Morgunblaðið - 24.10.1992, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992
Umræður á Fiskiþingi um ályktanir um aflamark og sóknarstýringn
Aflamark ekkí ráðandi nema
takmarkað þar til á síðasla ái’i
49% þorskaflans árið 1990 úthlutaður aflakvóti samkvæmt upplýsingum sem
komu fram á þinginu
FJÖRUGAR umræður urðu á Fiskiþingi í gær um tvær ályktanir
um stjórnun fiskveiða frá sjávarútvegsnefnd þingsins, sem báðar
hlutu jafnmörg atkvæði eða fimm hvor, en tveir nefndarmenn sátu
hjá við afgreiðsluna. í annarri tillögunni er lýst andstöðu við kvóta-
kerfið og sagt að réttlátara og heppilegra sé að stýra sóknargetu
fiskiskipaflotans. Hin ályktunin gengur í öfuga átt en þar er því
lýst yfír að aflamarkið sé skásti kosturinn í fiskveiðistjórnun. Skrif-
leg atkvæðagreiðsla var um ályktanimar og hlaut aflmarkskerfíð
stuðning 24 þingfulltrúa en sóknarstýringin stuðning 11 fuUtrúa.
3 seðlar voru auðir.
Sóknarstýring ekki
nákvæmlega útfærð
Guðjón A. Kristjánsson, ísafírði,
mælti fyrir áliti fyrsta minnihluta
sjávarútvegsnefndar um að réttlát-
ara og heppilegra væri að stýra
sókn fiskiskipaflotans. Hann vísaði
til þess að menn hefðu sagt á þing-
inu að fískveiðikerfið í dag væri
einn af fáum föstum punktum sem
treystandi væri á meðal annars til
að geta gert áætlanir um framtíð-
ina. Það þyrfti hins vegar að
ákveða hámarksafla á hveiju ári
og hver væri festan í því að afli
væri minnkaður um 20-30% á
milli ára. Það væri aldrei hægt að
stýra veiðum þannig að ekki mun-
aði nema fáeinum þúsundum
tonna. Náttúran sæi fyrir því,
reynslan sýndi að aflabrögð væru
mismunandi. Það hafí áður gerst
í fiskveiðisögunni hér við iand að
afli á togskip hafi fallið, sagði
Guðjón, og rifjaði upp að á síldarár-
unum hafí togaramir verið með
50-60 tonn eftir 18-20 daga túr
og hafí verið að falast eftit síld
hjá sfldarbátunum til að geta farið
í sölutúr. Vetrarvertíðir hefðu ver-
ið afbragðsgóðar á þessum tíma
og heildarafli ísiendinga farið yfír
400 þúsund tonn. Aðstæður hefðu
verið þannig í sjónum að togaraafl-
inn féll, en það þyrfti ekki að þýða
að aflinn væri að hrynja. Þrátt
fyrir sóknargetu flotans í dag hefði
allur aflinn sem leyfílegt var að
veiða ekki náðst á síðasta ári og
sama gilti um árið 1983. Sagan
sýndi að þegar þorskaflinn færi í
þær lægðir, sem hann hefði alltaf
gert og mætti lesa út úr fískveiði-
sögunni allt frá 1905, næðist ekki
meira en 300 þúsund tonn.
Guðjón sagði að ekki væri ná-
kvæmlega útfært í ályktun fyrsta
minnihluta allt sem þyrfti að koma
inn í sóknarstýringarkerfi. Það
væri ekki hægt að ætlast til þess.
Það þyrfti útfærslu við alveg eins
og aflamarkskerfíð sem menn
hefðu setið yfír í mörg ár að út-
færa.
Atvinnuöryggi myndi minnka
Kristján Ásgeirsson, Húsavík,
mælti fyrir áliti annars minnihluta
sjávarútvegsnefndar. Hann vakti
athygli þingfulltrúa á því að í
ályktun fyrsta minnihluta væri í
raun verið að biðja um tvær stýr-
ingar í staðinn fyrir eina, þ.e.a.s.
sóknarstýringu með sóknarmarki.
Þetta væri grundvallaratriði. Ef
það kerfi yrði tekið upp myndi
sókn vera miklu dýrari. Átvinnuör-
yggi myndi minnka vegna þess að
menn myndu færa sig til þeirra
verstöðva þaðan sem auðveldast
væri að sækja á miðin. Það væri
ekki ljóst hvaða stýring yrði á lonu-
bátum, né hvemig þeir bátar sem
hefðu stundað mikið rækjuveiðar
kæmu inn f sókn á þorsk. Hvemig
ætti að stýra sókn frystitogara og
hvað yrði með skip sem búið væri
að úrelda? Það vantaði svör við
ótal mörgum spumingum varðandi
það kerfí sem verið væri að leggja
til. Það væri engan veginn búið
að útfæra þessa sóknarmarksstýr-
ingu með aflamarki og því gætu
menn ekki gert sér grein fyrir
hvað væri verið að biðja um. Menn
þekktu hins vegar hvað þeir byggju
við í núverandi kerfí.
Jónas Haraldsson, Reykjavík,
sagði að hann hefði aldrei dregið
dul á að hann styddi aflamarkið
vegna þess að hann teldi að þar
væra hagsmunir heildarinnar látn-
ir ráða ferðinni. Það væri búið að
fullreyna sóknarmarkið og menn'
yrðu að læra af reynslunni. Afla-
markskerfið hefði vissulega sína
galla og það þyrfti að laga þá, en
það væri sanngjamt kerfí fyrir
heildina. Þeir sem vildu sóknar-
mark teldu sig hafa hag af því.
Þeir lægju þannig við miðunum að
þeir gætu aukið afla sinn á kostn-
að annarra. Það væra „buddusjón-
armiðin" sem réðu þar ekki hags-
munir heildarinnar. Sóknarmark
myndi hafa þau áhrif að fískverð
lækkaði vegna þess að menn
myndu keppast við að veiða og
meiri afli bærist á land á sama
tíma. Menn hefðu minni tíma til
að húgsa fyrir ráðstöfun aflans,
til dæmis að dreifa honum á hag-
kvæm tímabii.
Sóknarmark hvetur til
fjárfestinga
Pétur Bjamason, Akureyri,
sagði að aflamark væri heppilegri
kostur en sóknarmark. Reynslan
af sóknarmarki væri ekki góð, það
hvetti til of mikilla Jjárfestinga og
það hefði ekki komið í veg fyrir
Fiskifélag íslands
Jónas Haraldsson kjör-
inn stjómarformaður
JÓNAS Haraldsson lögfræðingur LÍÚ var kjörinn stjórnarformaður
Fiskifélags íslands í stjórnarkjöri í lok Fiskiþings. Hann og Guðjón
A. Kristjánsson voru tveir í kjöri og féllu atkvæði þannig að Jónas
hlaut 18 en Guðjón 16 atkvæði.
Morgunblaðið/Kristinn
Mikið var skeggrætt á Fiskiþingi í gær. Hjörtur Hermannsson er hér
í hrókasamræðum við Kristján Loftsson.
Aðrir í stjóm vora kjömir þeir
Sævar Gunnarsson, Kristján Lofts-
son, Gísli Svan Einarsson, Eiríkur
Ólafsson, Hermann Skúlason, Helgi
Laxdal, Hólmgeir Jónsson, Runólf-
ur Guðmundsson, Öm Pálsson,
Teitur Stefánsson og Hjörtur Her-
mannsson. Þessir menn vora á lista
sem Jónas Haraldsson lagði fram
fyrir kjörið.
að farið væri fram úr leyfilegum
hámarksafla. Það væri alveg sama
hvor leiðin væri farin, það væri
ekki hægt að komast hjá því að
leyfa framsal til að ná fram hag-
kvæmni. Aflamarkið væri að
mörgu leyti mjög gott tæki til að
aðlaga sóknargetu afkastagetu
fiskistofnanna og ná fram kostnað-
arlækkun. Slík lækkun hefði ekki
orðið á þorskveiðum eins og á öðr-
um veiðum. Ástæðan væri sú að
þegar málið væri skoðað kæmi í
ljós að aflamark hefði í raun ekki
verið ráðandi nema að litlum hluta
síðustu ár, þar sem stór hluti afl-
ans hefði verið tekin með sókn.
Þannig hefði 1984 88% af þorska-
aflanum verið úthlutaður aflak-
vóti, 1985 64%, 1986 32%, 1987
36%, 1988 52%, 1989 53%, 1990
49% og 1991 90%.
Pétur sagði að gagnrýnin á
framsalsréttinn væri meðal annars
sú að menn væru að selja eignir
sem þeir hefðu ekki keypt. Það
væri hægt að siðvæða það með því
að taka upp auðlindaskatt.
Soffanías Cesilsson, Grundar-
firði, sagði að við hefðum reynsl-
una af sóknarmarkinu. Ef það yrði
samþykkt myndi netum í sjó fjölga
um 100-200% og það myndi ógna
hrygningunni enn frekar. Þá mætti
búast við vinnsluskipum upp í land-
steinum. Menn yrðu að hugsa um
afrakstur auðlindarinnar og reyna
að stýra á skynsamlegan máta.
Aflamarkið væri betri kostur, en
framsal á aflamarki væri óþrifnað-
armál. Kvótinn hefði verið seldur
á 200-220 krónur en færi niður í
150 krónur innan tíðar. Þeir sem
hefðu haft bestan aðgang að sjóða-
kerfínu hefðu safnað kvóta sem
þeir gætu síðan ekki veitt og þving-
uðu aðra til veiða hann fyrir 50
krónur.
Ókostir við öll stjórnunarkerfi
Sævar Friðjónsson, Rifí/Hellis-
sandi, sagði að hann hefði reynt
að skoða þessi mál frá mörgum
hliðum. Það væru ókostir við öll
stjómunarkerfi, en það væri útilok-
að að samþykkja byggðaröskunar-
kerfí sem dræpi niður litlu staðina
á kostnað hinna stærri. Framsalið
sé grandvöllurinn fyrir því að
kvótakerfið virki og þannig séu
peningar komnir í spilið, því það
þurfí að verðleggja kvótann. Það
sé síðan stutt úr þessu í umræðuna
um auðlindaskatt því þjóðarbúið
vanti peninga. Hann teldi það
gæfuspor ef sóknarstýringin yrði
samþykkt. Það væri í rauninni
ekki annað en viljayfirlýsing um
breytingar.
Reynir Traustason, Flatejri,
sagði að nýleg skoðanakönnun
sýndi að yfír 50% af þjóðinni hafn-
aði kvótakerfínu. Að hans mati
væri meginástæðan fyrir því að
það væri sukk og aftur sukk með
aflaheimildir. Þjóðin vildi ekki
sóknarmark heldur auðlindaskatt.
Honum hugnaðist betur auðlinda-
skattur heldur en kvótakerfí, eins
og áður hefði komið fram, þó auð-
vitað væri auðlindaskatturinn af-
leit niðurstaða. Það væri við hæfi
að þetta þing sem hefði átt þátt í
að setja kvótakerfið á fót í upp-
hafí legði það niður nú. Hann sagði
að menn þyrftu ekki að hafa
áhyggjur af því að menn rasluðu
í sjóinn svo og svo mörgum netum,
því auðvitað fæli sóknarstýring í
sér takmarkanir í þeim efnum. Það
yrðu ýmsar girðingar inn í sóknar-
stýringunni og hann mælti með
að sú tillaga yrði samþykkt.
Jakob Sigurðsson, Reykjavík,
sagði að þeir sem mæltu með sókn-
arstýringu gerðu sig seka um óná-
kvæmni. Ástæðan fyrir því að af-
koma útgerðar, fískvinnslu, verka-
fólks og sjómanna hefði versnað
væri að það væri ekki nógur fískur
og það hefði ekkert verið meiri
fiskur þó sóknarmarkskerfi hefði
verið við lýði. Forsvarsmenn sókn-
arstýringar notuðu röksemdir sem
kæmu málinu ekki við. Það væri
grandvallaratriði að það mætti
framselja kvóta. Það væri eitt af
höfuðmarkmiðum kerfisins að
minnka fískiskipaflotann og það
væri ómaklegt að skammast út í
þetta framsal. Það væri búið að
ýkja galla kvótakerfisins.
Aukin gagnrýni á
aflamarkskerfið
Sigurður Ingvarsson, Eskifirði,
sagði að af þessum tveimur Ieiðum
væri aflamarkið skárri kosturinn,
þó hann væri engan veginn góður
kostur eins og hann væri útfærður
í dag. Það vantaði tengingu við
byggðalögin og að skorður væra
settar við óheftri kvótasölu. Það
væri ljóst að menn væru að veiða
úr takmarkaðri auðlind og sér virt-
ist að rök þeirra sem aðhylltust
sóknarstýringu ganga í þá átt að
það væri hægt að ná meira út úr
auðlindinni. Hann sæi ekki hvernig
það mætti vera. Að því gefnu að
auðlindin gefi sama afrakstur
hvort kerfíð sem sé notað, þá teldi
hann augljóst að aflamarkskerfíð
væri hagkvæmara. Umgengni við
fískstofnana væri með allt öðram
hætti en áður. Nú tækju menn upp
net fyrir helgar og net væra ekki
látin liggja í sjó. Hann vissi þess
og dæmi að menn hefðu tekið net
upp úr góðu fiskiríi og flutt sig til
að komast í stærri físk. Þetta
væri einn af stórum kostum kerfis-
ins að það gæfí meiri verðmæti.
Þá hefði aflamarkið það í för með
sér að hægt væri að dreifa hráefni
betur miðað við möguleika vinnsl-
unar. Afgreiðsla sjávarútvegs-
nefndar sýndi að það væri aukin
gagnrýni á aflamarkskerfíð. Það
sýni að kerfíð verði ekki til fram-r
búðar nema menn geti bætt það,
þannig að menn verði sáttari við
það. Það yrði öragglega aldrei sátt
um óhefta sölu kvótans. Það verði
aldrei sátt um það að handhafar
kvótans geti ráðstafað honum ná-
kvæmlega að eigin vild og farið
með þessar aflaheimildir hvert sem
er. Ef þetta verði ekki lagfært nái
þeir yfírhöndinni sem vilji auð-
lindaskatt eða sóknarmark.
Jóhann Karl Sigurðsson, Nes-
kaupstað, sagði að hinir ríku yrði
ríkari ef tekin væri upp frjáls sókn
innan þeirra marka sem væri út-
hlutað árlega að mætti veiða. Þeir
næðu mestu sem lægju best við
fiskimiðunum. Sóknarmarkið hefði
það ennfremur í för með sér að
menn reyndu að koma sem mestu
í land, meira en menn kæmust
yfír að vinna með góðu móti, eins
og verið hefði áður. Á sama tíma
væri verið að tala um enn frekari
vöravöndun. Réttnefni á tillögu um
sóknarstýringu væri frjálsar físk-
veiðar.
Breyting til batnaðar
Kristján Loftsson, Reykjavfk,
sagði að það væri ekki verið að
stinga upp á sóknarmarki breyt-
ingarinnar vegna, heldur teldu
menn að þetta væri breyting til
batnaðar og þetta væri betra kerfí
fyrir heildina. Það væri búið að
prófa aflamarkið í nokkur ár og
það væri allt á suðupunkti. Ef
sóknarstýring yrði tekin upp þá
myndi umræðan um auðlindaskatt-
inn hverfa og kvótasalan myndi
hverfa. Hætt yrði að henda físki í
sjóinn, ef um það hefði verið að
ræða, því menn hefðu engan ávinn-
ing af því lengur. í leiðinni myndu
menn þá vita hvað væri veitt á
íslandsmiðum. Ef það væri rétt að
það væri hent miklu af fiski þá
vissi enginn hve mikið væri veitt
og til lítils væri að reikna út af-
rakstursgetu fískistofnanna.
Tómas Þorvaldsson, Grindavík,
sagðist vera á móti þeim vinnu-
brögðum að enn einu sinni ætti
að taka upp sóknarmark og hann
myndi styðja aflamark. Á sínum
tíma hefði verið reynt að vinna í
sameiningu að kvótakerfinu. Unn-
ið hefði verið eftir tillögum físki-
fræðinga um heildarafla og honum
skipt upp. Engan fisk hefði átt að
veiða utan kvótakerfísins. Þá hefðu
komið til ýtnir menn sem þrýstu
því í gegn að líka skyldi tekið upp
sóknarmark og það hefði haft í for
með sé að mun meira var veitt en
kvótakerfið gerði ráð fyrir. Nú
væri enn verið að tala um þetta
og hann væri ekki samþykkur enn
einum kollhnísnum.
Báðar leiðirnar ófærar um að
leysa vandann
Einar Hreinsson, ísafírði, sagði
að eftir þessar umræður væri hann
enn sannfærðari um en áður að
báðar þær leiðir sem væra til um-
ræðu hér væra ófærar um að leysa
þann vanda sem við væri að glíma.
Hann hefði gagnrýnt fyrr á þinginu
að möguleikar auðlindaskatts til
að leysa málið hefðu ekki verið
ræddir og hann stæði algerlega
við það. Hann færi ekki fram á
annað en menn íhuguðu málið og
viðurkenndu að þetta gengi ekki.
Það þyrfti að hugsa málið upp á
nýtt. íslendingar yrðu að finna
lausn á þessu máli sjálfír og það
hefði komið fram í umræðunni að
menn gerðu sér fulla grein fyrir
hveiju þyrfti að hafa hliðsjón af.
Hann sagði að ef yrði haldið áfram
að deila um þessar tvær aðferðir
sem báðar væru ónýtar þá endaði
það bara þannig að sjávarútvegur-
inn yrði ekki spurður að því hvem-
ig aflanum yrði stjómað.