Morgunblaðið - 24.10.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.10.1992, Blaðsíða 52
TVÖFALDUR1. vinningur MICROSOFT. einar j. WlNDOWS. SKÚLASONHF MORGUNBLAÐID. ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVlK SlMl 691/00, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 86 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Ekkigert við ms. Val Flutningaskipið ms. Valur liggur enn á botni hafnarinnar .Jkí- Vyborg í Rússiandi. Umboðs- maður skipafélagsins Ness hf. í Finnlandi er kominn til Vyborg- ar að gæta hagsmuna fyrirtæk- isins og þar er einnig fulltrúi Sjóvár-Almennra, tryggingafé- lags skipsins. Pálmi Páisson, framkvæmdastjóri Ness, segist ekki telja svara kostnaði að ná skipinu upp og gera við það, þótt nauðsyniegt sé að fjarlægja það úr höfninni. Að sögn Pálma er sex manna áhöfn Vals enn á hóteli í Vyborg. Einn íslendingur og þrír Pólveijar úr áhöfninni halda væntanlega til síns heima á mánudag, en skip- __ stjóri og yfírvélstjóri skipsins verða éftir til að aðstoða við að ná því upp úr höfninni. Umboðsmaður Ness í Lappeenranta í Finnlandi er í Vyborg og þangað var einnig sendur frá St. Pétursborg fulltrúi Lloyds-tryggingafélagsins, sem er endurtryggingarfélag Sjóvár- Almennra. ----»»4----- Hreinsuðu "*úr bílflaki LÖGREGLAN gerði athugasemd við athæfí sjómanna á rússnesku skipi við Holtabakka í gærmorg- un, en þeir höfðu hirt nýtilega hluti úr bílhræi, sem stóð við höfnina. Eftir að lögreglan hafði rætt þessa söfnunaráráttu sjómannanna við skipstjórann báru þeir varahlut- ina í land. Þeir voru hins vegar ekki á þeim buxunum að gefast upp, því þeim tókst að hafa uppi á eiganda bílhræsins. Ekki er vitað fyrir víst hvað þeir greiddu fyrir —^jfarahlutina, sem þeir báru stoltir um borð aftur, en líklegt þykir að sá gjaldmiðill hafí verið á fljótandi gengi. Morgunblaðið/Gunnar Guðmundsson Náttúruspjöll í Jökulsárgljúfri MIKIL náttúruspjöll voruframin í Jökuls- árgyúfri á leiðinni milli Öskju og Kverk- fjalla fyrir um það bil 8 árum. Talið er nær öruggt að spjöllin hafi verið framin af Hollendingum, en þau eru að málað hefur verið á 10 til 12 metra hátt berg ættartré Völsunga, sem er ætt Sigurðar Fáfnisbana. Um 3 til 4 mannhæðir eru upp í efsta nafnið og er hver stafur um 10 tíl 40 cm hár. Þessi spjöll eru rétt við brúna yfír Jökulsá að austanverðu hjá Upptyppingum og eru stafímir málaðir með hvítri málningu. Gunn- ar Guðmundsson, umboðsmaður Flugleiða hf. á Húsavík, fann ættartréð nýlega og tók af því myndir, en hann segist hafa heyrt að hollensk kona hefði skýrt frá því að hún hafí séð mynd af ættartrénu í hollenskri bók, sem kom út fyrir nokkrum ámm. Segir hann ótrúlegt hve fáir íslendingar viti um þetta. Staðurinn sést ekki frá veginum, en aðeins þarf að ganga um 100 metra frá hon- um, þá kemur ættartréð í ljós. Þegar Hollendingamir máluðu tréð á berg- ið munu þeir hafa komið fyrir einhvers konar skúlptúram í tunnum fullum af sandi, en þau verk era nú horfín. Hins vegar hefur málaða letrið nær ekkert verðrast á þessum áram. Talið er að ættartréð hafí verið málað úr sigvað frá bjargbrún sem hefur verið tölu- vert fyrirtæki að ráðast í. í ættartrénu má greinilega lesa nöfn Sig- urðar Fáfnisbana, Brynhildar Buðladóttur, Guðrúnar Gjúkadóttur og fleiri þekktra ein- staklinga í ætt Völsunga. Stafagerðin er mjög nákvæm og rithátturinn fom. Morgunblaðið/Sverrir Kveða niður búðaþjófa Ekki var hljótt um upphaf átaks gegn búðahnupli í gær því Lög- reglukórinn söng svo undir tók í Miklagarði. Að því búnu fór kórinn í aðra stórmarkaði. Kaupmenn og lögregla hyggjast nú taka hressi- lega á í baráttunni gegn búðaþjófum. Jafnframt hafa kaupmenn hert reglur um ávísanir til að Spoma við fölsunum. Ör fjölgun atvinnu- lausra síðustu daga ALLS voru 1.715 manns skráðir atvinnulausir í Reykjavík í gær samkvæmt upplýsingum sem fengust á Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hefur atvinnulausum í borginni fjölgað um rúmlega 300 manns miðað við sama tima í september en þá voru 1.411 skráðir atvinnulausir. Atvinnulausum hefur fjölgað sérstak- lega á síðustu dögum og komu tæplega 100 fleiri til skráningar sl. fímmtudag en í vikunni þar á undan. - Um 70 manns hafa bæst á skrá atvinnulausra á Vinnumiðlunar- skrifstofu Akureyrarbæjar þar sem af er mánuðinum. Alls era nú 190 manns skráðir án atvinnu í bænum, þar af 100 konur og 90 karlar en körlum á atvinnuleysisskrá hefur fjölgað talsvert að undanfömu, samkvæmt upplýsingum Sigrúnar Bjömsdóttur á Vinnumiðlunarskrif- stofunni. Auk þeirra 190 sem era án atvinnu í bænum hefur tekist að skapa störf fyrir 90 manns sem verið hafa á atvinnuieysisskrá með sérstöku átaki gegn atvinnuleysi sem bæjaryfírvöld hafa staðið fyrir með stuðningi Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs. Atvinnuleysi hefur einnig aukist í Kópavogi í október. Alls voru 225 manns skráðir atvinnulausir um síð- ustu mánaðamót en búist er við að fjöldi atvinnulausra verði kominn í 260-270 í lok mánaðarins ef miðað er við fjölgun atvinnulausra sem komið hafa til skráningar að undan- fömu, að sögn Hrafns Sæmunds- sonar á Félagsmálastofnun Kópa- vogs. Sagði hann að flestir sem gengju atvinnulausir hefðu starfað við þjónustugreinar, einkum versl- unarstörf. Sagðist Hrafn reikna með enn frekari fjölgun atvinnu- lausra þegar líða tæki á veturinn og færi að draga úr verkefnum í byggingariðnaði. Vinnumiðlun Kópavogsbæjar hefur tekist að út- vega nokkram störf að undanfömu með sérstöku átaki sem þar stendur yfír. 214 manns vora skráðir atvinnu- lausir í Keflavík sl. fimmtudag sem er lítilsháttar fækkun frá vikunni á undan og 92 höfðu komið til skrán- ingar á vinnumiðlunarskrifstofu Grindavíkur í gær, sem er einnig iítilsháttar fækkun en veiðar línu- báta hafa aukist að undanfömu og nokkrir sem verið hafa án atvinnu fengið störf á sjó og við beitingu. A ísafírði era 30 skráðir atvinnu- lausir sem er meira atvinnuleysi en þar hefur mælst í langan tíma. Þá era nú 33 á skrá yfír atvinnulausa í Borgamesi og er það svipað og verið hefur frá í sumar en búist er við að atvinnuleysi aukist á næst- unni þegar störfum fækkar í slátur- húsum í lok sláturtíðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.