Morgunblaðið - 24.10.1992, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992
Minning
Bergur Sigurðs-
son, Borgamesi
Fæddur 21. maí 1919
Dáinn 13. október 1992
Hversu lengi hef ég ekki ætlað
að heimsækja Berg og þakka fyrir
þær ótalmörgu kvartstundir sem
ungur ég átti með mjólkurbílstjór-
anum í amstri löngu liðinna daga.
Ólíkt væri fátæklegri sjóður minna
bemskuminninga ef ekki skipaði
þar Bergur Sigurðsson tryggan
sess.
Snemma varð gnýr mjólkurbíls-
ins eitt af náttúruhljóðum sveitar-
innar og mín fyrsta ábyrgðarstaða
í sveitaverkunum var að opna hliðið
fyrir mjólkurbílnum. Oftarlega
stóðst á endum að hliðargrindumar'
slyppu við mjólkurbílstuðara og svo
var móðum drengnum fengið far
heim að fjósi. Ungir drengir bám
lotningu fyrir manni sem gegndi
þessu draumastarfí, að keyra mjólk-
urbíl daglega árið um kring, lengra
yrði vart komist í starfsframa og
virðingu. Seinna komu erfíðleikar
starfsins í ljós, snjómokstur í rysj-
óttum vetrarveðrum eða festur í
molarkenndum heimreiðum Síðu-
bæja. Oft bar því við að það væri
brúnaþungur Bergur sem barðist
alkeðjaður gegnum skafla af fjós-
dyrum. Afhenti mér skyr og nauð-
synjar úr kaupfélaginu en afa mín-
um Tímann með stuttum pólitískum
skeytum. Skopið var oft háðugt en
upp úr stóð góðvild og einstök
greiðvikni í garð sveitunga sinna.
Og á meðan mjólkin sogaðist úr
tanknum tæpti Bergur á tíðindum
af traktorakaupum, heyfeng og
heimasætum og réði unglingspiltum
heilt í lúmsku gamni. Og nú er
hann farinn í sína seinustu ferð, í
þetta skipti réði Drottinn þótt víst
ætti Bergur skilið lengra ævikvöld
að loknum starfsdegi. Til margra
ára sendi ég Bergi jólakveðju, þar
sem mjólkurbíllinn var miðdepill í
myndskreyttum annál atburða er
hent höfðu í heimreið eða í hlaði.
Þessi lokakveðja mín til mjólkur-
bílsljórans er ekki myndskreytt en
minningamar kalla fram ótal mynd-
ir sem geymast mér um aldur.
Guð blessi minningu Bergs Sig-
urðssonar. Ástvinum votta ég
dýpstu samúð.
Guðmundur Guðlaugsson.
Látinn er Bergur Sigurðsson,
frændi minn.
Hann var elstur bama þeirra
hjóna Kristínar Þorkelsdóttur og
Sigurðar Guðmundssonar er lengi
bjuggu á Kolsstöðum í Hvítársíðu.
Kristín var föðursystir mín, fædd
og uppalin í Reykjavík, í vesturbæn-
um, dóttir Þorkels Sigurðssonar sjó-
manns og konu hans Oddnýjar Sig-
urðardóttur, er bjuggu í Sauða-
gerði, en síðar á Nýlendugötu. Sig-
urður var af Háafellsætt í Borgar-
fírði, sonur Guðmundar Sigurðsson-
ar bónda á Kolsstöðum og konu
hans Helgu Jónsdóttur.
Önnur börn Kristínar og Sigurðar
em: Ragnheiður iðnvérkakona í
Reykjavík, Þorkell trésmiður í
Reykjavík, Sigurður verkamaður í
Reykjavík og Ásgeir pípulagninga-
maður í Kópavogi. Látinn er Guð-
mundur bóndi á Kolsstöðum. Áður
átti Kristín Oddnýju Bergsdóttur,
húsmóður á Sauðárkróki. Faðir
hennar Bergur Sæmundsson, lést
skömmu eftir fæðingu hennar og
var Oddný því alin upp á Kolsstöð-
um sem hún væri dóttir Sigurðar.
Ég átti því láni að fagna að kom-
ast í sveit í Borgarfjörðinn á upp-
vaxtarárum mínum fyrir tilstilli
Kristínar._ Verður það seint full-
þakkað. Á þessum ámm kynntist
ég sveitabúskapnum og náttúmfeg-
urð í Borgarfírði sem mótað hafa
mig sterklega. Þar kynntist ég
frændfólki mínu og stómm hópi
frændgarðs þeirra, sem byggðu og
byggja þetta hérað. Var það sköm-
legur hópur. Margir þessara gömlu
vina og kunningja hafa ýmist kvatt
þennan heim eða em að kveðja,
síðast Ingibjörg Vídalín Jónsdóttir
frá Haukagili og nú Bergur frændi,
en þau vom einnig systkinaböm.
Ég átti því láni að fagna að dvelj-
ast með Bergi ein fjögur sumur að
Gilsbakka í Hvítársíðu en þar
bjuggu þá heiðurshjónin Guðrún
Magnúsdóttir, dóttir síra Magnúsar
Andréssonar og Sigurður Snorra-
son frá Laxfossi í Norðurárdal,
miklir bústólpar. Þarna var mikið
bú og margt manna í heimili. Auk
bama þeirra hjóna, Magnúsar, Sig-
ríðar og Guðrúnar, vora auk Bergs,
vinnuhjú, Sigurður, síðar bóndi á
Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu, ný-
lega áttræður, systir hans Aðalheið-
ur, bóndakona í Hmnsási í Hálsa-
sveit, komin yfir áttrætt og frænd-
konur þeirra frá Hallkelsstöðum í
Hvítársíðu, mæðgurnar Nikhildur
og Nikólína, báðar látnar á háum
aldri. Auk þess dvaldi á heimilinu,
afasystir Bergs, Guðrún Sigurðar-
dóttir, er fengið hafði lömun á unga
aldri. Á sumrum dvöldu svo ýmsir
úr frændliði Guðrúnar. Minnisstæð-
astur er mér Guðmundur bróður-
sonur hennar er dvaldi með mér öll
sumurin og reyndar lengur.
Þessi ár var íslenskur landbúnað-
ur að taka miklum stakkaskiptum.
Sláttuvélar, rakstrarvélar og jafnvel
snúningsvélar og ýtur dregnar af
hestum voru að verða almenn eign
á hveiju búi. Allt varð þetta til að
létta á mönnum starfið. En mikils
þurfti með á stóm búi sem Gils-
bakkabúinu, þar sem skepnur voru
margar og heyskapur mörg hundr-
uð hestar, ef ekki á annað þúsund,
þótt fymingar væm þar gjaman
miklar á hveiju ári. Ræktun var
mikil og enn fleiri hektarar urðu
að túnum. Þó varð að fara á engj-
ar, lemja með orfi og ljá, raka og
binda bagga, ýmist úti í hlíð eða
fram á blettum. Fyrir Berg var
þetta ekkert nýnæmi. Allt lék þetta
í höndum hans. Við þetta var hann
alinn upp. Vinnudagurinn var oft
langur við þessi störf, einkum þegar
þurfti að beijast við að þurrka hey-
ið og koma því í hlöðu. Oftast gafst
þó tími um helgar að bregða sér á
hestbak, heimsækja kunningja og
skoða náttúmna. Bergur átti þá
góða hesta og lengi síðan og var
það mikið yndi hans. Á þessum
ámm var það árvisst, vor og haust,
að fara fram á heiði í veiðiskap til
að afla heimilum matar. Bergur
hafði lengi farið með föður sínum
í Gmnnuvötn, sem ég hygg að hann
hafí æ síðan bundið mikla tryggð
við enda ætíð mikill útivistarmaður.
í stríðsbyijun skildu leiðir ég fór á
mölina þar sem meiri tekna var^von
en Bergur hélt áfram tryggð við
sína sveit. Nokkra síðar hófst nýr
þáttur í búskap bænda þama efra.
Farið var að selja mjólk. Bergur
gerðist þá bflstjóri á mjólkurbílum
þeirra kaupfélagsmanna f Borgar-
nesi og stundaði þá vinnu þar til
hann komst á aldur eins og kallað
er. Keyrði hann lengst af í Hvftár-
síðu og Þverárhlíð. Þessu starfí
fylgdu oft ærin umsvif. Því jafn-
framt því að axla brúsana, bera þá
á pall, kom það æði oft fyrir að
einhvers var vant á heimilunum.
Þurfti sjaldan að skrifa eða biðja
margsinnis. Alltaf kom Bergur með
það er beðið var um og skeikaði í
engu. Bergur var því aufúsugestur
á þessum heimilum. Lítillætið var
mikið en það var gjarnan hans lífs-
stíll. Allt hefur þetta breyst. Á
stríðsámnum kynntist Bergur eftir-
lifandi konu sinni, Jónínu Eggerts-
dóttur, ættaðri vestan af Barða-
strönd. Bjuggu þau fyrst á Lauga-
mel í Hvítársíðu, en fluttust síðar
til Borgarness þar sem Bergur lést
13. október sl. Þau eignuðust tvo
syni, Sigurð bílstjóra á Hvolsvelli
og Eggert verkamann, er lést af
slysfömm 1990 og eina dóttur,
Þuríði kjötiðnaðarmanni í Borgar-
nesi. Þá ólst upp á heimili þeirra
dóttir Jónínu, Helga, sem dóttir
Bergs væri. Hjónaband þeirra var
ástríkt og gott. Bergur var rólegur
maður að dagfari og sá ég hann
aldrei bregða skapi. Kátur var hann,
ef því var að skipta og mikið karl-
menni. Heimsóknimar á Laugamel
og í Borgames sem vom alltaf
stijálar vom jafnan gleðilegar og
móttökur indælar. Það gladdi mig
mikið að sjá frænda minn kominn
á fætur aftur þegar ég sá hann í
september sl. eftir afar erfíð veik-
indi sem hann hafði átt í um nokk-
urt skeið. En skjótt skipast veður
í lofti og nú er hann allur.
Margar fleiri minningar geymast
mér í minni urh góðan dreng en hér
skal staðar riumið. Fjölskyldan mín
sendir ættingjum og vinum samúð-
arkveðjur og biður frænda að fara
í friði.
Kjartan Helgason.
Hann Bergur bílstjóri er dáinn.
Enn einn af gömlu, góðu kunningj-
unum er horfínn yfír hina miklu
móðu, sem aðskilur heimana tvo,
okkar heim og hinn heiminn, sem
við eigum öll fyrr eða síðar fyrir
höndum að kynnast.
Bergur Sigurðsson frá Kolsstöð-
um í Hvítársíðu var einn af þeim
góðu og trúu þjónum, sem við sam-
ferðarmennimir og samstarfsmenn-
irnir eigum svo margt að minnast
og þakka. Hann var líka einn af
þeim sem ekki hafa hátt um sín
eigin verk, heldur leggja alla stund
á að vinna sem flestum gagn og
hafa hlutina ávallt í lagi.
Áratugum saman var hann
mjólkurbflstjóri hjá Kaupfélagi
Borgfirðinga og vann það verk af
sinni eðlislægu trúmennsku alla tíð.
Hann innti einnig af höndum marg-
háttuð þjónustustörf við íbúa sveit-
anna, þar sem hann var upp vaxinn
og átti svo margt gott upp að unna.
Mjólkurbílstjórinn var og er
reyndar enn ómissandi maður fyrir
fóíkið í sveitunum. Oft þurfti að"
fela honum ólíklegustu erindi, og
það var gott að biðja hann Berg,
það vissu íbúar Þverárhíðar og
Hvítársíðu, en í þær sveitir sótti
hann mjólkina alla tíð. Það vora
hans leiðir.
Svo passasamur var hann, að ef
hann saknaði pakka, sem hann vissi
að áttu að vera meðferðis úr mjólk-
ursamlaginu á ákveðna bæi á
ákveðnum dögum, þá kom hann í
mjólkurbúðina eftir þeim — og þá
var nú eins gott að vita nákvæm-
lega hvernig málum væri háttað.
Bergur sætti sig ekki við annað en
skýr svör.
Hann bjó lengst af í Laugarási
í Hvítársíðu, en á seinni ámm flutt-
ust þau í Borgames, hann og Nína
konan hans.
Mér er minnisstætt, meðan þau
áttu heima í blokk inni á Kveldúlfs-
götu, þar sem ungur sonur minn
var í gæslu, að stigagangurinn var
fullur af bömum á öllum aldri.
Reyndar fannst mér heimafólkið
þama allt vera eins og ein stór fjöl-
skylda.
Þá þótti litlu öngunum gott að
príla upp á efstu hæð til Bergs og
Nínu ömmu, eins og þau kölluðu
hana öll, þótt hún ætti aðeins eitt
ömmubam í þessum hópi.
Bömin finna nefnilega vel hvað
að þeim snýr. Þau laðast ævinlega
að góðu og hjartahlýju fólki og það
vom þau hjónin svo sannarlega.
Fyrir örfáum ámm fluttu þau svo
í Ánahlíðina, en íbúar þeirrar götu
eiga það m.a. sameiginlegt að vera
eldri borgarar. Það var skemmtileg
tilviljun að húsnúmerið þeirra var
16. Það minnti á að mjólkurbíllinn
hans Bergs var með númerinu
M-16. Leiðirnar hans em meira að
segja ennþá auðkenndar með þessu
númeri, þótt mjólkurbfllinn beri nú
nýtt númer, sem enginn man stund-
inni lengur.
Nú haustar að
BI6m vikunnar
Umsjón: Ágústa Björnsdóttir
253. þáttur
Einhveija nóttina koma skógarþrestimir
að tína reyniber af tijánum
áður en þeir leggja í langferðina yfir hafið,
en það era ekki þeir sem koma með haust-
ið
það gera lítil böm með skólatöskur.
Þetta ljúfa haustkvæði Vilborg-
ar Dagbjartsdóttur flýgur mér oft
í hug á haustnóttum. Mér fínnst
það lýsa svo vel þeim angurvæm
tilfinningum sem oft em tengd
ásrstíðaskiptum, óljósum söknuði
eftir því sem liðið er. Við lítum
til baka og veltum vöngum yfír
sumrinu sem nú er að baki, var
það ogtt og gjöfult, eða átti gróð-
urinn og annað líf erfitt uppdrátt-
ar. Enn hefur sannast hversu
mikill munur getur verið á veðr-
áttunni hér á Fróni frá-ári til árs.
Sumarið í fyrra var óvenju hlýtt
og gróðurinn einstaklega vöxtu-
legur og þroskamikill um alit land.
Sumarið sem nú er liðið hefur
hins vegar, a.m.k. í mínum huga,
verið lélegt ræktunarsumar og
gróðurinn, sem fór þó fljótt af
stað í vor, þroskast seint og illa.
Skrautrósir í garðinum mínum,
sem í fyrra höfðu opnað hvert
einasta blóm í ágústlok, standa
enn með fjöldann allan af hálf-
þroskuðum blómknúppum, sem
er borin von að þroskist í ár. En
það vill svo til, að minni manna,
bæði hvað snertir veður og stjóm-
mál, er ótrúlega lélegt og setning-
in „sem elstu menn muna“ táknar
oft síðastliðnar þijár vikur. Já,
minnið er brigðult, sem betur fer
má e.t.v. bæta við, þannig að sjálf-
sagt segir nákvæmt yfírlit um
sólskinsstundir og úrkomumagn
allt annað en mér fínnst satt og
rétt þessa stundina.
Þótt veturinn hafí þegar knúið
dyra og við séum minnt á hann
með hvítum fjallsíindum og jafn-
vel fyrsta snjónum er samt allt
of sriemmt að setjast niður með
hendur í skauti og bíða vorkom-
unnar. Nú em síðustu forvöð að
leggja lauka í jörð, en það er vinna
sem margborgar sig. Þeir sem era
að feta sig fyrstu skrefin eftir
ræktunarbrautinni ættu alls ekki
að sleppa haustlaukunum, bara
að grafa smáholur og láta laukana
detta ofan í, sakar ekki að þeir
snúi rétt, fylla mold yfír, og sjá,
að vori koma blómin upp í öllum
regnbogans litum og eigandanum
líður eins og törfamanni með tíu
gull-græna fíngur þegar fyrstu
blómkollamir gægjast upp úr
brúnni moldinni meðan tré og
mnnar teygja berar greinamar til
himins.
Þótt ferðunum út í garð sé far-
ið að fækka, er samt ýmislegt
ógert. Það er skynsamlegt að fara
einn hring um garðinn og aðgæta
hvort ekki leynist þar illgresis-
planta sem þarf að fjarlægja.
Komi aftur hlýindakafli, getur
illgresið þroskað fræ, jafnvel fram
í desember. Eins þarf að fjarlægja
stangir og því um líkt, sem notað
var til stuðnings hávöxnum
blómplöntum f sumar og líka er
gott að klippa niður hæstu stöngl-
ana og leggja þá til hlífðar yfir
beðin. Utan um ungan sígrænan
gróður er æskilegt að setja striga
til hlífðar fyrir sólbmna og vind-
þurrki síðvetrar og nú er rétti
tíminn til að a.m.k. reka niður það
trévirki sem til þess þarf áður er
frost hleypur í jörð. Trén fella nú
sem óðast laufið, sem hefur glatt
augað undanfamar vikur með
litasymfóníu haustsins. Það þarf
að raka af grasblettum og hirða
af gangstéttum eða pöllum og
bera yfír í beðin til hlífðar fjölæra
gróðrinum, eða setja í safnkass-
ann þar sem það breytist í úrvals
gróðurmold að 2-3 ámm liðnum.
Arstíðirnar taka við hver af ann-
arrri, hringrásin mikla er óstöðv-
andi. S.Hj.