Morgunblaðið - 24.10.1992, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992
Hrossarækt í Danmörku
Nýju hestamir ollu
straumhvörfum
Rolf og Asser Olsen, sem rækta íslenska hesta, heimsóttir
Hestar
Valdimar Kristinsson
Stóðhestakostur Dana hefur á
síðustu árum farið batnandi en
ýmsir aðilar hafa keypt álitlega
hesta frá íslandi og meðal þeirra
er Asser Olsen sem býr á bænum
Sotofte skammt frá Ringsted á
Sjálandi. Hann keypti Darra frá
Kampholti fjögurra vetra gaml-
an, en hann var þá sýndur á
fjórðungsmótinu í Reykjavík
1985.
Asser og sonur hans Rolf hafa
sýnt ræktuninni mikinn áhuga og
hafa nú komið sér upp góðum hross-
um sem þeir nota í ræktunina. Þeg-
ar umsjónarmann „Hesta" bar að
garði í Sotofte hafði Rolf komið
gagngert frá Kaupmannahöfn en
hann býr þar og starfar. Sjálfsagt
hefur hann viljað gæta þess að sá
gamii segði nú enga vitleysu við
blaðamanninn.
Keyptum móður Eldjárns
Talið barst fyrst að stóðhestun-
um í Danmörku og þeir beðnir um
að upplýsa hverjum þeir hefðu
mestan áhuga á. Asser er fljótur
til svars og segir að þeim sé nú
tamast að taia um þeirra eigin
hross. „Auðvitað ræktum við bestu
hrossin í Danmörku," segir Asser
og skellihlær því þótt hann sé alvar-
lega þenkjandi og metnaðarfullur
ræktunarmaður er aldrei langt í
húmorinn hjá honum. Er hann því
tekinn á orðinu og beðinn að segja
frá upphafínu að hrossarækt þeirra
feðga. „Þegar við keyptum þennan
bæ 1976 fengum við okkur tvær
hiyssur, Lottu frá Kröggólfsstöðum
og Kolbrúnu frá Þingnesi, og gráa
hryssu undan Hrímni frá Hraunbæ.
Lotta er rejmdar móðir Eldjáms frá
Langelandsgaard sem gerði garðinn
frægan á Evrópumótinu í Skiveren
í Danmörku og Larvik í Noregi
tveimur árum seinna. Hryssumar
voru báðar fylfullar þegar við feng-
um þær. Við fengum tvær hryssur
út úr þessu og önnur hryssan er
móðir Hlyns frá Sotofte sem Einar
Öder gerði garðinn frægan á bæði
á skeiðmeistaramóti í Þýskalandi
1987 og seinna á Norðurlandamóti.
Þessar tvær fyrstu hryssur sem
við keyptum voru mjög dýrar á sín-
um tíma, ég held að fólk hafí orðið
orðlaust þegar það heyrði hvað við
borguðum fyrir þær,“ segir Asser
og Rolf skýtur inn í að á þessum
tíma hafí verið algengt að lélegu
hryssumar væru notaðar í folalds-
eign en þær góðu til reiðar og því
hafí fólk ekki skilið af hveiju þeir
borguðu svo mikið fyrir ræktunar-
hryssu. Asser kom ekki alveg fá-
kunnandi jnn í hrossaræktina því
áður hafði hann verið mikið í hunda-
rækt og því vel að sér í ræktunarað-
ferðum og gerði sér því vel grein
fyrir hvað hann var að gera.
Sveinn bæði heppinn og sqjall
í framhaldinu berst talið að
heppni í ræktun og segir Asser að
þeir sem leiti að heppni verði heppn-
ir og bendir á að Sveinn Guðmunds-
son hafí verið heppinn þegar hann
fékk Ragnars-Brúnku lánaða en
■ hann hafí líka verið sryall að fínna
réttu stóðhestana á hana.
„Eg held að Sveinn hafí verið
snjallari ræktunarmaður á þessum
tíma en hann er í dag. Þá var hann
meira leitandi en hann er í dag.
Það vill oft henda í ræktun að þeg-
ar menn fara að eldast verði til-
hneigingin til að rækta út úr eigin
stofni ríkari heldur en að líta vel í
kringum sig. Ég get að sjálfsögðu
ekkert fullyrt um það en vel gæti
hugsast að Sveinn sé farinn að inn-
rækta of mikið," segir Asser örlítið
hugsi.
„En áfram með upphafið, við
ræktuðum út af þessum hryssum.
Við keyptum „Hestinn okkar“ á
þessum tíma og fylgdumst vel með
hvað var að gerast í ræktuninni á
íslandi, keyptum einnig bækumar
hans Gunnars Bjarnasonar. Þá
keyptum við hryssu á íslandi í gegn-
um Friðþjóf Þorkelsson og héldum
henni undir Náttfara 776 og feng-
um út úr því stóðhest, Sleipni frá
Sotofte, sem var nú reyndar ekkert
sérstakur. En á Evrópumótinu 1977
í Skiveren var Lotta dæmd fyrir
afkvæmi og fékk hún 1. verðlaun.
Hún fór kannski bakdyramegin í
1. verðlaun því það áttu að fylgja
Að snúast í kringum hesta er líf og yndi Assers sem nú orðið fer
aldrei á hestbak.
Fyrsti stóðhesturinn úr ræktun
Assers sem hlýtur 1. verðlaun,
Feykir frá Sntofte undan Her-
vari 963 frá Sauðárkróki og Sif
6199 frá Hólum, setinn af Ellen
Thamdrup.
henni fíögur afkvæmi en eitt þeirra
var fjögurra vetra hryssa sem ekki
var sýnd í reið. Gunnar Bjamason,
sem var í dómnefndinni, benti á að
sonur hennar Eldjárn væri langt
kominn með að sigra fímmganginn
á mótinu og hvað gætu þeir gert
annað en gefa henni 1. verðlaun.
Endirinn varð sá að þeir gerðu það,“
segir Asser.
„Síðar hefur þessi hryssa gefíð
góð afkvæmi sem hafa náð ágætum
árangri í dómi þannig að það reynd-
ist óhætt að gefa henni fyrstu verð-
launin þama. 1980 keyptum við
hryssu frá Kirkjubæ, Venus, og var
henni haldið undir Byl frá Kolkuósi
en ekkert kom út úr því. Seinna
var henni haldið undir Glað frá
Ytra-Skörðugili og fengum við stóð-
hest undan þeim. Ættfræðilega var
Ötta svipuð blanda og var gerð á
andi þegar Sveinn notaði Þátt
722 frá Kirkjubæ. Og fyrst þið
gátuð þetta því ekki við?“ spyr
Asser og skellir upp úr.
Þessi hestur, Gustur, var seldur
til Jótlands en þeir feðgar fengu tvö
folöld undan honum sem þeir em
nokkuð ánægðir með. 1985 seldu
þeir stóðhestinn undan Náttfara og
ákváðu þá að þeir skyldu ekki halda
stóðhest meir. „Á þessum tima ger-
ist það að nokkrir aðilar taka sig
saman um að kaupa stóðhestinn
Hrannar frá Selfossi úr dánarbúi
Hans Olav Hansen og var okkur
boðið að vera með í því en við þáð-
um það ekki. Okkur fannst vera
svolítil einokunarlykt af því og fór-
um upp úr því að líta í kringum
okkur og leita að stóðhesti eða
hryssu til kaups."
Kaupin á Darra mörkuðu
þáttaskil
„Við settum okkur aftur í sam-
band við Friðþjóf og báðum hann
um að fínna hross sem væri væn-
legt til kynbóta, reyndar báðum við
hann fyrst um að fínna hryssu en
stóðhesturinn kom síðar inn í mynd-
ina. Friðþjófur benti okkur á tvo
hesta, Darra frá Kampholti og Kol-
fínn frá Kjamholtum, en hann var
ekki falur. Einnig hafði hann auga-
stað á Prinsessu frá Stykkishólmi
en við gátum ekki ákveðið hvort
þeirra við keyptum, en upphaflega
stóð til að kaupa aðeins eitt hross,
svo við keyptum þau bæði. Þá sagði
Friðþjófur okkur að eigandi Prins-
essu, Leifur Jóhannesson, ætti
pantað pláss fyrir hana þjá Otri sem
þá var þriggja vetra. Þá stóð okkur
einnig til boða að senda hana á
Evrópumótið í Sviþjóð þar sem hún
kæmi fram fyrir hönd íslands í
kynbótasýningu mótsins, en þá
hefði hún ekki komist til Oturs. Við
völdum fyrri kostinn og fengum
hana með fyli til Danmerkur sem
nú er hryssan Hilda sem stendur
hér fyrir utan. Þótti okkur við hæfi
að nefna hana eftir Hildu frá Ólafs-
vík sem kom fram í stað Prinsessu
á Evrópumótinu. Hilda fór í dóm í
sumar og er hún hæst dæmda
hryssan í Danmörku þetta árið,“
segir Asser.
Þeir feðgar samsinna að þetta
hafí verið þeirra besta og afdrifarík-
asta spor í hrossaræktinni og Rolf
bætir við: „Tímasetningin var mjög
góð því þegar við komum á lands-
mótið árið eftir var verð á kynbóta-
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
„Þetta er gullklumpurinn minn.“ Asser Olsen á eintali við kónginn
í Sotofte, Darra frá Kampholti.
hrossum og þá sérstaklega stóð-
hestum farið að stíga upp,“ og
Asser tekur við: „Með kaupunum á
Darra tel ég að við höfum brotið
upp einokunarástandið sem hér ríkti
auk þess sem við fengum hann
fluttan á mun lægra verði en áður
hafði tíðkast og varð það til að
lækka flutningskostnað almennt,"
segir Asser.
Á þessum árum varð sprenging
í danskri hrossarækt að mati þeirra
feðga því stóðhestakostur hafði
verið heldur fátæklegur en um þetta
leyti voru fluttir inn nokkrir álitleg-
ir hestar eins og Kvistur frá Gerð-
um, Ljómi frá Björk og svo Darri
og fleiri góðir hestar sem komu síð-
ar, en þessir hestar bættu ástandið
til muna, samsinna þeir feðgar og
ið seldir ungir úr landi. Ástæðan
fyrir því að þeir eru svo miklir kyn-
bótagripir sem raun ber vitni er sú
að þeir hafa verið á íslandi. Þeir
hafa verið notaðir á svo margar
góðar hryssur. Þeir hefðu aldrei náð
þessum mikla styrk hér í Evrópu,"
segir Asser af mikilli sannfæringu.
Að rækta með huga eða lyarta
Ekki varð komist hjá því að minn-
ast á BLUP-ið við þennan sjálf-
menntaða ræktunarmann sem Ass-
er er og var hann fljótur til svars.
„Ég fylgdist með þegar Þorvaldur
Ámason varði doktorsritgerðina í
Uppsölum, ég hef lesið mikið um
það og fylgst með því af miklum
áhuga en mér líkaði ekki við það.
Maður sem ræktar með hjartanu
Hlymu• frá Setofte undan Glaði frá Ytra-Skörðugili og Heklu frá
Sotofte er án efa þekktasta afsprengi ræktunar Assers Olsen. Einar
Oder Magnússon, sem situr hestinn, hefur keppt á honum bæði á
skeiðmeistaramóti og Norðurlandamóti og náð mjög góðum árangri.
máli sínu til stuðnings nefna þeir
betri útkomu í dómum. Nú sé ár-
lega nokkur fjöldi hrossa sem kom-
ist nálægt 8 í aðaleinkunn og nokk-
ur fari yfír.
Það hefur vakið athygli að Darri,
sem af mörgum er talinn einn besti
stóðhesturinn í Danmörku um þess-
ar mundir, hefur aldrei verið dæmd-
ur í Danmörku heídur er hann með
sín önnur verðlaun, 7,98, sem hann
hlaut fjögurra vetra á íslandi. Seg-
ir Asser að þeir feðgar hafi ekki
verið ánægðir með dómstörfin um
þær mundir er Darri kom til Dan-
merkur og þeir því ákveðið að fara
ekki með hann í dóm en láta hann
frekar koma fram í almennri keppni
þar sem hann hefur staðið sig með
prýði og kynnt sig vel. Hinsvegar
mun hann koma fram með afkvæm-
um 1994, samkvæmt reglum.
Þurfum alltaf nýtt blóð
frá íslandi
þeir Rolf og Asser voru sammála
um að Danir þurfí alltaf að sækja
ferskt blóð til íslands og telja þeir
að það muni ekki skaða ræktunina
þar. Og þá kemur Asser inn á
hundaræktina er hann segir frá því
er Bretar ræktuðu ákveðna tegund
hunda og voru óumdeilanlega með
forystuna í heiminum. Síðar kom
að því að ríkir Bandaríkjamenn fóru
að kaupa bestu hundana en þrátt
fyrir það náðu þeir aldrei sama
árangri og Bretamir. „Á sama hátt
hefðu Hrafn 802 og Sörli 653 aldr-
ei orðið jafn miklir kynbótahestar
og þeir eru í dag ef þeir hefðu ver-
nær aldrei sama árangri og sá sem
ræktar með huganum og peninga-
hyggjunni. Ég held að Islendingar
eyði of mikilli orku í BLUP-ið, ég
veit reyndar ekki nákvæmlega
hversu mikilvægt það er hrossa-
ræktarmönnum á Islandi. En ég
held að með því að nota BLUP-ið
fari íslendingar inn í of mikla inn-
rækt, það er vandamálið. Ef litið
er á ættartölur hrossa som koma
fram á lands- og fjórðungsmótum
má sjá að flest hrossin eru undan
skyldum stóðhestum.
Þetta er kannski ekki stórt
vandamál sem skapast á stuttum
tíma heldur kemur þetta hægt og
bítandi. Það kemur ekki að sök
þótt einstakir ræktendur stundi
skyldleikarækt eða innrækt í 70
þúsund hrossa stofni en ef öll
hrossaræktin á íslandi í heild sinni
leiðist inn á þessa braut kann að
skapast alvarlegt vandamál" segir
Asser.
Og Rolf tekur við: „Ég held að
reyndum ræktunarmönnum stafí
ekki hætta af BLUP-inu, þeir hafa
ræktað hross um árabil og vita
nákvæmlega hvemig* hross þeir
vilja rækta og hvaða aðferðum þeir
beita. En þeir sem seinna koma
gætu farið að trúa blint á niður-
stöðutölur BLUP-sins og láta það
ráða ferðinni í stað þess að láta
eigið sjónmat og tilfínningu grund-
valla ræktunarstefnuna."
Þá benda þeir á að í kerfíð vanti
svo marga leiðréttingarstuðla, til
dæmis fyrir reiðmanninum, mis-
jöfnu uppeldi, og Rolf nefnir í því