Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ VlÐSKIPTI/ATYINNULfF ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992 35 Ráðgjöf Um 50 markaðssvæði í hinni nýju Evrópu Líta verður á Evrópu sem heimamarkað Með víðtækara Evrópusamstarfi verða íslendingar að breyta hugs- unarhætti sínum þegar þeir mark- aðssetja vöru innan Evrópubanda- lagsins. íslensk fyrirtæki munu ekki vinna með einum innflytjenda í hveiju landi heldur verða þau að snúa sér beint til smásala. Þannig geta þau einbeitt sér að ákveðnum svæðum innan land- anna, t.d. einungis Bayern í Þýska- landi, en þurfa ekki að markaðs- selja sína vöru í löndunum sem einni heild. Þetta er mat Lars Weibull sem nýlega hélt fyrirlest- ur um sóknarfæri á Evrópumark- aði. Lars Weibull kom hingað á vegum Útflutningsráðs íslands frá sænska fyrirtækinu Lars Weibull AS sem hefur sérhæft sig í að fínna sam- starfsaðila í Evrópu fyrir sænsk fyr- irtæki. í erindi sínu fjallaði Weibull m.a. um bakgrunn EB, nýjar reglur innan EB, reglur EFTA og EB um þarfa- vörur, samninginn um EES, mark- vissar skilgreiningar á Evrópumark- aði, stöðu og samkeppnisgreiningu og sérstakar áherslur vegna íslenskr- ar framleiðsluvöru. Weibull leggur mikla áherslu á að ekki eigi að líta á hvert land fyrir sig í hinni nýju Evrópu heldur megi skipa henni upp í ótalmörg markaðssvæði og tilgreinir hann um 50 slík í Evr- ópu, sem saman mynda þennan nýja heimamarkað. Til að ná sem.bestum árangri í markaðssetningu vöru í Evrópu segir Weibull mikilvægt að fyrirtæki geri sér grein fyrir því verði sem almennt sé á sambærilegum vörum í Evrópu. Einnig sé mikilvægt að afla upplýs- inga um hvaða greiðsluskilmálar tíðkist á viðkomandi svæðum og fylgja þeim eftir. María E. Ingvadóttir deildarstjóri utanlandsdeildar Útflutningsráðs, sem hefur kynnt sér starfsaðferðir Weibuls, mun veita sambærilega þjónustu og vinna með íslenskum fyrirtækjum að markaðssetningu í Evrópu. María segir að með sameig- inlegum markaði bjóðist ný tækifæri en einnig munu íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir kröfu um sam- keppni í verði og gæðum. Af því þurfi m.a. að taka mið þegar leitað er inn á markaði í Evrópu. Verslun * Haustfundur haldinn hjá Islensk -ameríska verslunarráðinu ÍSLENSK-ameríska verslunar- ráðið hélt haustfund í húsakynn- um Sameinuðu þjóðanna 25. sept. sl. Um 70 manns komu á fundinn, íslendingar og Bandaríkjamenn. Aðalræðumaður og gestur fundarins var Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra. Ræddi hann um efnahagsástandið á íslandi og stöð- una í helstu viðskiptalöndum Islend- inga. Hann vék sérstaklega að fram- tíðarhorfum í íslenskum sjávarútvegi í ljósi skerðingar á aflaheimildum og minnti á hve þýðingarmikil þessi atvinnugrein er fyrir þjóðina. Þá gerði hann að umtalsefni vaxandi atvinnuleysi, en benti á að helsta huggunin í þessum þrengingum væri hve vel hefði tekist að binda endi á verðbólguna. Á undan ræðu fjármálaráðherra þakkaði formaður félagsins, Magnús Friðgeirsson, framkvæmdastjóri Ice- landic Seafoodj fráfarandi fram- kvæmdastjóra Úlfi Sigurmundssyni, fyrrverandi viðskiptafulltrúa í New York fyrir vel unnin störf í þágu fé- VERSLUNARRÁÐ — Frá haustfundi íslensk-ameríska versl- unarráðsins. Á myndinni eru f.v. þeir Úlfur Sigurmundsson, fyrrverandi viðskiptafulltrúi, Magnús Friðgeirsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafo- od, Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson, viðskiptafuli- trúi. lagsins allt frá stofnun þess í febrúar I asta aðalfundi félgsins var Úlfur kos- 1986 til júníloka á þessu ári. Þá tók inn í stjórn og er hann fyrsti stjómar- við því starfi Jón Sigurðsson. Á síð- | maðurinn með aðsetur á íslandi. CASCAMITE VATNSHELT TRÉLÍM ARVÍK ARMÚU 1 - REYKJAVlK - SlMI 687222 -TELEFAX 687295 Umbúðasamképpni Félags íslenskra iðnrekenda 1993 Samkeppnin er fyrir allar gerðir umbúða, jafnt flutningaumbúðir sem sýninga- og neytendaum- búðir. Til umbúða telst allt sem umlykur vöru. Þátttökurétteiga umbúðir, hannaðará íslandi, sem komið hafa á markað hér eða erlendis frá áramótum '89/’90 og í síðasta lagi daginn sem tilkynningarfresturinn rennurút. Framleiðandi umbúðanna, notandi eða hönnuð- ur geta tilkynnt þátttöku að fengnu samþykki hinna aðilanna. Þátttökugjald fyrir hverjar tilkynntar umbúðir er kr. 5.000. Ath.: Þátttöku skal tilkynna til Félags íslenskra iðnrekenda í síðasta lagi 29. október kl. 16.30. Þátttökutilkynningar og reglur fást á skrifstofu Félags íslenskra iðnrekenda, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, sími (91) 27577. & FELAG ISLENSKRAIÐNREKENDA Hugbúnaður Morgunblaðið/Þorkell NAMSKEIÐ — Notkun sérhæfða samskiptaforritsins HBX-PAD fyrir IBM RS/6000 tölvur var kynnt á námskeiði hjá Hugbúnaði hf. í síðustu viku. Þar var einnig kynnt nýtt kerfi fyrir flugvelli og flugfélög sem dreift verður um næstu mánaðarmót. HBX-PAD forritíð hefur selst í 540 eintökum HUGBÚNAÐUR hf. hefur selt um 540 eintök af sérhæfða samskipta- forritinu, HBX-PAD, sem skrifað var til að gera kleift að tengja IBM RS/6000 tölvur við X.25 gagnanet á sem einfaldastan og öruggastan hátt. Hugbúnaður hf. og IBM á íslandi hófu útflutning á forritinu í byijun árs 1991, en Íiað er að mestum hluta selt utan slands og hefur til þessa verið eina forrit sinnar tegundar á markaðnum að sögn Páls Hjalta- sonar hjá Hugbúnaði. Um síðustu áramót höfðu verið seld 205 ein- tök. í síðustu viku hélt Hugbúnaður nám- skeið í notkun HBX-PAD fyrir um- boðsmenn og þjónustuaðila fyr- irtækisins. Tilgangurinn var að kynna uppsetningu forritsins og samspil milli þess, tölvunnar og X.25 gagnanetsins. Námskeiðið sóttu að- ilar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og Frakklandi. Á námskeiðinu var einnig kynnt kerfi til aðstoðar starfsmönnum flugvalla og flugfélaga við að senda á milli sín skeyti um komu og brottf- arir flugvéla. Kerfið er hannað í samræmi við alþjóðastaðla og samið í samvinnu við aðila hér á landi sem hafa sér þekkingu á þessu sviði eins og starfsmenn frystistöðvarinnar á Gufunesi. Að sögn Páls verður kynningar- útgáfu sem sýnir hvað kerfið getur gert án þess þó að geyma skeyti, dreift í um 300 eintökum til flugvall- arstarfsmanna víðsvegar um heim um næstu mánaðarmót. Líki viðtak- endum kerfið geta þeir haft samband við Hugbúnað og fengið útgáfu sér- staklega gerða fyrir sig. Vonast er tii að með þessi verði hægt að fá notendur tii að standa á bak við frek- ari þróun á kerfinu sem mun kosta um 400 dollara eða rúmlega tuttugu þúsund krónur. Morgunverðarlundur föstudag 30. október 1992 kl. 08.00 ■ 09.30, i Átthagasal Hótels Sögu ENSKILDA-SKYRSLAN UM HLUTABRÉFAMARKAÐINN Enskilda Corporate Finanœ i London leggur nú fram annan áfanga skýrslu sinnar um íslensk verðbréfaviðskipti - um hlutabréfamarkaðinn. Hver gæti þróunin orðið? Hvaða áhrifhefur sala á ríkisfyrirtækjum? Hverjir eru líklegir fjárfestar, fá þeir nægar markaðsupplýsingar, hafa þeir næga þekkingu á hlutabréfaviðskiptum? Hvar standa lífeyrissjóðirnir? Hvaða gildi hefur almenn hlutabréfaeign? Er von á erlendum fjárfestum? Fundurinn fer fram á ensku. Frummælendur eru aðalhöfundar skýrslunnar, David Watson og Birgitta Albáge, fjármálaráðgjafar Enskilda á vettvangi Norðurlanda. Sérstakar umræður fara fram við pallborð með íslenskum þátftakendum. Fyrirspumum úr sal verður svarað. Fundurinn er opinn, en tilkynna verður fyrirfram um þátttöku í síma 676666. Þátttökugjald m. morgunverði kr. 1.000. ENSK/LDA-SKÝRSLAN ER GERÐ Á VEGUM SEÐLABANKANS, VERSLUNARRÁÐSINS OG IÐNÞRÓUNARSJÓÐS. EINTÖK VERÐA SELD VIÐINNGANG Á FUNDINN. VERSLUNARRAÐ ISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.