Morgunblaðið - 24.10.1992, Page 1

Morgunblaðið - 24.10.1992, Page 1
72 SIÐUR B/LESBOK 243. tbl. 80. árg.________________________________LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Samninga- viðræður stríðsaðila í Sarajevo Sarajevo. Belgrad. Genf. Reuter. LEIÐTOGAR bardagasveita múslima, Króata og Serba í Bosníu settust að samninga- borði í gær í Sarajevo í fyrsta sinn frá því vopnuð átök brut- ust út í landinu fyrir sjö mánuð- um. Franskur herforingi, Philippe Morillon, yfirmaður friðargæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, stjórnaði viðræðufundin- um sem stóð í fímm klukkutíma. Hann sagði að viðræðurnar hefðu snúist um hvernig vopnahléi yrði komið í kring ef um það næðist pólitísk samstaða. Tilgangur fund- arins var einnig að semja um opn- un flutningaleiðar fyrir hjálpar- gögn til Sarajevo og brottflutning heija frá stöðum við þær. Dick Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjamenn væru stað- ráðnir í að tryggja að hjálpargögn bærust til Bosníu. Væru þeir til- búnir að beita bæði flugvélum og flota í því skyni. Cheney sagði þetta við blaðamenn er hann heim- sótti sex skip bandaríska flotans á Adríahafí í gær. Tadeusz Mazowiecki, fyrrum forsætisráðherra Póllands, sem stjómar rannsóknum á meintum mannréttindabrotum í Bosníu, sagði í gær að þjóðhreinsunar- stefna Serba hefði út af fyrir sig náð tilgangi sínum frá sjónarhóli Serba séð. Hefðu þeir hrakið Kró- ata og múslima frá heimkynnum sínum í norðurhluta landsins. Mazowiecki fór síðast til Bosníu í ágúst sl. og sagði hann ástand mannréttindamála þar mun verra nú. Reuter nrr® 1m | icllrH 0 m Ukm ^ - y mJÍ| lr wwW' 4 wmm fÍgrijf'S \ - ^ ** > ' vSrah m Ws Dómar valda deilum í París Mikil reiði braust út við dómshús í París er ijórir fyrrverandi emb- ættismenn í frönsku heilbrigðis- þjónustunni vom dæmdir í fang- elsi vegna þess að um 1.200 dreyrasjúklingum var gefíð al- næmissmitað blóð. Hátt í 300 þeirra hafa látist úr alnæmi og þótti ættingjum hinna látnu refs- ing embættismannanna fyrrver- andi í vægara lagi. Dómnum var mótmælt og varð lögreglan að ijarlægja þá sem harðast gengu fram. Embættismennirnir fjórir héldu fram sakleysi, sögðu ábyrgðina liggja hjá ríkisstjóm- inni sem gert hefði blóðbankan- um skylt að standa undir sér. Fjárskortur hefði því komið í veg fyrir innflutning á skimuðu blóði. Sjá „Embættismenn dæmdir fyrir svik . . .“ á bls. 24. Framkvæmdastjórn EB skipað að koma GATT-viðræðum af stað á ný Reyna aftur að jafna ágreining um GATT London. Brussel. Reuter. RAY MacSharry, sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmdasijórn Evrópubandalagsins (EB), sagðist í gærkvöidi hafa náð samkomulagi við Ed Madigan landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna um að hefja að nýju viðræður um víðtækt samkomulag um frelsi í alþjóðaviðskipt- um, GATT-samkomulagið. Viðræðurnar fóru í strand I fyrradag en John Major forsætisráðherra Bretlands fyrirskipaði samningamönn- um EB í gær að hefjast á ný handa og (júka samningum á sem styst- um tíma. MacSharry sagði þá Madigan sammála um að ná þurfi skjótfengnu samkomulagi um ágreiningsefni til þess að frelsi í heimsviðskiptum geti orðið að veruleika. í gærkvöldi þótti líklegt að þeir myndu hittast í Du- blin nú um helgina til þess að freista samninga. Bretar fara með forystu í EB og að viðhöfðu samráði við Helmut Kohl kanslara Þýskalands fyrirskip- aði John Major framkvæmdastjóm EB að koma sér aftur að samninga- borði. Ekki mætti undir nokkrum kringumstæðum klúðra GATT- samningunum og yrði framkvæmda- stjómin að slaka á kröfum ef með þyrfti til að ná málamiðlun í deilu um niðurgreiðslur. Sagði Major að Bandaríkjamenn yrðu varaðir við því að hefla viðskiptastríð, slíkt yrði bæði hættulegt og til að grafa enn frekar undan möguleikum á við- skiptafrelsi. Michael Heseltine iðnaðarráð- herra Breta dró í gær heilindi Jacqu- es Delors forseta framkvæmda- stjómar EB í GATT-málinu í efa. Sakaði hann Delors um að draga taum Frakka sem vilja draga samn- inga á langinn þar sem þeir óttast að afnám niðyrgreiðslna þeim sam- fara hefði óeðlileg áhrif við frönsk- um þingkosningarnar í mars á næsta Reuter Akihito Japanskeisari (t.h.) kannar hervörð við komuna til Peking í gær. Við hlið hans gengur Yang Shangkun forseti Kína. Heímsókn Japanskeisara til Kína Harmar hemámið en biðst ekki afsökunar Peking. Reuter. AKIHITO Japanskeisari kom i opinbera heimsókn til Kína í gær og er þetta í fyrsta sinn sem japanskur keisari heimsækir land- ið. Akihito kvaðst harma hörmungarnar sem japanski keisaraher- inn olli Kínveijum í síðari heimsstyrjöldinni en lagði ekki fram þá afsökunarbeiðni sem margir Kínverjar höfðu vonast eftir. „I langri sögu samskipta landa okkar var sorglegt tímabil þar sem land mitt olli kínversku þjóðinni miklum hörmungum," sagði Aki- hito í veislu sem kínverska stjómin hélt honum til heiðurs. „Ég harma þetta mjög. Þegar stríðinu lauk varð það óhagganlegur ásetningur japönsku þjóðarinnar, sem fann til cjjúprar blygðunar og taldi að slíkt stríð mætti ekki endurtaka sig, að byggja upp friðsamleg samskipti við aðrar þjóðir." Hermenn japanska keisarahers- ins dýrkuðu föður Akihitos sem guð þegar þeir hemámu stóran hluta Kína á fjórða og fimmta ára- tugnum. Áætlað er að tíu milljónir Kínveija hafi beðið bana af völdum hersins og margir Kínveijar urðu fyrir vonbrigðum með að keisarinn skyldi ekki biðjast afsökunar. Aki- hito fékk þó höfðinglegar móttökur þegar hann kom til Kína, enda líta kínversk stjómvöld svo á að heim- sóknin sýni með táknrænum hætti að þau njóti virðingar á alþjóða- vettvangi þrátt fyrir fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar 1989. ári. Delors sagði í gær að skilyrði til samninga á jafnræðisgrundvelli væru ekki fyrir hendi. Bandaríkja- menn freistuðu þess að knésetja EB í málinu en þeim yrði ekki kápa úr því klæðinu. » ♦----- Ottastum júmbóþotur Amsterdam. Reuter. BANDARÍSKA flugmálastjómin (FAA) sagðist óttast um öryggi farþegaflugvéla af gerði Boeing- 747 í bréfi sem birt var í gær. í bréfinu sagðist FAA óttast að sömu bilanir gætu komið upp í Bo- eing-breiðþotum og þær sem talið er að grandað hafí ísraelsku júmbó- þotunni sem hrapaði niður í íbúðar- hverfi í Amsterdam fyrir þremur vikum og tævönsku B-747 þotunni sem fórst á Tævan í desember. í bréfinu sagði að í báðum tilvikum væri talið að hreyfilfestingar hefðu gefið sig með þeim afleiðingum að hreyflar hefðu rifnað af þotunum og valdið því að flugmenn misstu stjórn á þeim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.