Morgunblaðið - 24.10.1992, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.10.1992, Qupperneq 30
 3^ Skautafélag Akureyrar Samningur gerður við bæinn um rekst- ur skautasvæðisins SAMNINGUR hefur verið gerður á milli Akureyrarbæjar og Skauta- félags Akureyrar um að félagið taki að sér rekstur skautasvæðisins fyrir hönd bæjarins á næsta ári. Þá hefur bærinn yfirtekið skuld félagins við Rafveitu Akureyrar upp á 780 þúsund krónur. Magnús Finnsson, gjaldkeri Skautafélags Akureyrar, sagði samninginn mikla bót á rekstrar- vanda félagsins. „Ég hef trú á því að við getum rekið svæðið á þennan hátt,“ sagði Magnús. Reiknað er með að starfsemi fé- lagins fari af stað í næstu viku og að æfingar hefjist innan skamms. í vetur verður lífgað upp á starfið með því að bjóða skólum og hópum upp á að leigja svellið með kennara og þess vænst að skólamir nýti sér það. Finnski þjálfarinn Pekka Santan- en er væntanlegur til Akureyrar í byijun nóvember, en hann þjálfaði liðið í fyrra með ágætum árangri, en Skautafélag Akureyrar varð ís- landsmeistari í íshokkíi á liðnum vetri. Píanótónleik- ar í safnað- arheimili HELGA Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari heldur tónleika í safnaðarheimili Akureyrar- kirkju á mánudagskvöld, 26. október, kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Ravel, Debussy og Schu- mann, en þessa efnisská hefur Helga Bryndís flutt á tónleikum nýlega á Húsavik, í Borgarfirði, Vestmannaeyjum, Reykjavík og Garðabæ og verða tónleikamir í safnaðarheimilinu hinir síðustu í röðinni með þessari efnisskrá, en hvarvetna hefur hún hlotið lof gagnrýnenda fyrir leik sinn. Helga Bryndís lauk píanókenn- ara- og einleikaraprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík árið 1987, Helga Bryndís Magnúsdóttir. en síðan nam hún píanóleik í tvö ár í Vín og loks önnur tvö ár við Síbel- íusarakademíuna í Helsinki. Hún kennir nú við Tónlistarskólann á Akureyri. Morgunblaðið/Rúnar Þór Loðnuleiðangur gengur vel Rannsóknarskipin Ámi Friðriksson RE og Bjami Sæ- mundsson RE lágu við Torfunefsbryggju á Akureyri í gær, en skipin hafa verið við loðnuleit að undanfömu. Leiðangur- inn hófst 13. október síðastliðinn og gerðu leiðangursstjórar þeir Hjálmar Vilhjálmsson og Sveinn Sveinbjömsson ráð fyr- ir að koma í land um mánaðamótin og yrðu niðurstöður leið- angursins tilbúnar fljótlega eftirþað. „Þetta hefur gengið ágætlega og veðrið hefur verið einstaklega gott,“ sagði Hjálm- ar. „Þetta er eitthvað annað en túrinn sem við fórum í ág- úst, þá hrepptum við norðanbrælu í tuttugu daga,“ bætti Sveinn við. Ámi Friðriksson kom inn vegna smávægilegrar bilunar, en viðgerð fór fram í gær og var ráðgert að skipið 'héldi aftur út einhvem tíma í dag, laugardag. Bjarni Sæ- mundsson fór um miðjan dag í gær og var förinni heitið á svæðið austur af Rauðanúp. Ekki tókst að kanna svæði á Grænlandssundi, norð-vestur af Vestfjörðum vegna hafíss, en þess er vænst að hægt verði að skoða það svæði áður en leiðangrinum lýkur. Á myndunum má sjá rannsóknarskipin tvö við Torfunefsbryggju, en á minni myndinni eru leiðangurs- stjóramir Hjálmar og Sveinn. Verðdæmi: Indy Lite GT, árgerð ’92, kr. 367.718. Indy Sport, árgerð ’92, kr. 400.698. Indy 500, árgerð ’92, kr. 518.400. Nýtt og betra húsnæði í tilefni af flutningi okkar í nýtt húsnæði í Undirhlíð 2, Akur- eyri, bjóðum við 10% stað- greiðsluaflátt af öllum gerð- um Polaris sleða hjá söluaðil- um um allt land. Tilboðið gildir ffró 1. nóv.-15. des. Verið velkomin! Söluaðilar: Einkaumboð á íslandi: Hjólbarðaþjónustan, Undirhlíð 2, Akureyri, s. 96-22840. Suðurland: HK þjónustan, Smiðjuvegi 4b, Kópvogi, s. 91-676155. Austurland: Sigurður Rögnvaldsson, Koltröð 22, Egilsstöðum, s. 97-11576. Vestfirðir: Bílatangi, Suðurgötu 9, ísafirði, s. 94-3800. Morgunblaðið/Rúnar Þór Jógvan Purkhús, verslunarstjóri á Akureyri, Ami Jensen, verslunar- stjóri í Færeyjum, og Sigurður Aðils, verslunarstjóri Rúmfatalagers- ins í Kópavogi, í nýju versluninni við Norðurtanga. Rúmfatalagerinn nýju húsnæði Rúmfatalagermn opnar verslun f nýju húsnæði við Norðurtanga 3, skammt norðan við Slippstöð- ina, á mánudaginn, 26. október. Rúmfatalagerinn hefur í rúm fjög- ur ár verið til húsa á Óseyri, en í vor keypti verslunin grunn við Norð- urtanga af Jámtækni og var þá þeg- ar hafist handa um byggingu hússins og sá Jámtækni um framkvæmdir. Gólfflötur verslunarinnar er 1.100 fermetrar. Vöruúrval Rúmfatalagersins er fjölbreytt, áhersla er lögð á rúmfatn- að, rúm og dýnur, en auk þess er þar smávara af ýmsu tagi. „Með hagstæðum innkaupum hefur okkur tekist að ná vöruverðinu niður og við látum viðskiptavini okkar njóta þess. Þegar kreppir að sækist fólk eftir ódýrari vöru,“ sagði Jógvan Purkhús verslunarstjóri. Verslunin verður opin frá kl. 9 til 18 virka daga og frá 10 til 14 á laug- ardögum. Fundur um atvinnumál FUNDUR um atvinnumál verður haldinn í 1929 næstkomandi þriðjudagskvöld, 27. október kl. 20.00 að frumkvæði Junior Cham- ber á Akureyri. Yfirskrift fundarins er atvinnu- ástandið í dag, framtíðarhorfur og ráð til úrbóta. Frummælendur verða Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar, Magnús Magnússon, útgerðarstjóri Útgerðar- félags Akureyringa, Haukur Hall- dórsson, formaður Stéttasambands bænda, Jón Þór Gunnarsson, iðnað- arverkfræðingur, Jón Gauti Jónsson, atvinnumálafulltrúi Akureyrarbæjar, Ármann Helgason, varaformaður Iðju, og Sigurður J. Sigurðsson, for- maður bæjarráðs. Á eftir verða pallborðsumræður þar sem frummælendur munu skipt- ast á skoðunum og svara fyrirspum- um sem fram koma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.