Morgunblaðið - 24.10.1992, Qupperneq 14
táÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992
‘14
Aðstöðugj aldið er
skemmdarvargur í
íslensku atvimmlífi
eftir Birgi R.
Jónsson
Aðstöðugjald sveitarfélaga hefur
löngum verið og er enn versti skatt-
ur sem lagður hefur verið á íslenskt
atvinnulíf. Aðstöðugjaldið mismunar
atvinnugreinum gróflega. Það er lagt
á rekstur óháð afkomu. Það safnast
upp því fleiri sem framleiðslu- og
sölustig vöru eru. Það hamlar eðli-
legri verkaskiptingu og uppbyggingu
í atvinnulífmu. Af þessum sökum
öllum rýrir það stórlega stöðu ís-
lenskra fyrirtækja gagnvart erlend-
um samkeppnisaðilum.
Jafnrétti í orði — Misrétti á
borði
Það eru viðurkenndar leikreglur í
Evrópubandalaginu og á hinu Evr-
ópska efnahagssvæði að ekki megi
mismuna atvinnugreinum í skatt-
lagningu, aðstöðu eða með ríkis-
styrkjum. Þessi stefna er ítrekuð í
stefnuyfírlýsingu ríkisstjómar Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks „Vel-
ferð á varanlegum grunni". Þar
stendur m.a. í kaflanum um umbæt-
ur í skattamálum: „Til þess að forð-
ast neikvæð áhrif á atvinnulífíð þarf
skattkerfíð að vera einfalt, skilvirkt
og hlutlaust í þeim skilningi að það
mismuni ekki framleiðsluþáttum og
atvinnugreinum. “
Til langs tíma hefur hallað mjög
á verslun í skattlagningu. Það er
ekki nóg með að verslunin skili
stærstum hluta álagðra gjalda af
öllum atvinnugreinum (sbr. mynd)
heldur hefur hún einnig mátt sætta
sig við óeðlilega hátt virðisauka-
skattsstig vegna þess hve margar
undanþágur ýmsar aðrar atvinnu-
greinar fá í núgildandi kerfí. Og
hvað varðar aðstöðugjaldið hefur
verslunin búið við algjört misrétti.
Af 5 milljarða álögðu aðstöðu-
gjaldi greiðir verslun og þjónusta
eins og t.d. hótelrekstur um helming
á móti öllum öðrum atvinnugreinum
svo sem iðnaði, fískvinnslu, fískveið-
um, rekstri kaupskipa og flugvéla.
Verslunin greiðir tvöfalt hærri að-
stöðugjaldstaxta en t.d. útgerð kaup-
skipa og fjórfalt hærri taxta en rekst-
ur flugvéla (sjá töflu).
Uppsöfnun aðstöðugjalds í vöru-
verði kemur einna þyngst niður á
verslun, þar sem ekki er óalgengt
að vörur fari milli margra sölustiga.
Við getum t.d. hugað okkur bifreið
sem fer á milli 5 eigenda á endingar-
tíma sínum. Væri bifreiðin alltaf seld
á reikningi, bæri hún fimmfalt að-
stöðugjald i hæsta flokki áður en
yfír lyki.
Hver á að borga hvað
í nágrannalöndunum er algengt
að einu fyrirtæki sé skipt upp í mörg
smærri sem eiga mikil viðskipti inn-
byrðis. Stærsti hugbúnaðarframleið-
Birgir R. Jónsson
„Nýlega eru komnar
fram tillögur sem miða
að því að leggja af nú-
verandi aðstöðugjalds-
kerfi og hækka í þess
stað tryggingargjalds-
stofn um 3,2%.
andi heims skiptir sinni starfsemi í
þrennt: Þróun, framleiðslu og verslun
(sölufyrirtæki). Þegar þróun forrits
lýkur, sem getur tekið allt frá einu
upp í tíu ár, er það selt með öllum
kostnaði og ágóða til framleiðslufyr-
irtækisins. Þegar framleiðslu lýkur
er varan seld áfram til sölufyrirtæk-
isins.
. Á íslandi mundi þetta framkalla
þijú aðstöðugjaldsstig, sem er nógu
fáránlegt í sjálfu sér. Væri fyrirtæk-
ið hér á landi yrði úrlausnarverkefni
sveitarstjómarmanna þá fyrst snúið,
þegar ákveða ætti hvaða aðstöðu-
gjaldstaxta skuli leggja á hvert hinna
þriggja fyrirtækja. Sumir mundu
segja að þróunarfyrirtækið ætti að
bera lægsta taxtann, þar sé undir-
staðan. Aðrir drægju fram mikilvægi
framleiðslunnar og því ætti hún að
búa við lágan taxta. Einhver segði
ugglaust að salan væri ekkert mál
og því mætti leggja hæsta taxta á
verslunarfyrirtækið.
Stjórnarformaður hins erlenda fé-
lags segir að framleiðslan sé auðveld-
asta stigið. Það að koma hugbúnaði
yfír á diskettu og pakka inn sé sára-
einfalt. Nokkru erfiðara sé að þróa
vöruna. Flóknast og kostnaðarmest
sé hins vegar að selja tilbúna vöru.
Á því stigi séu einnig mest og best
tengsl við markaðinn og því skil-
greinir hann félagið sem verslunar-
fyrirtæki. Væri hann kominn hingað
tl lands með starfsemina þýddi þetta
að sjálfsögðu að lagður yrði hæsti
taxti á öll þijú fyrirtækin, enda
mundu þau þá flokkast undir versl-
un. Það sjá allir, hvort heldur þeir
eru vestur á Patreksfirði eða vestur
í Kalifomíu, hversu fáránleg og al-
gjörlega úr takti við alla skynsemi
skattlagning af þessu tagi er.
Hemill á hagræðingu, þróun
og verkaskiptingu
Aðalforstjóri þýsku EDEKA versl-
unarsamsteypunnar (EDEKA Gro-
up) sagði í fyrirlestri sl. sumar, að
eins og böm hlýðnast af ótta við
refsingu, þá hlýði verslunin mark-
aðnum af ótta um afkomu sína. Árið
1963 var EDEKA, sem er matvöru-
dreifandi með uppmna í samvinnu-
verslun, miðstýrt bákn á barmi gjald-
þrots. Til að bjarga rekstrinum var
fyrirtækinu skipt upp í fjórar sjálf-
stæðar einingar: Birgðaverslun, iðn-
að, heildverslun og smásöluverslun.
Breytingin tókst svo vel að EDEKA
er nú 50. stærsta dreifingarfyrirtæki
Evrópu. Væri stuðst við sams konar
skipulag á íslandi, gæti aðstöðugjald
hlaðist upp á fjórum sölustigum,
samtals 5,2%. Slíkt gerði verð vör-
unnar að sjálfsögðu ósamkeppnis-
fært. Um leið sést að þetta fyrir-
komulag kemur í veg fyrir eðlilega
hagræðingu og þróun í skipulagi
verslunar hér til samræmis við það
sem þekkist í nágrannalöndunum.
Þrátt fyrir þetta hafa kaupmenn
hér, bæði í smásölu og heildverslun,
reynt að koma upp birgðaverslunum
til að hagræða í innkaupum og dreif-
ingu. Hefur þessi rekstur átt erfitt
uppdráttar ekki síst vegna aðstöðu-
gjaldsinnheimtu. Vegna mikillar
veltu slíkra fyrirtækja hafa skattyfír-
völd hins vegar séð vonarpening í
háum gjaldstofni reksturs af þessu
tagi. Hefur stundum verið reynt að
fara á skjön við kerfið með því að
reka þessi fyrirtæki sem umboðs-
verslanir. Það hins vegar takmarkar
nauðsynlegt svigrúm og sveigjan-
leika í slíkum rekstri. Það sama gild-
ir um útflutning sjávarafurða sem
nú byggir aðallega á umboðsviðskipt-
um. Aðstöðugjaldsinnheimtan haml-
ar því að útflytjandinn kaupi vöruna
beint af útgerð eða vinnslu fyrir eig-
in reikning, þar sem þá bætist við
sölustig sem skapar nýjan aðstöðu-
gjaldsstofn.
Gegn bættum lífskjörum
Vaxandi neysla þýðir meiri verslun
og er vísbending um bætt lífskjör.
Þar sem lífskjör eru góð verður því
verslun meiri á einstakling en í þeim
löndum þar sem lífskjör eru lakari.
í Portúgal, þar sem lífskjör eru einna
lökust í Evrópu, er verslunarvelta á
einstakling aðeins 48% af þvi sem
hún er í Þýskalandi þar sem lífskjára-
stig er hæst. Bætt lífskjör nást ekki
hvað síst fram með aukinni fram-
leiðni sem byggir á hlutfallslega
lægri kostnaði á hveija einingu í
HEiLDARÁLAGNING SKATTA 1991
vAtryggingar ^3»
BAKKA- 0G FJÁRM.STARFS. 5,11)1
IÐHAÐUR 17,51)1
VER5UIK 35,9»
FUmilKGAR/SAAAGONGUR 9,31)1
SJÁYAR ÚTYEGU R 17,45)1
Heimild: Rfldsskattstjóri 1992
Atvinnugrein: kr. Skattan 1.132 millj.
Jcr. 2.121
kr.
kr. 4368
Banka & fjármálastarfs..... kr. 621 -
Vátryggingar ir. 282 '
Flutningar /samgöngur... Jcr. 1501 -
Samtals kr. 12.153 millj.
FLOKKUN AÐSTÖÐUGJALDA
í REYKJAVÍK
Verslunog þjónusta...%
Iðnaður og útgáfa........1,0 %
Kaupskip og fiskiönaður..0,65 %
Flug og fiskiskip........0,33 %
rekstri fyrirtækja. Aðstöðugjald-
skerfíð er í hróplegri andstöðu við
þetta. Hvaða réttlæti er í því að opin-
ber skattheimta sem í eðli sínu hindr-
ar hagræðingu, hagnist á aukinni
velferð sem hún á engan þátt í að
skapa með nokkurs konar umboðs-
launakerfi?
Uppspretta atvinnutækifæra
Verslun er að frátöldum opinber-
um rekstri sú atvinnugrein sem veit-
ir flestum íslendingum atvinnu. Mið-
að við að vinnuaflsframboð hér sé
140.000 manns og að við verslun
starfi 14,5% eru það samtals 20.300
manns. f Noregi er hliðstætt hlutfall
15% og í sumum löndum Norður-Evr-
ópu enn hærra. Væri hægt að hækka
hlutfallið hér til samræmis við Noreg
þýddi það 700 ný störf fyrir íslend-
inga.
Séu innlendri verslun búin sam-
keppnishæf starfskjör þ.m.t. í skatt-
lagningu, er víst að hún mun treysta
sig í sessi hér og þar með tryggja
fleiri atvinnutækifæri. Það hefur ver-
ið áætlað að haustverslun íslendinga
erlendis nemi 2,5 milljörðum króna.
Gefí maður sér að launakostnaður í
verslun sé 20% af veltu er hér um
að ræða beinan útflutning á 400
ársverkum. Efling innlendrar versl-
unar getur því skapað hundruð ef
ekki þúsund nýrra starfa sem ekki
er vanþörf á í núverandi atvinnuleysi.
í nágrannalöndunum eru að störf-
um nefndir sambærilegar við at-
vinnumálanefnd vinnumarkaðarins
hér. Viðfangsefnið þar er líkt og hér
kreppan og hvemig komast megi frá
henni með nýsköpun og nýjum at-
vinnutækifærum. Sú grundvallaraf-
staða, að ekki megi með stuðningi
við atvinnulífið draga úr samkeppni
eða mismuna milli fyrirtækja eða
atvinnugreina, er athyglisverð fyrir
okkur Islendinga. Eru flestir sam-
mála um að það að vefja fyrirtækin
inn í værðarvoð til að veija þau sam-
keppni frá umhverfi sínu, sé starf
sem unnið er fyrir gýg.
Mismunun á ekki lengur rétt á
sér. -Hver er fær um að segja að ein
atvinnugrein sé annarri mikilvægari?
Það er viðurkennt í dag og nægir
að vísa til Evrópuþróunarinnar, að
það er samspil allra atvinnugreina
við jöfn starfsskilyrði og virk sam-
keppni sem endanlega sker úr um
það hvort ein atvinnugrein sé ann-
arri mikilvægari.
Spor í rétta átt
Nýlega eru komnar fram tillögur
sem miða að því að leggja af núver-
andi aðstöðugjaldskerfi og hækka í
þess stað tryggingargjaldsstofn um
3,2%. Aðalkostir við þessar breyting-
ar eru að uppsöfnunaráhrif stór-
minnka um leið og þær jafna inn-
byrðis stöðu milli atvinnugreina. Fyr-
ir verslun þýðir þetta að a.m.k. 1,5
milljarði króna yrði aflétt af grein-
inni.
Helsti ókostur tilagnanna er hins
vegar sá að gjaldið er miðað við
launaveltu, sem er stofn tryggingar-
gjalds, en ekki afkomu fyrirtækis
eins og t.d. tekjuskattur. Ákjósanleg-
ast væri auðvitað að fella alveg niður
innheimtu aðstöðugjalds eða ígildi
þess, en slíkt verður tæpast gert í
einni svipan.
Verslunin getur auðveldlega stutt
þessar tillögur sem áfanga, ekki síst
með það í huga að þær leiða til þess
að hagur og samkeppnisstaða dreif-
býlisverslunar batnar verulega, en
verslun utan stærstu þéttbýlisstaða
hefur átt í vök að veijast hér á landi
sem annars staðar. Helstu kostir
þessara breytinga snúa þó ekki hvað
síst að neytendum og koma þeim til
góða í lækkuðu vöruverði. Það mun
sannarlega skila sér þegar 1.500
milljónum verður létt af þessari mik-
ilvægu undirstöðu í íslensku efna-
hagslífí.
Það er tímabært að ný hugsun
jafnræðis og fijálsrar verkaskipting-
ar nái að festa rætur í umræðu um
íslenskt atvinnulíf.
Höfundur er formaður íslenskrar
verslunar og Félags íslenskra
stórkaupmanna
Kvartett Bjðrns Thoroddsen á Kringlukránni. Morgunbiaðið/Kristinn
Kringlukráin o g latínjass
__________Jass_____________
Guðjón Guðmundsson
Kringlukráin er sá staður sem lík-
lega hefur lengst boðið upp á jass-
tónlist reglulega. Fyrst var þar tríó
Guðmundar Ingólfssonar en við frá-
fa.ll hans tók Bjöm Thoroddsen við
ásamt valinkunnum jassleikurum
og leika þeir á hveiju miðvikudags-
kvöldi sígildar jassperlur. Með Birni
í gær var að venju Guðmundur
Steingrímsson, Papajass, átromm-
ur, Reynir Sigurðsson víbrafónleik-
ari og Bjami Sveinbjörnsson
kontrabassaleikari. Þarna flugu
perlur eftir Miles Davis, Benny
Golson og fleiri í fagmannlegum
flutningi kvartettsins. Salurinn var
þéttskipaður, mikil drykkja og
skvaldur en alltaf var klappað eftir
sólóin. Björn sagði að það væru
forréttindi að fá að spila á
Kringlukránni, þar væri góður andi
og innan um mætti fínna jass-
áhugamenn. Það er notalegt að
ganga að slíkum toppkvartett á
vísum stað í Kringlukránni.
Björn Thoroddsen leikur á plötu
sem kom út sl. sumar, en lítið hef-
ur farið fyrir henni frá því hún kom
út, þótt hún hafi selst mjög vel.
Þetta er Þegar þið eruð nálægt með
lögum eftir Ingva Þór Kormáksson,
sem skrifar um jass í DV. Þetta
er eina alvöru latín-jass platan sem
hefur verið gerð hér á landi og til
hennar hefur verið mikið vandað.
Ekki skemmir að lögin eru flest
samin við ljóð eftir nokkur helstu
nútímaljóðskáld fslendinga. Ingvi
Þór semur mjög fallegar og stemn-
ingsríkar melódíur og útsetningar
Stefáns S. Stefánssonar lyfta þess-
ari músík í gæðaflokk. Hún hefur
ekki verið mikið leikin í útvarps-
stöðvum landsins, eins og reyndar
var við að búast, og ekki hefur hún
sést í plötubúðum. Hún hefur verið
seld eingöngu í gegnum síma til
styktar starfí Barnaheilla, en í
næsta mánuði verður hún fáanleg
í plötubúðum.