Morgunblaðið - 27.10.1992, Síða 35

Morgunblaðið - 27.10.1992, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ VlÐSKIPTI/ATYINNULfF ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992 35 Ráðgjöf Um 50 markaðssvæði í hinni nýju Evrópu Líta verður á Evrópu sem heimamarkað Með víðtækara Evrópusamstarfi verða íslendingar að breyta hugs- unarhætti sínum þegar þeir mark- aðssetja vöru innan Evrópubanda- lagsins. íslensk fyrirtæki munu ekki vinna með einum innflytjenda í hveiju landi heldur verða þau að snúa sér beint til smásala. Þannig geta þau einbeitt sér að ákveðnum svæðum innan land- anna, t.d. einungis Bayern í Þýska- landi, en þurfa ekki að markaðs- selja sína vöru í löndunum sem einni heild. Þetta er mat Lars Weibull sem nýlega hélt fyrirlest- ur um sóknarfæri á Evrópumark- aði. Lars Weibull kom hingað á vegum Útflutningsráðs íslands frá sænska fyrirtækinu Lars Weibull AS sem hefur sérhæft sig í að fínna sam- starfsaðila í Evrópu fyrir sænsk fyr- irtæki. í erindi sínu fjallaði Weibull m.a. um bakgrunn EB, nýjar reglur innan EB, reglur EFTA og EB um þarfa- vörur, samninginn um EES, mark- vissar skilgreiningar á Evrópumark- aði, stöðu og samkeppnisgreiningu og sérstakar áherslur vegna íslenskr- ar framleiðsluvöru. Weibull leggur mikla áherslu á að ekki eigi að líta á hvert land fyrir sig í hinni nýju Evrópu heldur megi skipa henni upp í ótalmörg markaðssvæði og tilgreinir hann um 50 slík í Evr- ópu, sem saman mynda þennan nýja heimamarkað. Til að ná sem.bestum árangri í markaðssetningu vöru í Evrópu segir Weibull mikilvægt að fyrirtæki geri sér grein fyrir því verði sem almennt sé á sambærilegum vörum í Evrópu. Einnig sé mikilvægt að afla upplýs- inga um hvaða greiðsluskilmálar tíðkist á viðkomandi svæðum og fylgja þeim eftir. María E. Ingvadóttir deildarstjóri utanlandsdeildar Útflutningsráðs, sem hefur kynnt sér starfsaðferðir Weibuls, mun veita sambærilega þjónustu og vinna með íslenskum fyrirtækjum að markaðssetningu í Evrópu. María segir að með sameig- inlegum markaði bjóðist ný tækifæri en einnig munu íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir kröfu um sam- keppni í verði og gæðum. Af því þurfi m.a. að taka mið þegar leitað er inn á markaði í Evrópu. Verslun * Haustfundur haldinn hjá Islensk -ameríska verslunarráðinu ÍSLENSK-ameríska verslunar- ráðið hélt haustfund í húsakynn- um Sameinuðu þjóðanna 25. sept. sl. Um 70 manns komu á fundinn, íslendingar og Bandaríkjamenn. Aðalræðumaður og gestur fundarins var Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra. Ræddi hann um efnahagsástandið á íslandi og stöð- una í helstu viðskiptalöndum Islend- inga. Hann vék sérstaklega að fram- tíðarhorfum í íslenskum sjávarútvegi í ljósi skerðingar á aflaheimildum og minnti á hve þýðingarmikil þessi atvinnugrein er fyrir þjóðina. Þá gerði hann að umtalsefni vaxandi atvinnuleysi, en benti á að helsta huggunin í þessum þrengingum væri hve vel hefði tekist að binda endi á verðbólguna. Á undan ræðu fjármálaráðherra þakkaði formaður félagsins, Magnús Friðgeirsson, framkvæmdastjóri Ice- landic Seafoodj fráfarandi fram- kvæmdastjóra Úlfi Sigurmundssyni, fyrrverandi viðskiptafulltrúa í New York fyrir vel unnin störf í þágu fé- VERSLUNARRÁÐ — Frá haustfundi íslensk-ameríska versl- unarráðsins. Á myndinni eru f.v. þeir Úlfur Sigurmundsson, fyrrverandi viðskiptafulltrúi, Magnús Friðgeirsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafo- od, Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson, viðskiptafuli- trúi. lagsins allt frá stofnun þess í febrúar I asta aðalfundi félgsins var Úlfur kos- 1986 til júníloka á þessu ári. Þá tók inn í stjórn og er hann fyrsti stjómar- við því starfi Jón Sigurðsson. Á síð- | maðurinn með aðsetur á íslandi. CASCAMITE VATNSHELT TRÉLÍM ARVÍK ARMÚU 1 - REYKJAVlK - SlMI 687222 -TELEFAX 687295 Umbúðasamképpni Félags íslenskra iðnrekenda 1993 Samkeppnin er fyrir allar gerðir umbúða, jafnt flutningaumbúðir sem sýninga- og neytendaum- búðir. Til umbúða telst allt sem umlykur vöru. Þátttökurétteiga umbúðir, hannaðará íslandi, sem komið hafa á markað hér eða erlendis frá áramótum '89/’90 og í síðasta lagi daginn sem tilkynningarfresturinn rennurút. Framleiðandi umbúðanna, notandi eða hönnuð- ur geta tilkynnt þátttöku að fengnu samþykki hinna aðilanna. Þátttökugjald fyrir hverjar tilkynntar umbúðir er kr. 5.000. Ath.: Þátttöku skal tilkynna til Félags íslenskra iðnrekenda í síðasta lagi 29. október kl. 16.30. Þátttökutilkynningar og reglur fást á skrifstofu Félags íslenskra iðnrekenda, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, sími (91) 27577. & FELAG ISLENSKRAIÐNREKENDA Hugbúnaður Morgunblaðið/Þorkell NAMSKEIÐ — Notkun sérhæfða samskiptaforritsins HBX-PAD fyrir IBM RS/6000 tölvur var kynnt á námskeiði hjá Hugbúnaði hf. í síðustu viku. Þar var einnig kynnt nýtt kerfi fyrir flugvelli og flugfélög sem dreift verður um næstu mánaðarmót. HBX-PAD forritíð hefur selst í 540 eintökum HUGBÚNAÐUR hf. hefur selt um 540 eintök af sérhæfða samskipta- forritinu, HBX-PAD, sem skrifað var til að gera kleift að tengja IBM RS/6000 tölvur við X.25 gagnanet á sem einfaldastan og öruggastan hátt. Hugbúnaður hf. og IBM á íslandi hófu útflutning á forritinu í byijun árs 1991, en Íiað er að mestum hluta selt utan slands og hefur til þessa verið eina forrit sinnar tegundar á markaðnum að sögn Páls Hjalta- sonar hjá Hugbúnaði. Um síðustu áramót höfðu verið seld 205 ein- tök. í síðustu viku hélt Hugbúnaður nám- skeið í notkun HBX-PAD fyrir um- boðsmenn og þjónustuaðila fyr- irtækisins. Tilgangurinn var að kynna uppsetningu forritsins og samspil milli þess, tölvunnar og X.25 gagnanetsins. Námskeiðið sóttu að- ilar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og Frakklandi. Á námskeiðinu var einnig kynnt kerfi til aðstoðar starfsmönnum flugvalla og flugfélaga við að senda á milli sín skeyti um komu og brottf- arir flugvéla. Kerfið er hannað í samræmi við alþjóðastaðla og samið í samvinnu við aðila hér á landi sem hafa sér þekkingu á þessu sviði eins og starfsmenn frystistöðvarinnar á Gufunesi. Að sögn Páls verður kynningar- útgáfu sem sýnir hvað kerfið getur gert án þess þó að geyma skeyti, dreift í um 300 eintökum til flugvall- arstarfsmanna víðsvegar um heim um næstu mánaðarmót. Líki viðtak- endum kerfið geta þeir haft samband við Hugbúnað og fengið útgáfu sér- staklega gerða fyrir sig. Vonast er tii að með þessi verði hægt að fá notendur tii að standa á bak við frek- ari þróun á kerfinu sem mun kosta um 400 dollara eða rúmlega tuttugu þúsund krónur. Morgunverðarlundur föstudag 30. október 1992 kl. 08.00 ■ 09.30, i Átthagasal Hótels Sögu ENSKILDA-SKYRSLAN UM HLUTABRÉFAMARKAÐINN Enskilda Corporate Finanœ i London leggur nú fram annan áfanga skýrslu sinnar um íslensk verðbréfaviðskipti - um hlutabréfamarkaðinn. Hver gæti þróunin orðið? Hvaða áhrifhefur sala á ríkisfyrirtækjum? Hverjir eru líklegir fjárfestar, fá þeir nægar markaðsupplýsingar, hafa þeir næga þekkingu á hlutabréfaviðskiptum? Hvar standa lífeyrissjóðirnir? Hvaða gildi hefur almenn hlutabréfaeign? Er von á erlendum fjárfestum? Fundurinn fer fram á ensku. Frummælendur eru aðalhöfundar skýrslunnar, David Watson og Birgitta Albáge, fjármálaráðgjafar Enskilda á vettvangi Norðurlanda. Sérstakar umræður fara fram við pallborð með íslenskum þátftakendum. Fyrirspumum úr sal verður svarað. Fundurinn er opinn, en tilkynna verður fyrirfram um þátttöku í síma 676666. Þátttökugjald m. morgunverði kr. 1.000. ENSK/LDA-SKÝRSLAN ER GERÐ Á VEGUM SEÐLABANKANS, VERSLUNARRÁÐSINS OG IÐNÞRÓUNARSJÓÐS. EINTÖK VERÐA SELD VIÐINNGANG Á FUNDINN. VERSLUNARRAÐ ISLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.