Morgunblaðið - 24.10.1992, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992
Bjamhéðinn Elías-
son — Minning
Logndagamir á Stórhöfða eru
fremur sjaldgæfir, því þar er heim-
ili hinna fersku vinda allra átta.
Þannig var Bjamhéðinn Elíasson,
maður snerpu og snjallra skoðana
sem sköpuðu titring í mannlífs-
spjallinu. Hann hafði ekkert gaman
af logndögunum í lífinu, vildi líf og
§ör á fullri ferð, ella vék hann til
hliðar. Hann flíkaði aldrei innstu
skoðunum sínum og tilfinningum,
en það fór aldrei á milli mála hvað
hann meinti og hann hreif menn
með sér hvort sem þeim líkaði bet-
ur eða verr og var það samkvæmt
eðli ættar hans þar sem orðið logn-
molla þekkist ekki í fasi og fram-
komu.
Pabbi var í hópi hinna umtöluðu
togarajaxla fyrri áratuga, manna
sem létu sér ekki allt fyrir brjósti
brenna og skiluðu verki sínu æðru-
laust í endalausu stríði við náttúru-
öflin.
Brimskaflamir og baráttan á
dekkinu voru þeirra skóli, störfin
sem kreQast svo mikils og kenndu
þeim að krefjast mikils af þeim
sjálfum. Sveitadrengur frá Rangár-
völlum, sjómaður í Vestmannaeyj-
um, togarajaxl, stýrimaður, skip-
stjóri og útgerðarmaður. Þannig var
ævileiðin í stórum dráttum og svo
auðvitað hún Ingibjörg, eiginkonan
sem hann mat svo mikils eins og
hún hann þótt stundum stormaði í
eldhúsinu sem ekki var óeðlilegt hjá
slíkum stórveldum í gerð persónu-
leika og lífsviðhorfa. En hin djúpa
og ríka virðing þeirra hvort fyrir
öðru var eftirtektarverð. Stundum
var talað í andstæðunum, en við
sem vorum á næstu grösum vissum
hvað undir bjó. Einu sinni sem oft-
ar í umræðum við eldhúsborðið
meðal Q'ölda gesta í hversdags-
spjalli rifust þau heiftarlega, en
síminn rauf samtalið því Ingibjörg
kaupmaður sleppti því ekki að
svara. Meðan hún var í símanum
ætlaði einhver gestanna að gera
gott úr málefni dagsins og hafði á
orði að hún Ingibjörg væri nú þekkt
fyrir að fylgja fast skoðunum sín-
um. „Hún Ingibjörg," svaraði pabbi
að bragði, „hún Ingibjörg, hún hef-
ur aldrei verið mín týpa.“ Þau höfðu
verið gift í liðlega 40 ár og allt datt
í skellihlátur.
Pabbi var eldheitur sjálfstæðis-
maður og notaði litskrúðugt mál til
þess að fylgja því eftir. Maður
komst ekkert undan pabba-pólitík
hjá honum og það voru stundum
miklar orðræður bæði í lúkamum
og við eldhúsborðið og ekki síst
þegar hann reifst við pólitíska and-
stæðinga sína sem voru að tala í
útvarp eða sjónvarp. Hann reifst
miskunnarlaust við þau tæki. Hann
var frægur um flotann fyrir tilþrif
í spjalli og sérstaklega fyrir það
hvað hann blótaði fagurlega. Hann
gat tvinnað saman blótsyrði á svo
einstæðan hátt að það var miklu
fremur eins og hann væri að lesa
ljóð en bölva í sand og ösku eins
og það heitir á íslensku.
Það var sérkennilegt hvemig
þessi eiturharði sjóhundur sem lét
fá veður aftra sér til sóknar, var
pjattaður bæði varðandi sjálfan sig
og til að mynda bátana sína. Þar
vildi hann hafa allt fínt og flott í
hólf og gólf og þegar hann grennt-
ist í veikindum sínum áður en yfir
lauk lét hann minnka hringana sína
svo að þeir skröltu ekki á honum
eins og hann orðaði það. Hann vildi
hafa allt á hreinu og hann lagði til
dæmis mikið kapp á það í sumar
að flaggstöngin sem var búin að
vera niðri í kjallara í 10 ár færi upp
á blettinum, en hún hafði verið
deiluatriði þeirra hjónakomanna.
Auðvitað fór stöngin upp. Hann
vildi hafa hlutina á sínum stað og
klára þá. Þannig gerði hann sér líka
gjein fyrir að hveiju stefndi og tók
því hlutskipti með miklum hetju-
skap og æðruleysi. En þótt hann
talaði stundum yfir hausamótunum
á strákunum sínum um borð úr
brúarglugganum átti hann vináttu
skipveija sinna og áratugum saman
var hann með sama mannskap
bæði á bátum annarra útgerðar-
manna og eigin bátum. Ekkert
aumt mátti þessi harðjaxl sjá,
hvorki meðal manna né dýra og
hann var einstakur dýravinur. Kött-
ur við fót gat breytt argasta böl-
sóti hans í blíðasta hjal á auga-
bragði.
Pabbi var mikill Þjóðhátíðarmað-
ur svo lengi sem hann hafði heilsu
til og þá naut hann þess að syngja
og syngja með vinum sínum og
skjóta inn á milli glettnu spjalli um
lífsins kómidí, því fyrst og síðast
var hann mikill selskapsmaður og
gleðimaður á góðum stundum. Oft
gekk á ýmsu í Þjóðhátíðarbrasinu
og mikið safn orða notaði hann um
hana Ingibjörgu eitt sinn þegar
hann kom ekki tjalddúknum á hús-
tjaldssúlumar, taldi frúna hafa
þvegið tjaldið allt of lengi þannig
að það hefði hlaupið, en hins vegar
kom í ljós er líða tók á kvöld að
hann hafði verið að baksa við vit-
lausar tjaldsúlur. En alltaf þegar á
reyndi stóð hann með henni Ingi-
björgu sinni, kvað hana þá engum
líka og ótrúlegan skörung. Svo voru
ekki höfð fleiri orð um það.
Kapp hans til verka á sjónum var
ekkert mulið moð. Það lýsti honum
ef til vill best þegar fyrri báturinn
hans, Elías Steinsson, strandaði við
Stokkseyri. Þegar björgunarsveit-
armennimir komu með hann og
skipveija hans giftusamlega að
landi frá strandstað í skeijagarðin-
um óð hann úr bátnum upp í land
á móti Óskari Matthíassyni og fleiri
mönnum sem komu strax á strand-
stað, reif veskið sitt úr rassvasanum
og sagði með vel völdum orðum og
mikilli hraðmælgi að nú vantaði
hann nýjan bát eins og skot. Björg-
unarsveitarmenn vildu róa hann,
en þess þurfti ekki, þama var Bjam-
héðinn Elíasson á ferð í fullkomlega
eðlilegri yfirvegun. Þetta var gosár-
ið og stýrimaðurinn hans hafði tek-
ið vitlausa beygju inn í Þorlákshöfn
með fullan bát af fiski. Þremur
dögum síðar var hann búinn að
taka bát á leigu og ná í netin sem
hann átti í sjó út við Eyjar og kom
með fullfermi að landi, en Bjamhéð-
inn var alla sína sjómannstíð meðal
mestu fískimanna. Síðustu æviárin
þegar þrekið þvarr duddaði pabbi
eilítið í rollubúskap, en það gaf
t
Elskulegur faöir okkar,
KONRÁÐ GÍSLASON
húsgagnabólstrari,
Baldursgötu 30,
lést þriðjudaginn 20. október í Land-
spítalnum.
Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Svala Konráðsdóttir,
Erna Konráðsdóttir,
Mjöll Konráðsdóttir,
Drífa Konráðsdóttir.
honum ótrúlega mikla lífsfyllingu.
Rollustússið og brids vom hans einu
áhugamál, en þau vora heldur ekk-
ert smámál fyrir hann.
Það er erfitt að fara fáum orðum
um litskrúðuga persónuleika, en
minningamar þjóta hjá, brot af til-
brigðum sem segja ef til vill lengri
sögu en tilefnið gefur til, en fyrst
og fremst var Bjamhéðinn Elíasson
okkur sem nutum samfylgdar hans
öraggur bakhjarl og vinur, því hann
var svo sannarlega vinur vina sinna.
Minningin um hann lifir sterk í
sáram söknuði. Megi góður Guð
gefa honum þá víðáttu sem hugur
hans stefndi til, þess óskum við
systkinin, Áslaug, Þröstur, Elías og
undirritaður.
Árni Johnsen.
Með nokkram fátæklegum orð-
um vil ég minnast vinar míns Bjam-
héðins Elíassonar. í æsku minnist
ég hans sem hins fengsæla skip-
stjóra með sterkan persónuleika
sem dró að sér Ijölskrúðugt mann-
val á sjó og í landi. Þegar timi gafst
í Ásnesi spurði hann okkur peyjana
gjaman hvemig okkur litist á póli-
tíkina og hina ýmsu stjórnmála-
menn. í leik með Þresti, vini mínum
og frænda, fléttaðist því oft inn
spjall við föður hans um stjómmál,
þótt ekki væram við viðmælendur
hans háir í loftinu. Ég minnist sér-
staklega að hann var líklega sá
fyrsti sem ræddi við okkur 10 til
12 ára gamla af fullri alöra um
stjómmál. Líflegar skoðanir hans
urðu til þess að kalla fram hjá mér
sterk viðbrögð og skýr sjónarmið.
Hann hafði eflaust lúmskt gaman
af — en skoðanir hans á mönnum
og málefnum kröfðu okkur um af-
stöðu, sem án efa átti sinn þátt í
því að sumir okkar tóku virkari
þátt í stjómmálaumræðunni er á
leið.
Þegar fjölskylda mín fluttist frá
Eyjum, varð Ásnes, heimili Imbu
frænku og Bjamhéðins, að miðstöð
komu og brottfarar. Allir sem til
þekkja vita að Imba frænka mín
er ein þeirra einstaklinga sem alltaf
geisla af gleði og veita hveijum
þeim styrk er á þarf að halda. Slík-
ERFIDRYKKJUR
Verð frá kr. 850-
P E R L A N sími 620200
Séifræðingar
i l>l«un;i~l\i-<‘\liiiuiini
\iú nll l;i‘kil;i‘ri
1H3I blómaverkstæði ||
[ffiNNAJ
Skólavörclustíg 12,
;i horni Hergstaóaslia-tis,
sími 19090
ur einstaklingur ber ekki sorgir sín-
ar eða veikindi á torg. Og þannig
var, er og verður það umhverfi sem
húh starfar í. Það er því ekki henn-
ar draumaumhverfi að hlusta á
bölv og ragn. En ef slíkt væri óhjá-
kvæmilegt, eins og átti við í orðhátt-
um Bjamhéðins, þar sem mönnum
var talið hollt að fá það óþvegið -
og oftast réttilega, varð að gera
það með hæfilegum léttleika syo
auðvelt væri að sleikja sárin. Ég
held að Bjamhéðinn, sem var góður
stjómandi og að upplagi efni í sterk-
an stjómmálamann, hafí lært jafn-
vægislist hörku og hlýju í þessu
umhverfi.
Við héldum uppteknum hætti
þegar ég kom í heimsókn til Eyja.
I miðjum vellystingunum, andlegum
og veraldlegum, sat hann við eld-
húsborðið, þyrstur frétta frá komu-
manni og um viðhorf mín til hinna
ýmsu þjóðmála. Af samtölum við
hann hafði ég einstakt yndi því
Bjamhéðinn var mjög vel gefinn
og sýndi mikið innsæi gagnvart ein-
staklingum og stjómmálum. Hann
fann alltaf kjama hvers máls og
vann lausnir þeirra þaðan. Þetta
áratugalanga „stjómmálasam-
band“ sem ég átti við Bjamhéðinn
varð til þess að hann fékk líka að
heyra allt - allar vangaveltur mínar
frá innstu hjartans rótum. - Honum
var treystandi fyrir því öllu. - Það
áttum við einir, við eldhúsborðið í
Ásnesi.
Á sjúkrahúsi Vestmannaeyja
háði hann sitt stríð síðustu mán-
uði, umvafínn ástvinum og kunn-
ingjum sem héldu áfram að ræða
landsmál og heimsmál, hvort heldur
var á milli súrefnis- eða blóðgjafa
eða á góðum dögum þegar hægt
var að taka stuttan bíltúr um
Heimaey. Persónuleikinn haggaðist
ekki hvernig sem hann andann dró.
Er ég heimsótti hann á sjúkra-
húsið síðast í ágúst sagði hann mér
að þetta gæti ekki endað nema á
einn veg. Við kvöddumst. Þannig
kvaddi ég vin minn Bjamhéðinn. I
senn harðan og hlýjan. Ég veit að
guð styrkir vini mína og ættingja
í söknuði þeirra.
Árni Sigfússon.
í dag er til moldar borinn góður
maður, Bjamhéðinn Elíasson.
Fyrstu kynni mín af Bjama var
þegar ég ungur drengur, þá 16
ára, fór til Eyja. Mér var þá boðið
í kaffi til Imbu og Bjama, það var
ekki annað hægt en að dást að
Bjama svo mikill maður var hann
í mínum augum.
Bjarni átti og rak bátinn Elías
Steinsson VE 167 og var Bjami þar
sjálfur formaður. Það fór aldrei
fram hjá neinum er Bjami var kom-
inn á sjó, það var nóg að hlusta á
talstöðina. Ég átti aldrei því láni
að fagna að róa með Bjama, en
bróðir minn sem er tengdasonur
Bjama sagði mér margar sögur af
honum, þótt Bjami virkaði harður
á manninn var hann ipjög blíður,
og vildi allt fyrir alla gera.
Nú hefur formaður lagt bát sín-
um í heimahöfn í hinsta sinn þar
sem Jesús Kristur tekur sjálfur á
móti landfestunum og bindur bát
við bryggju, og býður formanni til
híbýla sinna.
Bjami giftist Ingibjörgu Johnsen
og áttu þau fjögur böm öll uppkom-
in. Imba mín, með þessum fáeinum
línum vil ég þakka fyrir þann stuðn-
ing sem þið sýnduð mér er ég dvaldi
í Eyjum. Votta ég þér, Imba mín,
og fjölskyldu þinni mínar dýpstu
samúðarkveðjur. Megi algóður Guð
veita ykkur allan þann styrk og
hlýju sem þið þurfíð.
Guðbrandur Jónatansson.
Gömlu Eyjapeyjamir, að mestum
hluta sunnlendingar, vora sann-
færðir um, að besta fólkið í Eyjum
hefði eins og þeir komið „ofan af
landi“.
Ágæt sönnun þess, var Bjamhéð-
inn Elíasson, er við kveðjum í dag
hinstu kveðju frá Landakirkju.
Vagga Bjamhéðins stóð á Odd-
hóli á Rangárvöllum, þar sem hann
fæddist 27. ágúst 1921, sonur
sæmdarhjónanna Svéinbjargar
Bjamadóttur og Elfasar Steinsson-
ar. Hann andaðist í Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 8. október sl. eftir
þungbæra sjúkdómslegu. Bjamhéð-
inn var heilsuskertur um árabil og
var aðdáanlegt hversu þetta mikla
karlmenni tók örlögum sinum.
Með Bjamhéðni er genginn eftir-
minnilegur persónuleiki.
Gáski hans og glettni með óborg-
anlegum orðaleppum í orðræðu og
tilsvörum verður lengi í minnum
haft.
En líka var stutt í alvörana, enda
var Bjamhéðinn greindur vel og
fylgdist af lifandi áhuga með þjóð-
lífinu til hinstu stundar.
Hjartað sem undir sló var aðals-
merki hans, það vitum við vel og
viðurkennum, sem áttum hann að
vini.
Við áratugastörf á sjónum, þar
sem Bjamhéðinn var jafnan eftir-
sóttur fyrir kappsfullan dugnað,
komst hann snemma í fremstu röð,
og gilti einu hvort hann var undir-
eða yfirmaður. Um Jangt árabil var
hann aflasæll og farsæll formaður
á annarra og eigin skipum, sannur
sómi stéttarinnar.
Við skulum jafnan hafa í huga
að með störfum sjómannanna við
auðlind hafsins var lagður grannur
að velferð okkar. Um þessar mund-
ir syrtir að, eins og svo oft áður,
og vonir bundnar við gjafír Guðs,
að afli megi glæðast. Þá mun birta
á ný, og landsmenn takast á við
málefni framtíðarinnar með árang-
ursríkum stórhug.
í Eyjum kvæntist Bjamhéðinn
Ingibjörgu Johnsen, mikilhæfri at-
orkukonu. Þau áttu fjögur böm,
Áma, Áslaugu, Þröst og Elías, sem
ólust upp á víðkunnu rausnarheim-
ili þeirra að Skólavegi 7, Ásnesi.
Þar hefur löngum verið gestkvæmt
og glaðværð ríkjandi og ótal marg-
ir eiga ljúfar minningar um eftir-
minnilega húsráðendur, þar sem
aldrei var sparað að gera öllum
gott, er þangað leituðu á undan-
gengnum áratugum.
Að leiðarlokum kveð ég með
söknuði og virðingu Bjamhéðin vin
minn og þakka vináttu og tryggð
við mig og mína. Bið ég Ingibjörgu,
bömum þeirra og öllum ástvinum,
blessunar Guðs um ókomna tíð.
Jóhann Friðfinnsson.
Bjarnhéðinn Elíasson er látinn.
Með honum er genginn einn þess-
ara sérkennilegu og skemmtilegu
manna sem því miður era orðnir
svo_ fátíðir meðal okkar.
Ég var ungur að aldri þegar ég
fyrst kynntist Bjamhéðni, rétt um
fermingu eða svo. Upphaflega lágu
sporin á Skólaveginn til að hitta
Áma frænda sem var á svipuðu
reki og ég. En fljótlega komst ég
að því að það var langtum skemmti-
legra að blanda geði við karlinn
heldur en soninn. Þar með hófst
vinskapur sem stóð í hátt í fjöratíu
ár. Nú er talsverður aldursmunur á
okkur Bjamhéðni eða tuttugu ár.
En ég held að honum hafi aldrei
þótt það nokkur munur, það
skemmtilega við hann var, að hann
valdi sér frekast kunningja sem
vora einum eða tveimur áratugum
yngri en hann sjálfur Og ég held
að hann hafí aídrei fundið fyrir
neinum aldursmun, honum fannst
hann bara á svipuðu reki sjálfur.
Ellihugtakið var honum eitthvað í
flarska, hann tók til dæmis ekki í
mál að fara á skemmtanir fyrir eldri
borgara, þangað átti hann ekkert
erindi.
U.m tíma var ég svo til daglegur
gestur á Skólaveginum þar sem við
Bjamhéðinn tefldum. Nú var Bjam-
héðinn mikill skap- og keppnismað-
ur og féll illa að tapa. Það kom þó
fyrir og þá voru mótheijanum ekki
vandaðar kveðjumar, lesið yfir hon-
um á vel mergjaðri íslensku með
orðavali sem líkast til á ekki heima
í minningargrein.
Svipað var uppi á teningnum
þegar fram vora tekin spil og gefið
í brids. Bjamhéðinn var góður
bridsmaður og ekki vantaði keppn-
isskapið. Hann spilaði um árabil í
Bridsfélagi Vestmannaeyja, þar var
ég hans fyrsti makker og eins og
í skákinni vár ekki verið að hlífa
makkemum ef hann gerði mistök,
þá fékk hann það óþvegið á þeirri