Morgunblaðið - 24.10.1992, Blaðsíða 5
b
Morgunblaðið/Alfons
Hnífurinn er nærri því hálf lengd þorsksins.
Ólafsvík
Hnífur í maga þorsks
„ÉG VAR að slægja þorsk þegar ég rak hnífinn í eitthvað hart.
Fyrirstaðan reyndist vera glænýr flatningshnífur," sagði Gunnar
Baldursson verkstjóri hjá Fiskkaupum hf. í Ólafsvík í samtali við
Morgunblaðið. Hann sagði greinilegt að fiskurinn hafi gleypt hníf-
inn í sjónum, líklega einhvers staðar á Breiðafirði þar sem hann
var veiddur á línu.
Þorskurinn er 60 sentímetrar
að lengd og slægður vó hann 2
kg en hnífurinn er 25 sm. Gunnar
sagðist vera þess fullviss að þorsk-
urinn hefði gleypt hnífinn en væri
ekki að láta einhvem gamansaman
náunga gera sér grikk. Sagðist
hann hafa skoðað fískinn vandlega
þegar hnífurinn kom í ljós. Skaftið
hefði farið inn á undan og kjaftur-
inn verið svo stífur að útilokað
væri að hann hefði verið glenntur
upp. Gunnar sagði að fiskurinn
hlyti að hafa gleypt hnífinn á leið
til botns eftir að sjómaður hafi
misst hann fyrir borð.
Hnífurinn úr maga þorsksins
kostar 1.000 kr. Gunnar gerði því
góð kaup á fiskmarkaðnum þenn-
an daginn.
Gunnar Baldursson með hníf-
inn og þorskinn sem hann
fannst í.
Svarti markaðurinn
Dilkakjöt
selt á heild-
söluverði
UM helgina byijar Sverrir
Sigurjónsson kjötiðnaðarmaður
sölu á unnu dilkakjöti af ný-
slátruðu á heildsöluverði beint
til neytenda á Svarta markaðn-
um í JL-húsinu, en öll tilskilin
leyfi hafa fengist til sölunnar.
í fréttatlkynningu frá Svarta
markaðnum segir að Sverrir, sem
rekur Kjötsaíinn sf., stefni að því
ásamt fleiri kjötvinnslum að koma
á laggimar á eigin vegum kjöt-
markaði, þar sem neytendur geti
keypt allt kjöt milliliðalaust og á
lægra verði en ódýrast fæst í versl-
unum. í fyrstu verði selt dilkakjöt,
en á næstunni verði bætt við svína-
kjöti, nautakjöti og kjúklingum.
Samkvæmt upplýsingum frá
heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur
hafa ekki borist umsóknir um leyfi
til kjötsölu á þennan hátt frá fleiri
aðilum en Sverri Siguijónssyni og
Kára Þorgrímssyni í Garði, sem
selur kjöt sitt í Kolaportinu.
-----» ♦ -----
Ungt fólk tek-
ið með stolna
haglabyssu
LÖGREGLAN handtók á
fimmtudagskvöld 19 ára stúlku,
sem framvísaði illa fengnu
greiðslukorti í söluturni. Hún
vísaði á rúmlega þrítugan mann
sem hefði látið hana fá kortið.
í herbergi hans fannst hagla-
byssa með afsöguðu hlaupi.
Lögreglan var kölluð að sölu-
turni við Garðastræti kl. 21.21, en
þar reyndi stúlkan að kaupa vindl-
ingalengju, léttöl og konfekt. Hún
framvísaði greiðslukorti, sem þótti
grunsamlegt. Stúlkan kvaðst hafa
fundið kortið, ætlað sér að nota
það einu sinni og skila því svo.
Þegar á lögreglustöðina var komið
viðurkenndi hún hins vegar að
hafa fengið kortið hjá rúmlega
þrítugum manni sem lögreglan
handtók á veitingastað síðar um
kvöldið.
Með manninum á veitingahúsinu
var 17 ára stúlka sem kom einnig
á lögreglustöðina. Þar viðurkenndi
hún að vera undir áhrifum lyija
og áfengis og hafði hún áður notað
sama greiðslukort. Hún vísaði lög-
reglunni á herbergi, þar sem hún
bjó með manninum. Þegar farið
var þangað að leita þýfis fannst
haglabyssa með afsöguðu hlaupi
undir rúmi og lagði lögreglan hald
á hana.
Fólkið gisti fangageymslur urn
nóttina, en RLR tók við rannsókn
málsins.
SPARÍSJÓÐUR HAFNARFJARÐAR
BÝÐUR J\JULÆ VELKOMNA
Á FJÖLSKYLDUDAG SPARÍSJÓÐSÍNS
SUNNUDAGINN 2.5,. OKTÓBER
1H Sparisjóður Hafnarfjarðar verður 90 ára á þessu ári. Af því tilefni verður efnt til sérstaks
Fjölskyldudags sunnudaginn 25. október, frá kl. 13 til 17. Við bjóðum alla velkomna að Strandgötu 8-10 þar
sem við munum kynna margþætta starfsemi sparisjóðsins. Sérstök áhersla
verður lögð á þá fjölbreyttu einstaklingsþjónustu og fjármálaráðgjöf sem
sparisjóðurinn veitir.
il / tilefni 90 ára afmœlisins kynnir sparisjóðurinn nýja fram-
setningu á einstaklingsþjónustu sem byggir á mismunandi þjónustu við ólíka
aldurshópa. Meðþessu vill sparisjóðurinn aðlaga þjónustu sína enn betur að
ólíkum þörfum viðskiptavina sinna.
SÍ Á Fjölskyldudeginum verður eitthvað fyrir alia og eru yngstu viðskiptavinirnir sérstaklega boðnir
velkomnir. Króni og Króna koma í heimsókn og allir fá sparisjóðssælgæti. Sérstök hugmyndasamkeppni
verður um nafn á nýjan innlánsreikning fyrir börn. Glæsileg verðlaun.
Komdu meðfjölskylduna í sunnudagskaffi frá kl. 13-17 í Sparisjóð
Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10.
SPARISJÓÐURINN
SPARLSJÓÐUR HAFNARFJARÐAR