Morgunblaðið - 24.10.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR 24. OKTÓBER 1992 .........11
VALD KVENNA
Nemendaleikhúsið frumsýnir Clöru S. eftir Elfriede Jelinek
CLARA Schumann er flutt inn til ítalska skáldsins Gabriele d’Ann-
unzio ásamt dóttur sinni Marie. Hneyksli? Nei, tæpast, því Clara
S. var rúmlega fertug þegar ítalinn fæddist árið 1863 og lést
1896, áður en Gabriel hafði gert af sér umtalsverðan óskunda.
En leikpersónur yfirstíga hindranir tíma og staðreynda án þess
að blása úr nös og því er Clara S. flutt inn til d’Annunzios og
er heimili hans risið undir þaki Lindabæjar, leikarar Nemenda-
leikhússins klæða texta austurrísku skáldkonunnar Elfriede Jel-
inek holdi. f viðtali segir hún „ég hef fengist við fagurfræðileg-
ar spurningar í áraraðir og ætið með hina kúguðu í huga. Kon-
an sem kúguð stétt eða öreigi.“ Tilvitnunin ætti að gefa ein-
hveija vísbendingu um efni „músíkalska harmleiksins“ Clöru S.
sem frumsýndur var í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Kristinn
Clara S. (Vigdís Gunnarsdóttir) fer yfir fingraæfingar dóttur sinn-
ar Marie (Kristina Sundar Hansen).
Clara Wieck var frægur píanó-
leikari og hafði fengist við tón-
smíðar þegar hún hitti tónskáldið
Robert Schumann, sem þá var
áratug eldri en hún. Schumann
unni Clöru hugástum og gengu
þau í hjónaband 1840. Þau eign-
uðust átta börn. Hann tileinkaði
henni fyrstu píanósónötu sína og
átta árum síðar sat hún við nótna-
borðið og frumflutti píanókonsert
í a-dúr, sem af mörgum er talinn
ein fegursta rósin í hnappagati
Schumanns. Tónskáldið fékk
taugaáfall 1854, reyndi að svipta
sig lífí og andaðist tveimur árum
síðar á hæli fyrir geðsjúka. Þang-
að hafði hann verið fluttur að
eigin ósk. Clara lést rúmum fjöru-
tíu árum síðar. Elfriede Jelinek
túlkar ævi Clöru sem harmsögu-
lega; að hún hafí orðið „þjónusta
mannsins síns í listsköpun hans.
Sjálf samdi hún aldrei framar."
Elfriede Jelinek ólst upp í Vín-
arborg. Hún nam leiklistarfræði,
listasögu og tónlist og lauk ein-
leikaraprófí í orgelleik 1970, en
fyrsta bók hennar hafði verið
gefín út nokkrum árum áður. Hún
hefur sent frá sér ljóðabækur,
skáldsögur, leikrit, ritgerðir og
kvikmyndahandrit. Leikritið
Clara S. var frumsýnt 1982 og
byggist á sögu Schumann-hjón-
anna og alræmdum lífsháttum
Gabrieles d’Annunzios. Hann var
öfgasinnaður ítalskur þjóðernis-
sinni og tilfínningasamur rithöf-
undur er skrifaði bækur með titl-
um eins og Sælan, Eldurinn og
Hljóð himinsins, hafsins, jarðar-
innar og hetjunnar. Hann skráði
sig í ítalska flugflotann 1915 og
barðist vasklega. Árið 1919 hert-
ók hann bæinn Fiume í Króatíu
ásamt fylgismönnum sínum og
ríkti þar sem einræðisherra til
1921. Þá sneri hann heim og
hélt uppteknum hætti, í minna
mæli þó, er hann settist að í húsi
fiðluleikarans Herthu Thode, sem
var nýorðin ekkja eftir listsagn-
fræðinginn Henry Thode. Húsið
hét Villa Carnacco og stóð við
Garda-vatnið í norðurhluta Ítalíu,
troðfullt af ómetanlegum lista-
verkum og sögumenjum sem
Henry Thode hafði safnað á löng-
um ferli. Þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir ekkjunnar sat d’Annunzio
sem fastast í herfangi sínu og
ræktaði svallsamt líferni sitt og
hirðar aðdáenda og sníkjudýrá
af elju þess sem telur sig hafínn
yfir allt.
Listrænt getuleysi karla...
í leikriti Jelinek er Clara (Vig-
dís Gunnarsdóttir) og dóttir henn-
ar Marie (Kristina Sundar Han-
sen) meðal þessarar hirðar, því
Schumann-fjölskyldan er blá-
snauð og andlegt ástand Roberts
(Gunnar Gunnsteinsson) er bág-
borið. Reynir Clara að framfleyta
sér og sínum með því að minna
Gabriele (Hinrik Ólafsson) á að
Schumann þurfi fé til að geta
samið og biðlar til ástar hans á
fögrum listum. Gabriele hefur
meiri áhuga á fögrum stúlkum
og piltum og holdsins lystisemd-
um. Hann er jafnvel reiðubúinn
til þess að styrkja tónskáldið, fái
hann að liggja konu hans og barn-
unga dóttur. Clara reynir hins
vegar að vemda siðsemi beggja,
og viðhalda vinsemd hans um leið.
Hún fær lítinn stuðning frá öðr-
um, því tvær lagskonur d’Ann-
unzios greifa, þær Luisa Baccara
(Jóna Guðrún Jónsdóttir) og Elísa
Mazuyer (Björk Jakobsdóttir),
draga taum hans á kynferðislega
sviðinu eins og annars staðar.
Misheppnaður ballettdansari
(ballerína í upprunalegu útgáfu
verksins) er heitir Carl Barra
(Dofri Hermannsson) bjargar
henni þó stundum fyrir hom óáf-
vitandi, þegar hann stöðvar at-
burðarásina til að sýna „listir“
sínar.
„„Ægilegasti ótti .karlmannsins
er ótti hans við náttúruna og ótti
hans við eigin líkama. Enn skelfi-
legri er þó ótti hans við konuna.
... Eiginkona listamannsins borg-
ar. Og ef hún er sjálf listamaður,
rotnar hún undir listframleiðslu
eiginmannsins“ (Jórann Sigurð-
ardóttir þýddi). Ballettdansarinn
bregst eins og hinir karlmennirn-
ir tveir við listræna getuleysinu
með flótta. í leikgerð og leik-
stjórn Óskars Jónassonar tekur
hann til bragðs að flýja inn í
gervi konu sem hann veit að
umhverfíð gerir litlar kröfur til.
Hann þarf að klæðast kjól til að
drepa í sér listhneigðina.
SFr
35 manna sjónlista-
spuni á Mokka-kaffi
Dagana 26. október til 7. desember fer fram myndlistartilraun á
Mokka-kaffi. Verður u.þ.b. 16 metra langur og 50 sentimetra breiður
segldúkur strengdur eftir endilöngum veggjum Mokka-kaffis og munu
35 listamenn sjá um að skreyta hann á staðnum. Listamennirnir eru
á öllum aldri og aðhyllast mismunandi strauma og stefnur.
A hveijum degi, klukkan tíu um
morguninn (nema á sunnudögum),
mun einn af leynigestum dagsins
mæta á Mokka og mála, teikna,
sauma eða vinna með einhveijum
öðrum hætti um 45 fersentimetra
af dúknum. Þátttakendur í þessum
sjónlistarspuna: Magnús Tómasson,
Jóhannes Jóhannesson, Harpa
Bjömsdóttir, Sveinn Bjömsson,
Kristján Guðmundsson, Daði Guð-
bjömsson, Guðmunda Andrésdóttir,
Þorvaldur Þorsteinsson, Magnús
Kjartansson, Ingileif Thorlacius,
Kjartan Guðjónsson, Hannes Lárus-
son, Ásgerður Búadóttir, Þorri
Hringsson, Ragnheiður Jónsdóttir,
Georg Guðni Hauksson, Magnús
Pálsson, Ástríður Ólafsdóttir, Ragna
Hermannsdóttir, Jón Axel Bjömsson,
Sverrir Ólafsson, Ráðhildur Inga-
dóttir, Sigurður Örlygsson, Jón
Reykdal, Hallgrímur Helgason, Rúrí,
Haukur Dór Sturluson, Sigrún Eld-
jám, Bragi Ásgeirsson, Helgi Þorgils
Friðjónsson, Jóhanna Bogadóttir,
Leifur Breiðfjörð, Páll Guðmundsson,
Þorlákur Kristinsson (Tolli) og Tumi
Magnússon.
Hugmyndasmiður og umsjónar-
maður sýningarinnar er Hannes Sig-
urðsson listfræðingur, sem býr og
starfar í New York.
011 cn 01Q70 L^RUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmdastjori
(m I I W\Jmrn I 0 I w KRISTINN SIGURJ0NSS0N, HRL. loggiltur fasteignasau
Fjöldi eigna á skrá á góðu verði:
Skammt frá Landspítalanum
4ra herb. neðri hæð tæpir 100 fm í þribhúsi. Mikið endurn. Góð lán.
Laus fljótlega. Tilboð óskast.
3ja herb. íbúð á 2. hæð rúmir 70 fm. Ris fylgir. Góð geymsla I kj.
Bíiskúr og góð sérbílastæði. Tilboð óskast.
Embýllshús í Stekkjahverfi
Steinhús, ein hæð 136 fm. Bílskúr 30 fm. 4-5 svefnherb. Stór ræktuð
lóð. Nánari uppl. aðeins á skrifst.
Á vinsælum stað í Hlíðunum
5 herb. efri hæð. Góður bílsk. Ræktuð lóð.
2ja herb. samþykkt risíb. Vel umgengin.
íbúðirnar eru í sama húsi. Lausar strax. Tilboð óskast.
Úrvals íbúð í nýja miðbænum
Endaíb. á 3. hæð 103,7 fm. Sérþvhús. 3 stór svefnherb. Tvennar sval-
ir. Sérþvotta- og geymsluherb. Langtímaián um kr. 6 millj. Bdskúr með
geymslu í risi. Laus strax. Tilboð óskast.
Með 3-4 svefnherb.
Leitum að góðu húsnæði í nágr. Álftamýrarskóla m. 3-4 svefnherb.,
helst bílskúr eða bílskrétti. Fjársterkur kaupandi.
• • •
Almenna fasteignasalan sf. _____________________________
var stofnuð 12. júlí 1944. LAUGAVEGi 18 SÍMAR 21150 - 21370
Opiðídagfrá kl. 10-16.
Ódýr íbúð í gamla bænum.
ALMENNA
FASTf IGNtSAt AH
EKKIOF HÖRÐ,
EKKIOFMJÚK,
HELDUR FULLKOMIN
AÐLÖGUN
Á harðri dýnu
liggur hryggjarsúlan í st>eig
Þar sem
þú eyðir
u.þ.b. 8 tím-
um á sólar-
hring í rúm-
inu, eða þriðjungi ævi þinnar, ætti góð
dýna að vera eitt af þínum allra mikil-
vægustu fjárfestingum.
Árum
saman hefur
þvi verið
haldið fram
að stífar
dýnur séu betri fyrir bakið.
Sérfræðingar okkar hjá Dux í Svíþjóð
A Dux-dýnu
liggur bryggjarsúlan bein
hafa sannað hið gagnstæða.
Þeir hafa sannað að stíf dýna hamlar á
móti, frekar en að lagast að eðlilegri lögun
líkamans, þannig að í hvíld liggur
hryggjarsúlan í sveig.
Dux-dýnurnar eru hannaðar sérstaklega
til þess að gefa eftir á réttum stöðum svo
að hryggjarsúlan fær að hvílast í náttúru-
legri stöðu. Þær koma í veg fyrir margan
bakkvillann og gefa þér nauðsynlegan
stuðning til þess að sofa djúpum endur-
nærandi svefni.
Er ekki kominn tími til að heimsækja
Dux verslunina í Faxafeni og líta á okkar
fjölbreytta úrval af Dux-rúmum?
Faxafeni 7 (Epalhúsinu). Sími 689950
15 ÁRA ÁBYRGÐ Á DUX-DÝNUM