Morgunblaðið - 02.10.1992, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992
Klausturhólar
Fjórar myndir eft-
ir Jóhann Briem
MÁLVERKAUPPBOÐ Klausturhóla verður haldið á Hótel Sögu nk.
sunnudag og hefst stundvíslega kl. 15. Þar verða boðin upp málverk
eftir ýmsa af kunnustu listmálurum þjóðarinnar. Þeirra á meðal eru
verk eftir Ásgrím Jónsson, Kristínu Jónsdóttur, Jón Stefánsson, Jó-
hannes S. Kjarval, Snorra Árinbjamar og Þorvald Skúlason. Þá verð-
ur boðin upp mynd, gerð með blandaðri tækni, eftir Karl Einarsson
Dunganon, hertoga af St. Kildu.
í þetta sinn verða boðnar upp
fjórar myndir eftir Jóhann Briem,
en myndir hans hafa ekki sést á
uppboðum þessum um langa hríð.
Myndir Jóhanns Briem, sem nú
Njarðvík
Kona varð
fyrir bifreið
EKIÐ var á 83 ára gamla konu
við gatnamót Hafnarbrautar og
Brekkustígs í Njarðvík í gær-
kvöldi.
Konan var flutt á slysadeild
Borgarspítala. Þar fengust þær
upplýsingar að hún hefði fengið
höfuðáverka, heilahristing og
áverka á bijóstkassa en væri ekki
í lífhættu. Slæmt skyggni, rigning
og rok, var á slystað.
verða boðnar upp, eru olíumálverk
á striga sem bera heitin Ingólfur
Arnarson og öndvegissúlan,
Gudda klukka, Uppstilling, Verk-
lok og Úr eyðimörkinni. Þess má
geta að Gudda klukka er mynd
sem Jóhann gerði af Guddu nokk-
urri alþekktri í Reykjavík fyrir
u.þ.b. 60 árum.
Myndin eftir Karl Einarsson
Dunganon nefnist Draumur högg-
ormsins. Hún er merkileg heimild
um þennan umtalaða ævintýra-
mann og lífskúnstner, sem Björn
Th. Björnsson hefur gert um leik-
rit, sem sýnt er í Borgarleikhúsinu
um þessar mundir.
Mynd Snorra Arinbjarnar er af
Kistufelli, mynd Ásgríms nefnist
Úr Borgarfírði en mynd Kjarvals
er frá Borgarfírði eystri.
Þetta er fyrsta málverkauppboð
vetrarins en að venju munu
Klausturhólar koma til með að
standa fyrir málverka, listmuna-
og bókauppboðum í vetur.
Fischer komst
ekkert áfram
Skák
Margeir Pétursson
ÞRETTÁNDU skákinni í ein-
vígi þeirra Bobby Fischers og
Borís Spasskís lauk með jafn-
tefli í Belgrad í gær eftir 45
leiki. Hún var fremur viðburða-
snauð, Fischer náði örlitlu
frumkvæði eftir byrjunina en
Spasskí lét hann ekki snúa á
sig að þessu sinni og eftir mik-
ið þóf var samið jafntefli, það
fimmta í einvíginu til þessa.
Fischer hefur unnið fimm skák-
ir en Spasskí þijár. Sá sem fyrri
verður til að vinna tíu skákir
telst sigurvegari.
Eftir afar slaka taflmennsku
Spasskís í síðustu skákunum áður
en einvígið var flutt til Belgrads
benti margt til þess að hann væri
bæði þreyttur og lasinn. Sú brag-
arbót sem orðið hefur á frammi-
stöðu hans eftir hléið sýnir að þá
hefur hann teflt langt undir styrk-
leika.
Það er því ennþá margt á huldu
um það yfír hversu miklum styrk-
leika Bobby Fischer býr ennþá.
Þrátt fyrir mikil tilþrif á hann
ennþá eftir að sanna að hann sé
í hópi 10-20 sterkustu skák-
manna heims. I síðustu viku sagði
Garrí Kasparov heimsmeistari í
löngu viðtali við þýska vikuritið
Spiegel að hann teldi Fischer vera
með 2.600 stiga styrkleika, en
tæplega öflugri.
Næstu skáka er því beðið með
eftirvæntingu. Á laugardaginn
hefur Spasskí hvítt og verður opið
hús í húsakynnum skákhreyfíng-
arinnar í Faxafeni 12 frá kl. 16.
Hvítt: Borís Spasskí
Svart: Bobby Fischer
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5
Aftur beitir Fischer hinu svo-
nefnda Rossolimo-afbrigði, kennt
við rússnesk/bandarískan stór-
meistara, sem m.a. tefldi hér á
íslandi 1951.
3. — g6 4. Bxc6 — bxc6 5. 0-0
- Bg7 6. Hel - f6!?
Afskaplega frumlegur leikur
sem undirbýr Rh6-f7. í elleftu
skákinni lék Spasskí 6. — e5, en
fékk þá á sig hina stórhættulegu
peðsfóm 7. b4!? — cxb4 8. a3 og
tapaði illa.
7. c3 — Rh6 8. d4 — cxd4 9.
cxd4 - 0-0 10. Rc3 - d6 11.
Da4 - Db6 12. Rd2 - Rf7 13.
Rc4 — Da6
Auðvitað ekki 13. — Dxd4? 14.
Be3 — Dd3 15. Hadl og svarta
drottningin er fönguð.
14. Be3 — Dxa4 15. Rxa4
Aðstaða Fischers eftir drottn-
ingakaupin er ívið betri því hann
getur sótt að veiku peði svarts á
c6. Spasskí gætir sín vel í vörn-
inni í framhaldinu og biskupapar-
ið á stóran þátt í að hann heldur
jafnvæginu.
15. - f5 16. exf5 - Bxf5 17.
Hacl - Hfc8 18. Ra5 - Bd7
19. b3 - Hab8 20. Rc3 - Kf8
21. a3 - Rh6 22. b4 - Rf5 23.
Hedl - Ke8 24. Re4 - Hb5 25.
h3 - h5 26. Hd2 - a6 27. Kfl
- Hd5 28. Hcdl - Hb5 29. Ke2
- Be6 30. Hcl - Kd7 31. Rc3
- Hbb8 32. Kfl - h4 33. Ke2
- Bf6 34. Re4 - Bd5 35. Kd3
- Bg7 36. Hdc2 - Hc7 37. Hel
- Hf8 38. f3 - Hb8 39. Rc3 -
Bg8 40. Re2 - Bf7 41. Bd2 -
Bf6 42. Hecl - Hbc8 43. Rc4
- Hb7 44. Ra5 - Hbc7 45. Rc4
- Hb7 Jafntefli. Varlegast teflda
skákin til þessa.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hollendingurinn V. D. Parre fékk besta tímann í fyrstu keppnisgrein gærdagsins, trukkadrættin-
um. Hann kemur hér í mark.
Keppnin um titílinn Sterkasti maður heims hófst í gær hér á landi
Magnús Ver hefur eins stigs
forystu eftir fyrsta daginn
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Magnús Ver Magnússon, sem hefur forystu eftir fyrsta keppnis-
dag, á tali við Bandaríkjamanninn James Perry í Bláa Lóninu.
MAGNÚS Ver Magnússon hefur
forystií eftir fyrsta keppnisdag
í keppni um titilinn Sterkasti
maður heims, sem hófst hér á
landi í gær. Þremur greinum
af átta er lokið. Magnús Ver,
sem sigraði í keppninni í fyrra
og á því titil að veija, hefur 26
stig og Suður-Afríkubúinn Bad-
enhorst er annar með einu stigi
minna. Keppni heldur áfram í
dag, hefst kl. 10.30 við Gullfoss.
Fyrsta keppnisgrein í gær var
tmkkadráttur og var keppt við
Reykjavíkurtjörn. Aðeins þrír af tíu
kraftajötnum náðu að draga bílana
tvo alla þá vegalengd sem ætlast
var til; Hollendingurinn V.D. Parre
náði besta tímanum og fékk tíu
stig, Bandaríkjamaðurinn James
Perry kom næstur og fékk 9 og
loks Bretinn Jamie Reeves. Hann
fékk 8 stig. Magnús Ver, eini ís-
lendingurinn sem tekur þátt í
keppninni að þessu sinni, fékk 7
stig fyrir þessa grein. Hann sagði
annan bílinn hafa verið heldur
þyngri en til hefði staðið, og þá
kæmi sér vel fyrir keppendur að
vera sem þyngstir. Þess má geta
að Hjalti þulur keppninnar Ámason
upplýsti í gær að James Perry
væri hvorki meira né minna en 230
kíló að þyngd.
Önnur keppnisgrein var þollyft-
ing á útitaflborðinu í Lækjargötu.
Fór hún fram í hádeginu og voru
áhorfendur margir. Lyftingalóðum
hafði verið komið fyrir undir kerru
og til að þyngja hiassið var mjólk-
urbrúsum bætt í kerruna. Suður
Afríkubúinn Badenhorst, sem lyft
hefur 402 kg í réttstöðulyftu á
kraftlyftingamóti — sem er meira
én nokkur annar hefur afrekað —
sigraði í greininni. Lyfti 465 kg
og hlaut 10 stig en Magnús Ver
varð annar, lyfti mest 452 kg og
hálfu betur en náði ekki að jafna
árangur Suður-Afríkubúans þrátt
fyrir mikinn stuðning áhorfenda.
„Þetta var eðlileg útkoma. Hann á
meira í réttstöðulyftu en ég, þann-
ig að það var vitað mál að hann
stæði betur að vígi í þessu,“ sagði
Magnús Ver við Morgunblaðið eftir
lyftingakeppninna. Eftir rimmuna
í Lækjargötu voru þeir orðnir jafn-
ir á toppnum Magnús Ver og Bad-
enhorst, höfðu báðir 16 stig.
Þriðja greinin fór svo fram í
Bláa Lóninu í eftirmiðdaginn. Þar
áttu keppendur að vaða út í vatn-
ið, ná í sex 100 kg tunnur (eina í
einu) fara með þær í iand og lyfta
upp á pall. Magnús Ver var hlut-
skarpastur að þessu sinni og fékk
10 stig. Hann var hálfri mínútu á
undan Suður-Afríkubúanum, sem
fékk 9 stig. íslendingurinn hefur
því eins stigs forskot að loknum
fyrsta keppnisdegi af þremur.
„Þetta er mín besta grein,“ sagði
Magnús Ver eftir greinina í Bláa
Lóninu, en neitaði því ekki að hún
hefði verið erfið. „En trukkadrátt-
urinn var það erfiðasta í dag,“
sagði hann og bætti við að nú
væri ekki um annað að ræða en
taka vel á og stefna að sigri — „ég
ætla að veija titilinn,“ sagði hann.
í dag verður keppt við Gullfoss.
Fyrst kl. 10.30 og aftur kl. 14.30.
Á morgun lýkur keppninni. Þá
verður keppt kl. 8.45 við Höfða í
Reykjavík, síðan í flugvéladrætti á
Reykjavíkuiflugvelli kl. 11.30 og
loks á Þingvöllum kl. 15, þar sem
keppendur eiga að hlaupa með
Húsafellshelluna.
Tekjuáformum ríkisstjórnarinnar mótmælt
Auka kostnað á Selfossi
um 20-25 milljónir króna
MÓTMÆLI voru samþykkt í bæjarstjórn Selfoss við þau áform ríkis-
stjórnarinnar að hætta endurgreiðslu virðisaukaskatts til sveitarfélaga
á næsta ári vegna sérfræðiþjónustu, snjómoksturs, ræstinga, sorp-
hreinsunar, björgunarstarfa almannavarna og hitaveitna. Þessi áform
ríkisstjórnarinnar hafa 1 för með sér 20-25 milljóna króna kostnaðar-
auka fyrir bæjarfélagið, verði þau að veruleika. Sú upphæð svarar
til 10% útsvarstekna bæjarsjóðs og fimmtungs af framkvæmdafé bæjar-
ins.
í ályktun bæjarstjórnarinnar seg-
ir: „Samdráttur þjóðartekna á Is-
landi bitnar með sama hætti á sveit-
arsjóðum og ríkissjóði. Með framan-
greindum aðgerðum er ríkisstjórnin
að auka á vanda sveitarfélaga til
að milda þær þrengingar sem hún
stendur frammi fyrir. Slík viðbrögð
eru alls óviðunandi án nokkurs sam-
ráðs við fulltrúa sveitarfélaga lands-
ins. Auk þess verður ríkisstjórnin
að taka til gaumgæfilegrar athugun-
ar þau vinnubrögð sem tíðkuð hafa
verið hér á landi undanfarin ár að
við gerð fjárlaga. Það að ár hvert
geti sveitarfélög, fyrirtæki og ein-
staklingar átt von á grundvallarkerf-
isbreytingum í því efnahagsumhverfi
sem stjórnvöld ráða, sem bylt geta
allri áætlanagerð og veikja þar með
möguleika til markvissrar fjármála-
stjórnar á íslandi.
Bæjarstjórn Selfoss leyfir sér að
efast um að slík vinnubrögð þekkist
í þeim ríkjum sem Islendingar eiga
mest samskipti víð og til stendur að
auka til muna á næstu árum.“