendifélagsins liggur í því að annar ofn verksmiðjunn-
ar var ekki í rekstri um tíma en orkusölusamningur-
inn til Jámblendifélagsins er öðravísi uppbyggður en
samningurinn við ISAL.
Þorsteinn segir að orkuverð til Járnblendifélagsins
sé bundið ákveðinni upphæð í norskum krónum sem
hækkar á fimm ára fresti á samningstímabilinu sem
gildir til 1999. Verð þetta var 6,6 norskir aurar/kWh
þar til í júlí síðastliðnum er það hækkaði um 20% og
fór í 7,9 norska aura.